Tíminn - 15.06.1989, Page 12

Tíminn - 15.06.1989, Page 12
12 Tíminn Fimmtudagur 15. júní 1989 Jónasdóttir Helga Fædd 21. desepiber 1894 Dáin 2. júní 1989 Elsku amma! Nú þegar leiðir skiljast í hinsta sinn rifjast svo ótal margt upp, sem ég er svo þakklát fyrir. Allar samverustundirnar, hvort sem var í stórum frændsystkinahóp við hlaðið kaffiborð, eða þegar við sátum saman tvær og ræddum málin. Pú hafðir eitthvert aðdráttarafl sem dró mann til þín. Enda er það engin tilviljun að svona margir heim- sóttu þig, allt fram á síðustu stundu. Pað var alveg ótrúlegt hvað þið afi höfðuð mikla þolinmæði með öllum barnabörnunum sem hópuðust í heimsókn á Kirkjuveginn. Alltaf var eitthvað til með kaffinu, og ef þú vissir að von var á mér úr Kaldárseli eða að utan, þá gat ég verið viss um að nýbökuð appelsínukaka biði mín á eldhúsborðinu. Svona gastu látið hvern og einn vera sérstakan gest, jafnvel þó maður kæmi oft á dag. En skemmtilegust varstu, þegar þú fórst að ræða um pólitíkina. Þó að þið afi hafið verið sjálfstæðisfólk inn í merg og bein, þá gastu alltaf liðið öðrum að vera á öndverðum meiði, en lifðir þig þá bara enn frekar inn í umræðuna. Þú komst í sérstakan ham, þegar pólitík bar á góma í samræðum, sérstaklega á seinni árum. Og hvað þú gast dásamað Hnífs- dalinn. Strax í barnæsku sagðirðu mér frá æskustöðvunum þínum. Síð- an þegar ég fluttist á Vestfirðina sjálf, fannst mér ég geta sagt frá því með töluverðu stolti að ég væri frá Hnífsdal. Erfið hlýtur lífsbaráttan að hafa verið hjá útvegsbóndahjón- um með 5 börn á afskekktum stað, enda þreyttist þú aldrei að segja okkur krökkunum frá æskuárunum. Elsku amma mín, þó svo að þú hafir kvatt okkur södd lífdaga, þá á ég samt eftir að sakna þín. Að þú skulir ekki vera enn til staðar er svolítið erfitt að kyngja. En ég veit að þú ert komin í góðan hóp og margir hafa beðið eftir þér lengi. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka þér og afa fyrir allt sem þið gáfuð mér og áreiðanlega mörgum öðrum barnabörnum í gott lífsvega- nesti. Megi góður guð geyma þig til eilífðar. Alnafna. lllllllllll LEIKLIST :h! "-'ii,:: ' Færeyskir gestir á litla sviðinu: Skáldkonan í Mykjunesi Fyrir helgi settu nokkrir Færey- ingar upp verkið „Logi, logi eldur mín“ í Þjóðleikhúsinu. Vcrkið er leikgerð eftir ritsafni færeysku skáldkonunnar Jóhönnu Maríu Skylv Hansen. Það var frumsýnt í Færeyjum í fyrra í tilefni þess að hundrað ár voru liðin frá jólafundi Færeyinga þegar þeir komu saman og strengdu þess heit að hefja færeyska tungu og menningu til vegs og virðingar. Laura Joensen er eini leikarinn í sýningunni. Hún er meðal fremstu leikara Færeyinga og meðlimur atvinnuleikhópsins Grímu. Leik- gerðin var unnin af Malan Simon- sen, Lauru og Eyðunni Johannesen sem jafnframt er leikstjóri sýning- arinnar. Tónlistin var unnin af Sunnleif Rasmussen og Inga Joen- sen sá um leikmynd og Ijósmyndir. Leikmyndin er einföld og hentar vel leikriti sem ferðast er með. Allt sem til þarf, fyrir utan smáhluti eins og klúta og bækur sem auðvelt er að flytja, er kommóða, stólar og blómasúlur frá byrjun þessarar aldar. Leikritið er ekki beinlínis ævi- saga Jóhönnu heldur byggir það á skáldskap hennar og gefur innsýn í það líf sem hún lifði. Rödd skáld- konunnar heyrðist úr útvarpsvið- tali sem tekið var þegar hún var 92 ára og tónlistin í uppsetningunni er byggð á eina laginu sem þekkt er eftir hana. Markmið Jóhönnu með skrifum sínum var ekki að rita ævisögu sína heldur var henni efst í huga að varðveita menningararf Færeyinga í þjóðfélagi sem tók örum breytingum. í bókum hennar er því blandað saman frásögnum af fólki, þjóðsögum og vísum, verk- Iýsingum og fleiru. Laura brá sér í hlutverk sögu- manns og lék á als oddi sem slík. Hún tíndi fram eitt og annað úr kommóðu sem hafði verið í eigu ömmu hennar, sendibréf, bækur skáldkonunnar og fleira. Hún las kafla úr bókunum, fór með vísur og sagði sögur úr þeim, lék persón- urnar sem fyrir komu, hnýtti brúð- ur og svo framvegis. Eftir á er áhorfandinn töluvert kunnugri skáldkonunni. Hún hefur haft kímnigáfuna í lagi og verið mjög trúuð. Sérstaklega kom trúin skýrt fram í tónlistinni sem var einstaklega falleg og vel unnin. Jóhanna hefur þurft að glíma við eitt og annað eins og títt var um konur á fyrri hluta þessarar aldar. Meðal annars missti hún eitt barna Leikritið byggir á verkum skáld- konunnar Jóhönnu Maríu Skylv Hansen. sinna, bjó lengi í afskekktum vita á Mykjunesi og fleira. Á meðan á sýningunni stóð var brugðið upp myndum frá Færeyj- um. Bæði af byggðinni og fólkinu, einkum börnum að leik. Á meðan myndum af börnum var varpað á vegg andspænis áhorfendum var meðal annars farið með gamlar barnaþulur eða leiki sem krakkarn- ir leika greinilega ennþá. Á heildina litið fannst mér verk- ið vera fróðleg kynning á Færeyj- um og skáldkonunni. jkb llllllllllllllllllllllllll DAGBÓK Sjóminjasafn á Eyrarbakka Á þjóðhátíðardaginn, 17. júní kl. 14:00, verður Sjóminjasafnið á Eyrar- bakka formlega opnað fyrir gesti eftir miklar endurbætur á húsnæði og sýningu safnsins. Stærsti og merkasti munurinn í safninu er Farsæll, tólfróið áraskip, smíðað af Steini Guðmundssyni bátasmið á Eyrar- bakka. Steinn var helsti bátasmiður Sunn- lendinga undir lok seinustu aldar og í byrjun þessarar og smíðaði hann um 400 báta og skip á sinni tíð. Farsæll er sýndur undir rá og reiða, eitt íslenskra áraskipa. 1 safninu eru m.a. veiðarfæri og munir tengdir sjósókn fyrri tíðar og myndir og munir úr verslunar- og atvinnusögu Eyr- arbakka. Sjóminjasafnið á Eyrarbakka, Túngötu 59, verður opið daglega í sumar kl. 14:00-17:00 fram til 1. september. Opið hús í Gallerí B0RG í dag, fimmtudaginn 15. júní, tekur Gallerí Borg í notkun nýtt húsnæði í Austurstræti 10, uppi á lofti í Pennanum, en Gallerí Borg hefur nú tekið yfir alla hæðina. „Opið hús“ verður í tilefni af 5 ára afmæli Gallerís Borgar í dag kl. 17:00- 19:00. Á báðum stöðunum (Pósthússtræti 9 og Austurstræti 10) „verður boðið upp á léttar veitingar og eru allir velkomnir að kíkja inn og fagna þessum tímamótum,“ segir í fréttatilkynningu frá Gallerí Borg. I nýja húsnæðinu í Austurstræti 10 er nú sýning á verkum yngri listamanna, allt nýleg verk, má t.d. ncfna verk eftir Jóhannes Jóhannesson, Kristján Davíðs- son, Hring Jóhannesson, Tryggva Ólafs- son, Jóhannes Geir, Kjartan Guðjóns- son, Leif Breiðfjörð o.m.fl. Allar myndirnar eru til sölu og verða þær teknar niður jafnóðum og þær seljast og nýjar hengdar upp í staðinn. Gallerí Borg er opið virka daga kl. 10:00-18:00, en yfir sumartímann er Gall- eríið lokað um helgar. Frá Félagi eldri borgara Laugardaginn 17. júní fellur niður gönguferð hjá Göngu-Hrólfi. Opið hús í dag, fimmtudag, í Goðheim- um, Sigtúni 3. Kl. 14:00 er frjáls spila- mennska, kl. 19:30 félagsvist og kl. 21:00 er dansað. Opið hús á laugardag 17. júní í Goð- heimum, Sigtúni 3, frá kl. 20:00. Dans- leikur og skemmtiatriði. Næstu helgarferðir F.í. 16.-18. júní - Þórsmörk. Gist í Skag- fjörðsskála/Langadal. Gistiaðstaða eink- ar góð. Gönguferðir um Mörkina við allra hæfi. 16.-18. júní - Mýrdalur - Heiðardalur - Dyrhólaey - Reynishverfi. Gist í svefn- pokaplássi. Möguleiki er á bátsferð frá Vík í Dyrhólaós. 23.-25. júní - Þórsmörk. Gist í Skag- fjörðsskála/Langadal. 30. júní-2. júlí - Dalir. Gengin gömul þjóðleið: Hvammur-Fagridalur. Gist í svefnpokaplássi. 30. júní-2. júlí - Öræfajökull. Gist í svefnpokaplássi á Hofi. 30. júní-2. júlí: - Ingólfshöfði. Gist í svefnpokaplássi á Hofi. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.í. Sumarsýning í Gallerí Borg: „Gamlir meistarar“ í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, er nú í aðalsalnum sérstök sýning á verkum gömlu meistaranna. Þar eru tíl sýnis og sölu verk eftir Ásgrím Jónsson, J.S. Kjarval, Jón Stefánsson, Gunnlaug Blöndal, Þorvald Skúlason o.fl. í kjallar- anum eru olíu-, pastel- og vatnslitamyndir eftir ýmsa listamenn. Galleríið er opið virka daga kl. 10:00-18:00. Grafík-Gallerí Borg í Grafík-Gallerí Borg, Austurstræti 10, er mikið úrval af grafík og keramiki, einnig olíuverk eftir yngri kynslóðina í stækkuðu sýningarrými. Grafík-galleríið er opið virka daga kl. 10:00-18:00. Illllllllllllllllllilil DAGBÓK lilllllllllllliiiiiillllllllllliiiiilllllllllllllliiiilllllllllllllliiiillllllllllliii Aðsend mynd frá Færeyjum Frá Færeyjum barst þessi mynd, en hún var tekin í tilefni af utanríkisráðherra- fundi Norðurlandanna, sem haldinn var í Færeyjum í vetur sl. á myndinni eru t.f.v.: Helgi Ágústsson, Bryndís Schram, Guðlaugur Tryggvi Karlsson og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. Guðlaugur Tryggvi Karlsson sagði að það væri alltaf skemmtilegt fyrir Islendinga að heimsækja Færeyjar og þar væri gestrisni mikil. Hann sagði það hafa vakið athygli gesta þar hversu allt væri þrifalegt í Færeyjum og miklar framkvæmdir um allar eyjarnar, sérstaklega í vegamálum. Næsti misserisfundur utanríkisráðherr- anna verður haldinn á íslandi. Þorlákur Kristinsson (Tolli) ásamt nokkrum verkum sínum. „T0LU“ sýndi á SCAG í Kaupmannahöfn Nýlega hélt „TOLLl“ sína fjórðu list- sýningu í Danmörku. Tolli, eða Þorlákur Kristinsson, sýndi 20 olíumálverk í SCAG - Scandinavian Contemporary Art Gailery, Amaliegade 6 í Kaupmanna- höfn frá 20. maí og fram í júnímánuð. Hann hefur sýnt í Reykjavík og Seoul og 1987 sýndi hann á Ballerup Festivalen. Einnig hefur Tolli tekið þátt i mörgum samsýningum í Þýskalandi, Frakklandi og Danmörku. Málverkin á sýningu Tolla á SCAG voru allar til sölu og var verðið frá 4000 dkr.-28000 dkr. Sumarnámskeið í Kramhúsinu Kramhúsið heldur alþjóðlegt sumar- námskeið dagana 19. júní-2. júlí. Annað árið í röð heldur Kramhúsið 10 daga heilsdags námskeið fyrir dansara og dans- áhugafólk. Einnig er mögulegt að sækja einstaka kennslugreinar innan nám- skeiðsins fyrir þá sem ekki geta nýtt sér námskeiðið að fullu. Kennslugreinar eru: Klassískur ballett, kennari Auður Bjarnadóttir. Danstækni og kóreógrafík, kennarar Anna Haynes og Christien Po- los og jassdans/nútímajass/blues, kennar- ar Adriennc Hawkins og Christien Polos. Þátttakenda er vænst víða að og er fjöldinn takmarkaður, svo fólki er bent á að skrá sig sem fyrst. Sýning verður að loknu námskeiðinu. 1 júlí heldur Kramhúsið áfram starf- semi sinni með leikfimi, samba, karneval/ afró. Einnig verður boðið upp á leikfimi fyrir fólk með álagssjúkdóma. Helgina 23.-25. júní verður reiðnám- skeið á vegum Kramhússins haldið á Sigmundarstöðum í Hálsasveit. Kennari Reynir Aðalsteinsson. Landslagsmyndir í Safni Ásgrims Jónssonar 1 Safni Ásgríms Jónssonar við Berg- staðastræti hefur verið opnuð sýning á landslagsmyndum eftir Ásgrím. Sýndar eru 24 myndir, bæði olíumálverk og vatnslitamyndir. Þar eru nokkrar eldri vatnslitamynda Ásgríms, svo sem myndin Brenna í Rútsstaðahverfi í Flóa frá 1909. . Á sýningunni eru einnig nokkrar öræfa- myndir, t.d. frá Kerlingarfjöllum. Flestar eru myndirnar frá Borgarfirði, þar sem Ásgrímur var langdvölum á efri árum, einkum á Húsafelli. Má nefna olíumál- verkin Sólskin á Húsafelli og Úr Húsa- fellsskógi, Eiríksjökull og vatnslitamynd- irnar Kiðárbotnar og Strútur og Eiríks- jökull frá 1948. Sýningin stendur til septemberloka og er opin kl. 13:30-16:00 alla daga nema mánudaga. Aðaifundur UMHYGGJU - félags áhugafólks um þarfir sjúkra barna Félag áhugafólks um þarfir sjúkra barna, UMHYGGJA, heldur aðalfund sinn miðvikudaginn 21. júní kl. 20:30 ( fundarsal Hjúkrunarfélags Islands, Suðurlandsbraut 22. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosin ný stjórn. 3. Sjúkraþjónusta barna - umræður. Gestur fundarins Birgir Jakobsson. doktor í barnalækningum, fjallar um sjúkraþjónustu barna. Allir eru velkomnir sem hafa áhuga á velferð sjúkra barna, jafnt innan stofnana sem utan. Stjórnin Sumarleyfisferðir F.í. í júní 24.-29. júní (6 dagar): Vestfirðir Ekið til Þingeyrar í Dýrafirði og gist þar í þrjár nætur. Farnar skoðunarferðir, m.a. gengið milli Dýrafjarðar og Arnar- fjarðar um Svalvoga. Gist tvær nætur í Breiðuvík og m.a. farið á Látrabjarg. Fararstjóri: Sigurður Kristinsson. 28. júní-1. júií (4 dagar): Ferð um Breiðafjaröareyjar. Siglt með Hafrúnu um eyjar vestan Stykkishólms, í mynni Hvammsfjarðar og til Vestureyja. Árbók Ferðafélagsins 1989 fjallar um Breiða- fjarðareyjar. Fararstjóri: Árni Björnsson. Ath.: Breytt dagsetning frá prentaðri áætlun 1989. Upplýsingar um ferðirnar og farmiða- sala er á skrifstofunni, Öldugötu 3. Ferðafélag íslands Dagsferðir F.í. Laugard. 17. júní - kl. 10:00: Selvogs- gatan. Gengið frá Bláfjallavegi vestari um Grindaskörð, Hvalskarð, vestan Urð- arfells, um Katlabrekkur að Hlíðarvatni í Selvögi. (1000 kr.) Sunnud. 18. júní - kl. 13:00: Eldvörp - Staðarhverfi. Ekið að Svartsengi og geng- ið sem leið liggur að Eldvörpunum (göm- ul hlaðin byrgi) og síðan áfram um Sundvörðuhraun í Staðarhverfi vestan Grindavíkur (1000 kr.) Miðvikud. 21. júní - Id. 20:00: Esja - sólstöðuferð. Gengið frá Esjubergi á Kerhólakamb (856 m). Fólk á eigin bílum velkomið með (600 kr.) Miðvikud. 21. júni kl. 08:00 - Þórsmörk. Dagsferð til Þórsmerkur (2000 kr.) Föstud. 23. júní - kl. 20:00 - Jóns- messunæturganga.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.