Tíminn - 14.04.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.04.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 14. apríl 1989 Tíminn 7 Tveir stjórnarmenn í Landssambandi lögreglumanna fóru nýverið til N-írlands til þátttöku í fundahöldum á vegum Evrópusambands lögreglumanna. Gríðarleg öryggisgæsla var viðhöfð við komu fulltrúa hinna ýmsu landssambanda, til írlands, enda ekki að ástæðulausu. Nokkrum klukkustundum áður en fulltrúarnir íslensku og félagar þeirra áttu að fara í heimsókn á lögreglustöð í Belfast, var sex flugskeytum skotið á lögreglustöðina, án þess þó að nokkurn sakaði. Breytt var um áætlun og þingfulltrúar heimsóttu aðra lögreglustöð og varð sú heimsókn tíðindalítil. Uppi eru grunsemdir um að með- limir IRA hafi með flugskeytaárás- inni viljað gefa til kynna að lögreglu- mennirnir frá meginlandi Evrópu og íslandi væru eftirsóknavert skot- mark fyrir samtökin. Ekki er þó hægt að fullyrða að IRA hafi vitað af heimsókn lögreglumannanna, þar sem mikil leynd hvíldi yfir dag- skránni. Pess ber þó að geta að IRA hefur mjög öflugt upplýsingakerfi sem vinnur á mörgum vígstöðvum. N-írsk lögregluyfirvöld óttuðust greinilega að hinir 24 þingfulltrúar væru gangandi skotmörk og var öryggisgæslan í takt við þann ótta. „Þið eruð túristar“ íslensku fulltrúarnir voru þeir Þorgrímur Guðmundsson formaður Landssambandsins og Jónas Magn- ússon gjaldkeri. Tíminn ræddi um ferðina við þá í gær. „Um leið og við komum til N-Irlands voru okkur lagðar lífsreglurnar. Eitt af því fyrsta sem við okkur var sagt var að við mættum alls ekki viðurkenna að vera lögreglumenn. Þeir eru skot- markið, ásamt hernum. Okkur var sagt að svara því til, værum við spurðir, að við værum túristar." sagði Jónas um lífsreglurnar sem þeim voru lagðar á flugvellinum. Hótelið sem þingfulltrúar gistu var uppgerður herragarður sem um- kringdur var vopnuðum vörðum all- an sólarhringinn. Herragarðurinn var nokkuð utan við þéttbýlið og því auðvelt að gæta hótelsins. „Þeir framkvæmdu sprengjuleit áður en við fórum inn á hótelið. Sérþjálfaðir hundar voru látnir fara um öll salar- kynni áður en við bárum inn farang- ur okkar og komum okkur fyrir. Sama var uppi á teningnum þegar við fórum í eftirlitsferðir um Belfast með lögreglumönnum á vakt. Við vorum í brynvörðum Land Rover jeppum, sem eru einu lögreglubíl- arnir sem notast er við í Belfast. Þar er ekki fyrir að fara þessum venju- Þorgrímur og Jónas (t.v.) á skrifstofu Landssambands lögreglumanna í BSRB húsinu í gær. Tímamynd Árni Bjarna Þessa mynd tok Jonas ut um skotlugu a brynvörðum Land Rover jeppa Belfastlögreglunnar. Sem sjá má er mikið drasl við húsveggina og oftar en einu sinni hefur lögreglumaður látið lífið. þegar fjarstýrð sprengja, falin í ruslinu hcfur sprungið rétt við hann. Á þessum slóðum fer lögreglan ekki út nema nauðsyn krefji. Hér getur að líta hluta bílaflota Belfastlögreglunnar. Hver bíll er brynvarður og vegur um þrjú tonn. Sem sjá má nær brynvörnin niður á götu og er það gert tii að ekki sé hægt að kasta sprengjum undir bílana. legu lögreglubílum sem þekkjast úr flestum stórborgum. í hvert skipti sem við stigum út fóru fyrir okkur vélbyssuvopnaðir verðir, sem skimuðu í allar áttir, áður en okkur var hleypt út. Þeir veitingastaðir sem við heimsóttum voru fínkemdir áður en við settumst niður. Meira að segja í whisky verksmiðju sem við litum inn í, voru hundar látnir leita að sprengjum áður en við gengum inn,“ sagði Jónas. Jónas og Þorgrímur voru sammála um að ástandið í Belfast væri ógn- vekjandi og þrátt fyrir fréttaflutning af atburðum, kom þeim verulega á óvart þær aðstæður sem ríkja. Jónas nefndi sem dæmi: „Við fórum einn daginn í eftirlitsferð í eitt af óróa- hverfunum í Belfast. Þar var engum hleypt út. Lögregluþjónn opnaði skotlúgu á jeppanum og gægðist út. Okkur var skipað að myndaj snar- heitum ef við vildum gera það. Svo var brennt í burtu. Áhöfn jeppans sagði okkur að oft hefði það komið fyrir að leyniskyttur hefðu skotið lögreglumenn í gegnum skotlúgur jeppanna og því gægðust þeir fyrst út. Um leið og bíllinn staðnæmdist komu tveir hundar í áttina að okkur og geltu ógurlega. Lögreglan sagði okkur að þessir hundar væru sérstak- Iega þjálfaðir til að gelta að lögreglu- bílum, til að gera hverfinu viðvart. Við stoppuðum stutt á þessum stað. Við vorum forvitnir að vita hvers- vegna við máttum ekki fara út og bentu þeir okkur á rusl sem stóð við hverjar dyr. Oftar en einu sinni hefur það komið fyrir að lögreglu- menn hafa gengið skammt frá slíku rusli og þá reynist þar fjarstýrð sprengja sem maður í felum sprengir á réttu augnabliki," sagði Jónas. Fréttaleynd Á miðvikudag var haldinn blaða- mannafundur með nokkrum fulltrú- um Evrópuþingsins. Það skilyrði var sett í upphafi blaðamannafundarins að ekki yrði greint frá veru lögreglu- þjónanna á N-írlandi fyrr en eftir að þeir væru farnir úr landi. Þessi varúðarráðstöfun var til þess að koma í veg fyrir að IRA menn myndu gera tilraun til að koma sprengjum fyrir í flugvélum þeim er lögreglumennirnir færu með til síns heima. Vopnaðir lögreglumenn fylgdust með hverju fótmáli gestanna og hér má sjá Þorgrím Guðmundsson munda myndavélina í úthverfi Belfast. „Lögreglan í Belfast álítur að hugsunarháttur þessara hryðju- verkamanna sé á þá leið að þeim sé alveg sama þó að hundrað óbreyttir borgarar farist, ef þeir ná tuttugu lögreglumönnum." Hér hristi Jónas höfuðið. Færri komast að en vilja Þrátt fyrir að ríflega 260 lögreglu- menn hafi verið drepnir með einum eða öðrum hætti í Belfast frá því 1969, komast færri að en vilja þegar auglýst er eftir mönnum til löggæslu- starfa. Þegar það er haft í huga að algengt er að N-írskir lögreglumenn séu vegnir á heimilum og annarsstað- ar utan vinnutíma, verður það enn undarlegra hversvegna starfið er svo eftirsótt sem raun ber vitni. Nýlega var auglýst eftir 400 lögreglumönn- um og hvorki fleiri né færri en á þriðja þúsund sóttu um. - Hvernig stendur á þessu? „Þeir eru á góðum launum, og áhættuna virðast þeir ekki telja mikla. Við verðum að athuga í því sambandi að þeir hafa alist upp við ofbeldi og skothríð frá blautu barns- beini og þekkja ekkert annað. Það er því óvíst að þeir tclji þetta svo voðalegt," sagði Jónas. 82,2 tonn af sprengiefni En í hugum okkar íslendinga verður þetta að teljast voðalegt. Samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni í Belfast var lagt hald á 82,2 tonn af sprengiefni á árunum 1971 til 1985. Á sama tíma voru tæplega tíu þúsund skotvopn gerð upptæk og hald lagt á ríflega milljón skothylki. Frá 1976 og til loka mars í ár hafa 9519 verið ákærðir fyrir hryðjuverk á N-írlandi. Þar af eru 1613 undir lögaldri. Þessar tölur sýna hversu viðamikil starfsemi írska lýðveldis- hersins - IRA er. Fyrir íslenska lögregluþjóna er það lífreynsla að upplifa ástandið á N-írlandi. Þorgrímur Guðmundsson sagði að eina orðið yfir ástandið væri: Skelfilegt. „Það er í raun ótrúlegt hversu lítils virði mannslífið er í þeirri borgarastyrjöld er ríkir á N-írlandi. Ég verð að segja að mér finnst óhugnanlegt hversu nálægt okkur þetta mikla ofbeldi er, en um Ieið kennir þetta okkur að farsælla er að setj ast niður á rökstóla og leysa mál heldur en að gera út um þau með ofbeldi.“ - ES Hámarks löggæsla í Belfast er Evrópusamband lögreglumanna fundaöi, þar sem tveir íslenskir lögreglumenn voru fulltrúar: ÓTTAST VAR AÐIRA SÝNDIÞEIM TILRÆÐI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.