Tíminn - 14.04.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 14. apríl 1989
Tíminn 3
Umferðarbrúin við Öskjuhlíð tilbúin í haust.
Hringbrautin flutt suður fyrir Tanngarð og...:
Sjávarútvegsráðuneytið um veiði-
heimildir á helstu botnfisktegundum:
Vantar hundrad
kennslustofur
tílraunabíl frá SUBARU sem vakíð hefur heímsathyglí!
Ingvar
§ Helgason hff.
Sævarhöfða 2
Sími 67-4000
NISSAN Maxima 3,0 V6
Menntamálaráðherra hefur lagt
fram í ríkisstjórninni greinargerð
um kostnað við lengingu skóladags
og einsetinn skóla. Þar kemur fram
að kostnaðurinn við að ná þessu
takmarki er verulegur og eru stærstu
liðirnir húsnæðismál og launakostn-
aður, til dæmis þarf að taka í notkun
rúmlega eitt hundrað nýjar kennslu-
stofur.
Til þess að hafa náð markmiðinu
um einsetningu grunnskóla árið 1995
er gert ráð fyrir að á hverju ári frá
1990 til 1994 séu teknar í notkun
rúmlega eitt hundrað nýjar skóla-
stofur. Árlega í þessi fimm ár er
áætlað að leggja þurfi fram um 50-80
milljónir til viðbótar við þá upphæð
sem nú fer í byggingu kennslurýmis
eða um 12-21% aukningu frá því
sem nú er.
1 greinargerðinni er gert ráð fyrir
að að fjöldi kennslustunda 6 til 12
ára barna á viku aukist smám saman
á þessu árabili upp í 35 stundir á viku
árið 1994 og verði kostnaðarauki
þess vegna frá um 200 milljónum
árið 1990 upp í rúmlega 600 milljónir
1994. Eftir það lækki viðbótarkostn-
aðurinn fram til ársins 2000 niður í
166 milljónir vegna fækkunar ne-
menda.
f greinargerðinni kemur fram að
nemendur í almennum grunnskólum
hér á landi eru nú liðlega 42 þúsund.
Samkvæmt fjárlögum yfirstandandi
árs er heildarkostnaður við grunn-
skólann, þ.e. rekstur, byggingar og
námsefni um 4.8 ntilljarðar króna.
Höfundur greinargerðarinnar er
Jón Torfi Jónasson dósent við Há-
skóla íslands en hann skipaði vinnu-
hóp um málið ásamt Gerði G. Ósk-
arsdóttur ráðunaut menntamálaráð-
herra um uppeldis- og skólamál og
Guðrúnu Ágústsdóttur aðstoðar-
manni menntamálaráðherra. SSH
Aldraðir þurlá líka
að (erðust — sýnum
þeim tillitssemi
llXFEROAB
Njarðargatan
í Skerjafjörð
„Það liggur fyrir að Hringbrautin lega gæti hún að hluta til haldið spítalanum og hugmyndir eru uppi
verður færð en eftir er að ákveða í áfram að vera stofnbraut, a.m.k. um að takmarka akstur almennrar
smáatriðum legu hennar við gatna- vestan Barónstígs. Austan hans yrði bílaumferðar um hana í gegnum
mótin við Njarðargötu og Hlíðar- hún hins vegar aðkeyrsla að Land- svæði spítalans. - sá
Engin breyting
á veiðikvótum
Hafrannsóknarstofnun telur, að
fengnum niðurstöðum úr sk. „tog-
araralli" ekki ástæðu til að gera
breytingar á fyrri ráðgjöf sinni um
aflahámörk einstakra botnfiskteg-
unda á yfirstandandi ári. Sjávarút-
vegsráðuneytið hefur í samrænri
við það ákveðið að breyta ekki
fyrri ákvörðunum sínum um há-
marksafla og gilda því áður til-
kynnt heildaraflamörk og veiði-
heimildir einstakra skipa sem á
þeim byggjast. Samkvæmt lögum
um fiskveiðistjórnun þurfti þessi
ákvörðun að liggja fyrir nú fyrir 15.
apríl, en fram að þeim tíma hefur
ráðherra heimild til að auka eða
minnka það aflamagn sem ákveðið
hefur verið á yfirstandandi ári.
fót,“ sagði Þórarinn Hjaltason deild-
arverkfræðingur hjá Skipulagsdeild
borgarinnar.
Framkvæmdir við hina nýju brú
sem verið er að byggja og tengja á
saman Hringbraut, Snorrabraut og
Bústaðaveg, ganga vel og verður
hún tekin í notkun næsta haust og
gengið frá gatnamótunum við hana
til bráðabirgða. Sjálf Hringbrautin
verður þó ekki ekki færð á þessu ári.
Þegar hins vegar að því kemur, á
hún að liggja til austurs frá brúnni,
sunnan Tanngarðs, fram hjá Um-
ferðarmiðstöðinni og tengjast gömlu
Hringbrautinni við Tjarnarendann.
Þórarinn sagði að ekki væri að
fullu frágengið hvernig þeirri teng-
ingu verði háttað, en ætlunin er í
tengslum við þessar framkvæmdir
að opna aftur Njarðargötuna suður
í Skerjafjörðinn, en hún hefur verið
lokuð síðan á öndverðum sjöunda
áratugnum.
Þórarinn sagði ennfremur að ekki
væri að fullu ákveðið hvað yrði gert
við gömlu Hringbrautina en hugsan-
0PNUNARHATIÐ
VI A R H
laugardag og sunnudag kl. 14-17 báða dagana
VIÐ OPNUM NÝ OG GLÆSILEG HÚSAKVNNI OKKAR
MEÐ ÞVÍ GLÆSILEGASTA ÚR BÍLAHEIMINUM