Tíminn - 31.12.1988, Page 4
4 Tíminn
Laugardagur 31. desember 1988
INNLENDUR
ANNALL
Janúar
Nýtt ár fór rólega af stað. Margir
veltu því fyrir sér hvað það bæri í
skauti sér, ogTíminn leitaði m.a. til
spámannsins Júdasar, sem reynst
hefur vel. Ekki kom allt fram er
Júdas taldi sig sjá fyrir, en nefna skal
nokkur atriði er rættust.
Eitt besta laxveiðisumar sem
menn muna var í sumar. Júdas spáði
fyrir um endalok stjórnarsamstarfs-
ins. Hann sá fyrir bankastjórastól
Sverris Hermannssonar og sitthvað
fleira.
Lögreglurannsókn
vegna flugeldaslysa
undir þeim vonum sem þjóðin gerði
sér. Hann lagði gamla manninn í
reykjarkófi í úrslitaskák, í fram-
lengdu einvígi.
Mikill skákáhugi gerði vart við sig
og allt sem tengdist taflmennsku
seldist eins og heitar lummur. Um
tíma voru töfl og sitthvað fleira
uppselt.
Ófreskjan
Steingrímur Hermannsson, er
gegndi starfi utanríkisráðherra, um
þetta leyti, blés í herlúðra á Hótel
Sögu á opnum fundi. t>ar gerði hann
fjármagnsmarkaðinn að umtalsefni
og sagði að hann væri orðinn líkastur
ófreskju. Hár vaxta- og fjármagns-
kostnaður almennt væri að sliga
fjölmörg fyrirtæki. Eina leiðin til
bjargar atvinnulífinu væri að koma
böndum á fjármagnsmarkaðinn.
Þagað á þingi
Hreggviður Jónsson alþingismað-
ur var nálægt því að komast t'
heimsmetabók Guinness fyrir
lengstu þögn á þingi sem vitað er
um. Tíminn hafði samband við full-
trúa Guinness og lentu menn þar í
miklu basli mcð þögn þingmannsins.
Þegar upp var staðið treystu þeir sér
ekki til að staðsetja Hreggvið í
einhvern einn málaflokk og féll mál-
ið því um sjálft sig.
Báturinn Hrafn Sveinbiarnarson III strandaði við Hópsnes hjá Grindavík. Mannbjörg varð.
Tímamynd Pjetur
Dómsmálaráðuneytið fól lögreglu
að rannsaka slys er urðu á fintm
mönnum, þegar nýju ári var heilsað
með flugeldum. Þar af slösuðust
þrír, þegar svokallaðar tívolíbomb-
ur sprungu í andlit þeirra. Einn
maður missti hægra augað og aðrir
tveir slösuðust alvarlega.
Enn alvarlegri slys urðu í janúar-
mánuði. Þrír létust í umferðarslys-
um og fjölmargir voru fluttir á
slysadeild með alvarlega áverka.
Tveir menn fórust, er Bergþór KE 5
sökk. Alls voru fimm á bátnum og
komust þrír í björgunarbát og var
bjargað.
Watson handtekinn
Sú frétt er vakti mesta athygli í
janúar var koma Paul Watsons til
íslands í tengslum við ráðstcfnu um
Samtíningur
Af öðrum fréttnæmum átburðum
í janúarmánuði má nefna að forseti
íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir,
fór í opinbera heimsókn til Banda-
ríkjanna og hitti m.a. Ronald Rea-
gan Bandaríkjaforseta.
Verðbólga í janúar mældist um
50% á ársgrundvelli.
Tíminn greindi frá nýri i rannsókn-
arstöð fyrir rannsóknir eyðniveir-
unnar og fleiri áhættusamar rann-
sóknir.
Heilbrigðisráðherra, Guðmundur
Bjarnason, réðst til atlögu gegn
ropvatninu og í samvinnu við land-
lækni og fleiri aðila innan heilbrigð-
iskerfisins hvatti hann þjóðina til að
drekka blávatn.
Febrúar
Febrúarntánuður er mikill frétta-
mánuður, þegar Tímanum er flett.
Slys og skák er það sem helst setti
svip á mánuðinn.
Heimsrisi lagður
Einvígi Jóhanns og Kortsnojs í
Kanada stóð sem hæst. Okkar mað-
ur hafði betur þegar upp var staðið.
Jafnt var eltir að sex skákum var
Iokið. Reglur segja til um tvær
skákir í framhaldseinvígi. Fyrri
skákinni, en þar stýrði Jóhann hvítu
mönnunum, lauk með jafntefli. Síð-
asta skákin var æsispennandi. Jó-
liann var með svart og féll gamli
einvígisrefurinn á tíma. Pjóðin
brosti út að eyrum og öll öldurhús
fylltust. Jóhann kom heim 8. febrúar
og var fagnað sem þjóðhetju fyrir að
Itafa lagt heimsrisann Kortsnoj.
Karpov sendi Jóhanni heillaóska-
skeyti, en það er einmitt Karpov
sem verður næsti andstæðingur
Jóhanns.
Snjóflóð og sprengingar
Slysfarir tóku sinn toll í mannslíf-
um í febrúar eins og flestum öðrum
mánuðum ársins 1988. Sextán ára
Paul Watson, forsprakki
Sea Shepherd var handtekinn er
hann kom til íslands. Hér sést hann
á leið í Síðumúlafangelsið, þar sem
honum var boðið upp á súran hval
Og hrútspunga. Timamynd Gunnar
skynsamíéga nýtingu sjávarsþen-
dýra. Watson hafði stutta viðdvöl og
mun líkast til ekki tclja þessa ís-
landsför sína til afreka. Hann var
handtekinn um leið og hann steig
fæti á íslenska grund og var fluttur
til yfirheyrslna í Auðbrekku í Kópa-
vogi. Hann gisti síðan í Síðumúla-
fangelsinu og var þar boðið upp á
rammíslenskan þorramat, súrSáða
hrútspunga og súran hval. Ekki fékk
Tíminn upplýsingar um hvaða skil
Watson gerði þessum íslensku kræs-
ingum. íslensk stjórnvöld vísuðu
Paul Watson úr landi sólarhring
síðar og hefur lítið frést af kappan-
um síðan.
Björninn lagður
Ein af þjóðhetjum okkar íslend-
inga var í sviðsljósinu í janúarmán-
uði. Jóhann Hjartarson stórmeistari
í skák hélt utan til Kanada í ja'tiúar
til að tefla einvígi við gamla refinn.
Victor Kortsnoj. Þjóðin hafði vita-
skuld mikinn áhuga á frammistöðu
Jóhanns og pilturinn stóð fyllilega
Jóhann Hjartarson kemur heim, eftir að hafa lagt heimsrisann.
Jónína Ingvarsdóttir tók á móti eiginmanni síngm og Friðrik Ólafssyni, á
Keflavíkurflugvelli. Tímamynd Pjetur
Sigurbjörn Þorleifs-
son bóndi í Langhúsum, skyttan
er felldi bjarndýrið. Tímamynd ö.þ.
gamall piltur lét lífið í snjóflóði úr
Skarðstindum í lllagili austan Mors-
árdals í Vatnajökli í byrjun febrúar.
Fjórir fclagar piltsins áttu fótum fjör
að launa, en pilturinn sem lést var
aftastur göngumanna.
Rúmlega fimmtugur ntaður lést í
umferðarslysi á Breiðholtsbraut, er
ekið var á hann á gangbraut. Öku-
mann og farþega í bílnum sakaði
ekki. Þá lést karlmaður í Ólafsvík.
er hann var að vinna við logsuðu á
olíutanki. Tankurinn sprakk í loft
upp með fyrrgreindum afleiðingum.
Harmleikur í Keflavík
Þjóðin var agndofa yfir fréttum af
harmleik er átti sér stað í Keflavík í
febrúar. Tæplega þrítugur sjómaður
banaði konu sinni með byssu og
hringdi síðan í Iögreglu og tók eigið
líf með sömu byssunni. Hjónin létu
eftir sig tvö börn, fimm og tíu ára.
Strönduð skip
Tvö skip strönduðu í febrúar og
varð mannbjörg í báðum tilfellum.
Hrafn Sveinbjarnarson 111 strandaði
rétt utan við innsiglinguna við
Grindávík. Ellefu manna áhöfn var
bjargað úr bátnum með þyrlu. Hrafn
náðist af strandstað síðar í mánuðin-
um.
Ófeigur III VE 325 strandaði við
innsiglinguna í Þorlákshöfn síðar í
febrúar. Engan mann sakaði en
báturinn barst langt upp í stórgrýtta
fjöruna og var dæmdur gerónýtur.
Við sjópróf í Eyjum kom fram að
skekkja í radar ásamt ntannlegum
mistökum væru orsakir slyssins.
Isbjörn skotinn í Fljótum
Hafísinn, hinn forni fjandi, var
óvenju mikill í vetur sem leið og var
Grímsey t.d. umgirt ís í febrúar.
Óvæntur gestur gekk á land, en það
var hálfstálpaður ísbjörn. Fljóta-
menn brugðu skjótt við og skutu
björninn. í framhaldi af því var
gerður út leiðangur til að leita að
fleiri dýrum í nágrenni við Siglu-
fjörð. Fleiri dýrfundustekki. Miklar
umræður spunnust í franthaldi af
komu ísbjarnarins og sýndist sitt
hverjum. Fljótamenn bentu á að
þeir hefðu verið að verja sig og sína
og bentu fólki á að öðruvísi hefði
horft við ef dýrið hefði verið við
bæjardyr þess.
Hlutkesti í
tannlæknadeild
Sérkcnnilegt má! kom upp í tann-
læknadeild HÍ. Eftir að farið hafði
verið yfir prólurlausnir kom í ljós að
þrír nemendur voru jafnir með sömu
einkunnina. Einungis var rúm fyrir
tvo í áframhaldandi námi og var
brugðið á það ráð að láta hlutkesti
ráða. Sá þriðji er féll á hlutkesti vildi
ekki una þessum málalokum og
fjallaði háskólaráð um málið. Niður-
staðan var að allir nemendurnir
skyldu komast í franthaldsnám og
jafnframt að endurskoða bæri reglur
er giltu um hlutkesti.
Hjarta- og lungnaþeginn
í febrúarmánuði varð Ijóst að
fyrsti hjarta- og lungnaþeginn, Hall-
dór Halldórsson, myndi ná sér full-
komlega eftir aðgerðina. Hann losn-
aði af gjörgæslu og var um mitt árið
farinn að stunda knattspyrnu með
félögum sínum í Kópavogi.;
Hreindýrasýki?
Tugir hreindýra fundust dauð á
Austurlandi fyrstu vikur ársins 1988.
Upp komu hugmyndir ’ um sýki í
hreindýrastöfninum. Sýni voru tekin
úr látnum dýrunt og sénþ. til rann-
sóknar. A meðan velttF'menn því
fyrir sér hvort um væri að ræða
horfelli eða óvirka gerlá. Niðurstöð-
ur leiddu í Ijós að ekki v*ar um
sýkingu að ræða.
Eysteinn rekinn
Eysteinn Helgason, framkvæmda-
stjóri Iceland Seafood Corp., fékk
reisupassann í lok febrúar. Guðjón
B. Ólafsson forstjóri Sambandsins
tilkynnti þetta og var maður kominn
í stað Eysteins samdægurs. Upphófst
í tramhaldi af þessu mikið fjölmiðla-
mál og voru ófá orð rituð og sögð í
tengslum við uppsögnina.