Tíminn - 01.10.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur 1. október 1988
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra:
Vonandi laus við allt
frjálshyggjufyllerí
„Ég vil leggja áherslu á að það hefur aldrei verið
ætlunin að skattleggja það sem við höfum gjarnan kallað
sparifé almennings. Vitanlega má fara ýmsar leiðir til að
ná skatti af hreinum fjármagnstekjum. T.d. má hugsa sér
að skattleggja aðeins ávöxtun sem er yfir eitthvað
ákveðið mark eins og 1 -2 af hundraði. Þá má einnig hugsa
sér að tengja þennan skatt við launatekjur manna, þannig
að tekjulægsta fólkið, sem er núna tekjuskattslaust lendi
ekki í þessum skatti, eða miklu síður. Hins vegar er ekki
búið að vinna þetta í smáatriðum. Ég vil þó leggja áherslu
á að það á ekki að skattleggja sparifé almennings. Þetta
er áróður sem getur verið stórhættulegur.
Mér finnst óréttlátt að skattleggja aðeins
vinnutekjur verkamannsins, en ekki arðinn
af fjármagninu. Af hverju á sá hagnaður að
vera á einhverju sér plani? Ég vil vekja
athygli á því að t.d. í Bandaríkjunum eru
launatekjur og tekjur af fjármagni skattlagð-
ar á nákvæmlega sama máta. Þannig er þetta
líka á öllum hinum Norðurlöndum."
Yrði þá um að ræða ákveðin skattleysis-
mörk sparifjáreigenda?
„Þau þurfa að vera og það má vitanlega
hugsa sér fleiri leiðir. T.d. mætti hugsa sér
að það fé sem er á bundnum sparisjóðsbók-
um væri algerlega undanþegið skatti. Þannig
eru margar leiðir til sem allar þarf að kanna
vel.“
Höfuðstóll ekki skattlagður
Þið eruð ekki að hugsa um að skattleggja
tekjurnar tvisvar, fyrst þegar unnið er fyrir
tekjunum og síðan þegar búið er að leggja
fyrir?
„Nei. Höfuðstóllinn verður ekki skatt-
lagður og það er hann sem fólk hefur eignast
með vinnu sinni. Svo eru þessar tekjur
lagðar inn í banka og fara að vinna fyrir sér.
Þessi skattur er sambærilegur við skatt-
lagningu á leigutekjur af húsnæði. Þú eignast
fasteign og þú leigir hana út. Þá eru
leigutekjurnar skattlagðar. Nú borgar sig að
selja fasteignina og leggja andvirðið á háum
vöxtum inn á peningamarkaðinn og þá eru
eignatekjurnar skattfrjálsar.“
Fyrstu aðgerðir
Nú hafa fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar
í efnahagsmálum þegar verið gagnrýndar og
m.a. af Víglundi Þorsteinssyni, formanni
Félags íslenskra iðnrekenda, fyrir að veita
eingöngu fiskútflutningsfyrirtækjum
stuðning. Hverju svarar þú?
„Þetta er vitanlega það sem er hættulegt
við millifærsluna. En af því þú nefndir nú
þarna ákveðinn mann, þá vil ég vekja
athygli á að í þeirri nefnd sem sett var á fót
af fyrrverandi forsætisráðherra, var mælt
með annarri leið sem var niðurfærsla. Við
framsóknarmenn sameinuðumst um hana
og unnum mjög mikið í þessu sambandi og
það gerði Alþýðuflokkurinn líka. Sjálf-
stæðisflokkurinn vann ekkert í þessu á sama
tíma, að því er ég best veit, enda var
forsætisráðherra þá fjarverandi.
Ef ég á að nefna eitt atriði sem olli mér
hvað mestum vonbrigðum í síðustu stjórn,
þá var það afstaða Sjálfstæðisflokksins í
þessu máli. Niðurfærslunni var sparkað út af
borðinu. Nefndin sem Þorsteinn Pálsson
hafði skipað, hafði sameinast um niðurfærsl-
una, Framsóknarflokkurinn einnig og
Alþýðuflokkurinn. Þetta var besta leiðin og
að mínu mati var hægt að ná verðbólgunni
mjög hratt niður, lækka fjármagnskostnað
o.s.frv. Það hefði eflaust verið hægt að
lagfæra hana eitthvað, t.d. með því að draga
úr launalækkunum.
Uppfærsluleiðin er gengisfelling. Við
felldum gengið í maí. Hvar erum við stödd
núna? Við erum ver stödd. Við fórum þessa
leið allt árið 1982 og alltaf versnaði ástandið
og verðbólgan rauk upp.
Við erum með svo mikið í erlendum
lánum sem hækka öll vegna gengis-
tryggingar. Því miður er uppfærslan ekki fær
í þessu kerfi.
Millileiðin er bakfærsla
Millifærslan er millileið og við förum hana
núna með þvf að lækka gengið um þrjá af
hundraði til að þurfa ekki að gera millifærsl-
una meiri. Við erum núna að bakfæra til
þeirra greina í útflutningsatvinnuvegunum
sem eru verst staddar að allra mati. Það eru
einkum frystingin og nokkrar greinar í
sjávarútveginum og einnig ullariðnaðurinn.
Það er rétt hjá Víglundi að sam-
keppnisgreinarnar eru skildar eftir, en þær
hafa bara ekki orðið fyrir sömu áföllum og
t.d. frystingin, sem hefur orðið að þola
verulega verðlækkun. Það er alveg ljóst að
við þurfum hins vegar líka að vera mjög vel
vakandi yfir því hvað við getum gert til að
styrkja þessar samkeppnisgreinar.
Því er við að bæta að hér er auðvitað um
tímabundnar aðgerðir að ræða. Það verður
leitað allra leiða til að koma, eins fljótt og
unnt er, öllum þessum greinum á sambæri-
legan rekstrargrundvöll. Millifærslan á ekki
að vara nema stutt fram á næsta ár.“
Eru stjómarflokkarnir búnir að móta
hugmyndir um hvað tekur þá við?
„Nei, þeir eru ekki búnir að því, en allir
eru sammála um að við þurfum að vinna
okkur út úr þessari millifærslu. Það verður
þó miklu auðveldara þegar verðbólga verður
orðin mjög lítil og fjármagnskostnaður
sanngjarn. Ég tala nú ekki um þegar það
jafnvægi hefur náðst að lánskjaravísitalan
verður afnumin. Þá verður allt annað að
eiga við þessa hluti."
Ekki ráðist á almennt sparifé
Nú er nýbúið að stofna samtök sparifjár-
eigenda. Attu von á að það eigi eftir að
verða órói og átök á milli ríkisstjórnarinnar
og þessara samtaka?
Þrátt fyrir að tekist hafi að þyrla þarna
upp miklu moldviðri í augnablikinu, þá held
ég að engin vandræði verði þegar hlutirnir
fara að skýrast. Það á ekki að ráðast á
almennt sparifé landsmanna. Það var mjög
góð grein eftir Ragnar Tómasson, lögfræð-
ing, í Morgunblaðinu um þetta, þó ég vilji
ekki vera að auglýsa það blað, fyrir um
tveimur mánuðum, þar sem þetta var sett
fram á mjög sanngjarnan máta.
Yfirleitt er talið gott ef sparifé, sem
varðveitt er í banka, er tryggt fyrir rýrnun,
en ekki gert ráð fyrir að það beri vexti í
líkingu við það sem verið hefur hér að
undanförnu.“
Er þetta þá samstiga þeim aðgerðum að
ná niður raunvöxtum í landinu?
„Jú þetta er samstiga því og nú er ætlunin
að ná útlánsvöxtum niður úr níu af hundraði
í sex af hundraði. Það er ekki auðveld
aðgerð, en ég er sannfærður um að hún
tekst. Þá lækka auðvitað innlánsvextir líka
og vextir á almennum sparisjóðsbókum
verða ekki háir, en þó fyrir ofan verðbólgu.
Það sem verið er að seilast eftir er
hagnaður af verðbréfum, sem seld eru með
alls konar afföllum og eru á hinum svokall-
aða gráa markaði. Til að geta skattlagt slíkt
hefur verið ákveðið að öll verðbréf skuli
vera skráð á nafn og að bankar skuli vera
upplýsingaskyldir gagnvart skattyfirvöldum.
Til fróðleiks má geta þess að í Bandaríkj-
unum, þar sem fjármagnshagnaður er skatt-
lagður á sama hátt og vinnutekjur, er
framkvæmdin þannig að haldið er eftir
ákveðnum hundraðshluta af vaxtagreiðsl-
um. Þar er staðgreiðslukerfi á þessari hlið
skattheimtu.
Það mætti hugsa sér að ársfjórðungslega
verði ávöxtun, sem er umfram 1-2 af hundr-
aði, haldið eftir að einhverju marki miðað
við ákveðinn hundraðshluta. Þá hefur
ákveðin eðlileg raunávöxtun verið dregin
frá, svipað og nú er dreginn frá persónu-
afsláttur."
Það er þá í farvatninu að hér verði komið
á hliðstæðri skattlagningu og tíðkast með
launatekjur?
„Já, eitthvað hliðstæð."
Lýsir vonleysi sem var
En hvað viltu segja um þetta mikla fylgi
sem stjórnin nýtur á fyrsta degi, ef marka
má skoðanakönnun DV?
„Ég held að það megi ekki síst rekja til
vonleysis sem því miður var orðið ríkjandi
hjá öllum með fyrri ríkisstjórn. Það stafaði
einkum af misheppnuðum aðgerðum í maí
og síðan aðgerðaleysi í haust. Nú gerir
almenningur sér vonir um betri tíð.
Það er venjulega svo að þegar tveir eða
fleiri deila þá eiga allir einhverja sök. Ég er
ekkert að skorast undan þvf hvað síðustu
stjórn snertir og ég ætla ekki að taka þátt í
því skítkasti sem sjálfstæðismenn hafa því
miður viðhaft að undanfömu. Persónuleg
sárindi eða leiðindi eru ekki í mínum huga
í þessu sambandi en mér þykir miður
hvernig fór. Menn komu sér einfaldlega
ekki saman um leiðir. Það skapaði vonleysi
hjá fjöldanum sem sá hvað var að gerast, þar
sem frystihúsin vom að stöðvast og fjár-
magnskostnaðurinn alla að drepa. Menn
binda því eðlilega vonir við að nú sé komið
nýtt andrúmsloft og nýr vilji til að fram-
kvæma hlutina. Ef það reynist ekki vera
þegar frá líður, þá mun þetta hlutfall falla
hratt.“
Nú kemur fram í þessari sömu skoðana-
könnun að þeir sömu flokkar og standa að
stjórninni bæta við sig fylgi. Hvemig leggst
það í þig?
„Það er athyglisvert að fylgi stjórnarinnar
er töluvert meira en samanlagt fylgi stjórn-
arflokkanna. Það þýðir að margir úr öðmm
flokkum styðja þessa ríkisstjórn."
En nú var haldinn sérstakur fundur sjálf-
stæðismanna á dögunum til þess eins að
fjalla um þig að því er virtist og sverta
mannorð þitt?
„Sá fundur virðist frekar hafa þjappað
fólki um ríkisstjórnina. Ég held að ísíend-
ingar séu þannig að þeim falli ekki þess
háttar ódrengskapur og gífuryrði. Á þeim
fundi nægði ekki að hnýta í mig heldur var
líka verið að rakka niður föður minn, sem
ég átti erfitt með að trúa þegar mér var sagt
frá því.“
Flokkur jafnvægis
En hvernig metur þú fylgi Framsóknar-
flokksins, sem verið hefur meira en fylgi í
síðustu kosningum í öllum skoðanakönnun-
um?
„Framsóknarflokkurinn er flokkur jafn-
vægisins og nokkurn veginn á miðjunni í
íslenskum stjórnmálum. Hann hafnar þess-
um öfgum eins og frjálshyggjunni og hefur
hafnað henni ákveðnast af öllum flokkum.
Ég hef fengið mörg skeyti síðustu daga og
sum þeirra mjög skemmtileg. Eitt þeirra
segir t.d.: „Megi þér og þínum fylgis-
mönnum takast að finna þjóðinni hóflegan
afréttara eftir frjálshyggju-fylleríið.“ Þetta
held ég að sé rétt og að mönnum sé að verða
ljóst að þetta hefur verið frjálshyggjufyllerí.
Fólk hefur hreinlega fundið að öfgar eins og
þessi ganga bara ekki upp.
Það er skýrt tekið fram í stefnuyfir-
lýsingunni, að þessi ríkisstjóm byggir á
dugnaði og krafti einstaklingsins, en jafnt á
samtökum og samvinnu á félagslegum
grundvelli. Það er í raun og veru kjarni
málsins.
Ég hef alltaf dáðst að dugmiklum einstakl-
ingum sem hafa komist áfram. Ég vil t.d.
nefna Þorvald Guðmundsson í Síld og fisk,
sem talinn er ríkasti maður landsins. Hann
hefur unnið sig upp frá engu maðurinn og
lengi verið hæsti skattgreiðandinn á landinu.
Slíkir menn eru virðingarinnar verðir. Því
miður eru einnig menn sem hafa auðgast á
vafasaman máta og þeir eiga síst skilið
virðingu mfna. Það em m.a. okraramir sem
hafa notað sér erfiðleika annarra."
Mikil skuldbreyting
En er stjórnin að fara þrjátíu ár aftur í
tímann með aðgerðum sínum eins og Þorste-
inn Pálsson og Morgunblaðið hafa verið að
halda á lofti?
„Ég segi það eitt að þetta er fáránlegt.
Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði því
miður hafnað niðurfærslunni, kemur hann
sjálfur fram með tillögu að millifærslu, sem
var að vísu ekki mjög mikil vegna mikillar
gengisfellingar.
Okkar millifærsla, sem ég vil nú gjarnan
kalla bakfærslu, er einkum til frystingarinnar
og er ekki nema um 200 milljónum meiri en
hjá þeim.
Það mikilvægasta í okkar aðgerðum um-
fram það sem Sjálfstæðisflokkurinn var
með, er í fyrsta lagi minni gengisfelling, þar
sem þeir voru með 6%, og viðamikil skuld-
breyting. Hún er nauðsynleg vegna þess að
í fiskvinnslunni hefur mönnum ekki verið
búinn eðlilegur rekstrargrundvöllur. Ég hef
rætt við fjölmarga aðila í þessum greinum og
þeir hafa allir lokið upp einum munni um að
þetta kunni að vera lykillinn að því að
aðgerðirnar takist.
Framlagið er að mestu tekið af framlagi
til atvinnuleysistryggingasjóðs, enda er nýi
sjóðurinn kallaður atvinnutryggingasjóður.
Það er eðlilegt því hér er verið að koma í
veg fyrir fjöldaatvinnuleysi, sem leit út fyrir
að ná myndi til um 10.000 manna ef ekkert
raunhæft yrði gert.
Við vonum að með fjölþættum aðgerðum
okkar geti atvinnulífið haldið áfram, en ekki
verður öllum bjargað. Sumir eru búnir að
tapa öllu sínu fé og komnir með botnlausar
skuldir. Vitanlega verður þetta allt skoðað
af sanngirni, en það er bara delta að það eigi
að fara að bjarga skussunum, eins og ég hef
heyrt að við höfum verið vændir um.“
Kristján Björnsson
■S3S'