Tíminn - 23.11.1988, Page 16
16 Tíminn
Miðvikudagur 23. nóvember
llllllllllllllllllllllllll DAGBÓK
Ferðafélag íslands:
KVÖLDVAKA
I kvöld verður fyrsta kvöldvaka vetrar-
ins í Sóknarsalnum, Skipholti 50a og
hefst stundvíslega kl. 20.30.
Efni kvöldvökunnar verður: Eftirtaka
af kvikmynd sem Guðmundur frá Miðdal
tók á árunum 1944-1954, að mestu leyti í
Tindfjöilum. Myndin er þögul en Ari
Trausti, sonur Guðmundar, skýrir það
sem fyrir augu ber og svarar spurningum
gesta. Hér er um að ræða áhugaverða
hcimildarmynd um fjallaferðir og einstakt
tækifæri að kynnast ferðamáta á þessum
árum.
Myndagetraun að lokinni dagskrá og
verðíaun veitt fyrir réttar lausnir. Veiting-
ar í hléi. Allir velkomnir.
Ferðafélag fslands
Amnesty gefur út jólakort
íslandsdeild mannréttindasamtakanna
Amnesty International hefur gefið út
jólakort sem seld verða til styrktar sam-
tökunum. Kortið prýðir mynd af steind-
um glugga eftir Leif Breiðfjörð.
Samtökin Amnesty International hafa
nú starfað í 27 ár og hlotið margs konar
viðurkenningu s.s. friðarverðlaun Nóbels
árið 1977. Islensk deild í samtökunum
hefur starfað sfðan 1974 og byggt vaxandi
starfsemi sína á félagsgjöldum og frjálsum
framlögum einstaklinga. Sala jólakorta
hefur þó verið drýgsta tekjulindin undan-
farin ár. Leitast hefur verið við að fá verk
góðra íslenskra listamanna til að prýða
kortin og er einnig svo að þessu sinni.
Tekið er á móti pöntunum á skrifstofu
samtakanna Hafnarstræti 15 kl. 16-18.
Síminn er 16940. Hægt er að fá kortin
send.
KVENNAATHVARF
Húsaskjól er opið allan sólarhringinn
og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa
verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið
fyrir nauðgun.
Síminn er 21205 - opinn allan sólar-
hringinn.
BILALEIGA
meö útibú allt í kringurri
landiö, gera þér mögulegt
aö leigja bíl á einum staö
og skila honum á öörum.
Reykjavík
91-31615/31815
Akureyri
96-21715/23515
Pöntum bíla erlendis
interRent
Bílaleiga Akureyrar
Geðhjálp
Út er komið 2. tbl. tímarits Geðhjálp-
ar, samtaka fólks með geðræn vandamál.
í blaðinu er að finna greinar eftir fjöl-
marga aðila, leika sem lærða. Rósa
Steinsdóttir skrifar um geðræn vandamál
barna og myndmeðferð. Hope Knútsson
gerir hlátrinum skil í skemmtilegri grein.
Elín Ebba Ásmundsdóttir er með grein
um gildi iðjuþjálfunar. Starfsemi Geð-
hjálpar í vetur eru gerð skil. Gísli Ásgeirs-
son og Matthías Kristiansen þýddu grein
um misþroska börn. í grein Hugo Þóris-
sonar er fjallað um samskipti foreldra og
barna. Fransiska Gunnarsdóttir ræðir við
Andrés Magnússon lækni um skammdeg-
isþunglyndi. Ennfremur er farið nokkrum
orðum um þá kosti sem starfsmenn á
geðdeildum þurfa að vera gæddir.
Á forsíðu blaðsins er mynd eftir Guð-
mund S. Viðarsson, sem starfar sem
stúdíóljósmyndari í Santa Barbara í
Bandaríkjunum. Myndina nefnir hann
„Úr fjötrum".
FREYR
Búnaðarblað
Meðal efnis í Frey nr. 20 1988 ere:
Samdráttur í sauðfjárrækt - hnignun
dreifbýlis, sem er ritstjórnargrein. Viðtal
við Bjarna Maronsson, bónda og oddvita
í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit: Skag-
firðingar munu áfram gera sér glaðan
dag. Þá er útdráttur úr skýrslu um störf
Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Ágústa
Þorkelsdóttir á Refstað skrifar: Bænda-
kvennasamtök? Ólafur Dýrmundsson
skrifar um breytingar á kjötmati. Agnar
Guðnason kynnir fyrirhugaðar bænda-
ferðir sumarið 1989, og grein er um
framleiðslustjórn eftir Björn S. Stefáns-
son búnaðarhagfræðing. Ýmis skrif um
refarækt og annan búskap. Búnaðarnám
á krossgötum nefnist grein eftir Allyson
Macdonald, kcnnslufræðing á Hólum í
Hjaltadal.
Heimilispósturinn
6.-9. tbl. 24. árg.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður tímaritsins
„Heimilispósturinn" er Gísli Sigurbjörns-
son, forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilis-
ins Grundar. í blaðinu að þessu sinni er
fyrst hugleiðing ritstjóra: Hvað er fram-
undan? Þá er birt ræða sem haldin var í
kirkjusalnum á Grund á uppstigningar-
dag, 12. maí 1988, en á uppstigningardag
var í kirkjum landsins minnst aldraðs
fólks og velferðarmála þess. Einnig eru
þarna birtar ræður eftir sr. Pétur Ingjalds-
son, fyrrv. prófast, sem hann flutti í
Hveragerði eftir guðsþjónustu hjá Félagi
fyrrv. sóknarpresta 24. júlí sl. ogpredik-
un sem sr. Sisghvatur Karlsson, sóknar-
prestur á Húsavík, flutti á Grund 7. ágúst
sl. Þá er grein eftir Árna Helgason t'
Stykkishólmi: Að lifa um efni fram. Sagt
er frá 600. fundi fyrrv. sóknarpresta.
Minningarorð eru um Hans Richard
Hirschfeld, fyrrv. sendiherra, og sr.
Helga Tryggvason.
í blaðinu cr grein eftir PÞ: Af ellimálum
í Þýskalandi. Einnig margar fréttir af
félagsstarfi fólksins á Grund og Ási í
Hveragerði, einnig eru nokkur.ljóð birt í
þessu blaði og bókafregnir.
Hallgrímskirkja
Hallgrímskirkja er opin alla daga nema
mánudaga kl. 10:00-18:00.
Turninn er opinn á sama tíma.
ABC - Blað fyrir hressa krakka
1 þessu hefti ABC eru sögur og viðtöl,
þrautir, póstskassi, krossgátur, mynda-
sögur, íþrótta- og poppþættir og margt
fleira.
I þættinum „Hvað viltu verða?“ er rætt
við Þórdísi Zoéga sem vill verða innan-
hússarkitekt. Þá er viðtal við hana Bellu
í Töfraglugganum í sjónvarpinu og marg-
ar myndir af henni, smásaga um hunda:
Hvatur og Snati, eftir Þorstein Daníels-
son, og Ragnheiður Davíðsdóttir segir
frá „Ævintýraferð til Englands” með
S.V.F.l. ogABC, en ferðina fengu 5 börn
í verðlaun fyrir ritgerðir sem þau sendu
inn I keppni. Myndirnar tók Ragnheiður
einnig. Fuglar í mannheimum er fyrirsögn
á grein eftir ritstjóra blaðsins, Hrafnhildi
Valgarðsdóttur.
„Eg var rosalega vatnshrædd," segir
Ragnheiður Runólfsdóttir, sunddrottning
í viðtali.
Opnumyndin er af SYKURMOLUN-
UM á ferð í Bandaríkjunum.
Merete Holmsen oe Brit Ulseth
SySTKKNI
FATLAÐRA BARNH
Systkini fatlaðra bama
Út er komin ný bók á íslensku sem
heitir „Systkini fatlaðra barna“. Hún
fjallar um hugsanir og viðbrögð sem eiga
fatlaðan bróður eða systur.
Höfundarnir, Merete Holmsen og Brit
Ulseth, styðjast við ýmsar heimildir sem
hafa komið út um þetta efni. Þær eru
fóstrur með sérkennslunám aða baki og
hafa lengst af starfað með fötluðum
börnum og fjölskyldum þeirra.
Bókin er 120 síður og með mörgum
myndum barnanna sem tóku þátt í athug-
un höfundanna er þeir söfnuðu efni í
bókina. Aftast í bókinni er bókalisti yfir
flestar íslenskar bækur sem fjalla um
málefni fatlaðra, tekinn saman af Kristínu
Indriðadóttur bókasafnsfræðingi.
Þýðendur bókarinnar eru Þórunn
Guðmundsdóttir og Elmar Þórðarson.
Hún er gefin út af Elmari í samráði við
Landssamtökin Þroskahjálp. Fleiri aðilar
styðja útgáfuna, m.a. Styrktarfélag lam-
aðra og fatlaðra og Lionessur á Akranesi.
Ásprent á Akureyri sá um prentun og
bókband.
Landssamtökin Þroskahjálp v/Nóatún
17 í Reykjavík sjá um dreifingu bókarinn-
ar og er hægt að fá hana þar. Á Akureyri
er hægt að snúa sér til prentsmiðjunnar
Ásprenf v/Glerárgötu.
Ferðafélag íslands:
ÞÓRSMÖRK - aðventuferð
Sérstök aðventuferð til Þórsmerkur
verður helgina 25.-27. nóv.
Gist í Skagfjörðsskála/Langadal, en
þar er aðstaða fyrir ferðafólk sú besta sem
gerist í óbyggðum. Stór setustofa fyrir
kvöldvökur, stúkað svefnloft, tvö eldhús
með nauðsynlegum áhöldum, miðstöðv-
arhitun svo að inni er alltaf hlýtt og
notalegt. Fararstjóri skipuleggur göngu-
ferðir. Kvöldvaka og jólaglögg á laugar-
dag.
Fararstjóri: Kristján Sigurðsson.
Brottför kl. 20.00 föstudag. Upplýsing-
ar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., öldu-
götu 3. Ferðafélag íslands
ÚTVARP/SJÓNVARP
Rás I
FM 92,4/93,5
Miðvikudagur
23. nóvember
6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Halldóra Þor-
varðardóttir flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið með Má Magnússyni. Frétta-
yfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og
veðurfregnir kl. 8.15.. Lesið úr forustugreinum
dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30.
Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og
9.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn. „Vaskir vinir“ eftir Jennu
Jensdóttur og Hreiðar Stefánsson. Þórunn
Hjartardóttir les (3). (Einnig útvarpað um kvöldið
kl. 20.00).
9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Björns-
dóttir.
9.30 íslenskur matur. Kynntar gamlar íslenskar
mataruppskriftir sem safnað er í samvinnu við
hlustendur og samstarfsnefnd um þessa
söfnun. Sigrún Björnsdóttir sér um þáttinn.
9.40 Landpósturinn - Frá Vestfjörðum.
Umsjón: Finnbogi Hermannsson.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Óskastundin. Helga Þ. Stephensen kynnir
efni sem hlustendur hafa óskað eftir að heyra,
bókarkafla, smásögur og Ijóð. Tekið er við
óskum hlustenda á miðvikudögum milli kl. 17.00
og 18.00.
11.00 Fréttir. Tilkynningar.
11.05 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir.
11.55 Dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttír.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
13.05 í dagsins önn - Börn og foreldrar. Þáttur
um samskipti foreldra og barna og vikið að vexti,
þroska og uppeldi. Félagsráðgjafarnir Nanna K.
Sigurðardóttir og Sigrún Júlíusdóttir og sál-
fræðingamir Einar Gylfi Jónsson og Wilhelm
Norðfjörð svara spumingum hlustenda. Sím-
svari opinn allan sólarhringinn, 91-693566.
Umsjón: Lilja Guðmundsdóttir. (Einnig útvarpað
miðvikudagskvöld kl. 21.00 að viku liðinni).
13.35 Miðdegissagan: „Örlög i Síberíuu eftir
Rachel og Israel Rachlin. Jón Gunnlaugsson
þýddi. Elísabet Brekkan les (8).
14.00 Fréttir. Tilkynningar.
14.05 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Sigurður Al-
fonsson. (Endurtekinn þáttur frá laugardags-
kvöldi).
14.35 íslenskir einsöngvarar og kórar. Eirikur
Stefánsson, Jóhanna G. Möller og Karlakórinn
Geysir syngja.
15.00 Fréttir.
15.03 Vísindaþátturinn. Umsjón: Ari Trausti
Guðmundsson. (Endurtekinn þáttur frá mánu-
dagskvöldi).
15.45 Þingfréttir.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið. M.a. kynnt bók vikunnar,
„Arfur gula skuggans" eftir Henry Verner.
Umsjón: Kristín Helgadóttir.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á siðdeqi - Bach, Vivaldi og
Scarlatti.
18.00 Fréttir.
18.03 A vettvangi. Umsjón: Bjarni Sigtryggsson,
Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson.
Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.33 Kviksjá. Þáttur um menningarmál. Umsjón:
Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir.
20.00 Litli barnatíminn. (Endurtekinn frá morgni).
20.15 Nútímatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynn-
ir verk samtímatónskálda.
21.00 „Hugmyndin þótti út í bláinn“. Inga Rósa
Þórðardottir ræðir við hljónin Mariettu Maisen
og Pétur Behrens sem fást við myndlist og
stunda hestamennsku á Höskuldsstöðum í
Breiðdal.
21.30 Markaður möguleikanna. Umsjón: Einar
Kristiánsson. (Áðurflutt í þáttaröðinni „I dagsins
önn‘^7. þ.m.)
22.00 Fréttir. Dagskra morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 Samantekt um konur og stofnun og rekst-
ur fyrirtækja. (Jmsjón: Guðrún S. Eyjólfsdóttir.
(Einnig útvarpað daginn eftir kl. 15.03).
23.10 Djassþáttur. - Jón Múli Árnason. (Einnig
útvarpað nk. þriðjudag kl. 14.05).
24.00 Fréttir.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af
veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00.
Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með
fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00.
Leifur Hauksson og Ólöf Rún Skúladóttir hefja
daginn með hlustendum, spyrja tíðinda víða um
land, tala við fólk í fréttum og fjalla um málefni
líðandi stundar. Veðurfregnir kl. 8.15 og leiðarar
dagblaðanna kl. 8.30.
9.03 Viðbit. - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri)
10.05 Morgunsyrpa. - Evu Ásrúnar Albertsdóttur
og Óskars Páls Sveinssonar.
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 í Undralandi með Lísu Páls. Sigurður Þór
Salvarsson tekur við athugasemdum og ábend-
ingum hlustenda laustfyrirkl. 13.00 í hlustenda-
þjónustu Dægurmálaútvarpsins og í framhaldi
af því spjallar Hafsteinn Hafliðason við hlust-
endur um grænmeti og blómagróður.
14.00 Á milli mála. - Eva Ásrún Albertsdóttir og
Óskar Páll Sveinsson.
16.03 Dagskrá. Stefán Jón Hafstein, Guðrún
Gunnarsdóttir og Ævar Kjartansson bregða upp
mynd af mannlífi til sjávar og sveita og því sem
hæst ber heima og erlendis. Kaffispjall upp úr
kl. 16.00, „orð í eyra" kl. 16.45 og dagsyfirlit kl.
18.30. Bréf af landsbyggðinni berst hlustendum
á sjötta tímanum.
19.00 Kvöldfréttir.
19.33 íþróttarásin. Umsjón: íþróttafréttamenn og
Georg Magnússon.
22.07 Á rólinu með önnu Björk Birgisdóttur.
01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi til morguns.
Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00,
10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00,
17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00.
SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2
8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands.
SJÓNVARPIÐ
Miðvikudagur
23. nóvember
16.30 Fræðsluvarp. (16). 1. Brasilía - Framfarir
í þágu hverra? Fjórði þáttur. Myndaflokkur í
fimm þáttum um líf og störf íbúa í Brasilíu. (20
mín.) 2. Kóngulær. í myndinni eru sýndar
nokkrar tegundir kóngulóa og hvernig þær
spinna vef sinn og veiða í hann (20 mín.) 3.
Vökvakerfi. Þýsk mynd sem veitir nokkra
innsýn í grunnatriði vökvakerfa. Kynnir
Fræðsluvarps er Elísabet Siemsen.
18.00 Töfragluggi mýslu í Glaumbæ. Umsjón
Árný Jóhannsdóttir.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Poppkorn. Umsjón Stefán Hilmarsson.
19.25 Föðurleifð Franks. (5). (Frank’s Place).
Bandarískur gamanmyndaflokkur. Þýðandi Þor-
steinn Þórhallsson.
19.50 Dagskrárkynning.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Allt í hers höndum (’Allo ’Allo) Þriðji þáttur.
Breskur gamanmyndaflokkur. Þýðandi Guðni
Kolbeinsson.
21.00Ungir norrænir einleikarar. Tónlistarhá-
skólaráð Norðurlanda hefur frá árinu 1980
haldið tónlistarhátíðir í öllum höfuðborgum
Norðurlanda þar sem fram koma ungir og
efnilegir einleikarar. í október á þessu ári var
haldin ein slík hátíð í Reykjavík. Sjónvarpið
fylgdist með þátttakendunum þar sem þeir
skoðuðu sig um á Islandi og einnig verður skotið
inn svipmyndum frá tónleikum einleikaranna
með Sinfóníuhljómsveit íslands. (Nordvision -
Norrænu sjónvarpstöðvamar).
22.05 Lásbogaverkefnið (Operation Crossbow)
Bandarísk bíómynd frá 1965. Leikstjóri Michael
Anderson. Aðalhlutverk Sophia Loren, George
Peppard, Trevor Howard og John Mills. Banda-
rískur njósnari kemur sér fyrir í röðum nasista
til að fá upplýsingar um vopnastyrk þeirra.
Óvænt kemur aðili inn í hans líf sem virðist ógna
öryggi hans. Þýðandi Páll Heiðar Jónsson.
23.00 Seinni fréttir.
23.10 Lásbogaverkefnið framhald
00.05 Dagskrárlok.
Miðvikudagur
23. nóvember
15.50 Heima er best. How Green was my Valley.
Margföld Óskarsverðlaunamynd eftir leikstjór-
ann John Ford sem gerist í kolanámubæ í
Wales. Aðalhlutverk: Walter Pidgeon, Maureen
O’Hara og Roddy MacDowall. Leikstjóri: John
Ford. Framleiðandi: Darryl F. Zanuck. Þýðandi:
Ingunn Ingólfsdóttir. 20th Century Fox 1941.
s/h. Sýningartími 115 mín.
17.45 Litli folinn og félagar. My Little Pony and
Friends. Teiknimynd með íslensku tali. Leik-
raddir: Guðrún Þórðardóttir, Júlíus Brjánsson
og Saga Jónsdóttir. Þýðandi: Magnea Matthías-
dóttir. Sunbow Productions.
18.10 Dægradvöl. ABC’s World Sportsman.
Þáttaröð um frægt fólk með spennandi áhuga-
mál. Þýðandi: Sævar Hilbertsson. ABC.__________
18.10 Spænski fótboltinn. Sýnt frá leikjum
spænsku 1. deildarinnar.
19.1919:19. Fréttir, veður, íþróttir, menning og
listir, fréttaskýringar og umfjöllun. Allt í einum
pakka.
20.45 Heil og sæl. Á ystu nöf. í þættinum verður
fjallað um fíkniefnapláguna sem nú fer eins og
eldur í sinu um allan hinn vestræna heim. öfugt
við það sem margir álíta, eiga íslendingar nú í
höggi við þetta vandamál í rikum mæli. Ef við
höldum rétt á spilunum, má þó koma í veg fyrir
að fíkniefnin verði að því almenna þjóðfélags-
böli sem þau eru orðin víða í löndunum í
kringum okkur. En erum við undir það búin að
verja okkur þegar flóðbylgjan skellur á fyrir
alvöru? IJm það verður fjallað í bættinum í
kvöld. Umsjón: Salvör Norðdal. Handrit: Jón
Ottar Ragnarsson. Dagskrárgerð: Sveinn
Sveinsson. Framleiðandi: Plúsfilm. Stöð 2.
21.20Auður og undirferli. Gentlemen and pla-
yers. Ný bresk þáttaröð í sjö hlutum. Þættirnir
gerast í London og Portúgal og er tekið á hinum
sígildu viðfangsefnum metorðagirnd, stétta-
skiptingu, fé og frama. Myndin greinir frá
samkeppni tveggja manna sem svífast einskis
til aö klekkja hvor á öðrum. Ef völd og auður eru
í veði víla þeir hvorki mannsmorð né ofbeldi fyrir
sér. Mennirnir eru af ólíkum uppruna en eru
drifnir áfram af þeirri áráttu að koma hvoröðrum
fyrir kattarnef. Framhaldsmynd í 7 hlutum. 1.
hluti. Aðalhlutverk: Brian Prothero, Nicholas
Clay og Claire Oberman. Leikstjóm: Dennis
Abey og William Brayne. Framleiðandi: Ray-
mond Menmuir. TVS._____________________________
22.15 Veröld - Sagan í sjónvarpi. The World - A
Television History. Utþensla Evrópu 1250-
1500. ítalski landkönnuðurinn Markó Póló ferð-
aðist til Asíu og flutti ný menningaráhrif til
Evrópu og um tíma ríkti þar mikið blómaskeið.
En um miðja 14. öld tók við hnianunarskeið
þegar Svarti Dauði geisaði. Framleiðandi: Tayl-
or Downing. Þýðandi: Páll Balavin Baldvinsson.
Goldcrest.
22.45 Herskyldan Nam, Tour of Duty. Spennu-
þáttaröð sem segir frá nokkrum ungum piltum í
herþjónustu í Víetnam. Aðalhlutverk: Terence
Knox, Stephen Caffrey, Joshua Maurer og
Ramon Franco. Leikstjóri: Bill L. Norton. Fram-
leiðandi: Ronald L. Schwary. Þýðandi: Snjólaug
Bragadóttir. Zev Braun 1987.
23.35 í sporum Flints. Spennumynd í gamansöm-
um dúr. Nokkrar konur, sem stunda fegrunarað-
gerðir, fá þá hugmynd að ná heimsyfirráðum
með því að breyta fólki í lifandi ertirmyndir
helstu stjómarmanna heims. Flint, starfsmaður
bandarísku leyniþjónustunnar, fær það verkefni
að koma í veg fyrir að áætlanir þeirra nái fram
að ganga. Aðalhlutverk: James Coburn, Lee J.
Cobb og Jean Hall. Leikstjóri: Gordon Douglas.
Framleioandi: Saul David. Þýðandi: Pétur S.
Hilmarsson. 20th Century Fox 1967. Sýningar-
tími 110 mín.
01.30 Dagskrárlok.