Tíminn - 14.04.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.04.1989, Blaðsíða 16
16 Tíminn Föstudagur 14. apríl 1989 r uuivívou i nnr Létt spjall á laugardegi Á laugardagsmorguninn 15. apríl n.k. kl. 10.30, hittumst viö í Nóatúni 21 og röbbum um þaö sem efst er á baugi í pólitíkinni, flokksstarfinu, stööunni í kjaramálunum og ýmislegt fleira. Fulltrúaráösmeðlimir eru hvattir til að mæta. Fulltrúaráðið. Hvernig viljum við standa að for- skólastiginu - leikskólastiginu fyrir uppvaxandi æsku? Fundur veröur haldinn í Nóatúni 21, mánudaginn 17. apríl nk. kl. 18.00. Fundarefni: Guðrún Alda Haröardóttir kynnir hugmyndir sem uppi eru um nýtt skólastig. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. SUF Vorhátíö Framsóknarfélaganna í Keflavík veröur haldin í Glaumbergi (K.K. sal) föstudaginn 21. apríl og hefst kl. 19.30. Verð kr. 1.500,- Steingrímur Jóhannes Dagskrá: Ávarp, Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra. Jóhannes Kristjánsson flytur gamanmál. Einsöngur, Guðmundur Sigurðsson við undirleik Gróu Hreinsdóttur. Góður matur - Happdrætti o.fl. Sérstakir gestir verða Steingrímur Hermannsson og Edda Guðmundsdóttir, Jóhann Einvarðsson og Guðný Gunnarsdóttir, Níeis Árni Lund og Kristjana Benedikt- dóttir. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Nánari upplýsingar og miðapantanir í símum: 13764 Drífa - 13484 Skúli - 15410 Gunnar. Sunnlendingar! Guðmundur Bjamason Ómar Ragnarsson VorfagnaðurframsóknarfélagannaíÁmessýsluverður 19. apríl n.k. í Hótel Selfoss. Heiðursgestir verða Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra og frú. Litli Sam skemmtir með söng og Ómar Ragnarsson kitlar hláturtaugamar. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi langt fram á sumar. Húsið opnað kl. 20.00. Borðhald hefst kl. 21.00 stundvíslega. Nánari upplýsingar og miðapantanir í símum: 31139 Guðfinna 33763 Halla 21170 Sigrún 21048 Gísli 34636 Sturla DAGBÓK llllll Frá setningarathöfn fslandsmeistaramótsins 1987 íslandsmeistarakeppni í samkvæmisdönsum íslandsmeistarakeppni í samkvæm- isdönsum fer fram 15. og 16. apríl í Íþróttahúsinu í Hafnarfirði við Strand- götu. Þetta er í fjórða sinn sem keppnin er haldin þar. Keppendur hafa aldrei verið fleiri en nú. Setningarathöfn, þar sem allir kepp- endur koma fram, hefst laugardaginn 15. apríl kl. 14:00, en keppni hefst að setn- ingu lokinni og stendur fram á kvöld. Á sunnudag kl. 11:00 er haldið áfram keppninni og stefnt að því að ljúka henni um kl. 19:00. Keppt er í 9 aldursflokkum og atvinnu- dansara, bæði í suður-amerískum döns- um og „standard“-dönsum. Alþjóðaforseti I.C.B.D. (Internat- ionnal Council of Ballroom Dancing), Leonard Morgan, verður yfirdómari í keppninni ásamt þeim Anne Lindgard frá Englandi og Börge Jensen frá Danmörku. Veitingasala verður í húsinu báða dag- ana. Miðasala er í anddyri íþróttahússins og hefst klukkustund fyrir keppni. Hljómsveit Magnúsar Kjartansson og Björgvin. Hljómsveit Magnúsar Kjartans- sonar og Björgvin í ÞÓRSKAFFI Föstudag og laugardag, 14. og 15. apríl, kemur ný hljómsveit til starfa í Þórscafé. Þaö er danshljómsveit Magnús- ar Kjartanssonar ásamt söngvaranum Björgvini Halldórssyni. Neskirkja ■ Félagsstari aldraðra Samverustund verður á morgun, laug- ardag 15. apríl kl. 15:00, í safnaðarheimili kirkjunnar. Gestir verða hjónin Jóhanna Möller söngkona og sr. Sigurður Pálsson. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur félagsvist laugardaginn 15. apríl kl. 14:00 í Húnabúð, Skeifunni 17. Pá hefst 5 daga keppni. Verðlaun og veitingar. Allir velkomnir. Sumarfagnaður Húnvetningafélagsins verður 22. apríl í félagsheimili Seltjarn- arness. Ganga Hana nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 15. apríl. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. „Markmið göngunnar er samvera, súr- efni og hreyfing. Nýlagað molakaffi og skemmtilegur félagsskapur er aðalsmerki göngunnar. Verið með í bæjarröltinu," segir í tilkynningu frá Frístundahópnum Hana nú. í hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar eru auk hans: Vilhjálmur Guðjónsson, Finnbogi Kjartansson og Gunnar Jónsson, og söngvarinn Björgvin Hall- dórsson. Hljómsveitin verður í Þórscafé föstu- dags- og laugardagskvöld. Málverkasýning Halldórs Árna í Listasafni ASÍ Halldór Árni Sveinsson opnar mál- verkasýningu í Listasafni ASl, Grens- ásvegi 16, laugard. 15. apríl kl. 16:00. Halldór Árni stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1982-’86 og lauk þaðan prófi í auglýsingateiknun. Þetta er önnur einkasýning Halldórs, en hann hefur einnig tekið þátt í samsýning- um. Á sýningunni eru landslags- og modelmyndir unnar í olíu, vatnsliti og pastel. Sýningin er opin virka daga kl. 16:00- 20:00 og um helgar kl. 14:00-20:00. Tumi sýnir í Slunkaríki Nýlega opnaði Tumi Magnússon sýn- ingu á olíumálverkum í Slunkaríki á ísafirði. Tumi er fæddur í Reykjavík 1957. Hann stundaði nám við MHÍ og í Hol- landi og sýndi fyrst í Ásmundarsal árið 1978. Síðan hefur hann haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýning- um, m.a. í sýningarsal bókasafnsins á Isafirði 1980. Sýningin í Slunkaríki stendur til 23. apríl og er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 16:00-18:00. SUF á Akureyri Helgi Pétursson SUF og kjördæmissambandið efna til fjölmiölanámskeiös á Akureyri helgina 22.-23. apríl nk., ef næg þátttaka næst. Leiðbeinandi: Helgi Pétursson. Efni: A. Áhrif fjölmiðla. B. Þjálfun í sjónvarpsframkomu. Þátttaka tilkynnist Braga Bergmann í síma 96-24222, Sigfúsi Karlssyni í síma 96-26600 og Skrifstofu Framsóknarflokksins í Reykjavík, sími 91-24480. SUF Elínhorg Guðmundsdóttir, Erla B. A\- elsdóttir, Helga Ármanns, Margrét Sa- lome Gunnarsdóttir og Sigrún Gunnars- dóttir hafa opnað sýningarsalinn Art-Hún að Stangarhyl 7. Nýr sýningarsalur: Art-Hún í Stangarhyl Laugardaginn 15. apríl opna myndlist- armennirnir Elínborg Guðmundsdóttir, Erla B. Axelsdóttir, Helga Ármanns, Margrét Salome Gunnarsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir sýningu á verkum sínum í nýjum sýningarsal að Stangarhyl 7, á Ártúnsholti í Reykjavík. Þær hafa allar stundað nám í myndlista- og handíðaskólum hér á landi ogerlendis. Þær Elínborg , Sigrún og Margrét Salome sýna hér verk sín í fyrsta sinn, en Helga og Erla hafa sýnt áður og tekið þátt í samsýningum. Starfsemin að Stangarhyl 7 nefnist Art-Hún og samanstendur af vinnustof- um og sýningarsal þeirra. Á sýningunni verða olíumálverk, past- elmyndir, kolateikningar, grafík, skúlpt- úrar og aðrir leirmunir. Sýningin verður opin virka daga kl. 13:00-18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Sýningunni lýkur 1. maí nk. Á milli sýninga verður sýningarsalurinn starf- ræktur sem sölugallerí eigenda Art-Hún og verður þá opið virka daga kl. 13:00- 18:00. Alþýðuleikhúsið: Hvað gerðist í gær? Alþýðuleikhúsið sýnir lcikritið „Hvað gerðist í gær?“ í Hlaðvarpanum. Vestur- götu 3. laugardag 15. apríl kl. 20:30 og fimmtudag 20. apríl kl. 20:30. Gengið er inn frá bílastæði milli Fisehersunds og Vesturgötu. Verkið er byggt á endurminningabók Isabellu Leitner, en hún er ungverskur gyðingur sem lifði af fangavist í Ausc- hwitz. Guðlaug María Bjarnadóttir fer með hlutverk Isabellu sem jafnframt er eina hlutverkið í sýningunni. Leikstjóri er Gerla, Lárus H. Grímsson semur tónlist, Egill Örn Árnason annast lýsingu, Viðar Eggertssongerir leikmynd. Erla B. Skúladóttir er aðstoðarmaður leikstjóra. Þýðingu gerir Guðrún Bachmann. Miðasala er opin í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3 virka daga kl. 16:00-18:00 og kl. 16:00-20:30 sýningardaga. Miða- pantanirallansólarhringinn ísíma 15185. Norræna húsið: ísland og Evrópubandalagið Laugardaginn 15. apríl kl. 14:00 verða umræður í Norræna húsinu um stöðu íslands gagnvart Evrópubandalaginu við tilkomu „innri markaðar". Málhefjendur: Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur, Ari Skúlason haffræðingur og Kristján Jó- hannsson VSÍ. í Sinnhoffer-kvartettinum, sem heimsæk- ir nú Kammermúsíkklúbbinn í sjötta sinn, éru: Ingo Sinnhoffer 1. fiðla, Aldo Vopini 2. fiðla, Roland Metzger lágfiðla og Peter Wöpke knéfiðla. Tónleikar Kammermúsíklúbbsins Kammermúsíkklúbburinn heldur tón- leika í Bústaðakirkju mánudaginn 17. apríl og föstudaginn 21. apríl kl. 20:30 báða dagana. Sinnhoffer-kvartettinn flytur streng- jakvartetta eftir Robert Schumann, Ingo Sinnhoffer, Ludwig van Beethoven á fyrri tónleikunum, en á föstud. 21. apríl strengjakvartetta eftir Leos Janácek, Antonin Dvorák og Liswig van Beethov- en.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.