Tíminn - 23.11.1988, Page 12
12 Tíminn
Miðvikudagur 23. nóvember
FRÉTTAYFIRLIT
VÍN - Olíumálaráöherra
írans, Gholamreza Aqazadeh,
sagöi aö OPEC ætti aö geta
náð samkomulagi um takmörk-
un pliuframleiöslu, en offram-
leiösla olíu hefur snarlækkaö
heimsmarkaðsverð. Það sem
staðiö hefur í veginum að
undanförnu hefur verið stífni
írana og iraka í aö takmarka
olíuframleiösluna.
ISLAMABAD - Benazir
Bhutto, leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar í Pakistan, og Naw-
as Sharif, núverandi forsætis-
ráðherra, hittu forseta
landsins, Ghulam Ishaq Khan,
aö máli í aær vegna tilrauna
þeirra til að mynda ríkisstjórn,
þó ekki meö hvort ööru. Benaz-
ir stefnir aö því aö veröa fyrsta
konan sem verðurforsætisráð-
herra í ríki múslíma.
JERÚSALEM - Utanríkis-
ráöherra ísraels, Shimon
Peres, sagði aö Verkamanna-
flokkurinn sem hann er í for-
sæti fyrir myndi slíta stjórnar-
myndunarviðræöum við for-
sætisráðherrann Yitzhak
Shamir og Likudbandalag
hans.
LONDON - Elísabet Breta-
drottning setti breska þingið í
gær. Hún las stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnar vinkonu sinnar,
Margaret Thatcher, sam-
kvæmt venju. í stefnuyfirlýs-
ingunni er gert ráö fyrir að
einkavæðing verði enn aukin í
Bretlandi og að leynd sú er
umlykur innanríkisöryggislög-
regluna verði aflétt.
MOSKVA - Byltingar-
leiðtoginn rússneski, Leon
Trotsky, átti son, Sergei
Sedov. Hann var skotinn í
Moskvu árið 1937 eftir að faðir
hans hafði verið sekur fundinn
um að hafa lagt á ráðin um að ;
myrða Stalín. Þetta er rifjað
upp þar sem Æðsta ráð Sov-
étríkjanna hefur nú lýst þvf yfir
að Sergei Sedov hafi verið
allsendis saklaus af meinsæri
gegn ríkinu,, en opinberlega
hefur hann verið ærulaus síð- ,
an hann var skotinn. i
jhaldsflokkurinn í Kanada, sem
barist hefur fyrir fríverslunarsamn-
ingi við Bandaríkin, sigraöi örugg-
lega í þingkosningunum þar í landi í
fyrradag og hélt öruggum meirihluta
sínum í þingi. Því getur Brian Mul-
roney formaður íhaldsflokksins
áhyggjulaust lagt fríverslunarsamn-
ing, sem Kanadamenn hafa nýlega
gert við Bandaríkin, fyrir hið nýja
þing til samþykktar. Mun hann því
að líkindum taka gildi um næstu
áramót eins og ráð var fyrir gert.
Fríverslunarsamningurinn var
aðalkosningamálið í Kanada, en
Frjálslyndi flokkurinn undir stjórn
John Turner hafði barist mjög gegn
samningnum. Nýi Demókrataflokk-
urinn undir stjórn Ed Broadbent
lagðist einnig gegn fríverslunar-
samningnum svo hann hefði ekki
verið samþykktur ef þingmeirihluti
íhaldsflokksins hefði fallið.
Sigur íhaidsflokkursins, sem
tryggði sér 40 sæta meirihluta, er
sérstaklega sætur í ljósi þess að
flokkurinn hefurekki náð meirihluta
á þingi tvö kjörtímabil í röð síðan
árið 1872 og einnig vegna þess að í
síðasta mánuði sýndu skoðanakann-
anir að þingmeirihluti myndi falla.
íhaldsflokkurinn hlaut þó ekki
nema 43% atkvæða, en það dugði til
að ná 169 þingsætum. Frjálslyndi
flokkurinn hlaut 32% atkvæða og 82
menn kjörna og Nýi Demókrata-
flokkurinn hlaut 20% atkvæða og 44
þingmenn kjörna. Aðrir flokkar
fengu samtals 5% atkvæða og engan
mann kjörinn á kanadíska þingið.
Talið er nokkuð víst að dagar
John Turners í stjórnmálum séu
taldir þar sem Frjálslyndi flokkurinn
hefur tapað tveimur kosningum í
röð undir hans stjórn. Hins vegar er
árangur hans nú mun betri en í
síðustu kosningum er flokkurinn
beið algjört afhroð. Hafði Frjáls-
lynda flokknum jafnvel verið spáð
enn verra afhroði í kosningunum nú
en síðast og að Nýir Demókratar
yrðu annar stærsti fíokkur landsins.
Svo fór þó ekki og má það eflaust
þakka herferð John Turners gegn
fríverslunarsamningnum við Banda-
ríkin, en hann spilaði mjög á þjóð-
ernistilfinningar Kanadamanna og
sagði samninginn gera Kanada í
raun að nýju fylki í Bandaríkjunum.
Ronald Reagan og George Bush
fögnuðu báðir þessum úrslitum þing-
kosninganna í Kanada og líta eflaust
öfundaraugum til flokksins, en eins
og menn vita þá eru demókratar
með öruggan meirihluta í báðum
deildum Bandaríkjaþings þrátt fyrir
að repúblikaninn Bush sé í forseta-
stól.
Brian Mulroney, formaður kanadíska íhaldsflokksins, leiddi flokkinn til
sigurs í þingkosningunum þar. Það þýðir að fríverslunarsamningur við
Bandaríkin verður staðfestur.
Arafat fær vegabréfsáritun til Bandaríkjanna.
Suður-Afríkustjórn samþykkir
friðaraætlun í Angolu og Namibiu:
Sjálfstæði Nami-
bíu endanlega
staðfest
Arafat fær áritun
til Bandaríkjanna
Yasser Arafat leiðtogi Frelsissam-
taka Palestínu segist muni fá vega-
bréfsáritun til Bandaríkjanna til að
ávarpa Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna í næsta mánuði. Arafat
sagði í gær að Egyptar hefðu tjáð
honum að Bandaríkjamenn myndu
gefa sér vegabréfsáritun til að geta
ávarpað Allsherjarþingið dagana 6.
og 7. desember.
Arafat er nú í Egyptalandi og hitti
hann Mubarak forseta Egyptalands
og aðra leiðtoga Egypta að máli á
mánudag. Tilgangur fundahaldanna
er að samræma friðartillögur PLO
og Egypta í málefnum Mið-Austur-
landa.
ísraelar og gyðingar í Bandaríkj-
unum hafa mjög lagst gegn því að
Bandaríkjamenn gefi Arafat vega-
bréfsáritun svo að hann geti ávarpað
Allsherjarþingið. Eftir að Hæstirétt-
ur Bandaríkjanna úrskurðaði að
ekki væri stætt fyrir Bandaríkja-
menn að vísa sendinefnd PLO við
Sameinuðu þjóðirnar úr landi virðist
Bandaríkjastjórn ekki telja sér fært
að meina Arafat um vegabréfsárit-
un.
Ávarp Arafats hjá Sameinuðu
þjóðunum verður merkilegt ef af
verður því hann mun ávarpa þingið
sem leiðtogi hins nýja Palestínuríkis
sem Þjóðarráð Palestínumanna
stofnað fyrir rúmri viku. Arafat
skýrði frá því á fundinum í gær að
fimmtíu og fjögur ríki hefðu viður-
kennt Palestínuríkið. Sagði hann
viðurkenningu Egypta einna mikil-
vægasta þar sem Egyptar hefðu gert
friðarsamkomulag við ísraela á sín-
um tíma. ísraelar eru reyndar æfir út
í Egypta vegna þessa og telja viður-
kenninguna skýlaust brot á Camp
David samkomulaginu.
ísraelskar þotur og herþyrlur
gerðu loftárásir á stöðvar Palestínu-
manna í suðurhluta Líbanons í gær.
Einn skæruliði Palestínumanna féll
á árásunum og sjö særðust. Óttast er
að fjórir aðrir hafi farist, en þeir eru
grafnir í húsarústum. Hafa ísraels-
menn því gert tuttugu og fjórum
sinnum loftárásir á Líbanon á þessu
ári.
Það voru fjórar herþotur og þrjár
Suður-Afríkustjórn tók sér hnetu-
brjót í hönd f gær og braut þá hörðu
hnetu sem brjóta þurfti til að sam-
komulag næðist um friðaráætlun í
Angólu og Namibíu. Utanríkisráð-
herra Suður-Afríku Pik Botha lýsti
því yfir að Pretoría hefði samþykkt
áætlunina sem gerir meðal annars
ráð fyrir að 50 kúbanskir hermenn
hverfi frá Angólu. Angóla og Kúba
hafa þegar samþykkt áætlunina.
„Þetta þýðir að harða hnetan sem
brjóta þurfti hefur verið brotin,"
sagði Pik Botha er hann tilkynnti
ákvörðun Suður-Afríkustjórnar.
„Stórt og gífurlega mikilvægt skref
hefur verið stigið á langri göngu,“
bætti hann við.
Samþykkt Pretoríustjórnarinnar
ryður úr vegi síðustu hindruninni
fyrir undirskrift friðarsamkomulags-
ins og er nú gert ráð fyrir að
herþyrlur sem réðust á tvær stöðvar
skæruliða nærri flóttamannabúðun-
um sunnan við hafnarborgina Sídon.
Voru árásirnar gerðar á birgðastöð
og svefnskála skæruliða hliðholla
Arafat leiðtoga PLO við bæinn Ain
al-Hilweh.
ísraelsk hernaðaryfirvöld sögðu
árásirnar vel heppnaðar og að þeim
hefði verið beint gegn hryðjuverka-
mönnum er ógnuðu öryggi ísraels.
samningurinn verði undirritaður í
Brazzaville í Zaire í næstu viku.
Áætlunin gerir ráð fyrir brottflutn-
ingi kúbanskra hermanna gegn því
að Namibía hljóti sjálfstæði, en
Suður-Afríkustjóm hefur haft þar
stjórnvöl f hendi sér frá því Þjóðverj-
ar urðu undir í fyrri heimsstyrjöld-
inni. Þá var Namibía þýsk nýlenda.
Gert er ráð fyrir að Namibía fái
sjálfstæði á tímabilinu 1. febrúar til
1. apríl á næsta ári. „Það er enn
mikið eftir að gera við að ræða
endanlega útfærslu þessarar þróun-
ar,“ sagði Botha í gær.
Gert er ráð fyrir að friðargæslu-
sveitir Sameinuðu þjóðanna muni
fylgjast með framgangi friðaráætlun-
arinnar og sjálfstæðis Namibíu, en
ekki er ljóst hver muni fjármagna
starf friðargæslusveitanna.
Búast menn við að árásir ísraela á
búðir Palestínumanna í Líbanon
aukist enn þar sem nú hefur verið
lýst yfir Palestínuríki á hernumdu
svæðunum á vesturbakka Jórdan og
Gaza.
Síðast gerðu ísraelar loftárás á
Líbanon 4. nóvember en þá fórst
ungt barn.
ísraelar halda uppteknum hætti:
Loftárásir á Líbanon