Tíminn - 01.10.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.10.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 1. október 1988 Títninn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Áhættan mikla Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur komið fram bráðabirgðalögum á síðustu stundu um endurreisn atvinnuvega og hjöðnun verð- bólgu. Þessi stjórnaraðgerð ein og sér kemur í veg fyrir stórfellt atvinnuleysi sem var yfirvof- andi nú á síðustu mánuðum ársins, og hún dregur úr þeirri gjaldþrotaskriðu, sem þegar er hafin og mæðir mikið á einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Þetta eru staðreyndir, sem blasa við hverjum manni. Tekist hefur að stöðva þann ófarnað sem þjóðfélagið horfðist í augu við. Pað vekur því nokkra undrun, þegar Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, heldur því fram í viðtali við Þjóðviljann, að með þátttöku í þeim björgunaraðgerðum, sem nú standa yfir á pólit- íska sviðinu hafi flokkur hans, Alþýðubandalag- ið, tekið mikla áhættu. Um stjórnarþátttökuna segir Svavar: „Við tökum áhættu og hana ekki litla.“ Það er að vísu vitað, að Alþýðubandalagið er sérkennilegt í meira lagi, og getur illa sætt sig við að fá ekki að ráða einu og öllu við samninga um myndun samsteypustjórna. í fyrstu heimtuðu liðsoddar þeirra að launafrysting yrði afnumin. Svavar bendir á í viðtalinu að þeim hafi tekist að stytta tíma frystingarinnar, en bætir við að verið sé að taka verðbólguna niður. Síðar segir Svavar, líklega vegna þess hve áhættan er mikil fyrir Alþýðubandalagið: „Ég tel að stöðvun verðhækkana og það að komið verði á eðlilegri verðlagsþróun, svipaðri því sem gerist í ná- grannalöndunum, sé mjög mikil lífskjarabót fyrir launafólk í þessu landi.“ Engu að síður er staðhæft í viðtalinu að stjórnarþátttakan sé mikil áhætta fyrir flokkinn. Þótt Svavar sé að reyna að berja í brestina og benda hinum órólegu á að sitthvað í aðgerðum stjórnarinnar sé mikil lífskjarabót fyrir launa- fólk, hafa hinir órólegu svo lengi vafrað í sósíalisma, að þeir sjá ekki einkenni hans þegar þau birtast, enda blanda sósíalistar stjórnarsam- starfi sínu einkum saman við hugmyndir um „gullöld og gleðitíð,“ eins og segir í viðtalinu. En það er ekki um það að ræða að menn séu að koma hér á sósíalismanum, segir Svavar, líklega vegna þess að gullöld og gleðitíð fyrirfinnst engin. Það mun vera af þeim ástæðum, sem farnar eru að birtast í Morgunblaðinu úrsagnir úr Alþýðubandalaginu, nema orsökin sé lang- varandi erfiðleikar innan bandalagsins. Áhættan mikla er þá tvíþætt og ekki hægt að kenna nema hluta hennar við stjórnarsamstarfið, sem von- andi ríður ekki Alþýðubandalaginu að fullu, enda lofar Svavar drjúgum áhrifum á framhald- ið. \ JL JL.TBURÐARÁS á vett- vangi íslenskra stjórnmála hefur sjaldan veriö jafn hröð og undanfarnar vikur og mest síð- ustu daga. Augljóst er að stjórn- armyndunartilraun Steingríms Hermannssonar, sem varaði með hléum frá mánudegi í fyrri viku fram á miðvikudagsnótt sl., er með skarpari lotum sem dæmi eru um í viðræðum um stjórnar- myndun milli svo margra flokka og stjórnmálasamtaka. íþróttir og stjórnmál Það var því engin furða, að ágreiningur, sem vissulega er fyrir hendi milli þessara ólíku stjórnmálaflokka, kom mjög fram í þessum viðræðum og bar ört fyrir, svo að oft var eins og á lofti væru margar sólir í einu. Það magnar auk þess andstæð- urnar í augum almennings, sem fylgist með fréttum útvarps- og sjónvarpsstöðva, að hin al- menna fréttastefna í landinu fel- ur í sér að segja skuli fréttir eins og skotið sé úr hríðskotabyssu. Þessi stefna gerir þá kröfu til fréttamanna að elta uppi hvert orð og hverja hreyfingu flokks- formanna og leggja jafnóðum út af orðum þeirra, lesa úr svip þeirra eða spá um óorðna hluti eftir göngulagi og handatilburð- um. Ekki orkar tvímælis að þessi hraði fréttaflutningur er áhrifa- mikið fjölmiðlaefni og gerir stjórnmál áhugaverð á sinn hátt. Hins vegar er umhugsunarvert, hvort rétt sé frá sjónarmiði upp- lýsingagildis frétta, að beíta sömu véltækni og sama frásagnarmáta við fréttir af stjórnarmyndunar- viðræðum og íþróttakappleikj- um. Á stjórnmálum og íþrótt- um er grundvallarmunur Hér er um gjörólík svið að ræða. Hið eina, sem segja má að sé sameiginlegt með íþróttum og stjórnmálum, er að á báðum sviðum fer fram „keppni“, en þó með næsta ólíkum hætti. Það lýsir í rauninni kæruleysishugs- un og einhvers konar kaldlyndi í bland við samkeppnisandann, þegar samtalsherbergjum við- semjenda um ríkísstjóm er breytt í íþróttavelli, eða látin líkjast þeim, í frásögnum að hætti þeirra, sem lýsa kappleikjum í beinni útsendingu. Sá munur er þó á, að snjallir lýsendur kapp- leikja skila með orðum og hraðri hugsun svo skýrum myndum af því sem er að gerast, að það er eins og áheyrandinn sé staddur í áhorfendastúkunni. Þegar þess- ari tækni og vettvangslýsingu er beitt við frásagnir utan íþrótta- sviðsins, þá verður minna úr áhrifunum. Afþreying og upplýsingar Sá, sem þessar línur ritar, fer varlega í að fullyrða neitt um það, sem þó heyrist, að hin „nýja“ fréttamennska hafi bein áhrif á gang stjórnmálavið- ræðna, verki jafnvel sem íhlutun í viðkvæm samtöl milli einstakra manna eða flokka með ótíma- bærum útleggingum á því, sem farið hefur manna á milli. Ásök- un á fréttamenn að þessu leyti er ekki þess eðlis að af henni megi draga víðtækar ályktanir. Hér er ekki einungis verið að ætla fréttamönnum annað en þeir hafa í huga, heldur felst í þessu ofmat á beinum áhrifum frétta- mannsstarfsins. Þar fyrir getur það hent að fréttamenn tilreiði eina og eina frétt með þeim hætti að sú tilreiðsla hafi afger- andi áhrif á afmörkuðu sviði. Við þessu er lítið að gera, enda oftast þannig í pottinn búið, að ■ stjórnmálamenn eiga sjálfir sök á því, hvað látið er fjúka, svo að það veldur tortryggni og við- ræðutöfum. Að ætla að gagnrýna hina „nýju fréttamennsku“ á þessum grundvelli er því hæpið. Gallinn við nýju fréttamennskuna er sá, að hún ætlast ekki til þess að fullnægt sé upplýsingaþörf varð- andi stjórnmál, heldur felur hún það eitt í sér að laga umfjöllun um pólitík að ásælni hlustenda-, lesenda- og áhorfendamarkað- arins fyrir afþreyingu. Þetta er sérstök fjölmiðlastefna, að sjálf- sögðu ekki ætluð til ills, en eigi að síður í andstöðu við þau sjónarmið, sem aðrir aðhyllast, að einhvers staðar sé rúm fyrir upplýsandi fréttaþjónustu. Nú gerist það nokkurn veginn samtímis að stjórnarmyndunar- keppninni er lokið og ólympíu- leikarnir í Kóreu eru að fjara út. Þá mætti að skaðlausu verða hlé á spennandi fréttaflutningi af íþrótta- og stjómmálagörpum, enda snúi menn sér að upplýs- andi frásögnum af ástandi ís- lenskra þjóðmála og hvaða möguleikar séu til þess að koma lagi á óreiðu efnahagslífsins. Aðalvandi efnahagslífsins Hinnar nýju ríkisstjórnar, sem tók við völdum í vikunni, bíður mikið og vandasamt starf. Svo mikið er búið að hafa fyrir því að koma þessari stjórn á laggirnar og svo mikil nauðsyn er að breyta um efnahagsstefnu, að nýju ríkisstjórninni veitir ekki af friði til þess að vinna að sínum málum. í þessu efni skiptir öllu að. ríkisstjórnin verði í framkvæmd sammála um skýrgreiningu á höfuðvandamáli íslensks efna- hagskerfis. Að sjálfsögðu liggur þessi skýrgreining hins bráða vanda fyrir í efni bráðabirgða- laga um efnahagsaðgeröir, sem nú hafa verið gefin út. Þessar aðgerðir eru furðu umfangs- miklar og koma víða við. Það sýnir auðvitað að vandinn er margvíslegur, og verður þeim mun fjölþættari sem fleiri hópar og hagsmunasamtök fara að rekja raunir sínar. Samt er það nú svo, að höfuð- vandi efnahagslífs og þjóðar- búskapar er tiltölulega afmark- aður. Eins og við er að búast, leiðir ýmsan annan vanda þjóð- félagsins af sjálfum höfuðvand- anum. Hér er einfaldlega átt við það, sem Tíminn hefur ætíð lagt áherslu á að túlka fyrir lesendum sínum, að grundvöllur gjaldeyr- isskapandi fyrirtækja í landinu var löngu brostinn, sjálf drif- fjöðrin í gangverki efnahagslífs- ins var brotin. Persónur og málefni E.t.v. deildu menn ekki um þessa hryggilegu staðreynd í- fráfarandi ríkisstjórn. Hins veg- ar var þar ríkjandi megn ágrem- ingur um, hvernig bregðast skyldi við vandanum. Stjórn Þorsteins Pálssonar féll vegna málefnaágreinings. Fall. ríkis- stjórnarinnar átti sér langan að- draganda. Enginn einstakur at- burður felldi ríkisstjórnina, heldur atvikaröð og ágreiningur, sem staðið hafði mánuðum og misserum saman. Það fór fyrir stjórn Þorsteins Pálssonar, eins og fleiri ríkisstjórnum, að hún sat of lengi, þótt lífdagar hennar væru annars fáir. Stjórnin var getulaus og hefði átt að víkja fyrr. Sjaldan hefur það verið jafnbrýnt í stjórnarsamstarfi að gera sér grein fyrir, að það var málefnaágreiningur en enginn mannamunur eða persónukritur sem felldi stjórnina. Það er m.a. lítilvægt í þessu sambandi að vera með dómgirni í garð fráfar- andi forsætisráðherra, Þorsteins Pálssonar, eða gera hann að eilífum skotspæni í pólitískum mannjöfnuði. Þorsteinn Pálsson er sífellt að glíma við innan- flokksvanda. Á þeim tímamótum sem orðið hafa í stjórnmálum með myndun nýrrar ríkisstjórnar, eiga menn því að gefa sér tíma til að hugsa málefnalega. Þar liggur beinast við að krefjast þess af hinni nýju stjórn, að hún vinni betur saman en sú, sem fór frá, á grundvelli málefnasamningsins, en þó um- fram allt að ríkisstjórnin geri sér rétta grein fyrir, hver sé höfuð- vandi efnahagslífsins, hvers vegna framleiðslufyrirtækin eru að fara á hausinn og hvaða afleiðing ar það hefur fyrir atvinnulífið í landinu í bráð og lengd, en þó framar öðru hvaða áhrif það hefur á eignatilfærslu og framtíð landsbyggðarinnar, ef gjald- þrotastefna kapitalismans festir rætur til langframa. Neðri deild Alþingis Þótt þessi ríkisstjórn hafi ver- ið tímabær og sé svo lánsöm að vera undir forsæti Steingríms Hermannssonar, sem ótvírætt er vinsæll stjórnmálamaður og vel til forystu fallinn, þá mega menn ekki gleyma því, að form- lega eru veikar stoðir undir ríkis- stjórninni, þótt stjórnarstefnan sé vel hugsuð og eigi sér traustan grundvöll. Ríkisstjórnin hefur ekki þann meirihlutastyrk í söl- um Álþingis, sem gerir henni kleift að eiga um framgang þing- mála við yfirlýsta stuðnings- flokka eina saman. Þessi ríkis- stjórn á mikið undir stjórnar- andstöðunni um gengi mála sinna í neðri deild Alþingis, en þar er að jafnaði aðalvettvangur pólitískra átaka í þinginu, og þar eru löggjafarmál ítarlegast rædd. Horft til Danmerkur Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið í stjórnarmyndunarvið- ræðum, er nauðsynlegt að ríkis- stjórnin leggi rækt við samskipti sín við alþingismenn, eins og þingstyrk hennar er háttað. Al- þingi er óvenjulegt að flokka- samsetningu og erfitt er að ná saman fullvirkum þingmeiri- hluta. Ef flokkafjöldinn á Al- þingi á eftir að haldast til fram- búðar, er hugsanlegt að íslenskt þingræði sé á sömu leið og í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.