Tíminn - 18.05.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.05.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 18. maí 1989 Dalvík: HÖFNIN DÝPKUÐ í sumar mun Dýpkunarfélagið h.f. vinna að dýpkun Dalvíkurhafn- ar. Verksamningur Dýpkunarfélags- ins og Dalvíkurbæjar hefur verið undirritaður, og hljóðar hann uppá 17,6 milljónir. Að sögn Garðars Björnssonar hafnarvarðar nemur fjárveiting ríkisins til hafnarinnar um 10,8 milljónum, og þar af fara ríflega 3 milljónir til greiðslu eldri skulda við Vita og hafnarmálastjórn. Eftir standa því um 7,5 milljónir til nýframkvæmda í sumar, og það sem á vantar lánar Dýpkunarfélagið. Garðar sagði að gert væri ráð fyrir að framkvæmdir hæfust í maí, og þeim yrði lokið 31. júlí. Á þeim tíma verður um 40300 rúmmetrum dælt upp úr höfninni, og þar með verður meðaldýptin innan hafnargarðanna orðin 6,5-7 metrar, eða u.þ.b. metra dýpri en verið hefur. HIÁ-Akureyri Frá Dalvíkurhöfn Tímamynd: HIA Braust inn og sló stúlku í andlitið: Setið á manninum uns lögreglan kom Aðkomumaður á Kirkjubæjarklaustri braust inn í íbúð- arhús á staðnum, þar sem tvær stúlkur voru við barnagæslu og sló hann aðra stúlkuna í andlitið, svo hún hlaut áverka af. Atburðurinn átti sér stað á þriðja tímanum aðfaranótt sl. Iaugardags. Stúlkunum tókst að komast út og gera foreldrunum, sem voru stödd í húsi skammt frá viðvart og var manninum haldið í húsinu á meðan beðið var eftir lögreglu. Til einhverra stympinga mun hafa komið milli húsráðenda og að- komumannsins og afréðu hús- ráðendur að sitja á manninum þangað til lögregla kom á staðinn, eftir að reynt hafði verið að loka manninn inni á baðherberginu. Aðkomumaðurinn mun hafa verið nokkuð drukkinn og ýmist mjög rólegur eða æstur. Þegar lögreglan kom á staðinn um klukkutíma síðar, var maðurinn handtekinn og fluttur í Síðumúlafangelsið í Reykjavík. Sem stendur er engin lögregla á Kirkjubæjarklaustri, en þar hefur verið starfandi héraðslögreglu- maður fram til síðustu mánaða- móta. Það þurfti því að kalla til lögreglu frá Vík í Mýrdal, en þar hefur eini fastráðni lögreglumaður- inn í V-Skaftafellssýslu aðsetur og tekur tæpan klukkutíma að keyra þá 80 km vegalengd frá Vík að Kirkjubæjarklaustri. Lögreglu- maðurinn í Vík hefur að jafnaði tvo héraðslögreglumenn til að leita aðstoðar hjá, en í dag einn, en starf hins héraðslögreglumannsins hefur verið auglýst Iaust til umsóknar, að sögn sýslumanns. Svæði lögregl- unnar nær frá sýslumörkunum við Jökulsá á Sólheimasandi til mark- anna rétt austan við Núpsvötn. Þá urðu tvö umferðaróhöpp á þessu svæði um helgina. Það fyrra var um miðjan dag á laugardegin- um við bæinn Ása í Skaftártung- um. Þar var útlendingur á ferð á bílaleigubíl og ók hann út af vegin- um. Hann slapp svo til ómeiddur. Á brúnni yfir Núpsvötn varð árekstur tveggja bifreiða, skömmu eftir hádegi á hvítasunnudag og slasaðist bam sem var í annarri bifreiðinni lítillega. Talið er að hálka á brúnni hafi átt þátt í þvf að ökumönnum bifreiðanna tókst ekki að stöðva í tæka tíð. Umferð um brúna tafðist í um klukkustund, þar sem bílamir vom fastir á brúnni. Þar sem langt er að sækja lögreglu frá Vík á þennan stað, voru bílstjóramir búnir að fjar- lægja bílana og famir af staðnum, þegar lögreglan kom á staðinn. -ABÓ UPPÁ AFMÆLI SKÁLDS í dag, 18. maf, eru liðin 100 ár frá fæðingu Gunnars Gunnarssonar skálds. Menntamálaráðuneytið verður af því tilefni með hátíðardag- skrá í Þjóðleikhúsinu í dag kl. 17:30. Ávörp verða flutt, lesið verður úr Fjallkirkjunni, farið með leiklestur úr Svartfugli, erindi og kvæði flutt um skáldið og Gunnar Kvaran leikur einleik á selló. Kynnir verður Kristbjörg Kjeld. Dagskráin er öllum opin og aðgang- ur er ókeypis. Þess má einnig geta að á menning- arhátíð á Austurlandi í sumar verða fjölmörg dagskráratriði helguð minningu Gunnars Gunnarssonar. -gs Hæstiréttur úrskurðar í máli vegna stöðuveitingar í HÍ: FRÁVÍSUN ARDÓM U R FELLDUR ÚR GILDI Hæstiréttur hefur úrskurðað að frávísunarúrskurður borg- ardóms Reykjavíkur í máli Jafnréttisráðs, sem ráðið sótti fyrir Helgu Kress skyldi fella úr gildi. Þetta þýðir að krafa Jafnréttisráðs verður því tekin til dóms í borgar- dómi. Krafan var sú að viðurkennt verði að jafnréttislög hafi verið brot- in þegar Matthías Viðar Sæmunds- son var settur í stöðu lektors í íslenskum fræðum við heimspek- ideild Háskóla íslands í ágúst 1988, í stað Helgu Kress sem dómnefnd mælti með. Helga sótti ásamt Matthfasi Viðari um Iektorsstöðuna og mælti dóm- nefnd með að Helga yrði sett í stöðuna. í framhaldi af því að Matt- hías var settur í stöðuna stefndi Jafnréttisráð, fyrir hönd Helgu Kress menntamálaráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkis- sjóðs vegna stöðuveitingarinnar. Hæstiréttur telur að Jafnréttisráð og Helga Kress eigi lögvarinn rétt til að fá úr því skorið hvort menntamála- ráðherra hafi farið að lögum þegar hann veitti stöðuna. í málinu dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Þór Vilhjálmsson, Bjarni K. Bjarnason og Árnljótur Björnsson settur dómari. * D a BRAUTSKRÁNING FYRSTU FISKELDISFRÆDINGANNA Vökul augu stöðumælavarðar hjá Reykjavíkurborg hafa ekki séð aumur á Ölafí Ragnari fjármálaráðherra,nú fyrir helgina, þar sem hann lagði bifreið sinni við Alþingishúsið, undir merki sem þýðir að bannað sé að leggja bifreið. Ef vel er að gáð má sjá að ráðherranum hefur ekki auðnast að skipta yfir á sumardekkin, þrátt fyrir að komið sé fram í miðjan maímánuð og gatnamálastjóri Ieggi blátt bann við notkun nagladekkja innan borgarmarkanna. Ef til vill eiga stíf fundarhöld á þingi og með BHMR-mönnum einhvern þátt í að ráðherrann er ekki enn kominn á sumartútturnar. Tímamynd: Ámi Bjama/-ABÓ Útskrift fyrstu fiskeldisfræðing- anna frá Kirkjubæjarskóla fer fram í minningarkapellu sr. Jóns Stein- grímssonar, laugardaginn 20. maí nk. klukkan 14.00. Til að komast í nám í fiskeldi þurfa nemendur að hafa lokið u.þ.b. tveggja ára námi við fjölbrautar- skóla. Fiskeldisnámið tekur fjórar annir og er það kennt samkvæmt skipulagi fjölbrautaskóla. Á fyrstu tveim önnunum eru kenndar bókleg- ar greinar, auk þess sem nemendur eru þjálfaðir í eldisstöð skólans í ýmsum störfum sem tilheyra vinnu við fiskeldi. Á þriðju önn vinna nemendur í fiskeldisstöðvum sem eru í fullum rekstri og kynnast þar öllum venjulegum störfum og rekstri eldisstöðva, og á fjórðu önn er á ný bóklegt nám. Mikil áhersla er lögð á tengsl skólans við atvinnulífið, m.a. er farið í skoðunarferðir, auk þess sem vísindamenn og starfsmenn eldis- stöðva halda fyrirlestra. Að námi loknu útskrifast nemend- ur með námsheitið fiskeldisfræðing- ur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.