Tíminn - 31.12.1988, Page 19

Tíminn - 31.12.1988, Page 19
Laugardagur 31. desember 1988 Tíminn 19 inn í Massachusetts, Michael Duka- kis. Blökkumaðurinn og predikarinn Jesse Jackson stóð hvað lengst í ríkisstjóranum og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Kosningaslagur þeirra Dukakis og Bush var einn sá sóðalegasti í manna minnum. Bush þótti setja niður við val á varaforsetaefni sínu, ungæð- ingnum Dan Quayle. Það kom ekki að sök því Bush sigraði forsetakosn- ingarnar 18. nóvember þrátt fyrir að hafa verið langt að baki Dukakis í fyrstu skoðanakönnunum. Hinn virti öldungadcildarþingntaður frá Texas Lloyd Bentsen sem Dukakis valdi sem varaforsetaefni fékk engu þar um breytt. En það voru einnig sögulegar forsetakosningar í Frakklandi. Hægri menn gátu ekki komið sér saman um einn frambjóðenda gegn sósíalistanum Frangois Mitterrand sem gegnt hafði forsetaembættinu sjö ár eins og lög gera ráð fyrir. Forsætisráðherra landsins hægri maðurinn Jacques Chirac og miðju- maðurinn Raymond Barre buðu sig fram. Það gerði einnig hægri öfga- maðurinn og kynþáttahatarinn Jean- Marie Le Pen. Fyrri umferð kosninganna fór fram 24. apríl. Mesta athygli vakti góður árangur Le Pen sem fékk rúmlega 14% atkvæða. Það var hins vegar Mitterrand sem hlaut flest atkvæði eins og við var búist. Chirac fékk næstflest atkvæði og því var kosið milli þeirra tveggja 8. maí. Þá sigraði Mitterrand örugglega. í kjölfar þessa leysti Mitterrand upp þing og boðaði til kosninga. Sósíalistar unnu sigur í þeim kosn- ingum, þó naumur væri og mynduðu stjórn með stuðningi miðjumanna. í Mexíkó fóru fram forsetakosn- ingar 6. júlí. Forsetaframbjóðandi Byltingarflokksins Carlos Salinas de Gortari sigraði með rétt rúmlega 50% atkvæða sem er minnsta at- kvæðamagn sem frambjóðandi 1977 og Zia lét taka af lífi tveimur árum seinna. í Kanada sigraði Brian Mulroney og íhaldsflokkur hans í þingkosning- um þar sem aðalmálið vár fríverslun- arsamningur við Bandaríkin. Mul- roney varð því fyrsti forsætisráð- herra íhaldsflokksins í rúma öld sem leiðir flokkinn til sigurs tvennar kosningar í röð. Frændur vorir og vinir á Norður- löndunum stóðu í kosningastússi á árinu. Danir kusu sér nýtt þing í maímánuði. Þar bar nijög á afstöðu til NATO. Glistrup gamli og Fram- faraflokkur hans var ótvíræður sig- urvegari kosninganna en komst ekki í stjórn. Vonbrigði jafnaðarmanna voru rnikil þar sem þeir vonuðust til að ná meirihluta ásamt öðrum vinstriflokkum. Poul Schlúter for- maður íhaldsflokksins myndaði aft- ur minnihlutastjórn Ihaldsflokksins, Radikale venstre og Venstre. í Finnlandi voru forsetakosningar í byrjun júní. Mauno Koivisto gaf aftur kost á sér til forsetaembættisins og sigraði hann örugglega. í september gengu Svi'ar að kjör- borðinu og kusu nýtt þing. Þrátt fyrir fjöld hneykslismála héldu jafn- aðarmenn velli undirforystu Ingvars Carlssonar er tók við forsætisráð- herraembættinu við lát Olof Palme fyrir þremur áruni. Meintur morð- ingi Palme náðist nú í desember. Þá er að minnast kosninga í Sovét- ríkjunum. Gorbatsjof styrkti mjög stöðu sína í byrjun október er hann kallaði skyndilega saman stjórnar- nefnd sovéska kommúnistaflokksins og Æðsta ráð Sovétríkjanna. Gamli refurinn Andrei Gromyko sem gegndi embætti forseta Sovétríkj- anna sagði þar af sér stöðu sinni og var Gorbatsjof kjörinn forseti Sovét- ríkjanna af Æðsta ráðinu með 1500 atkvæðum gegn engu. Þrír gamlir íhaldsmenn viku úr stjórnarnefnd- inni og voru stuðningsmenn Gorba- tsjofs kjörnir í þeirra stað. Sovéski herinn hóf brottflutning frá Afganistan á árinu. Samningur þess efnis var aðeins einn af mörgum friðarsamningum árs friðardúfunnar. flokksins hefur fengið í 60 ár. Aðal- andstæðingur hans var Cuauthtémoc Cardenas sonur ástsælasta forseta Mexíkó fékk 31% atkvæða og hægri maðurinn Manuel Clouthier hlaut 17%. Cardenas sagði að kosninga- svindl hefði verið haft í frammi og að hann sjálfur væri réttkjörinn forseti Mexíkó. Cardenas hefur síð- an barist fyrir því að kosningarnar verði dæmdar ógildar og nýtur til þess stuðnings Clouthier. Einræðisherrann í Chile Augusto Pinochet og herforingjastjórn hans gáfu landsmönnum kost á að greiða atkvæði um hvort Pinochet ætti að verða forseti næstu sjö árin eður ei. Dómur þjóðarinnar var skýr, Pino- chet var hafnað. Því verða haldnar nýjar kosningar seinni part árs 1989. Pakistanar gengu að kjörborðinu 16. nóvember. Það var forseti lands- ins Zia ul-Haq sem boðaði til þeirra kosninga sem voru þær fyrstu frjálsu í ellefu ár. Zia ul-Haq lifði þó ekki kosningadaginn því hann fórst í flugvél sem að öllum líkindum var sprengd í loft upp í ágústmánuði. Kosningarnar voru mjög sögulcgar því kvenskörungurinn Benazir Bhutto leiddi flokk sinn til sigurs og er nú forsætisráðherra Pakistan. Er það í fyrsta sinn sem kona er kjörin í slíka stöðu í ríki múslíma. Benazir er dóttir Ali Bhuttos sem var forsæt- isráðherra er Zia gerði byltingu árið 11111111111111] ERLENT YFIRLIT Þórarinn Þorarinsson: Bandaríkin hafa notið friðar í stjórnartíð Reagans Hinn 20. janúar 1989 verða húsbóndaskipti í Hvíta húsinu í Washington. Ronald Wilson Reagan lætur þá af embætti forseta Bandaríkjanna eftir að hafa gegnt því í átta ár en George Herbert Walker Bush, sem verið hefur varaforseti jafnlengi, færist þá í húsbóndasætið. Vafalaust hafa þessi forseta- skipti ýmsar breytingar í för með sér en erfitt er að spá í hverju þær verða fólgnar. Bush hefur fylgt þeirri reglu flestra varaforseta að flíka lítið persónulegum skoðunum sínum en styðja þeim mun betur sjónarmið forsetans, þótt vitað væri, að hann væri þeim ekki alltaf samþykkur. Það má því segja um Bush, þótt ótrúlegt sé, að hann sé eins og óskrifað blað, þegar hann flytur í Hvíta húsið. Án efa munu þó ýmsar breytingar fylgja forseta- skiptunum, en þær verða ekki tilkynntar strax, því að Bush fer ekki að neinu óðslega. Þær munu koma hægt og hægt. Bush var talinn til miðjumanna í flokki rep- úblikana áður en hann varð varaf- orseti, en síðan hefur hann ekki haldið uppi ágreiningi við Reagan. Margir spá því, að nú komi hinn gamli Bush aftur til sögu og stjórn hans muni færast til miðju frá hægri. Hvort þetta reynist rétt á tíminn eftir að leiða í ljós. Það virðist ekki fjarri lagi að reikna með því, að eitt helsta umræðuefnið við forsetaskiptin snúist um það, hvernig Reagan hafi reynst sem forseti. Spádóm- arnir voru ekki glæsilegir, þegar hann tók við forsetaembættinu fyr- ir átta árum. Hægri menn fögnuðu að vísu og væntu þess, að nú yrði mikil sveifla til hægri. Sú varð líka raunin, en þó ekki eins mikil og áköfustu hægri menn bjuggust við. Það átti sinn þátt í því að hægri sveiflan varð minni en búist hafði verið við, að demókratar, sem voru í stjórnarandstöðu, höfðu oft- ast meirihluta á þingi og beittu honum til að stöðva ýmsar fyrirætl- anir forsetans. Það sýndi sig hvað eftir annað í stjórnartíð Reagans, að aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdavalds reynist oft heppilegt stjórnskipulag. Óhætt er að fullyrða, að hægri sveiflan hefði orðið meiri og stjómarfarið rang- látara, ef þingið hefði ekki verið á verði. Þingið getur ekki haft svipuð áhrif á utanríkisstefnuna og innan- landsmálin. Forsetinn getur ráðið mestu um hana. Þar bjuggust margir við ótíðindum, þegar Rea- gan kom til valda. Reagan var mikill andstæðingur kommúnista- ríkjanna og virtist reiðubúinn til að láta þar kné fylgja kviði. Hann valdi mikla hauka til að stjórna varnarmálaráðuneytinu og sömdu þeir m.a. áætlun um að sækja Sovétríkin heim um Norður-Atl- antshaf eða um ísland og Noreg og nærliggjandi hafsvæði. Sennilega hefur þá kviknað hugmyndin um Natóflugvöll í Aðaldal, sem gæti komið sér vel í slíkum hernaði. Sem betur fer blasir við allt önnur mynd af heimsmálum, þegar Reagan lætur af forsetaembættinu, en sú, sem olli mönnum ótta þegar hann tók við embættinu. Kalda stríðið milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna virðist vera að hverfa úr sögunni. Sambúð risa- veldanna hefur allt annan og betri svip en var. Þótt mest megi þakka þetta Gorbatsjov og frumkvæði hans, væri með öllu rangt að van- meta þátt Reagans. Hann hefur sýnt bæði meiri sveigju og sáttfýsi en menn áttu almennt von á. Bætt sambúð risaveldanna hefur dregið úr vígbúnaðarkapphlaupinu, þótt það sé reyndar ærið enn, og aukið trú á, að friðurinn verði varðveitt- ur. Áhrif þessarar breyttu og bættu sambúðar sjást nú víða. Palestínu- menn undir forustu Arafats hafa viðurkennt ísrael og þannig rutt úr vegi einni helstu hindruninni á leið til friðar við Miðjarðarhaf. í Suður- Afríku hefur náðst samkomulag um sjálfstæði Namibíu og von er um sættir í Afganistan. Fleira mætti telja. Það er ástæða til að vera bjartsýnni nú á friðarhorfur en þegar Reagan kom til valda. Það verður að viðurkennast, að hann hefur átt sinn þátt í því. Á þessu stigi er þó vart tímabært að fella einhvern endanlegan dóm um forsetastjórn Reagans. Það eiga vafalítið margir eftir að skrifa um hana og fella misjafna dóma. Sennilega á hann eftir að teljast með hæfari forsetum Bandaríkj- anna og einn sá fyrirmannlegasti í máli, framkomu og fasi og hafa þannig fullnægt vel draumi Banda- ríkjamanna um forsetann. Þá mun verða mikið rætt um ráðgjafa forsetans, en þeir eru taldir hafa ráðið miklu um störf hans. Best virðast hafa gefist hon- um Shultz utanríkisráðherra og Baker fjármálaráðherra, sem nú verður utanrfkisráðherra. Margt bendir til þess að besti ráðgjafi Reagans hafi verið Nancy kona hans, en hún hafi m.a. ráðið því, að hann valdi þá Shultz og Baker sem nánustu samstarfs- menn. Vænta má margra bóka um þetta efni og mörg fleiri, sem snerta stjórnartíð Reagans. Það er ekki ólíkleg tilgáta, að þegar tímar líða verði þess lengst minnst, að þann tíma, sem Reagan var forseti, nutu Bandaríkin friðar og þeirrar hamingju sem því fylgir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.