Tíminn - 01.10.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 1. október 1988
Tíminn 9
Frá Akureyrarhöfn.
skapandi fyrirtæki. Pó fór svo aö
þessar miklu fjárfestingar og
skuldasöfnun í því sambandi
lögðust þungt á rekstur félags-
ins. Þegar um áramótin 1957-
1958 lá viö rekstrarþroti hjá
félaginu. Akureyrarbær og Ak-
ureyrarhöfn áttu um fjóröung
hlutafjár félagsins og Kaupfélag
Eyfirðinga einnig allstóran hlut,
auk hinna mörgu einstaklinga
og annarra smærri eignaraðila.
fótt félagið væri að formi til eins
konar almenningshlutafélag, þá
voru ítök bæjarfélagsins svo
sterk og eðli félagsins af þeirri
gerð, að þáverandi bæjarstjórn
þótti einsýnt að bæjarfélagið léti
rekstur félagsins til sín taka með
beinum hætti. Við þessar að-
stæður var Gísli Konráðsson
ráðinn framkvæmdastjóri ásamt
Guðmundi Guðmundssyni, sem
stýrt hafði fyrirtækinu einn í
blíðu og stríðu frá byrjun.
íslenskar aðstæður
Þróunin varð sú að Akureyr-
arbær lagði fram fé úr fram-
kvæmdasjóði sínum til viðreisn-
ar fyrirtækinu og eignaðist með
árunum yfir 70% af hlutafénu.
Pað má hverjum manni vera
Ijóst, að þessi opinberu afskipti
af rekstri Útgerðarfélags Akur-
eyringa urðu bæjarfélagi og
bæjarbúum til ómetanlegs gagns
og afsanna allar fullyrðingar um,
að slík afskipti séu óeðlileg eða
andstæð frjálsu athafnalífi.
Þvert á móti krefjast íslenskar
aðstæður þess að þeirri leið sé
haldið opinni að opinbert fram-
tak sé notað og því beitt, þegar
svo stendur á sem var við upphaf
Útgerðarfélags Akureyringa á
árunum 1945-1946 og á erfið-
leikatímum í rekstri félagsins á
árunum 1957-1958.
Danmörku, þar sem meirihluta-
stjórnir þekkjast ekki lengur,
heldur eru minnihlutastjórnir
viðvarandi með tilheyrandi
samningum við stjórnarand-
stöðuflokka um nánast hvert
þingmál, skref fyrir skref. Þetta
er engin óskastaða í þingræðis-
landi og í raun allt annað stjórn-
arfyrirkomulag en breski parla-
mentarisminn, sem var fyrirmynd
þingstjórnarskipulags á Norður-
löndum í upphafi.
Því er ekki að leyna að þessi
staða hefur það í för með sér,
að stjórnlistin verður í æ ríkara
mæli fólgin í samningamakki og
málamiðlunum, sem krefst ann-
arrar framkomu og orðavals en
viðgengist hefur á lslandi frá því
að ræðuskörungar fóru fyrst að
ávarpa hver annan í þingsölum
og þrasgjarnir menn að skrifast
á í blöðum með sínum sérstaka
hætti. Hollt væri stjórnmálafor-
ingjum að fá frið til að velta því
fyrir sér, hver framtíð kann að
bíða þingstjórnarskipulagsins
hér á landi, þegar undirstöður
þingræðisins verða valtar og
dreifðar og undirpúkkaðar eins
og hafnargarðurinn í Grímsey
forðum.
Gísli Konráðsson
Gísli Konráðsson er um það
bil að láta af stöðu sinni sem
annar af tveimur framkvæmda-
stjórum hjá Útgerðarfélagi Ak-
ureyringa hf. eftir 30 ára farsælt
starf hjá fyrirtækinu. Aðalstarf
hans hefur verið að veita for-
stöðu hraðfrystihúsi félagsins og
annarri fiskvinnslu.
Orkar ekki tvímælis að hann
er einn af reyndustu forstöðu-
mönnum fyrirtækja í fiskvinnslu
og útgerð í landinu. í hans tíð
hefur Útgerðarfélag Akureyr-
inga vaxið og dafnað, svo að fá
sjávarútvegsfyrirtæki hafa stað-
ið framar um rekstrarafkomu,
skynsamlega uppbyggingu og
eignamyndun. Þótt engum sé
það ljósara en Gísla sjálfum að
fleira hlýtur að ráða farsæld
Útgerðarfélagsins en framlag
hans eitt við stjórn þess, þá er
skylt að meta störf hans mikils,
því að til þess standa öll rök.
Hann hefur notið óskoraðs
trausts kjörinnar félagsstjórnar
og bæjarbúa á Akureyri yfir-
leitt, sem ævinlega hafa látið sig
varða afkomu fyrirtækisins og
orðstír þess. Þessa hefur hann
ekki síður notið hjá starfsmönn-
um á sjó og landi og átt hjá þeim
vinsældum að fagna.
Almannaeign
Gísli Konráðsson hefur litið á
starf sitt hjá Útgerðarfélaginu
sem þjónustu í almannaþágu og
fyrirtækið sem almannaeign. Þá
afstöðu sína byggir hann á eðli
félagsins og sögulegum bak-
grunni þess. Útgerðarfélag Ak-
ureyringa hf. á um margt eftir-
tektarverða starfssögu. Það er
stofnað í lok síðari heimsstyrj-
aldar sem togaraútgerðarfélag
með hlutafjárframlagi mörg
hundruð einstaklinga, félaga og
fyrirtækja, auk bæjarfélagsins
og Akureyrarhafnar sérstak-
lega.
Á þessum árum voru atvinnu-
horfur á Akureyri á ýmsan hátt
ótryggar. Framámenn í bæjar-
málum, atvinnu- og verkalýðs-
málum tóku höndum saman um
að finna leiðir til þess að styrkja
atvinnulífið og fjölga störfum og
starfsgreinum í bænum. Tókst
um þetta mjög gott samstarf á
breiðum grundvelli. Komu þar
við sögu margir duglegir og
starfshæfir menn eins og Jakob
Frímannsson kaupfélagsstjóri,
Albert Sölvason vélsmíðameist-
ari, Tryggvi Helgason sjómaður
og ekki síst Helgi Pálsson kaup-
maður. Má með sanni segja að
þessi hópur, sem spannaði allt
pólitíska sviðið frá vinstri til
hægri, hafi haft á valdi sínu að
gera stofnun útgerðarfélags af
þessu tagi að eins konar óska-
barni bæjarbúa, enda tókst það.
Þrátt fyrir vantrú sumra, sem
ræddu þessi mál í upphafi, var
Útgerðarfélag Akureyringa Vt
stofnað með almennri hlutafjár-
þátttöku bæjarbúa, svo að
skráðir hluthafar munu fljótt
hafa orðið um eða yfir 750 að
tölu. Þeir, sem andæfðu stofnun
félagsins eða stóðu eeeri henni.
færðu m.a. þau rök fyrir and-
stöðusinni,að togaraútgerð gæti
aldrei heppnast frá Ákureyri.
Þá, og löngum áður, var sú trú
mjög ríkjandi, að togaraútgerð
væri ekki „landsbyggðarmál“,
og mátti vissulega rekja mörg
dæmi um hrakfallasögu slíkra
útgerðartilrauna utan Faxaflóa-
svæðisins.
í blíðu og stríðu
Útgerðarfélag Akureyringa
átti stóran hlut að því að breyta
gangi atvinnusögu landsins í
þessu efni. Togaraútgerðin á
Akureyri heppnaðist vel á fyrstu
starfsárum félagsins, enda lagð-
ist þar allt á eitt, aflasælir skip-
stjórnarmenn og dugmiklir ey-
firskirsjómenn, sem varð ekkert
fyrir því að tileinka sér nýjar
veiðiaðferðir og sjóvinnu, enda
flestu vanir sem laut að sjó-
mennsku.
Á mörgum fyrstu starfsárum
félagsins var togaraútgerðin
höfuðviðfangsefnið. Aflinn var
að mestu ísaður um borð og siglt
með hann á uppboðsmarkaði í
Bretlandi og Þýskalandi. Lönd-
unarbannið í Bretlandi 1952
vegna landhelgisdeilunnar, sem
þá var að hefjast fyrir alvöru,
hafði að sjálfsögðu afgerandi
áhrif á rekstur útgerðar, sem
byggð var upp með þessu lagi,
enda var þá farið að veiða til
söltunar og skreiðarverkunar og
unnið að því að koma upp
hraðfrystihúsi á lóðum félagsins
á Oddeyri.
Hraðfrystihúsið tók til starfa
sumarið 1957 og miklar vonir
bundnar við það sem atvinnu-
Almennt athafnafrelsi
eða auðstjórn fárra
Útgerðarfélag Akureyringa M
er almannaeign og starfar með
almannaheill fyrir augum að því
leyti að það sé atvinnuskapandi
fyrirtæki á sínu starfssvæði. Eigi
að síður hefur félagið verið rekið
sem arðbært fyrirtæki sem
byggði sjálft sig upp og eignaðist
sitt eigið fé til rekstrar og upp-
byggingar. Á því markmiði hef-
ur ætíð verið fullur skilningur,
enda hefur það borið árangur.
Sú frjálshyggja sem ráðið hefur
stefnu og starfsemi Útgerðarfé-
lags Akureyringa er öllu þekki-
legri og meira í ætt við rökrétta
túlkun á frjálsræðishugtakinu en
sú rígskorðaða „peningafrjáls-
hyggja" og auðstjórnarstefna
sem nú veður uppi í landinu.
Það er í rauninni furðulegt á
upplýstum tíma, sem við 20.
aldar menn þykjumst lifa, að
bókfestumönnum í hagfræði
skuli haldast uppi að einkenna
kreddur sínar með frelsisorði,
þegar það er inntak fræðanna að
banna skuli félagslegt framtak
og leggja fjötur á athafnafrelsi
hins opinbera, hvað sem í húfi
er. Slíkt fær auðvitað ekki
staðist. Útgerðarfélag Akureyr-
inga hefur dafnað af því að
víðtækt athafnafrelsi fékk að
njóta sín, þ. á m. frelsi bæjaryf-
irvalda til þess að taka þátt í
rekstri fyrirtækisins og hlutast til
um afkomu þess, þegar mikið lá
við.