Tíminn - 17.11.1988, Síða 6

Tíminn - 17.11.1988, Síða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 17. nóvember 1988 Atlantal-hópurinn lýkur arðsemiskönnun á nýju álveri í Straumsvík í mars: Otímabærar deilur um nýtt álver í>að virðist sem verið sé að gera úlfalda úr mýflugu þegar rætt er um deilur vegna nefndarskipana iðnað- arráðherra í álmálinu. Ekki erneinn ágreiningur um að þessar nefndir skuli vinna sín verk, en Alþýðu- bandalagið hefur mótmælt manna- skipan í annarri þeirra. I mars er áætlað að erlendir aðilar, Atlantal- hópurinn s.k., muni ljúka hag- kvæmnisathugun á byggingu nýs ál- vers í Straumsvík og þá fyrst er að vænta nýrra frétta í málinu. Eins og kunnugt er skipaði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra tvær nefndir á mánudaginn til að vinna í álmálinu svo kallaða. Annarri nefndinni er ætlað að vera Þjóðhags- stofnun til ráðuneytis við athugun á þjóðhagslegum áhrifum stóriðju og á sú athugun að fara fram í samvinnu við Byggðastofnun og Orkustofnun. Hin nefndin á að vera eins konar viðræðunefnd við Atlantal-hópinn sem skipaður er fulltrúum fjögurra erlendra stórfyrirtækja og lætur um þessar mundir fara fram hagkvæmn- iskönnum á því að reisa og starf- rækja nýtt álver við hlið þess sem fyrir er í Straumsvík. Reiknað er með að í mars n.k. hafi Atlantal- hópurinn lokið við að kanna arðsemi á nýju álveri út frá sjónarhóli er- lendra stórfyrirtækja. Ekki er ljóst hvenær hin nefndin skilar af sér, en álit hennar mun koma seinna. Það liggur þess vegna fyrir að engin ákvörðun verður tekin varð- andi uppbyggingu nýrrar stóriðju eða stækkun álversins í Straumsvík fyrr en í fyrsta lagi í mars 1989. Innan ríkisstjórnarinnar er enginn ágreiningur um störf og markmið nefndanna tveggja, hins vegar mót- mælti þingflokkur Alþýðubanda- lagsins vinnubrögðum iðnaðarráð- herra og þá sérstaklega að formaður viðræðunefndarinnar við Atlantal- hópinn skuli vera Ólafur Davíðsson formaður efnahagsmálanefndar Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt upplýsingum Tímans mun Alþýðubandalagsmönnum ósárt um að ráðgjafanefndin um þjóðhagslega hagkvæmni stóriðju á íslandi taki sér góðan tíma til að vinna sín störf, því ekki ríkir sam- komulag innan ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu erlendrar stóriðju hér á landi. Sá ágreiningur verður ekki tekinn fyrir á Alþingi fyrr en seinni part vetrar, í fyrsta lagi, enda hvíla önnur og stærri verkefni á herðum stjórnarliða á næstu mánuð- um, svo sem afgreiðsla fjárlaga og fleira. Ný efnahagsáætlun Norðurlanda fyrir 1989-1992: Norrænar rannsóknir á nýtingu á fiskistofnum Ný efnahagsáætlun Norðurlanda, 1989-1992, var samþykkt á fundi sem fjármálaráðherrar Norðurland- anna sátu í Kaupmannahöfn, þann 14. nóvember s.l. Meginmarkmið áætlunarinnar er þríþætt: Að styrkja efnahagslíf á Norður- löndum og renna stoðum undir nor- ræna velferðarríkið. Að ryðja úr vegi viðskiptahömlum milli Norðurlanda og efla þannig sameiginlegan heimamarkað þeirra. Að búa Norðurlöndin undir aukna samkeppni í kjölfar sameiginlegs markaðar Evrópubandalagsins 1992. Lögð var megin áhersla á sérstak- ar aðgerðir af íslands hálfu, til að efla útflutningsiðnað og styrkja rannsóknar- og þróunarstarfsemi á ýmsum sviðum. Tillaga var gerð um sameiginlegar rannsóknir Norður- landanna á nýtingu fiskistofna og auðlindum sjávar, og hlutu þær góð- ar undirtektir og voru teknar með í Efnahagsáætlunina. í efnahagsáætlun Norðurlandanna er sérstök áhersla lögð á aðgerðir á sviði umhverfisverndar.' Norræni fjárfestingarbankinn mun veita sér- stök lán til fjárfestinga í þágu um- hverfisverndar og Norræni iðnþró- unarsjóðurinn mun beita sér fyrir sérstöku tækniátaki á þessu sviði. Gert er ráð fyrir að umtalsverðum fjárhæðum verði varið til útflutnings á tækniþekkingu á sviði umhverfis- mála, t.d. til þróunarlandanna. Þá er að finna margvíslegar tillögur um norræn samstarfsverkefni í umhverf- ismálum og má þar nefna rannsóknir á áhrifum ýmissa efnasambanda í iðnaði á lífríkið. Sérstök áhersla er lögð á það í efnahagsáætluninni að efla Norræna iðnþróunarsjóðinn. Verulegum fjár- hæðum verður varið til rannsókna á sviði líftækni og hátækniiðnaðar og stuðlað verður að samræmdum gæðakröfum í viðskiptum milli Norðurlandanna, með sérstöku tilliti til umhverfisverndarsjónarmiða. Ýmsar aðrar tillögur má finna í áætluninni og má þar nefna m.a.: Sérstök athugun verður gerð á atvinnuþátttöku kvenna og í því sambandi lögð áhersla á vinnutíma, dagvistunarheimili og fjárhagslegá stöðu barnafjölskyldna. Áhersla á nauðsyn þess að skatt- kerfi og opinber þjónusta taki mið af því, hvernig bæta megi samkeppnis- aðstöðu Norðurlanda gagnvart öðrum. Norðurlöndin beiti sér fyrir sér- stakri kynningarherferð í Bandaríkj- unum til að stuðla að fjölgun ferða- manna til Norðurlanda. Landbúnaðarstefnan verður tekin til sérstakrar skoðunar með það fyrir augum að auka hagkvæmni í rekstri og draga úr tilkostnaði af opinberri hálfu. Ákveðin eru ýmis verkefni á sviði orku- og samgöngumála. Varðandi þann þátt efnahagsáætl- unarinnar, sem fjallar um nánari tengsl milli fjármagnsmarkaða á Norðurlöndum annars vegar og í öðrum löndum hins vegar, var hvað ísland snertir tilgreint, að þær tillög- ur sem þar koma fram, þörfnuðust nánari skoðunar. Heildarframlög Norðurlandaráðs til Efnahagsáætlunarinnar nema alls um 1.700 milljónum íslenskra króna, og svarar það til u.þ.b. 10% af fjárlögum ráðsins. Helmingur fjár- hæðarinnar fer til rannsóknar- og þróunarverkefna og fimmtungur til sérstakra aðgerða á sviði umhverfis- mála. Áætlunin var kynnt á fundi efna- hagsnefndar Norðurlandaráðs í Helsingör þann 15. þ.m. og er af- greiðsla málsins fyrirhuguð á þingi Norðurlandaráðs í lok febrúar n.k. Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra og Bolli Þór Bollasonj skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyt- inu, sátu fundinn af íslands hálfu. Minningarhátíð um Magnús Jóns- son leikstjóra Á morgun, föstudag, kl. 17.00 opnar listakonan Kjuregej Alex- andra, myndlistarsýningu í Ás- mundarsal. Sýning þessi er liður í dagskrá til minningar um Magnús Jónsson, kvikmyndaleikstjóra, en hann hefði orðið fimmtugur á morgun, 18. nóvember. Að dagskrá þessari standa ásamt lista- konunni, ýmsir vinir og skólafélag- ar Magnúsar Jónssonar. Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra mun opna sýninguna, en Hallveig Thorlacius kynnir dag- skráratriði. Kl. 18.00 verður flutt tónverk eftir Atla Heimi Sveins- son, sem tileinkað er minningu Magnúsar Jónssonar. Tónverkið heitir Mysterium Tremens. Flytj- endur eru Jóhanna Þórhallsdóttir, Martial Nardeau, Sigurður Snorra- son, Anna Guðný Guðmundsdótt- ir og Pétur Grétarsson. Á laugardag verður sýningin opnuð kl. 14.00 og kl. 15.00 munu Eyvindur Erlendsson og Karl Guðmundsson lesa úr leikriti eftir Magnús Jónsson, sem nefnist Frjálst framtak Steinars Ólafssonar í Veröldinni. Á sunnudag kl. 15.00 verður leiklestur á leikriti Magnús- ar Ég er afi minn, sem sýnt var á vegum Grímu árið 1967. Allir leikararnir, sem þátt tóku í þeirri sýningu annast leiklesturinn nú. Leikstjóri nú sem þá er Brynja Benediktsdóttir og Sigurjón Jó- hannsson sér um umbúnað. Flytj- endur eru: Sigurður Karlsson í hlutverki Bróa, Björg Davíðsdóttir sem Systa, Jón Júlíusson, pabbi, Jóhanna Norðfjörð, mamma, Okt- avía Stefánsdóttir sem gömul kona, Arnar Jónsson sem sál- fræðingur, Kjartan Ragnarsson leikur Lillalilla og Þórhildur Þor- leifsdóttir í hlutverki kynnis. Að- stoðarmenn leikstjóra eru Viðar Eggertsson og Helga Hjörvar. Fimmtudaginn 24. nóvember verða ýmsar uppákomur á tveggja tíma fresti frá kl. 14.00. Magnús Jónsson var fæddur 18. nóvember 1938. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1958. Ári síðar hélt hann til náms í kvikmyndaleik- stjórn í Moskvu og lauk námi þar 1964. Hann var meðal fyrstu ís- lendinga sem fór til náms í þeirri grein. Magnús gerði a.m.k. tvær kvikmyndir, skrifaði nokkur leikrit og leikstýrði öðrum. Hann lést 2. desember 1979.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.