Tíminn - 01.10.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.10.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. október 1988 Tíminn 5 Kjötmiðstöðin hefur fengið sex vikna greiðslustöðvun: Verslunarkeð jan Target íhugar kaup á hlutafé Kjötmiðstöðin hefur átt í viðræðum við tvær erlendar verslunarkeðjur um kaup á hlut í fyrirtækinu og komu fjóri menn hingað tU lands í síðustu viku frá Target í Bretlandi og áttu viðræður við eigendur Kjötmiðstöðvarinnar. Þá vonast eigendur Kjötmiðstöðvarinnar einnig til þess að belgíska verslunarkeðjan Del Hills sýni fyrirtækinu áhuga. Að sögn Hrafns Bachmann, stærsta hluthafans, hefur ekkert komið út úr þeim viðræðum enn sem komið er. Stórkaupmenn hér á landi hafa einnig sýnt áhuga á að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu, en ætlunin er að auka hlutafé þess um 120 milljónir. Staða fyrirtækisins er slæm þessa dagana og hafa öll fyrirtæki í eigu Kjötmiðstöðvarinnar hf. verið seld á síðustu mánuðum, að versluninni í Garðabæ undanskilinni, sem fékk greiðslustöðvun í sex vikur frá og með sl. fimmtudegi. Hrafn sagði að greiðslustöðvunin væri leiðin til að bjarga fyrirtækinu og yrðu vik- urnar sex notaðar til endurskipu- lagningar. í gær átti að ganga frá sölu á verslun Kjötmiðstöðvarinn- ar við Laugalæk, þar sem fyrirtæk- ið hóf starfsemi sína og munu kaupendurnir vera núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækis- ins. Aðspurður hvort ekki væri eingöngu um yfirtöku skulda að ræða, sagði Hrafn svo ekki vera að neinu leyti. Áður hafði kjöt- vinnsla, verslun í Hamraborg í Kópavogi og Veitingamaðurinn, allt fyrirtæki í eigu Kjötmiðstöðv- arinnar hf. verið seld á tiltölulega skömmum tíma fyrir um 155 mill- jónir að sögn Hrafns, til að bjarga rekstrinum. Ekki vildi Hrafn gefa upp söluverð verslunarinnar við Laugalæk, en söluverð hennar er hluti ofangreindra 155 milljóna. Hrafn Bachmann á 45% hluta- fjár í Kjötmiðstöðinni hf. og er hann jafnframt stjórnandi. Aðrir hluthafar eru Ármann Reynisson og Pétur Björnsson hvor með 22,5% hlutafjár og Halldór Krist- insson með 10%. Aðspurður hvort Ármann, Pétur og Halldór hygðust selja sinn hlut í fyrirtækinu sagði Hrafn: „Pað hefur ýmislegt borið á þeim nótum, en hlutirnir gerast svo hratt að erfitt er að segja til um hvað verður.“ Pétur mun ekki vera á því að selja sinn hlut og starfar nú við endurskipulagningu á bók- haldi fyrirtækisins, en talið er lík- legt að Ármann selji sinn hlut, þar sem hann hyggur á framhaldsnám erlendis. Hrafn bjóst við að ef aukið hlutafé fengist, þá yrði hans hlutur 5 til 10%. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Tímans voru skuldir Kjöt- miðstöðvarinnar fyrir skömmu um 400 milljónir og eignir sem sagðar voru ofmetnar, rúmar 200 milljón- ir. Hrafn sagði að þetta væri ekki alveg rétt, eignir væru metnar á tæpar 300 milljónir, en skuldir væru um 80 til 90 milljónum meiri, eða nálægt 400 milljónum. „Það er fyrst og fremst fjár- magnskostnaður sem menn eru að sligast undan,“ sagði Hrafn að- spurður hvað gerði matvöruversl- un svo erfiða í dag. Þá nefndi hann einnig greiðslukortin og lánsvið- skipti til fastra viðskiptavina sem ástæður. Hrafn sagði að fyrirtækið yrði rekið áfram með svipuðu sniði, en gripið yrði til róttækra aðgerða á næstu vikum, jafnvel eftir viku eða tvær. - ABÓ Erlendir aðilar mega eiga hlutafé í ís- lenskum fyrirtækjum í verslunarrekstri: 49% hlutafjár án undanþágu Vegna hugmynda Kjötmið- stöðvarmanna að fá erlendar verslunarkeðjur til að kaupa hlutafé í Kjötmiðstöðinni leitaði Tíminn upplýsinga hjá viðskipta- ráðuneytinu hvort erlendir aðilar mættu eiga hlut í fslenskum fyrir- tækjum í þessari atvinnugrein og þá að hve miklu marki. Tryggvi Axelsson hjá við- skiptaráðuneytinu sagði að sam- kvæmt lögum ætti meirihluti hlutafjár að vera í eigu íslend- inga. Samkvæmt því mega er- lendir aðilar ckki eiga meira en 49%, en hins vegar er viðskipta- ráðherra heimilt samkvæmt sömu lögum að gefa undanþágu frá þessu ákvæði um meirihlutacign íslendinga og hafa slíkar undan- þágur verið vcittar samkvæmt umsókn. - ABÓ Maraþonverðlagningarfundur sexmannanefndar: Akváðu nýtt verð á kartöf lum Á löngum verðlagningarfundi sex- mannanefndar sl. fímmtudag var ákveðið nýtt verð sauðfjárafurða, hrossakjöts, mjólkur, nautakjöts og kartaflna. Ákveðin var 6% hækkun á verð- lagsgrundvelli kúabús frá og með deginum í dag. Launaliður hækkar þó ekki samkvæmt ákvæðum ný- settra bráðabirgðalaga ríkisstjórnar- innar. Tekinn er inn nýr liður í verðlagsgrundvöllinn vegna frestun- ar 1. september á hækkun vegna rekstrarliða. Þessi nýi liður, sem hækkar verðlagsgrundvöll um 1,06%, kemur til greiðslu á næstu fimm mánuðum, þ.e.a.s fram til 1. mars 1989. Sexmannanefnd ákvað að fella svokallaðar áfangahækkanir niður í verðlagsgrundvelli sauðfjárafurða. Þetta þýðir að grundvallarverð mun ekki hækka í desember og mars. Til að vega upp á móti niðurfellingu áfangahækkana komst sexmanna- nefnd að þeirri niðurstöðu að taka í staðinn upp nýjan lið í verðlags- grundvelli sauðfjárafurða, rekstrar- vexti. Reiknaðir eru 5% vextir á breytilegan kostnað og laun. Verð- lagsgrundvöllurinn mun í heild hækka um 8,9% en kindakjöt hækk- ar hinsvegar um 10,94%. Þessi mun- ur byggist á því að ullarverð er óbreytt milli ára af þeim sökum að gengið er út frá því að ullariðnaður- inn eigi rétt á að fá ull á heimsmark- aðsverði. í þessu sambandi má skjóta að þeirri samþykkt ríkis- stjórnarinnar að auka niðurgreiðslur á ull til ullariðnaðarins um allt að 40 milljónir króna á næstu 5 mánuðum. Sexmannanefnd ákvað lækkun á gærum um 12% frá fyrra ári. Þessi lækkun er, að sögn Hauks Halldórs- sonar, formanns Stéttarsambands bænda, tilkomin vegna raunlækkun- ar á hráefni erlendis. „Það að ull hækkar ekki og gærur lækka um 12% þýðir einfaldlega það að kinda- kjöt verður að hækka um 10,94%,“ segir Haukur. Þá ákvað sexmannanefnd verð á hrossakjöti. Það hækkar frá og með deginum í dag um 5%. Ein markverðasta ákvörðun sex- mannanefndar á fundinum sl. fimmtudag lýtur að kartöflum. Sexmannanefnd ákvarðar nú aftur grundvallarverð á kartöflum eftir 2ja ára hlé. Kartöflubændur hafa lagt ríka áherslu á að koma verðlagn- ingarmálum aftur í fastar skorður til að tryggja afkomu þeirra. Nýtt verð- lagsgrundvallarverð til framleiðenda fyrir kíló af bökunarkartöflum er 54 krónur. Kílóverð fyrir fyrsta flokk- inn er 42,06 kr., 29,44 kr. fyrir annan flokk og 12,72 kr. fyrir kílóið af þriðja flokks kartöflum. Að sögn Hauks Halldórssonar frestaði sexmannanefnd verð- ákvörðun á eggjum og kjúklingum. Hann segist búast við að sú ákvörðun liggi fyrir í næstu viku. óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.