Tíminn - 01.10.1988, Side 11

Tíminn - 01.10.1988, Side 11
Laugardagur 1. október 1988 Tíminn 11 Slátursalan slær öll met: Menn hafa ekki við að slátra Unnendur þinda, nýrna, hálsbita, sviða, lifra, blóðmörs- og lifrarpylsu- keppa, með öðrum orðum áhuga- menn um slátur og sláturgerð, ættu að fara að huga að árlegum sláturk- aupum. Slátursölumenn víða um land muna vart aðra eins ásókn í slátur og verið hefur þessa fyrstu daga vertíðarinnar. Selfyssingar virðast þó fara hægar í sakir en aðrir landsmenn því þar hefur verið frekar róleg slátursala það sem af er. Hall- dór Guðmundsson, hjá SS á Selfossi, segist þó reikna með að slátursalan glæðist í næstu viku. Hjá Helgu Jónsdóttur hjá Afurða- sölu Sambandsins fengust þær upp- lýsingar að slátrin rynnu út eins og heitar lummur. í gær var ásóknin í slátur slík að birgðir seldust upp á örskömmum tíma. Ný stór sending var þó væntanleg frá sláturhúsi Kaupfélags Borgfirðinga til dreifing- ar í verslanir í dag. Afurðasalan selur eingöngu frosin slátur. Heild- söluverð á fimm slátrum er 1750 krónur en smásöluverðið er 1850 krónur. Inn í þessari tölu er 25% söluskattur sem lagðúr var á um síðustu áramót. Helga segir slátursöluna mun meiri þessa fyrstu daga en menn hefðu átt von á. „Ég held að margir kaupi slátur til þess að fá sviðin og innmatinn en ekki endilega til þess að búa til blóðmör og lifrarpylsu," segir Helga. Aðspurð sagði hún sláturkaupendur vera á öllum aldri. Yngra fólkið gæfi hinum eldri sfst eftir í þeim efnum. Hjá Sláturfélagi Suðurlands hefur sömuleiðis verið bjart yfir slátursölu síðustu daga. Sláturfélagið selur bæði ófrosin og frosin slátur. Verð á fimm ófrosnum slátrum er 1870 krónur en 1956 á frosnum. Á Akureyri hefur hreinlega verið allt vitlaust að gera í slátursölu það sem af er sláturtíð, að sögn Óla Valdimarssonar, sláturhússtjóra hjá sláturhúsi KEA. „Slátursalan erslík að við höfum hreinlega ekki undan að slátra. Mér sýnist að við séum nú búnir að selja á milli 15 og 16 þúsund slátur,“ segir Óli. Hann segir að til Vegagerð í Hvalfirði Nýlega var boðinn út 5,3 km langur kafli á Vesturlandsvegi í Hvalfirði. Þessi vegarspotti er á milli Fossaár og Galtargils. Nánar tiltekið við Eyri í Hvalfirði. Tilboð voru opnuð 19. september og bauð Klæðning hf. lægst eða 35 milljónir króna. Kostnaðaráætlun Vegagerðar ríkisins hljóðaði hins vegar upp á 40,5 miiljónir króna. Framkvæmdir við vegagerðina hefj- ast í byrjun október og er gert ráð fyrir að vinnu við veginn sé lokið 1. ágúst 1989. Vegurinn á þessum kafla verður að mestu færður fjær fjaliinu og lagður bundnu slitlagi. Með tilkomu þessa vegarkafla verður komið samfellt slitlag í öllum sunnanverðum Hvalfirði og ekki eft- ir nema tveir stuttir vegarkaflar við olíustöðina. - ABÓ Húsaleiga hækkar ekki til áramóta Hagstofan hefur sent út tilkynn- ingu þess efnis að leiga fyrir íbúðar- húsnæði og atvinnuhúsnæði sem samið hefur verið um að fylgi vísitölu húsnæðiskostnaðar skuli haldast óbreytt í október, nóvember og desember, frá því sem hún er nú í september 1988. að anna eftirspurn hafi þurft að sækja sláturfarma austur á Kópasker og líklega yrði þörf á frekari flutn- ingum þaðan í næstu viku. „Þetta byrjaði óvenju snemma hjá okkur. Fyrstu vikurnar hafa yfirleitt verið rólegar en nú hefur verið stanslaus sala alveg frá byrjun.“ í þá gömlu góðu daga var til siðs í menningarplássum um allt land að viðskiptavinirnir kæmu með eigin ílát undir slátrin. Þessir gamalgrónu siðir eru í heiðri hafðir á Akureyri. ÓIi Valdimarsson segir að fólk kunni vel að meta að halda pakkningum neysluþjóðfélagsins, nema plastpok- um, frá þjóðlegum siáturkaupum. Verðið á einu eyfirsku slátri í þvotta- balann er 370 krónur, sem sagt 1850 krónur fyrir 5 slátur. óþh FJÓRHJÓLADRIFINN NISSAIM SUNNY WAGON ÁRGERÐ 1989 Verd með aflstýri og ótal aukahlutum kr. 753.700,- 3JA ÁRA ÁBYRGÐ Komdu og spjallaðu við okkur, því kjörin eru hreint ótrúleg Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 2-5 Ingvar Helgason hff. Sýningarsalurinn, Rauðageröi Sími: 91 -3 35 60

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.