Tíminn - 01.10.1988, Blaðsíða 22

Tíminn - 01.10.1988, Blaðsíða 22
22 Tíminn Laugardagur 1. október 1988 Notaðar búvélar MINNING Þórdís Gissurardóttir til sölu: IMT 577 4x4 ........... árg. 1986 Ford4100 .............. árg. 1979 Ursus 385 4x4 ......... árg. 1984 Kimidan mykjudreifari .. árg. 1987 Kimidan mykjudæla 6“ .. árg. 1987 Gott verð og greiðslukjör. VELAR & ÞJONUSTA HF. - Vélaborg JÁRNHÁLSI 2 - SÍMI 83266 - 686655 Hjartans þakkir til allra þeirra er geröu mér 80 ára afmælisdaginn minn þann 12. septemberógleyman- legan. Sérstakar þakkir til barna minna, barnabarna og maka þeirra, bræðra minna og eiginkvenna þeirra og til allra þeirra sem sendu mér blóm og skeyti þennan eftirminnilega dag. Guö blessi ykkur öll. Una Jóhannesdóttir. t Móöir okkar Björg Árnadóttir Seljalandi 7, fyrrum húsfreyja að Stóra-Hofi, Gnúpverjahreppi, lést í dvalarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, 29. september. Börnin. Virðisaukaskattur á matvöru? Almennur fundur verður haldinn um áhrif virðisaukaskatts á verð- myndun matvöru að Brautarholti á Skeiðum föstudaginn 7. okt. n.k. kl. 21.00. Frummælandi verður Gunnlaugur Júlíusson, landbúnaðarhagfræðingur frá Stéttarsam- bandi bænda. Umræður og fyrirspurnir. Fundurinn er öllum opinn. Félag framsóknarkvenna f Árnessýslu og Landssamband framsóknarkvenna Aðalfundur Framsóknarfélags Kópavogs verður haldinn að Hamraborg 5, mánudaginn 10. október kl. 8.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, auk kosning fulltrúa á flokksþing. Stjórnin. Reykjanes Kjördæmissamt id framsóknarmanna á Reykjanesi boðar til for- mannafundar fir ntudaginn 6. október n.k. kl. 20.30 að Hamraborg 5, Kópavogi. Stjórnin. Austurla.íd Kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið í Hóter Valaskjálf Egilsstöðum dagana 14. og 15. október n.k. og hefst kl. 20.00. Nánar auglýst síðar. KSFA fyrrv. húsfreyja í Arabæ Fædd 13. júní 1910 Dáin 26. september 1988 í dag verður jarðsett frá Gaul- verjabæjarkirkju Þórdís Gissurar- dóttir, fyrrum húsfreyja í Arabæ í Flóa. Þórdís fæddist í Gljúfurárholti í Ölfusi 13. júní 1910. Hún var yngst af 17 börnum hjónanna Margrétar Jónínu Hinriksdóttur og Gissurar Guðmundssonar er þar bjuggu árin í kringum aldamótin. Af systkinum Þórdísar er aðeins á lífi næstyngsta systirin Sigrún sem nú dvelur á Sólvangi í Hafnarfirði. Þegar for- eldrar Þórdísar brugðu búi 1920 fluttu þau fyrst til Eyrarbakka en síðan til Hafnarfjarðar. Þórdís gekk í skóla á þessum stöðum og minntist hún oft skólans og dvalarinnar á Eyrarbakka, sem þá var miðstöð menningar á Suðurlandsundirlendi. Að skólagöngu lokinni tóku við ýmis störf. Hún var mikið í vist sem ung stúlka og fór stundum í kaupa- vinnu á sumrin, en lengst mun hún hafa unnið á Farsóttarsjúkrahúsinu. Árið 1940 verða þáttaskil í lífi hennar þegar hún ræðst sem ráðs- kona að Arabæ í Flóa til Stefáns Hannessonar sem þar bjó. Þau gengu í hjónaband 13. september 1941 og bjuggu síðan í Arabæ, en Stefán lést 5. október 1974. Arabær er ekki landmikil jörð og var illa hýst er þau hófu þar búskap, en með eljusemi og hagsýni byggðu þau upp jörðina og ræktuðu tún. Þau hjón eignuðust 5 börn. Elstur var Gissur Grétar sem var stórlega fatlaður frá fæðingu og lést tæplega 17 ára gamall. Hin börnin eru í þessari röð; Ingunn, gift Sigurjóni Jónssyni lyfsala Vestmannaeyjum, Sigmundur, viðskiptafræðingur, kvæntur Hafdísi Sigurgeirsdóttur sérkennara, Margrét Jónína hús- freyja í Gerðum Gaulverjabæjar- hreppi, gift Geir Ágústssyni bónda og Hannes kennari á Selfossi. Kona hans er Helga Jóhannesdóttir, fata- hönnuður. Eftir lát Stefáns bjó Þórdís í Arabæ með Hannesi syni sínum. Hún naut sín vel í að stjórna búi og hafði ánægju af sveitastörfum og gekk í þau af lífi og sál þó að kraftar tækju að minnka. Vorið 1983 tóku þau mæðgin þá ákvörðun að hæfta búskap og flytja til Reykjavíkur og þar eyddi Þórdís síðustu æviárum sínum. Fyrir 10 árum kynntist ég Þórdísi þegar ég kom inn í fjölskyldu hennar. Hún var þá enn húsmóðir í Arabæ. Þórdís var dugleg og ósér- hlífin kona sem bar ótakmarkaða umhyggju fyrir fjölskyldu sinni. Hún var glaðlynd, hrein og bein í fram- komu og afar hlý í minn garð. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur varð samband okkar meira og nánara og mér mikils virði. Aðstæður hennar breyttust mikið við flutninginn til Reykjavíkur því nú þurfti þessi vinnuglaða kona að aðlaga sig því að hafa ekki ákveðin verk að ganga í eins og í Arabæ. Hún hafði nú meiri tíma fyrir sjálfa sig. Þórdís hafði áhuga á þjóðlegum fróðleik og hafði gaman af að ferðast. Hún fór með okkur nokkrar ferðir innanlands og hafði mikla ánægju af. Hún velti þá gjarnan fyrir sér hvernig lífsbarátta fólks hefði verið á þeim landsvæðum sem við fórum um. Ég minnist ferðar sem Gefum okkur tíma í umferðiiml Leggjum tímanlega af stað! við fórum í ágústmánuði síðastliðn- um norður í Skagafjörð, þar sem við dvöldum í eina viku. Þórdísi fannst hápunktur hvers ferðalags að komast í berjamó, berjatínslan hafði fyrir henni nyt- semdargildi sem gaf hverju ferðalagi aukinn tilgang. Þar nyrðra eyddum við yndislegum degi við berjatínslu og naut Þórdís þess eftirminnilega. Síðastliðin tvö ár var ég í námi samhliða vinnu og þessi ár passaði hún son minn ungan á meðan ég var í skólanum. Auk þess sem þessi pössun var mér ómetanleg vegna námsins var hún ekki síður mikils virði fyrir son minn því milli hans og ömmu hans skapaðist náið samband. Þórdís sýndi honum einstaka um- hyggju og þolinmæði. Hún hafði gaman af söng og kenndi honum mikið af vísum. í hvert skipti sem við sonur minn fórum niður í bæ vildi hann heimsækja ömmu í Ból- staðarhlíðinni. Það er mikill missir fyrir lítinn dreng þegar amma er ekki lengur til að fagna honum og gleðja hann, en það dýrmæta vega- nesti sem hún gaf honum verður ekki frá honum tekið. Ég vil að leiðarlokum þakka Þór- dísi af alhug fyrir ógleymanlega vináttu og hlýhug og þá umhyggju sem hún bar fyrir fjölskyldu minni. Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Brlem). Hafdís. Alltaf bregður manni óþægilega þegar dauðann ber að garði, sama hvort hann kemur að vitja ungra eða aldinna, hraustra eða lasburða. Alltaf ar jafn erfitt að skilja það að komið sé skarð í vinahópinn og aldrei eigi maður eftir að deila stund, gleði eða daglegu amstri með manneskju sem orðin var hluti af lífi manns. Þórdís Gissurardóttir var fædd í Gljúfurholti í Ölfusi 13. júní 1910, yngst f hópi 17 systkina. Æviágrip Þórdísar mun ég ekki rekja hér, að öðru leyti en því að árið 1941 giftist hún Stefáni Hannessyni bónda í Arabæ, Gaulverjabæjarhreppi og áttu þau fimm börn. Árin hennar í Arabæ urðu fjörutíu og þrjú, tími er spannar meira en hálft æviskeiðið, og því auðvelt að álykta að rætur hennar liggi þar. I Arabæ bjuggu þau hjónin af hagsýni og dugnaði. Búið var aldrei stórt en þótti myndarlegt og vel rekið. Rúmlega sextug missti Þórdís mann sinn. Hún bjó áfram í Arabæ með Hannesi syni sínum til ársins I 1983, en þá brugðu þau búi ogfluttu til Reykjavíkur. Þar átti hún síðan heimili til hinstu stundar. Margar hugsanir og minningar leita nú á huga minn um Þórdísi, sem ég kynntist fyrir aðeins fáum árum, en þótti orðið vænt um sem tengdamóður mína. Hér veit ég hins vegar að er ekki við hæfi að vera með tilfinningasemi því öll væmni var henni fjarri skapi. Gilti þá einu hvort um var að ræða talað mál, ritað, tónlist eða önnur mannanna verk. Eitt af því skemmtilegasta og eftirminnilegasta sem ég upplifði með Þórdísi var þegar hún sagði mér sögur frá árunum áður en hún gifti sig. Leikur systkinanna á Gljúfur- holti, lífið í Hafnarfirði snemma á öldinni, stéttaskipting þess tíma, lífskjör verka- og þjónustufólks, hjúkrunarstörf á tímum berkla eða „að þéna“ eins og hún kallaði það. Þessi störf voru hennar skóli, enda var hún mikil búkona fram á það síðasta. Þó kynni okkar yrðu stutt náði Þórdís að sýna mér inn í heim sem var mér borgarbarninu framandi. Það gerði hún með frásögnum af liðinni tíð, en ekki síður með lífs- skoðunum sínum og daglegu lífi. Þó hún byggi orðið í Reykjavík var hugurinn í sveitinni. Þá naut hún þess að fylgjast úr fjarlægð með búskapnum í Gerðum hjá Margréti dóttur sinni. Eins og flestir fslendingar á henn- ar aldri var Þórdís mótuð af kröpp- um lífskjörum. Dyggðir þessarar kynslóðar, nýtni, vinnugleði og hóf- semi, eru nú metnar til fárra fiska. Meðan nútíminn pakkar fánýtinu í skrautlegar umbúðir heldur þetta fólk sönsum og spyr hvert sé inni- haldið í öllu þessu. Ólíkt verðmæta- mat okkar Þórdísar birtist ekki síst í því sem kalla mætti smáatriði. Ég man t.d. að eitt vetrarkvöldið er ég leit inn til hennar sat hún við eldhús- borðið með lítið úrvarpstæki fyrir framan sig og hlustaði á sígilda tónlist. Útvarpið var henni ekki afþreying eða síbylja heldur tæki til fróðleiks og yndisauka. Tónlist hlýddi hún á til að njóta hennar og auðga andann. Þá skiptu umbúðirn- ar engu máli. Þegar ég festi þessi orð á blað minnist ég líka annars í fari Þórdísar sem mér þótti skrýtið í fyrstu, en það var áhugi hennar á fólki, ættum þess og fjölskyldum. Hafi ég einhvern tíma haldið að engir læsu minningargreinar nema aðstandendur, þá afsannaði hún þá kenningu fyrir mér. Seinna skildi ég að þessi séríslenski áhugi á eftirmæl- um stafar ekki bara af forvitni heldur er þetta ein leið til að sýna látnum virðingu og votta hinum hluttekn- ingu sem eftir lifa. Það sem mér þóttu vera helstu persónueinkenni Þórdísar voru fast- mótaðar skoðanir á mönnum og málefnum, hreinskilnin sem þó duldi ekki gott hjartalag, og síðast en ekki síst einstök hjálpsemin, er skein í gegn í öllum hennar gerðum. Þá dettur mér í hug hversu mjög hún naut að fylgjast með allri haust- uppskeru grænmetis og berja, með það í huga að allir fengju eitthvað í sinn hlut. Áhuga og hrifningu á íslenskri náttúrufegurð sýndi hún ætíð, og er þá skemmst að minnast gleði hennar og þakklæti fyrir ferð um Norður- land nú í sumar með Hafdísi og Sigmundi, tengdadóttur hennar og syni. Börnin voru henni mikils virði, fylgdist hún ætíð vel með ástvinum og ættingjum og á það ekki síst við um barnabörnin sem orðin eru ellefu. Um leið og ég þakka Þórdísi allt það sem hún var mér og skildi eftir sig hjá mér, vona ég að hún fái góða heimkomu til Stefáns og Gissurar. Deyrfé, deyja frœndur, deyr sjálfur ið sama, en orðstíð deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Helga Jóhannestfcttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.