Tíminn - 14.04.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.04.1989, Blaðsíða 11
Föstudagur 14. apríl 1989 Tíminn 11 Finnar hafa áhyggjur af sameinuðum Evrópumarkaði Finnum hefur aldrei gengið allt eins í haginn og nú. Norðaustlægasta land Evrópu upplifir á níunda áratugnum velgengnisbylgju sem kemur öllu landinu til góöa. Á svæðinu umhverfis Helsinki þekkist ekki atvinnuleysi. Verðbólgan hefur staðnæmst við 6 %. En þegar Evrópu- bandalagið verður búið að koma á einum sameiginlegum markaði neyðist hið hlutlausa Finnland, sem á aðild að EFTA, til að grípa til aðgerða. Evrópumarkaðurinn fer nefnilega með stórt hlutverk í útflutningsmálum Finna. í þýska blaðinu Welt am Sonntag er þessu máli gerð skil nýlega. Martröð finnska kaupsýslumanns- ins vegna Evrópumarkaðarins. „Ensk matargerð, franskt viský, þýsk fyndni, skandinaviskir sjón- varpsþættir, spænskar klukkur, svissnesk nautaöt - og ítalski her- ( inn ver allt saman!“ C Skipasmíðar í ógöngum ísbrjótarnir sem liggja í höfn Helsinki hafa ekkert að gera. Pað er nefnilega enginn ís til að brjóta - nokkuð sem hefur aldrei áður gerst á þessari öld. Tilboð þýskrar ferðaskrifstofu um að fara til Hels- inki með ferju, þegar „Brakandi Eystrasaltsrisarnir ryðja sér braut,“ er algert bull. Umræðuefnið ís er ekki bara vinsælt meðal finnsku þjóðarinnar vegna veðurfarsins. Meira en helmingur allra ísbrjóta heims eru smíðaðir í skipasmíðastöðinni Wártsilá Marine Industries. Nú bíður hún eftir samningi um að smíða tvö skip fyrir Sovétríkin, en samningurinn lætur á sér standa. Rússar eiga'ekki nóg af finnskum mörkum, eftir að þeir eru farnir að fá minna fyrir olíuna sína. Nú eru viðskiptin aftur komin í form gagn- kvæmra vöruskipta í venjulegu magni. Stockmann, stærsta vöru- húsið í Helsinki, sendir daglega vörubíl með varning handa dipló- mötum yfir landamærin. Finnski skipasmíðaiðnaðurinn á nú í erfiðleikum og ber nú ekki sama arð og almennur efnahags- vöxtur í landinu síðan 1983 gefur til kynna, þ.e. þrjú til fjögur prósent. Áætlanir um að sameina fyrirtæki að þýskri fyrirmynd hafa einmitt skyndilega verið lagðar á hilluna. Ríkið hafnaði því að leggja fram styrk í þeim tilgangi. Þar með er kreppuástand á finnskum skipa- smíðaverkstæðum orðið að einu mestu hitamáli í Finnlandi. Nú leita Finnar eftir nánara samstarfi við þýsk skipasmíðafyrirtæki ef það kynni að leysa þeirra eigin kreppu í greininni. Martröð finnska fyrirtækjarekandans I sánabaðinu, sem Finnar líta almennt á sem rétta staðinn til að skiptast á skoðunum um viðskipti og pólitík, er annað umræðuefni jafnofarlega á baugi. Það er vænt- anlegur Evrópumarkaður. „Áður var þetta umræðuefni bannað, en það hefur svo sannarlega breyst," segir mikilsmegandi maður í við- skiptaheiminum. Yfir 40% finnskra útflutnings- og innflutn- ingsvara fara um Evrópumarkað. f stærsta dagblaði Finnlands, Hels- ingin Sonomat, birtist nýlega skrípamynd sem sýnir finnskan fyrirtækjarekanda sem fær stöðug- ar martraðir vegna Evrópumark- aðsins. Ríkisstjórnin, undir forsæti hins íhaldssama forsætisráðherra Harry Holkeri, reynir að finna lausn eftir diplómatískum leiðum, svo að tak- ast megi að samræma pólitískt hlutleysi og viðskipti við Evrópu- markaðslöndin. Margir iðnrekend- ur setja hins vegar meira traust á eigið frumkvæði. Nú eru 2240 finnsk fyrirtæki starfrækt erlendis, þar af eru 900 á svæði Evrópubandalagsins. Allt þar til í upphafi níunda áratugarins voru það að langmestum hluta verslunarfyrirtæki, en nú einbeita Norður-Evrópubúarnir sér að framleiðslufyrirtækjum. Stærsta iðnfyrirtæki Finnlands í einkaeign, Oy Nokia AB, keypti á síðasta ári rafeindaskemmtitækjahluta SEL fyrirtækisins. Fiskars Oy AB, þekkt fyrir hnífamerkið „Wilkin- son Sword", sameinaðist fyrirtæk- inu Wilhelm Boss í Solingen. Nokia auglýsir sjónvarpstækin sín í Vestur-Þýskalandi með slag- orðinu „á góðri þýsku“. Það kann að falla þýskum neytendum í geð, en yfirstjórnendur Nokia hafa fyrst og fremst í huga „á góðri evr- ópsku", að sögn talsmanns fyrir- tækisins. Nægt fjármagn í Finnlandi „Peningar" eru að hans sögn „ekkert vandamál" í Finnlandi um þessar mundir. Hagnaður finnskra framleiðslufyrirtækja jókst um 20% að meðaltali á árinu 1988. En hjá Nokia hefur innkaupaferðin um Þýskaland og Svíþjóð raunar haft neikvæð áhrif á hagnaðinn. 1988 áttu Finnar mest viðskipti Meira en helmingur ísbrjóta ver- aldar eru smíðaðir á flnnskum skipasmíðaverkstæðum. við Vestur-Þjóðverja. Það er ný þróun. Áður áttu þeir mest við- skipti við Sovétríkin eða Svíþjóð. En Finnar líkja alltaf gjarna eftir skandinavískum nágrönnum sínum. Áhrifamestu iðnjöfrar landsins eru líka af ættum sem má rekja til sænskra forfeðra eins og Casimir Ehrnrooth. Hann er for- seti Samtaka iðnrekenda og eig- andi stórs hluta hlutabréfa í papp- írsstórfyrirtækinu Kymmene, sem smíðar líka lúxuslystisnekkjurnar „Swan“. Landfræðileg grennd við Svíþjóð hefur æ minna að segja. Flugsamgöngur milli Helsinki og Frankfurt eru svo góðar að kaup- sýslumenn hafa 12 tíma til að reka erindi sín ef þeir taka fyrstu vél að morgni og þá síðustu að kvöldi. Framleiðslu- og útflutningsvörur Finna verða sífellt fjölbreyttari Útflutningsvörurnar til Vestur- Þýskalands eru ekki einskorðaðar við gamalkunnar afurðir eins og sellulósa, timbur og dagblaðapapp- ír. Það eru ekki heldur eingöngu finnsk hönnun eins og munstraðar baðmullarvörur frá Marimekko eða poppaðir skíðagallar frá Luhta (stærstu viðskiptavinir Luhta eru þýsk vöruhús), sem prýða tölurnar um utanríkisverslun. Sú finnska útflutningsvara sem hefur slegið hvað mest í gegn hjá Vestur-Þjóð- verjum eru litsjónvarpstæki. Finn- ar aftur á móti, allar 4,9 milljónir þeirra, eru óðfúsir að kaupa þýskar vélar oe bíla. Mörg þeirra finnsku fyrirtækja sem hafa löngun til að færa út kvíarnar, eru verslanir með blandaðan varning sem raka að sér fé með framleiðsluvörum úr papp- írs- og trjáiðnaði án áhættu. Síð- ustu árin hafa þau sýnt framsýni og grynnt á yfirfylltum peninga- geymslum og lagt fé sitt í hátækni, efnafræði- og rafeindaiðnað. T.d. var Nokia í næstum því eina öld eingöngu pappírsverksmiðja. Nú á þessi fyrirtækjasamsteypa hundrað afkvæmi, hefur framleiðslu í tíu löndum og býður upp á mesta framboð á farsímum í heiminum. Samtenging f ramleiðenda og markaða er orðin víðtæk Samtenging markaða og fram- leiðenda þvers og kruss yfir landa- mæri er nú komin langt á veg. Sem dæmi má nefna fyrirtækið Asko, sem í hugum Vestur-Þjóðverja merkir fullkomna hönnun, en selur þó varla húsgögn í Þýskalandi. Það er verslunarstórfyrirtækið Ikea sem er stærsti viðskiptavinur Askos hvað innréttingar og húsgögn varðar. Nú standa finnsk Asko- húsgögn á þýskum heimilum undir merki Ikea. Framleiðandinn Asko á líka hlut að máli að baki ísskápa frá Quelle. Hins vegar framleiðir Asko þvottavélar í Svíþjóð sem síðan eru seldar í Finnlandi undir þýska merkinu AEG. Áhyggjurnar sem íþyngja Finn- um nú eru afleiðingar velgengninn- ar undanfarin ár. Greiðsluhallinn og verðið hækkar og Finnlands- banki hvetur til aðhalds og stígur á bremsurnar. Vinnuafl vantar, einkum á svæðinu Helsinki/Lahti. Atvinnuleysi í landinu er að meðal- tali 3,8%. Ríkisstjórnin hefuraflað sér óvinsælda yfirmanna fyrirtækja með breytingum á skattlagningu fyrirtækja sem tóku gildi 1. mars sl.. Og ekki má gleyma einu atriði enn, fasteignaverð rýkur upp úr öllu valdi. Það er álíka erfitt að fá húsnæði í Helsinki og Múnchen.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.