Tíminn - 18.05.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.05.1989, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 18. maí 1989 Tíminn 15 ......I samvinnhimái ■IIIIIIIM^^ Togarar Útgerðarfélags Skagfirðinga og Fiskiðju Sauðárkróks í höfninni á Sauðárkróki. (Ljósm.: PáH a. Páisson.) Aðalfundur á afmælisári Kf. Skagfirðinga á Sauðárkróki átti sem kunnugt er aldarafmæli 23. apríl, og hinn 3. maí hélt félagið svo aðalfund sinn. Þar áttu að þessu sinni rétt til fundarsetu 88 manns, fulltrúar deilda, deildarstjórar, stjórnarmenn, endurskoðendur og kaupfélagsstjóri, auk allmargra gesta. í skýrslum Stefáns Gestssonar stjórnarformanns og Þórólfs Gísla- sonar kaupfélagsstjóra kom m.a. fram að félagsmönnum fjölgaði nokkuð s.l. ár og voru þeir 1727 í árslok. Hins vegar fækkaði fastráðn- um starfsmönnum um 27 og voru þeir 231 í lok ársins. Heildarvelta kaupfélagsins og dótturfyrirtækisins Fiskiðju Sauðárkróks hf. var rúm- lega 2,1 miljarður króna. Þar af var afurðavelta rúmlega 767 miljónir króna. Fjárfestingar félagsins voru með minnsta móti í fyrra, og minni en flest undanfarin ár, eða 26,5 miljón- ir, mest í vélum, tækjum og bifreið- um. Bókfærðar fyrningar námu samtals 45,5 miljónum króna. Eignir félagsins nema rúmlega 1.524 miljónum króna, en skuldir þess 1.016 miljónum, og eru eignir umfram skuldir því um 506 miljónir. Eigið fé félagsins jókst um 35,9 miljónir árið sem leið og fjármagns- streymi varð jákvætt um rúmar 37 miljónir. Veltufjárhlutfall jókst úr 1,06 í 1,11, og eiginfjárhlutfall var 33,2% í lok síðasta árs. Þrátt fyrir þetta var tap á rekstri félagsins, um 36,8 miljónir, sem er eigi að síður nokkru skárri afkoma en 1987. Kaupfélagsstjóri taldi að síðustu fjórir mánuðir ársins 1988 hefðu verið taplausir, og að afkoma það sem af væri árinu 1989 væri til muna betri en árið áður. Hann skýrði jafnframt frá ýmsum aðhalds- aðgerðum í rekstri, sem unnið hefði verið að frá miðju síðasta ári og þegar hefðu skilað umtalsverðum árangri. Urðu bæði fjörugar og mál- efnalegar umræður um skýrslur for- manns og kaupfélagsstjóra á fundin- um. Úr stjórn félagsins áttu að ganga að þessu sinni Þorsteinn Ásgríms- son, Varmalandi, og Árni Bjarna- son, Uppsölum. Árni gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Bjarni Pétur Maronsson í Ásgeirsbrekku kjörinn í hans stað en Þorsteinn endurkjörinn. Aðrir í stjórn eru þeir Stefán Gestsson, Arnarstöðum, Ríkharður Jónsson, Brúnastöðum, Konráð Gíslason, Varmahlíð, Stef- án Guðmundsson alþm. Sauðár- króki og Árni Sigurðsson, Marbæli. Fulltrúi starfsmanna er Valbjörn Heiðar Geirmundsson rafvirki á Sauðárkróki. -esig Erfiður rekstur á frystihúsinu Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík var gert upp með 18,4 miljón króna tapi árið sem leið. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var 6. maí. Þar kom einnig fram að velta félagsins á síðasta ári var 359,4 miljónir króna ogjókstum23% fráárinuáundan. Félagið rekur nú verslun, sölu- skála, sláturhús og frystihús á Hólmavík, auk útibús á Drangsnesi. Það kom fram í skýrslu Jóns E. Alfreðssonar kaupfélagsstjóra að frystihúsið á Hólmavík er erfiðasta rekstrareining félagsins, og var hluti þess í tapi félagsins árið sem leið 15,3 miljónir. Kemur þar bæði til almennur vandi frystihúsanna í land- inu, og auk þess hefur verið þar nær stöðugur skortur á hráefni. í lok síðasta árs var gerð tilraun til að ráða þar bót á með aðild að kaupum á togskipi, sem þó hefur enn sem komið er skilað Iitlum árangri. í lok maí í fyrra var náð stórum áfanga í sögu félagsins er það tók í notkun nýtt og glæsilegt verslunar- hús á Hólmavík. Voru fjárfestingar félagsins af þeim sökum með hærra móti árið sem leið, eða um 33 miljónir. Launagreiðslur félagsins í fyrra voru 54,5 miljónir til 233 aðila. Vaxtagjöld og verðbætur hjá félag- inu voru 49,1 miljón á móti 23,2 miljónum árið á undan. í stjóm Kf. Steingrímsfjarðar eru Grímur Benediktsson, Kirkjubóli, formaður, Maríus Kárason, Flólma- vík, varaformaður, Ólafur Ingi- mundarson, Svanshóli, Sigurður Jónsson, Stóra-Fjarðarhomi, og Magnús Bragason, Ytra-Ósi. Kaup- félagsstjóri er Jón E. Alfreðsson. -esig rbui\i\u«i ■ nnr Sveinbjömsd. Sigurður Geirdal Austfirðingar Samráðsfundur með stjórn KSFA, þingmönnum og stjórnum fram- sóknarfélaganna verður haldinn í Valaskjálf, Egilsstöðum, laugardag- inn 27. maí kl. 14.00 Dagskrá: 1. Frá stjórn KSFA. 2. Frá störfum félaganna. 3. Frá flokknum og flokksskrifstofunni. 4. Frá alþingismönnum. 5. Verkefni framundan a) Fundir í kjördæminu. b) Sveitastjórnarkosningarnar 1990. c) Næsta kjördæmisþing. d) Önnur mál. Á fundinn mæta: Halldór Ásgrimsson alþm., Jón Kristjánsson alþm., Guðmundur Bjarnason ritari, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, vararitari og Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri. Allar nánari upplýsingar hjá formanni KSFA í síma 81760 (á kvöldin. Kjördæmissamband Framsóknarmanna á Austurlandi. Jón Kristjánsson /# Bjarnason Halldór Ásgrímsson Landsstjórn og framkvæmdastjórn LFK Aðal- og varamenn eru boðaðir til fundar að Nóatúni 21, laugardaginn 27. maí kl. 10-16. Dagskrá: Undirbúningur landsþings. A: Málefni. B: Framkvæmd. C: Önnur mál. Áríðandi er að tilkynna þátttöku í síma 91-24480. Stjórnin. Vestfirðingar Vorhátíð framsóknarmanna við Djúp og í nágrenni verður haldin ( veitingahúsinu Staupasteini á ísafirði, laugardaginn 20. mai nk. Borðhald hefst kl. 20.00, húsið opnað kl. 19.00. Hinn landskunni Jóhannes Kristjánsson skemmtir. Dansað fram eftir nóttu. Þeir sem vilja tryggja sér þátttöku er bent á að skrá sig hjá einhverjum af eftirtöidum. Geir Sigurðsson isafirði, sími 4754. Sigríður Káradóttir, Bolungarvík, sími 7362 og Eiríkur Ragnarsson, Súðavík, sími 4901. Nefndin FUF við Djúp Aðalfundur félagsins verður haldinn laugar- daginn 20. maí kl. 15.00 í húsi framsóknar- manna að Hafnarstræti 8, isafirði. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gissur Pétursson, formaður SUF mætir á fundinn. Félagar fjölmennið. Stjórnin Gissur Pétursson. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hámraborg 5, Kópavogi er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222. K.F.R. Lokað Vegna jarðarfarar Theódórs A. Jónssonar verður skrifstofa Sjálfsbjargar, Dagvistun, Sjúkraþjálfun og Heilsuræktin STJÁ, lokuð föstudaginn 19. maí 1989. Framkvæmdastjórn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.