Tíminn - 31.12.1988, Síða 17

Tíminn - 31.12.1988, Síða 17
Laugardagur 31. desember 1988 Tíminn 17 INNLENDUR ANNALL Desember Gengisfellingar- samsæri í upphafi desembermánaðar kom fram óvenjuleg ásökum frá Guð- mundi J. Guðmundssyni formanni Verkamannsambandsins og Dags- brúnar á hendur forsvarsmönnum frystihúsanna. Guðmundur sagði að forsvarsmenn Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hygðust loka húsum sínum gagngert í þeim tilgangi að knýja ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar til þess að fella gengi íslensku krónunnar. Sagði Guð- mundur að hann vissi til þess að Sölumiðstöðvarmenn hefðu viðrað þessar hugmyndir sínar við SÍS frystihúsin líka. Frystihúsamenn höfnuðu þessum ásökunum fullum hálsi og sögðust ekki skilja hvað formanni Verkamannasambandsins gengi til. Við greindum frá fjórum kengúrumergeymdareru í Sædýra- safninu og hýrast þar við illan kost. Dýraverndunarsamtök eru hneyksl- uð á meðferðinni og munu brátt aðhafast eitthvað í málinu. Tímamynd Gunnar starfsmannafélögunum, en það voru starfsmannafélögin sem sáu um að koma víninu út til starfsmanna og lögðu á það í leiðinni og fyrir hagnaðinn voru síðan fjármagnaðar árshátíðar starfsmannafélaganna. „Nautahakk" Verðlagsstofnun gerði í mánuðin- um könnun á samsetningu nauta- hakks í verslunum og kom í ljós að í sumum tilfellum var hakkið undar- lega samansett bland af svína-, kinda- og nautahakki og þessi blanda drýgð með mjólkurdufti, sojadufti og jafnvel hveiti. Fimm bjórtegundir Fjármálaráðherra kynnti reglu- gerð um bjórinn sem byrja á að selja þann 1. mars. Fimm tegundir verða á boðstólum hjá útsölum ÁTVR, þar af 2 íslenskar. Lcyfður styrkleiki verður 2,26%-5,6% og bjórinn verður seldur í 33 cl einingunt sex saman í pakka. Steingrímur hitti Thatcher Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra fór erlendis snemma í desember og hitti m.a. að máli Margréti Thatcher forsætisráðherra Bretlands. Steingrímur ræddi við Thatcher um Rockall-málið og þótti það marka tímamót í þeirri deilu að forsætisráðherrar landanna ræddu það í fyrsta sinn. Einnig ræddi Steingrímur um tengsl íslands og EBE. Samskipti íslands og EBE voru einnig á dagskrá þegar Stein- grímur hitti Wilfried Martens forsæt- isráðherra Belgíu síðar í sömu viku í Belgíu. Frystitogarar sigla Þau tíðindi voru sögð í Tímanum samhliða fréttum af breyttum regl- um LÍÚ við leyfisveitingar til sigl- inga með ísfisk að frystitogarar hefðu sótt um siglingaleyfi með óunninn fisk. Þóttu þetta mikil við- brigði því rekstur frystiskipa hafði gengið vel á undanförnum árum en markaðurinn fyrir sjófrystan fisk virtist mettur í bili. Tvær bokkur á mann! Ný vídd í áfengismálinu svokall- aða sem tröllreið fjölntiðlum í lok nóvember kom fram þegar prentað var að starfsmenn ráðuneyta fengju tvær flöskur hver á „kostnaðar- verði“. Þótti ýmsum að íslenskt stjórnkerfi væri heldur betur gegn- sósa orðið af brennivíni á kostnaðar- verði og einhver helstu hlunnindi í stjórnsýslu og dómskerfi landsins. Þó var gráu bætt ofan á svart þegar í Ijós kom að í ráðuneytum var stunduð umfangsmikil vínsala af eigubílstjórar kvíða desembermánuði. Jólaglögg er þá á boðstól- um á mörgum vinnustöðum og hafa viðskiptavinir leigubílstjóra skilið eftir sig ummerki í bílunum. Tímamynd Gunnar Steingrímur Hermannsson hitti Margaret Thatcher á skrif stofu hennar í Downingstræti 10. Jólatréð var komið upp hjá „Járnfrúnni" og greinilega fór vel á með forsætisráðherrunum. Lögreglan í svelti Lögreglufélag Reykjavíkur kynnti fyrir fjölmiðlum svarta skýrslu um ástand í löggæslumálum á höfuð- borgarsvæðinu. Sögðu forsvarsmenn Lögreglufélagsins að lögreglan gæti ekki sinnt ýmsum grundvallarskyld- um sínunt, s.s. að annast reglubund- ið eftirlit. Bílaflotinn og tækjabún- aður væri úr sér genginn og mannafl- inn væri sá sami og 1944 þrátt fyrir umfangsmiklar þjóðfélagsbreyting- ar. Lögreglustjóri brást við skýrsl- unni með því að lýsa sig andvígan þeirri aðferð að fara með innan- hússmál lögreglunnar beint í fjöl- miðla og kvaðst sannfærður unt að mörg þeirra hefði mátt leysa ef menn hefðu sest niður og rætt málin. því þegar þeir fluttu full jólaglögg. farþega sem ældu í bílana þeirr rauðleitu gumsi með rúsínum o hnetum. Þótti það ekki skemmtileg vcrk að þrífa hálfmelta glöggina ú bflunum. Kengúrur! Rétt fyrir jólin greindi Tíminn frt því að fjórar kengúrur væru enn > Sædýrasafninu í Hafnarfirði, þrátt fyrir að forsvarsmenn safnsins hefðu sagt dýraverndunarsamtökunum ao öll dýr væri búið að flytja burt Ástand kengúranna var heldut nöturlegt og litu dýraverndunar- samtökin málið mjög ‘alvarlegum augum. Ælt í leigubíla Þegar nær dró jólum fóru af stað hinar hefðbundnu veislur þar sem boðið er upp á jólaglögg. Eitthvað virðast íslendingar sumir hverjir eiga erfitt með að tileinka sér þennan sænska sið og drukkið of mikla glögg. Leigubílstjórar lentu illilega í Tveir létust í desember var talsvert um slys bæði í umferðinni og annars staðar Ungur maður lést þegar bifreið sem hann var farþegi í fór fram al bryggju í Hafnarfirði. Þá lést lítií telpa af völdum áverka sem hún hlaut þegar bíll ók á hana í Skeiðar- vogi í Reykjavík. Óskum viðskiptavinum okkar farsældar á nýja árinu Þökkum ánægjuleg viðskipti á liðnum árum NISSAN Mingvar helgason hf ,_ _| Sýmngarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560 /JLw áJ ^ V—' a w ® ' C 0 »•? *' ' |

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.