Tíminn - 01.10.1988, Blaðsíða 24

Tíminn - 01.10.1988, Blaðsíða 24
Laugardagur 1. október 1988 ■ 24 Tíminn DAGBÓK Félagar að ganga frá penipökkunum til sölu á laugardag og sunnudag ■ Hafnarfirði Perusala Lions í Hafnarfirði Lionsklúbbur Hafnarfjarðar verður með sína árlegu perusölu á laugardag og sunnudag, 1. og 2. okt. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála í Hafnar- firði. Klúbburinn hefur m.a. styrkt heimili fyrir þroskahefta, svokallaða „Kisu- deild“, sem er deild innan barnaheimilis í Norðurbænum í Hafnarfirði. Einnig heimili fyrir vangefna að Klettahrauni 17 í Hafnarfirði. Svo og hefur klúbburinn styrkt St. Jósefsspítala í Hafnarfirði með tækjakaupum, svo eitthvað sé nefnt. Nýlega var keypt tæki, sem notað er til að skcra upp við brjósklosi í baki, þannig að hægt er nú að framkvæma þær aðgerðir í Hafnarfirði. Einnig styrkir Lionsklúbbur Hafnar- fjarðar ýmis málefni innan Lionshreyfing- arinnar. Perusala Lionsmanna hjálpar til við að fjármagna félagið til líknarmála. Talið f.v.: Sigurður Bragason, Erla Gígja Garðarsdóttir, Guðjón Grétar Óskarsson Óperutónleikar í Innri-Njarðvíkurkirkju Sunnudaginn 2. október kl. 17:00 verða óperutónleikar í Innri-Njarðvíkurkirkju. par koma fram Erla Gígja Garðarsdóttir, sópran, Sigurður Bragason, bariton og Guðjón Óskarsson, bassi. Undirleikari á píanó er Úlrik Ólafson. Erla Gígja Garðarsdóttir lauk 8. stigi í söng frá Tónlistarskólanum á Akranesi sl. vor. Hún tók þátt í námskeiði í sumar Verk eftir Gunnlaug BLöndal, sem boðið verður upp á Hótel Borg á sunnudag Listmunauppboð á Borginni: M.a Dögun eftir Einar Jonsson og Stóðhestar eftir Jón Stefánsson Á 16. listmunauppboði Gallerí Borgar sunnudaginn 2. október verður boðin upp gifsstytta eftir Einar Jónsson, DOGUN, ein af örfáum, gerð 1901-1908, vatnslitamynd eftir Jóhannes S. Kjarval frá 1918 og olíumynd eftir Jón Stefánsson STÓÐHESTAR. Alls verða boðin upp rúmlega sjötíu verk. Auk þeirra sem að framan greinir verða boðnar upp fimm Kjarvalsmyndir, túss og krft, vatnslitamynd eftir Gunnlaug Scheving og einnig olíumynd eftir hann. Þá verður og boðin upp stór olíumynd eftir Gunnlaug Blöndal og sérstæð blóma- mynd eftir Kristínu Jónsdóttur. Þetta er sextánda listmunauppboð Gallerí Borgar í samvinnu við Listmuna- uppboð Sigurðar Benediktssonar hf. og verður það haldið á Hótel Borg. Uppboð- ið hefst kl. 15:30 á sunnudag. Myndirnar eru til sýnis í Pósthússtræti 9 í dag, laugardag kl. 14:00-18:00. hjá Pier Miranda Ferraro á Italíu. Sigurður Bragason hefur sungið á tón- leikum víða um land og erlendis. Hann lauk námi hjá Ferraro á Ítalíu 1986. Guðjón Grétar Óskarsson er við nám í akademíunni í Osimo á Ítalíu. Síðasta vetur söng hann eitt aðalhlutverkið í Rigoletto í Frakklandi. Hann mun syngja eitt af aðalhlutverkunum í uppfærslu Þjóðleikhússins og Islensku óperunnar á Ævintvrum Hoffmanns nú í október. Úlrik Ólason er organisti í Kristskirkju í Reykjavík. Hann stundaði framhalds- nám í V-Þýskalandi á árunum 1976-1980. Hann kenndi við Tónlistarskólann á Akranesi 1980-1981 og var síðan skóla- stjóri Tónlistarskóla Húsavíkur í sex ár. Erindi í H.í. um umhverfismál í verkfræðideild Háskóla íslands eru á mánudögum kl. 17:15 flutt erindi um umhverfismál. Erindin eru flutt í stofu 158 í húsi verkfræðideildar, Hjarðarhaga 6. Næsta mánudag, 3. okt., flytur Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði erindi: Ýmis undirstöðuatriði í vistfræði. Aðgangur er öllum heimill. Skákskóli Skákfélags Hafnarf jarðar Skákfélag Hafnarfjarðar mun starf- rækja skákskóla fyrir börn og unglinga, dagana 3.-21. októbcr. Kennsla fer fram þrisvar í viku, þrjár vikur í röð, í allt 9 skipti. Hver tími verður 70 mínútur að lengd. Skólinn er ætlaður öllum, en æskilcgt er að nemendurnir kunni að minnsta kosti mannganginn. Þátttakend- um verður skipt í hópa eftir skákgetu og aldri. Þátttökugjald er 800 kr. fyrir félaga en 1200 kr. fyrir aðra. Kennslan fer fram í félagsheimili Skák- félagsins í Dverg (á horni Suðurgötu og Lækjargötu). Innritun og upplýsingar eru í síma 52625 (Ágúst Sindri Karlsson) og 52635 (Jóhann Larsen) frá og með 1. okt. Einnig geta þeir sem áhuga hafa mætt í Dverg mánudaginn 3. okt. kl. 17:30. Hallgrímskirkja -Starf aldraðra í vetur verður fótsnyrting, hárgreiðsla og handsnyrting hvern þriðjudag og föstu- dag. Allir 67 ára og eldri - einnig öryrkjar - geta notið þessarar þjónustu. Sama verð er og á Norðurbrún. Panta skal sömu daga hjá Dómhildi í síma kirkjunnar 10745 eða aðra daga í síma 39965. Sjúkraleikfimin hefst ekki fyrr en þriðjudaginn 18. október. Þrjár sýningar á Kjarvalsstððum Á Kjarvalsstöðum standa nú yfir þrjár sýningar, sem hafa staðið frá 17. septem- ber og þeim lýkur nú um helgina. í vestursal og á vesturforsal eru tvær sýningar. Halisteinn Sigurðsson sýnir málaða skúlptúra úr málmi, og er bæði um að ræða verk sem hvíla á stöllum, eru sett á vegg og svonefnd svifverk. Ása Olafsdóttir sýnir myndvegnað og eru mörg þeirra unnin úr íslenskri ull. 1 austursal eru sýnd grafíkverk frá Tamarind stofnuninni ■ Bandaríkjunum. Þessi verk eru úrval af verkum ýmissa listamanna, sem starfað hafa við stofnun- ina í gegnum árin. Sýningarnar eru opnar alla daga kl. 14:00-22:00 og er síðasti sýningardagur sunnud. 2. október. Hádegisverðarfundur Hádegisverðarfundur presta verður mánudag 3. okt. í safnaðarheimili Bú- staðakirkju. Kaffidagur og kökubasar Eyfirðingafélagsins Eyfirðingafélagið í Reykjavík byrjar vetrarstarfið með kaffidag og kökubasar sunnudaginn 2. október í Átthagasal Hótels Sögu. Húsið opnað kl. 14:00. Hafnarfjarðarkirkja Sunnudagaskóli hefst kl. 10:30. Messa kl. 14:00. Altarisganga. Organisti er Helgi Bragason. Sr. Gunnlaugur Garðarsson Keflavíkurkirkja Sunnudagaskóli kl. 11:00. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14:00. Ræðuefni: Ábyrgð og aðgerðir kirkjunn- ar gagnvart alnæmi. Athugið breyttan messutíma. Sóknarprestur Safnaðarfélag Ásprestakalls Vetrarstarfið hefst með kaffisölu í félagsheimilinu eftir messu kl. 14:00 sunnudaginn 2. október. Allir velkomnir. Fundur í Safnaðarfélagi Ásprestakalls Fyrsti fundur vetrarins verður þriðju- daginn 4. október kl. 20:30 í félagsheimil- inu. Fundarefni: 1. Vetrarstarfið kynnt 2. Árni Bergur Sigurbjörnsson segir frá ferð til Tyrklands og sýnir litskyggnur. Allir velkomnir. Kvikmyndasýningar MÍR Vegna sýningar laugardaginn 1. okt. á sovésku stórmyndinni „Stríði og friði“, sem byggð er á samnefndri skáldsögu Tolstojs, fellur sunnudagssýningin í bíó- sal MÍR. Vatnsstíg 10, niður. Næsta sunnudag, 9. okt. verðursýnd á Vatnsstíg 10 myndin „Kósakkar", sem gerð er eftir annarri sögu Tolstojs, en aðrar kvik- myndir sem MÍR sýnir í októjjai—eru „Mimino" (16. okt.), „Komfðog sjáið“ (23. okt.) og „Harnlet" (30. okt.). Myndakvöld Útivistar Fyrsta myndakvöld vetrarins í Fóst- bræðraheimilinu, Langholtsvegi 109 verður þriðjudaginn 4. okt. kl. 20:30. Fyrir hlé: Myndir frá sólstöðuferð fyrir norðan o.fl. Eftir hlé: Haustlitir í Þórs- mörk o.fl. Kvennanefnd Útivistar sér um kaffiveitingar í hléi. Sjáumst! Útivist Félag eldri borgara Opið hús í dag, laugardaginn 1. októ- ber, ■ Tónabæ. Húsið er opnað kl. 13.30. Kl. 14.00 er frjáls spilamennska og kl. 20.00 dans. Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morgun, sunnudaginn 2. október. Kl. 14:00 er frjálst spil og tafl. Kl. 20:00 dansað til kl. 23:30. Opið hús á mánudag, 3. okt. í Tónabæ. Húsiðopnað kl. 13:30. Félagsv- ist hefst kl. 14:00. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík spilar félagsvist laugardaginn 1. október kl. 14:00 í félagsheimilinu Húnabúð, Skeifunni 17. Þriggja daga keppni er að hefjast. Allir velkomnir. Skólasetning á Hvanneyri Á morgun, sunnudaginn 2. október, verður Bændaskólinn á Hvanneyri settur. Athöfnin hefst kl. 16.00. Nemendur í bændadeild verða 90-95 á komandi skóla- ári en í búvisindadeild verða 20 nemendur í tveimur árgöngum. Landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, mun verða viðstaddur skóla- setninguna. Skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri er Sveinn Hallgrímsson. Safnaðarstjórn Fríkirkjunnar skorar á safnaðarfólk að greiða atkvæði í v ' ailsherjaratkvæðagreiðsiunni 1. og XJA 2. október n.k. í Álftamýrarskóla og XJA krossa við JA. Upplýsingaskrifstofa að Laufásvegi 13, bílasími 27270. ÚTVARP/SJÓNVARP Rás I FM 92,4/93,5 SJÓNVARPIÐ Laugardagur 1. október 6.45 Veöurfregnir. Bæn, séra Guðni Gunnarsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.05 í morgunsárið. Þulur velur og kynnir tónlist. Fréttir sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn. „Alís í Undralandi" eftir Lewis Carroll í þýðingu Ingunnar E. Thoraren- sen. Þorsteinn Thorarensen les (18). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Hlustendaþjónustan. Umsjón: Sigrún Bjömsdóttir. 9.30 Fréttayfirlit vikunnar 10.00 Fróttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir 10.25 Síglldir morguntónar. a. Píanósónata í F-dúr K.332 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Daniel Barenboim leikur. b. Strengjakvartett í G-dúrop. 76 nr. 1 eftir Joseph Haydn. Amadeus kvartettinn leikur. 11.00 Tilkynningar. 11.05 í liðinni viku. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 12.00 Tilkynningar. Dagskrá. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tónlist. 14.00 Tilkynningar. 14.05 Sinna. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. 16.00 Fróttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Islenskt mál Jón Aðalsteinn Jónsson flytur þáttinn. 16.30 Laugardagsóperan: „Leonore" eftir Lud- wig van Beethoven. Jóhannes Jónasson kynnir. 18.30 Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfróttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Óskin. Þáttur í umsjá Jónasar Jónassonar. (Einnig útvarpað á mánudagsmorgun kl. 10.30). 20.00 Barnatíminn. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 20.15 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Einar Guðm- undsson og Jóhann Sigurðsson. (Frá Akureyri) (Einnig útvarpað á miðvikudag kl. 14.05). 20.45 Land og landnytjar. Umsjón: Finnbogi Her- mannsson. (Frá ísafirði) 21.30 Elísabet F. Eiríksdóttir syngur lög eftir Jórunni Viðar. Höfundur leikur með á píanó. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Danslög 23.00 Nær dregur miðnætti. Kvöldskemmtun Út- varpsins á laugardagskvöldi. Stjórnandi: Hanna G. Sigurðardóttir. 24.00 Fréttir. 00.10 Um lágnættið. Jón örn Marinósson kynnir sígilda tónlist. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 02.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Þessa nótt er leikið til úrslita um 1. og 3. sætið í handknatt- leik, kl. 6.00 um þriðja sætið og kl. 7.30 um 1. sætið. 8.10 Á nýjum degi. Þorbjörg Þórisdóttir gluggar í helgarblöðin og leikur notalega tónlist. Pistill frá Ólympíuleikunum í Seúl kl. 8.30. 10.05 Nú er lag. Gunnar Salvarsson tekur á móti gestum í morgunkaffi, leikur tónlist og kynnir dagskrá Ríkisútvarpsins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Dagbók Þorsteins Joð. Þorsteinn J. Vil- hjálmsson. 15.00 Laugardagspósturlnn. Skúli Helgason sér um þáttinn. 17.00 Fyrirmyndarfólk. Lísa Pálsdóttir tekur á móti gestum í hljóðstofu Rásar 2 og bregður léttum lögum á fóninn. Gestur hennar að þessu sinni er Olafur Halldórsson. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Út á lífið. Anna Björk Birgisdóttir ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.20,16.00,19.00, 22.00 og 24.00. Tónlistarkrossgátan Tónlistarkrossgáta númer 114 verður lögð fyrir hlustendur Rásar 2 á morgun kl. 16.05. Jón Gröndal sér um þáttinn og skal senda lausnir til Ríkisútvarpsins, Rás 2, Efstaleiti 1,108 Reykjavík, merktar Tónlistarkrossgátan. Laugardagur 1. október 06.55 Ólympiuleikamir '88 - bein útsending Úrslit í judó, handknattleik, knattspymu og sundknattleik. 13.00 Hlé. 17.00 Ólympíusyrpa Ýmsar greinar. 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Mofli - síðasti pokabjöminn. (Mofli - El Ultimo Koala) Spænskur teiknimyndaflokkur fyrir böm. Leikraddir Arnar Jónsson og Anna Kristín Arngrímsdóttir. Þýðandi Steinar V. Áma- son. 19.25 Smellir Umsjón Ragnar Halldórsson. 19.50 Dagskrárkynning 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Lottó. 20.35 Já, forsætisráðherra. (Yes, Prime Minister). Annar þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í átta þáttum. Aðalhlutverk Paul Eddington, Nigel Hawthome og Derek Fowlds. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.00 Maður vikunnar. 21.15 Ein á hreinu (The Sure Thing) Bandarísk biómynd frá 1985. Leikstjóri Rob Reyner. Aðalhlutverk John Cusack og Daphne Zuniga. Tveir menntaskólanemar verða samferða í bíl langa leið yfir Bandaríkin. Þeim kemur ekki vel saman og verður ferðalagið því viðburðaríkt í meira lagi. Þýðandi Veturliði Guðmundsson. 22.50 Allt í röð og rugli (Tutto a Posto e niente in Ordine) ítölsk bíómynd frá 1976. Leikstjóri Lina Wertmuller. Aðalhlutverk Luigi Diberti, Nino Bignamini, Lina Plito og Sara Rapisarda. Fjallað er á grátbroslegan hátt um tilraunir tveggja bænda til að aðlagast stórborgarlífinu. Þýðandi Þuríður Magnúsdóttir. 00.35 Útvarpsfréttir 00.45 Ólympíuleikamir '88 - Bein útsending. Blak, hnefaleikar og maraþon. 06.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. 08.00 Kum, Kum. Teiknimynd. Þýðandi: Sigrún Þorvarðardóttir. 08.25 Hetjur himingeimsins.He-man. Teikni- mynd. Þýðandi: Sigrún Þorvarðardóttir. Filmat- ion. 08.50 Kaspar. Teiknimynd. Þýðandi: Guðjón Guðmundsson. Worldvision. 09.00 Með Afa. I dag ætlar Afi að heimsækja fisleldisstöðina Laxalón og fræða bömin um fiskeldi. Hann segir líka sögur, syngur og sýnir stuttar teiknimyndir. Allar myndir sem börnin sjá með afa eru með íslensku tali. Leikraddir: Guðmundur Ólafsson, Guðný Ragnarsdóttir, Guðrún Þórðardóttir, Júlíus Brjánsson, Saga Jónsdóttir og Sólveig Jónsdóttir. 10.30 Penelópa punturós. The Perils of Penelope Pitstop. Teiknimynd. Þýðandi: Alfreð S. Böðv- arsson. Worldvision. 10.55 Einfarinn. Lone Ranger. Teiknimynd. Þýð- andi: Hersteinn Pálsson. Filmation. 11.20 Ferdinand fljúgandi. Leikin barnamynd um tíu ára gamlan dreng sem getur flogið. Þýðandi: Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir. WDR. 12.10 Laugardagsfár. Tónlistarþáttur. Vinsælustu dansstaðir Bretlands heimsóttir og nýjustu popplögin kynnt. Musicbox 1988. 12.40 Viðskiptaheimurinn. Wall Street Joumal Endursýndur þáttur frá síðastliðnum fimmtu- degi. 13.05 Fanný. Mynd þessi gerist í frönsku sjávar- þorpi og fjallar um harmleik ungra elskenda sem ekki fá notist. Aðalhlutverk: Leslie Caron, Maur- ice Chevalier og Charles Boyer. Leikstjóri: Joshua Logan. Framleiðandi: Ben Kadish. Þýð- andi: Snjólaug Bragadóttir. Warner 1961. Sýn- ingartími 130 mín. 15.15 Ættarveldið. Dynasty. Bandarískur fram- haldsmyndaflokkur. Þýðandi: Guðni Kolbeins- son. 20th Century Fox. 16.05 Ruby Wax. Breskur spjallþáttur þar sem bandaríska gamanleikkonan og rithöfundurinn Ruby Wax tekur á móti gestum. Umræðuefnin eru hversdagsleg mál eins og kynlífiö, dauðinn og peningar og gestimir úr ýmsum stéttum og atvinnuhópum þjóðfélagsins. Channel 4/NBD. 16.35 Nærmyndir. Endursýnd nærmynd af Indriða G. Þorsteinssyni rithöfundi. Umsjónarmaður er Jón Óttar Ragnarsson. Stöð 2. 17.15 íþróttirá laugardegi. Litið yfir íþróttir helgar- innar og úrslit dagsins kynnt. Meðal efnis: ítalski fótboltinn, Gillette-pakkinn o.fl. Umsjón: Heimir Karisson.__________________ 19.1919.19 Fréttir, veður og íþróttir, menning og listir, fróttaskýringar og umfjöllun. Allt í einum pakka. 20.30 Verðlr laganna. Hill Street Blues. Spennu- þættir um líf og störf á lögreglustöð í Bandaríkj- unum. Aðalhlutverk: Michael Conrad, Daniel Travanti og Veronica Hamel. Þýðandi: Ásthildur Sveinsdóttir. NBC. 21.25 Séstvallagata 20. All at No 20. Breskur gamanmyndaflokkur. Aðalhlutverk: Maureen Lipman. Þýðandi: Guðmundur Þorsteinsson. Thames Television 1987. 21.50 1941. Bandarísk bíómynd frá 1979. Aðalhlut- verk: Dan Akroyd, Ned Betty, John Belushi, Christopher Lee, Toshiro Mifune. Leikstjóri: Steven Spielberg. Framleiðandi: John Milius. Columbia 1979. Sýningartími 115 mín. 23.45 Saga rokksins. The Story of Rock and Roll. ( þessum þætti verður fjallað um nokkra píanó- snillinga eins og Fats Domino, Little Richard, Jerry Lee Lewis, Elton John, Stevie Wonder og Billy Joel. Þýðandi: Björgvin Þórisson. LBS. 00.20 Draugahúsið. Legend of Hell House. Bandarísk hrollvekja frá 1973. Aðalhlutverk: Pamela Franklín og Roddy MacDowall. Leik- stjóri: John Hough. Framleiðendur: Albert Fenn- ell og Norman T. Herman. 20th Century Fox 1973. Sýningartími 95 mín. Alls ekki við hæfi barna. 01.55 Lagasmiður. Songwriter. Mynd um tvo fé- laga sem ferðast um Bandaríkin og flytja sveitatónlist. Aðalhlutverk: Willie Nelson og Kris Kristofferson. Leikstjóri: Alan Rudolph. Fram- leiðandi: Sidney Pollack. Þýðandi: Ingunn Ing- ólfsdóttir. Tri Star 1984. Sýningartími 90 mín. 03.25 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.