Tíminn - 14.04.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Föstudagur 14. apríl 1989
Hjúkrunar-
fræðingar
Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu-
gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar:
1. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu-
stöðina á Djúpavogi.
2. Staða hjúkrunarforstjóra og hálf staða hjúkr-
unarfræðings við Heilsugæslustöðina í Ólafs-
vík.
3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu-
stöðina í Hólmavík.
4. Staða hjúkrunarforsjtóra við Heilsugæslu-
stöðina á Þórshöfn.
5. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu-
stöðina í Neskaupstað.
6. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu-
stöðina á Egilsstöðum.
7. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu-
stöðina í Þorlákshöfn til styttri tíma, frá 15.05
til 30.11. 1989.
8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslust-
öðvarnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði.
9. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu-
stöðina á Hvammstanga frá 1. júní 1989 til
tveggja ára.
10. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu-
stöðina á Patreksfirði.
11. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu-
stöðina í Keflavík.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri
störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
11. apríl 1989.
Frá Ðorgarskipulagi Reykjavíkur
Stóragerði
Á Borgarskipulagi er verið að vinna tillögur að
breytingum Stórgerðis.
íbúum Stóragerðis og öðrum sem áhuga hafa á
bættu umferðaröryggi í götunni er bent á að kynna
sér tillögurnar og greinargerð á Borgarskipulagi
Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík, alla
virka daga milli kl. 8.30-16.00 frá föstudegi 14.
apríl til föstudags 28. apríl 1989.
Athugasemdum eða ábendingum skal skila skrif-
lega á sama stað innan tilskilins frests.
Borgarskipulag Reykjavíkur.
Bújörð til sölu
Jörðin Mýrartunga I í Reykhólahreppi er auglýst til
sölu og ábúðar.
Upplýsingar á skrifstofu Reykhólahrepps í síma
93-47786 og hjá oddvita Reykhólahrepps í síma
93-47722, til 5. maí.
Hreppsnefnd Reykhólahrepps.
SCOUT 1974
Er að rífa SCOUT 74, mikið af góðum
hlutum til sölu. Sími 32101.
Stefán Guðmundsson alþingismaður vill
í Ijósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu og í viðskiptalöndum okkar:
Hefja undirbúning að
nýrri stefnu í iðnaði
Stefán Guðmundsson alþingismaður mun innan tíðar flytja
tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á stefnu í iðnaðar-
málum. Samkvæmt henni er iðnaðarráðherra falið að koma
á fót starfshópi er hafi það verkefni að vinna að endurskoðun
iðnaðarstefnu með tilliti til breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu
og í viðskiptalöndum okkar.
Jafnframt skal starfshópurinn leita
leiða til að bæta starfsskilyrði ís-
lensks iðnaðar og gera tillögur þar
um.
Stefán sagðist koma til með að
leggja mjög mikla áherslu á, er hann
fylgdi málinu eftir á þingi, að tekin
yrði upp af hálfu opinberra stofnana
og fyrirtækja er lytu forsjá ríkisins,
mun harðari stefnumörkun um
neyslu á innlendri framleiðslu og að
viðskiptum yrði beint til innlendra
samkeppnisaðila í iðnaði. Það sama
ætti að gilda um sveitarfélög og
stofnanir þeirra. „Þessi þingsálykt-
unartillaga er mun meira byggðamál
en menn e.t.v. gera sér grein fyrir“,
sagði Stefán, „vegna þess að bæði í
landbúnaði og sjávarútvegi hefur
verið sett á ákveðin framleiðslustýr-
ing og sú takmörkun kemur mjög
niður á fólki á landsbyggðinni".
Slíkar aðgerðir kæmu miklu síður
við fólk á höfuðborgarsvæðinu.
Stefán sagði að vegna þessarar
þróunar væri nauðsynlegt að endur-
meta vægi undirstöðuatvinnuveg-
anna. Mikilvægi iðnþróunar hefði
aukist frá því sem var, sérstaklega
þegar litið væri til landsbyggðarinn-
ar, því enn væri mannafli á íslandi í
vexti og því yrði að fjölga starfstæki-
færum. Stefán vitnaði til skýrslu er
samstarfsnefnd um iðnþróun skilaði
af sér í maí 1979 og birt var sem
fylgiskjal sama ár með tillögu iðnað-
arráðherra til þingsályktunar um
iðnaðarstefnu. Skýrsla þessi hefði
verið mjög vel unnin, en frá því að
hún var lögð fram hefði margt breyst
í íslensku þjóðlífi og ýmsar breyting-
ar væru í sjónmáli er gæfu tilefni til
að endurskoða stefnuna í iðnaðar-
málum.
„Ég vona að þingmenn sjái að
málið er mjög brýnt og að tillagan
verði samþykkt á þessu þingi“, sagði
Stefán. Hann kvað mikilvægt að
Stefán Guðmundsson alþingismaður
telur brýnt að iðnaðarstefnan verði
endurskoðuð í Ijósi breyttra að-
stæðna í þjóðfélaginu og viðskipta-
löndum okkar.
unnt væri að skipa starfshópinn í vor
svo vinna gæti hafist í sumar og
niðurstöður vinnuhópsins lægju fyrir
er þing kæmi aftur saman í haust.
-ÁG
Hvort þessir voru að selja eða kaupa er ekki vitað, en eitt stykki sófi hefur allavega skipt um eigendur.
Tímamynd: Pjetur
Fyrsti almenningsmarkaöurinn:
Fjör í Kolaportinu
Fyrsti markaðsdagurinn í Kolaportinu fór langt fram úr
björtustu vonum aðstandenda hvað aðsókn og stemmningu
varðar.
Almenningsmarkaðurinn var haldinn á laugardaginn var
og verður haldinn aftur næstu helgar, á sama stað og tíma.
Samtals komu um þrettán þúsund manns í Kolaportið til að
versla, sýna sig og sjá aðra.
Seljendur voru farnir að koma sér
fyrir strax uppúr átta um morguninn.
Nokkuð var um kaupmenn og heild-
sala að selja vörulagera, en megin-
uppistaðan þó einstaklingar með
gamla og nýja muni. Nokkrar fjöl-
skyldur höfðu, að sögn aðstandenda
markaðstorgsins, greinilega lagað til
í geymslum sínum og var sérstaklega
góð stemmning í kringum þá bása.
Seljendur voru flestir ánægðir
með söluna og sumir hálf ringlaðir
eftir daginn. Nokkrir af þeim sem
seldu gamla muni kvöddu um hádeg-
isleytið, búnir að selja allt saman.
Einn seldi átta þúsund kókosbollur
og tvær stúlkur sem seldu helium
fylltar blöðrur gátu ekki tekið sér hlé
frá sölunni vegna aðsóknar fyrr en
allt var uppselt hjá þeim um þrjú
leytið.
Að sögn frumkvöðuls þessa
framtaks, Helgu Mogensen, erstefn-
an sú að gera Kolaportið enn
skemmtilegra og nýta til þess hinar
margvíslegustu tillögur sem bárust á
laugardaginn var, bæði frá seljend-
um og kaupendum. Til að efla
þátttöku fjölskyldna og annarra
þeirra sem eingöngu selja notaða
muni, verður þeim boðið upp á
sérstakan afslátt á þátttöku næst-
komandi laugardag. Básinn mun þá
kosta 1500 krónur í stað 2500 króna.
Þátttöku þarf að tilkynna fyrirfram
skrifstofu Miðbæjarsamtakanna.
jkb