Tíminn - 14.04.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.04.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 14. apríl 1989 Þlngsályktunartillaga^erfeluiMséi^róttæka^stefnubœytingujTvað^ífeyrisréttin^^g ____________________________lífeyrissparnað varðar:___________________________ Hver einstaklingur eigi sinn eftirlaunarei kning Þingmaðurinn Guðni Ágústsson vill að hver og einn einstaklingur í landinu eigi sinn eigin eftirlaunasjóð. Hann hefur flutt tillögu til þingsályktunar er gerir ráð fyrir að skipuð verði nefnd sem fái það hlutverk að móta reglur um eigin eftirlaunasjóði allra landsmanna og geri tillögur um hvernig hægt sé að gera upp réttindi launþega í núverandi lífeyrissjóðum. Nefndinni er ætlað að vinna samkvæmt þeirri hugmynd að við upphaf ævistarfs eignist hver ein- staklingur eigin eftirlaunareikning í umsjón banka, tryggingarfélags, eða þeirra aðila sem fengið hafa til þess tilskilin leyfi og fylgir eftir- launareikningurinn viðkomandi einstaklingi út starfsævina. Með þessari breytingu yrði lífeyrir hvers og eins óvéfengjaleg eign hans og við andlát yrði eftirlaunasjóðurinn eign maka, eða erfðafé aðstand- enda. Þá er gert ráð fyrir að eigin eftirlaunasjóðir yrðu sameign á meðan hjónaband eða sambúð varir, en skiptust til helminga við skilnað eða sambúðarslit. Líkt og í núverandi kerfi er í tillögunni ætlast til þess að í eftir- launasjóði renni 10% af launatekj- um hvers launþega, 6% greitt af atvinnurekendum og 4% af laun- þega. Greiðslurnar væru frádrátt- arbærar frá skatti og eftirlauna- sjóðir verðtryggðir og ávaxtaðir á bankareikningum eða með verð- bréfum á opinberu verðbréfaþingi. Þegar einstaklingurinn verður 65 ára gamall er gert ráð fyrir að endurgreiðslur úr sjóðnum hefjist og verði hann endurgreiddur að fullu á 15-20 ára tímabili. Gagnvart örorku og barnalífeyri mætti hugsa sér að einhver hluti af iðgjaldi í eigin lífeyrissjóð, t.d. 1% rynnu í sérstakan landssjóð, sem tengdur væri Tryggingarstofnun ríkisins og héti Örorku- og barnalífeyrissjóð- ur íslands. Að sögn Guðna Ágústssonar er ástæða þess að hann leggur tillög- una fram sú að brýna nauðsyn beri til að komast út úr þeim fjötrum sem núverandi lífeyrissjóðakerfi sé. „Manni sýnist að efir því sem þjóðin eldist muni það verr og verr geta staðið undir þeim skuldbind- ingum er það hefur heitið fólki segir Guðni. Of lítið af þeim pen- ingum er greiddir séu til lífeyris- sjóðanna komi til baka og auk þess sé allt of mikið að á annað hundrað lífeyrissjóðir séu hér í þessu litla landi. Lífeyrissjóðakerfið sé dýrt og mannfrekt í rekstri, ekki síst vegna þess að það sé í mörgum smáum einingum. Guðni segir al- menning sætta sig illa við þá óvissu og það ranglæti er ríki í núverandi kerfi. Enginn viti hver eign sín í lífeyrissjóðunum sé, né hvaða ör- yggi greiðslurnar kunni að skapa á eftirlaunaaldri. Þá sé ekki hægt að una því að sumir nái því að fá öruggar greiðslur úr mörgum sjóð- um og það sé ríkið sem ábyrgist slíkar greiðslur, á meðan aðrir tapi Guðni Ágústsson alþingismaður segir núverandi lífeyrissjóðakerfi að mestu eftirlitslaust, mannfrekt og dýrt í rekstri. réttindum sínum og sjóðirnir komi ekki til með að greiða til baka neina þá upphæð sem skipti máli til lífsviðurværis í ellinni. Guðni segir enga heildarlöggjöf til um lífeyrissjóði í landinu, starf þeirra sé að mestu eftirlitslaust, skipulag þeirra á reiki og réttindi einstaklinga með aðild að sjóðun- um einnig. í greinargerð með þingsályktunartillögunni er vikið sérstaklega að lífeyrissjóði starfsm- anna ríkisins, en þar er lífeyrir tryggður af hálfu ríkisvaldsins. Minnt er á að á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að varið verði 1125 milljónum úr ríkissjóði í lífeyris- sjóð opinberra starfsmanna, fyrst og fremst til að greiða uppbætur til að standa við skuldbindingar við lífeyrisþega. Guðni Ágústsson seg- ir að verði gerðar þær breytingar á kerfinu sem lagðar eru til í þings- ályktuninni mundi það spara ríkinu þessar uppbótagreiðslur, en þær eigi eftir að vaxa til muna á næstu árum. Ennfremur yrði skuldbind- ingum létt af sveitarfélögum vegna skyldu þeirra til að greiða mismun í lífeyrissjóði. -ÁG Tillagatil þingsályktunarum rannsóknásiglingaleiðinnium Hornafjörðlögðfram: Vilja bæta skilyrði og auka öryggi sjófarenda Siglingaleiðin til Hafnar í Horna- firði, þrengdist sem kunnugt er í vetur, sem varð til þess að stærri skip gátu ekki eða áttu erfitt með að komast til Hafnar. Fyrir skömmu var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um rannsókn á sigl- ingaleið um Hornafjörð. Flutnings- menn hennar eru þeir Egill Jónsson, Jón Kristjánsson og Hjörleifur Gutt- ormsson. í tillögunni er gert ráð fyrir að samgönguráðherra verði falið að hlutast til um við Hafnarmálastofn- un ríkisins að hún hefji sem fyrst rannsóknir á innsiglingunni við Hornafjarðarós og öðrum aðstæðum í tengslum við skipaleiðir um Horna- fjörð. í greinargerðinni sem fylgir tillög- unni segir að í umhleypingasamri veðráttu, eins og verið hefur í vetur, kasti brimaldan sandi inn yfir tang- ann á Austurfjörum, sem er að austanverðu við siglingaleiðina um Ósinn. Við þennan sandburð lengist Austurfjörutanginn og siglingaleiðin þrengist. Hins vegar á sumrin, þegar Jón Kristjánsson. vatn eykst í Hornafirði vegna ánna sem í hann falla, vex sfraumurinn í ósnum svo að sandurinn sem sjávar- aldan bar inn yfir Austurfjörutanga, berst með straumum til hafs. 1 greinargerðinni segir ennfremur að þrátt fyrir að hafnsögumenn og Hjörleifur Guttormsson. skipstjórnarmenn hafi öðlast mikil- væga reynslu varðandi aðstæður við Hornafjörð, þá sé full ástæða til að hugleiða hvort ekki sé hægt að bæta skilyrði og auka öryggi sjófarenda um Ósinn með gerð brimvarnar- mannvirkja utan hans. -ABÓ Langtímaáætlun í samgöngum Tillaga til þingsályktunar um lang- tímaáætlun í samgöngumálum var lögð fram á Alþingi fyrir skömmu. Þar er gert ráð fyrir að fela samgöng- uráðherra að skipa nefnd sérfræð- inga til að gera tillögur um áætlun í samgöngumálum fyrir allt landið og gera rökstudda spá um framvindu einstakra þátta til ársins 2010. Nefndin á einkum að taka til meðferðar þætti, eins og vegagerð, flugvallargerð og hafnargerð. Einnig farþega- og vöruflutninga til og frá landinu og innan lands, flutninga- og umferðarmiðstöðvar og skipakost, flugvélakost og bifreiðaeign. Þá á nefndin að auki að fjalla um innbyrð- is samspil og áhrif allra þátta, fjár- festingar og rekstur hjá ríki og sveitarfélögum og tekjustofna. Einnig er gert ráð fyrir að nefndin fjalli um skilyrði til einkarekstrar, svo sem verðlagningu, skatta og skyldur og möguleika til aðlögunar að tækniframförum. í tillögunni er gert ráð fyrir að nefndin skili áfangaskýrslu í mars 1990 og Iokaskýrslu í október 1990. Flutningsmenn tillögunnar eru Benedikt Bogason, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Guðmundur Ágústsson, Hreggviður Jónsson, Júlíus Sólnes og Óli Þ. Guðbjarts- son. -ABÓ Tillaga til þingsályktunar: Heilsufarsbók allt frá vöggu tilgrafar í tillögu til þingsályktunar Alþingis er lagt til aö hönnuð verði, í samráði við landlækni, heilsufarsbók sem fylgi sjúklingi frá vöggu til grafar. I heilsufarsbók þessa skulu skráðar jafnóðum allar upplýsingar um heilsufar einstaklingsins sem máli skipta, svo sem sjúkdómar, læknismeðferð og lyfjanotkun. Flutningsmenn tillögunnar segja að þó varðveisla ýmissa upplýsinga af þessu tagi hafi farið vaxandi á undanförnum árum geti verið erfitt að hafa yfirlit yfir þær. Einkum stafi það af því hve dreifðar upplýs- ingarnar eru, á milli heimilislækna, heilsugæslustöðva, sjúkrahúsa og fleiri staða. 1 greinargerðinni segir þetta við- halda vankunnáttu almennings og ekki vera í samræmi við stefnu heilbigðisyfirvalda sem hvetji til aukinna forvarna og frumkvæðis einstaklingsins. Bent er á að sam- skonar bækur hafi verið notaðar meðal ýmissa þjóða um langt skeið með góðum árangri. Að slíkt skipulag auki vitneskju manna um eigið heilbrigði og heilsufar og skírskoti jafnframt til ábyrgðar og hvetji til þátttöku. Flutningsmenn tillögunnar eru Guðrún Agnarsdóttir, Danfríður Skarphéðinsdóttir, Kristín Einars- dóttir, Kristín Halldórsdóttir, Málmfríður Sigurðardóttir og Þór- hildur Þorleifsdóttir. jkb Tilmæli Landssambands framsóknarkvenna: „MNGMENN VEITI FRUMVARPINU BRAUTARGENGI" Landssamband framsóknarkvenna fagnar frumvarpi dómsmálaráð- herra um hert lög vegna kynferðisglæpa, sem nú hafa verið lögð fram á Alþingi. Að mati þeirra er frumvarpið mikilvægt spor fyrir þolendur kynferðis- afbrota. Að sögn sambandsins hefur undirbúningur frumvarpsins tekið fimm ár. Hafi þolendur kynferðisafbrota á þeim tíma orðið að þola ofbeldið á þessu sviði án þess að lög hafi náð til hins seka. Landssambandið óskar eftir að þingmenn veiti þessu frumvarpi brautargengi svo það geti orðið að lögum fyrir þinglok í vor. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.