Tíminn - 14.04.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.04.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminri Föstudagur 14. apríl 1989 Þingflokkur Frjálslyndra hægrimanna stofnaður i sameinuðú þingi í gær. Hreggviður Jonsson: STJORNARSINNAR HAFA STOLIÐ BORGARAFLOKKI Nýr þingflokkur var formlega stofnaður á Alþingi í gær og ber hann heitið þingflokkur Frjálslyndra hægrimanna. Þingmenn flokksins eru tveir, þeir Ingi Björn Albertsson og Hreggviður Jónsson, sem nú hafa sagt skilið við sinn gamla flokk Borgaraflokkinn. Ástæðuna fyrir burtför sinni segja tvímenningarnir vera óánægju með stefnubreytingu innan Borgaraflokksins og sagði Hreggviður Jónsson í sameinuðu þingi í gær að flokknum hefði nánast verið stolið af stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar. Júlíus Sólnes sagði í svari sínu til Hreggviðs að fyrir honum væru það ný tíðindi að Borgaraflokkn- um hefði verið stolið. „Ég hef ekki orðið var við það að mér hafi verið stolið, ég er að minnsta kosti hér ennþá," sagði Júlíus. Hann bætti því við að hann hefði heldur ekki verið krafinn um lausnargjald af þeim aðila sem hugsanlega hefði stolið þeim flokk sem hann væri formaður fyrir. Júlíus tók fram að hann fordæmdi þá efnahags- og skattastefnu sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefði staðið fyrir. Það var Ingi Björn Albertsson sem óskaði eftir umræðu utan dagskrár, þar sem hann tilkynnti stofnun hins nýja flokks, flokks Frjálslyndra hægrimanna. Ingi vék að stofnun flokksins þegar Albert Guðmundsson var flæmdur úr Sjálfstæðisflokknum og bauð fram undir merkjum Borgaraflokksins um land allt. Hann sagði að þrátt fyrir glæstan sigur, undir forystu Alberts hefðu mál nú þannig skip- ast að hann hefði hætt sem formað- ur og leiðandi afl innan Borgara- flokksins og tekið við stöðu sendi- herra íslands í París. Slíkt hefði ekki gerst ef Albert hefði notið órofa stuðnings þingflokksins og unnið hefði verið með honum af heilum hug að framgangi stefnu- skrár flokksins. Sú ástæða sem Ingi Björn sagði mikilvægasta fyrir brottför þeirra Hreggviðs, var að þingflokkurinn hefði gengið á svig við yfirlýsta stefnu flokksins í skattamálum. Nefndi hann í því sambandi hækk- un vörugjalds, eignaskatts og lækk- un skattleysismarka. Á hinn bóg- inn segja þingmenn Borgaraflokks- ins að þær ástæður sem tvímenn- ingarnir tína til sem ástæðu fyrir klofningnum séu einungis skálka- skjól, það hafi verið löngu ákveðið fyrirfram að þeir tveir yfirgæfu Borgaraflokkinn. Ingi Bjðrn sagði hann og Hreggvið hafa gert ítrekaðar til- raunir til að ná sáttum innan flokksins og það hefðu aðrir góðir borgaraflokksmenn reynt. Árang- urslausar sáttatilraunir er farið hefðu fram að þeirra frumkvæði, hefðu leitt til þess að hann og Hreggviður hefðu stigið þau þung- bæru skref að ganga úr flokknum. Júlíus Sólnes formaður Borgara- flokksins sagði það rangt að Ingi Björn og Hreggviður hefðu átt eitthvert frumkvæði að sáttatil- raunum, hann sem formaður flokksins hefði borið hitann og þungann af því og átt frumkvæði að sáttafundum. Undir þetta tók Óli í>. Guðbjartsson sem sagði að það eina sem þingflokkurinn hefði heyrt eða séð frá tvímenningunum væru þær úrslitakröfur sem þeir sendu inn á fund þingflokksins á miðvikudag. Þó svo að sá klofningur sem lengi hefur legið í loftinu og var endanlega staðfestur í gær sé nú yfirstaðinn, stendur eftir sú spurn- ing hverjir af kjósendum borgara- flokksins fylgja F.F.H. og hverjir ekki. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er baráttan um stuðningsmenn nú þegar hafin af fullum þunga og hafa forsvarsmenn flokks Frjáls- lyndra hægrimanna m.a. boðið starfsfólki Borgaraflokksins hærri laun komi það yfir til þeirra. Þess má að lokum geta að Inga Júlíus Sólnes, formaður Borgaraflokksins, á Alþingi ¦' gær. Tímamynd Pjetur Birni og Hreggviði hefur ekki verið úthlutað þingflokksherbergi, né heldur hefur listabókstafur F.F.H. verði ákveðinn. Samt þykir ekki líklegt að SS verði fyrir valinu, þó finna megi fordæmi fyrir slíku, samanber klofningsframboð fram- sóknarmanna á Norðurlandi vestra fyrir nokkrum árum er notaði lista- bókstafina BB. - ÁG FjölsótturbaráttufundurBHMRíBíóborg-Austurbæjarbíóiígær.enfundar- menn svartsýnir á að samningar séu í augsýn. Forysta BHMR segir: „Kjörin verði söm við einkageirann" %m^ 1MH m #? *• #41 ? „í grein eitt, þrjú, þrjú í kjara- samningum segir að ríkisstarfsmenn eigi að njóta sambærilegra kjara og þeir menn með sambærilega menntun, sérhæfni og ábyrgð, sem vinna hliðstæð störf hjá öðrum en ríkinu. Þessi grein hefur orðið til þess að við höfum hvað eftir annað þurft að sýna fram á það að kjör háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna eru miklu lakari en annars staðar gerist. Við höfum gert rannsóknir á rannsóknir ofan, kannanir á kannan- ir ofan sem sýna þetta," sagði Júlíus K. Björnsson fyrrverandi formaður BHMR á fjölsóttum baráttufundi bandalagsins í Bíóborginni - Aust- urbæjarbíói í gær. Hann sagði að þrátt fyrir þessa grein í kjarasamn- ingum hefði ríkið stöðugt svikist um að leiðrétta þetta misræmi. „Þegar ég hóf störf árið 1973 voru byrjunarlaunin svipuð byrjunarlaun- um tæknifræðings á almennum markaði. Nú er sami tæknifræðingur með rúmlega 50 þúsund krónum meira á mánuði en kennari með sama starfsaldur. Nú þarf þrjá BHMR launþega til að framfleyta þrem fullorðnum og kannski einum ketti," sagði Þyri Árnadóttir kennari í sínu ávarpi á baráttufundinum í gær. Háskólamenn héldu þennan fund til að stappa stálinu í hverjir aðra nú þegar samningaviðræður eru komn- ar í hálfgerða sjálfheldu. Ávörp fluttu auk ofannefndra; Unnur Steingrímsdóttir og Páll Halldórsson formaður BHMR og skemmtiatriði voru flutt, meðal annars kvæði um Ólaf Villuljós sem vildi á Indriða trúa. Tíminn ræddi við allmarga fundar- menn og virtist sem talsvert vonleysi væri ríkjandi meðal fólks og sagði t.d. einn viðmælandi að sér virtist sem að leystist verkfallið í dag, þyrfti um 10% launahækkun ein- göngu til að vinna upp þau laun sem þegar hefðu tapast. En hvað verður þetta langt verkfall? Eru launakröfur BHMR óbilgjarnar og samningar því erfiðir? Hvað þurfa laun að hækka mikið bara til að ná upp tekjutapi af - segjum þriggja vikna verkfalli? Tím- inn lagði þessar spurningar fyrir nokkra fundarmenn á baráttufund- inum í Austurbæjarbíói í gær: Myndin er tekin í upphafí baráttufundar BHMR í Bíóborg - Austurbæjarbíói í gær og frakka- og hattklæddu konurnar komu fram í einu ske^nmtiatriði fundarins og léku þær „hallelújakór" formanns samninganefndar ríkisins. Lúðvík Gústafsson kennari „Ég gæti trúað að verkfallið stæði viku til viðbótar miðað við hver staðan er á þessari stundu. Mér sýnist að talsverða hækkun þurfi til að ná upp tekjutapi fólks í verkfall- inu. Laun eru algeng svona 70-80 þúsund kr. á mánuði og í sumum tilfellum lítið eitt hærri hjá þeim sem vinna meiri eftirvinnu, þannig að ljóst er að talsverða hækkun þarf bara til að ná upp verkfallstapinu." Lúðvík Gústafsson kennari Pálína Reynisdóttir viðskipta- Remi Spilliaert líffræðingur fræðingur Páll Sigurðsson kennari Pálína Reynisdóttir viðskiptafræðingur „Ég er farin að óttast að þetta verði langt verkfall. Kröfur okkar geta vart talist óbilgjarnar. Við erum að reyna að semja til þriggja ára og þessvegna eru þær heldur hærri en kannski annars staðar." Remi Spilliaert líffræðingur „Ég þori ekkert að segja hvað verkfallið verður langt en vona auð- vitað að það dragist ekki á langinn og verði ekki lengra en tvær vikur. Launakröfurnar eru varla óbilgjarn- ar því að það hlýtur að mega krefjast sæmilegra launa fyrir störf sem krefj- ast langs háskólanáms." Páll Sigurðsson kennari „Ég held að fólk sé almennt heldur svartsýnt á að deilan leysist í bráð en auðvitað geta mál breyst á einni nóttu. Það er nú hálf ósann- gjarnt að spyrja að því hvort við gerum óbilgjarnar kröfur og ég vil helst ekki gefa neitt út á það. Það þarf drjúga hækkun til að ná upp tapinu af sjálfu verkfallinu þótt ég hafi í sjálfu sér ekki reiknað út hvað það kostar hvern einstakan dag." -sá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.