Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 22. júlí 1989 Hvernig bregðast verðbréfasalar við áætlun um verðbréfasjóði byggöa eingöngu á ríkisskuldabréfum? Eg tel að við myndum stofna slíkan sióð „Ég tel að við myndum bregðast við og setja upp slíkan sjóð,“ sagði Sigurður Stefánsson, forstöðumaður Verðbréfa- markaðar Iðnaðarbankans, spurður um líkleg viðbrögð verðbréfasjóðanna við áætlun fjármálaráðuneytisins um eignaskattsfrelsi á hlutdeildarbréfum í sjóðum sem eingöngu verði upp byggðir af rfldsskuldabréfum. „Við mundum líta á það bæði sem aukna þjónustu við okkar viðskiptavini og um leið þjónustu við útgefanda spariskírteina, þ.e.a.s. ríkissjóð, við það að afla sér aukins lánsfjár á innlendum sparifjármark- aði,“ sagði Sigurður. Hefur eignaskattsfrelsið umtals- verð áhrif til aukinnar sölu bréfa í slíkum sjóðum? Þegar eignaskattur er kominn upp í 3% hjá fólki með eignir yfir ákveðnum mörkum sagði Sigurður gefa augaleið að eignaskattsfrelsi væri orðið mjög stórt atriði. Fyrir fólk með miklar eignir þyrftu önnur bréf að gefa yfir 9% raunvexti til að vera jafngóð eða betri en spariskírt- eini með 6% raunvöxtum. Það sé því ekki spurning að fyrir þetta fólk skipti skattfrelsið miklu máli. í aug- um þeirra sem litlar eignir eiga yrðu þessir sjóðir aftur á móti tæpast mjög áhugaverðir, því ávöxtunin yrði lægri en í öðrum verðbréfasjóð- um. En telur Sigurður líklegt að þetta muni leiða til umtalsverðrar aukn- ingar í sölu spariskírteina, sem þegar eru jú skattfrjáls ef þau eru keypt beint af ríkissjóði? Hann sagði að kaup bréfa í skík- um sjóði yrði óneitanlega sveigjan- legra og þægilegra form fyrir fólk. Þá gæti það m.a. keypt bréf fyrir nákvæmlega þá upphæð sem það vildi og síðan innleyst bréfin hvenær sem væri eða látið þau liggja svo lengi sem það vill, alveg áhyggju- og fyrirhafnarlaust. Menn þyrftu t.d. ekki að vera að fylgjast með gjald- dögum og slíku. Jafnframt hafi þeir sem reka verðbréfasjóði líka eitt- hvað betri möguleika á að ná hag- kvæmari ávöxtun en þeir sem eru að kaupa eitt og eitt skírteini. Sigurður sagði það því vera spurn- ingu hvort menn mundu fremur vilja kaupa af sjóðnum heldur en beint af ríkissjóði. Þeir sem telji ekki veru- lega áhættu fólgna í viðskiptum við sjóðinn hafi á hinn bóginn hag af þvf að þau geti verið sveigjanlegri og þægilegri. Spurður sagðist Sigurð- ur telja nokkuð ljóst að innlausnar- gjald yrði að vera fremur lágt af hlutdeildarbréfum f sjóðum sem ein- göngu byggja á ríkisskuldabréfum, þar sem þau séu með lægsta ávöxtun allra bréfa og því erfitt að taka mikið af henni í kostnað. Fram kom að innlausnargjald af hlutdeildarbréf- um getur verið mjög mismunandi, allt frá engu gjaldi og upp í 2%. Sigurður var spurður álits á því hvort nýleg vaxtalækkun á spari- skírteinum dragi úr sölu þeirra, ellegar hvort vonir ráðamanna um samsvarandi vaxtalækkun á öðrum bréfum séu líklegar til að rætast. Hann sagði nær Ijóst að einhver afturkippur komi í sölu spariskírt- eina af þessum sökum. Hver þóunin síðan verður sé ennþá of snemmt að segja til um. Það muni ráðast af efnahagsástandinu á næstunni. Ef eftirspum eftir peningum fari aftur að aukast sé varla að vænta frekari vaxtalækkunar á fjármagnsmark- aðnum. Og þá mundi ríkissjóður eiga í vök að verjast með sölu sinna bréfa. Hins vegar sé hugsanlegt að það verði áframhaldandi samdráttur og menn muni þá halda að sér höndum í fjárfestingum eins og t.d. var í fyrrahaust og nú fram á vor. Ef það kæmi annað slíkt tímabil með haust- inu, þá gæti vel verið að það slakni svo mikið á eftirspurn eftir pening- um, að vextir komi til með að lækka. „Það er alveg hugsanlegt". - HEI Starfsmönnum Slökkvistöðvar Reykjavíkur heitt í hamsi: Neita að vinna með afleysingamanninum Slökkviliðsmenn í Reykjavík hafa neitað að fara með afieysingamanni í útköll, vegna þess að þeir telja hann „engan veginn standast þær faglegu kröfur sem settar eru fram í samþykkt um slökkvilið Reykjavík- ur“. Jafnframt lýsa þeir fullri ábyrgð á hendur Borgarráði og yfirmönnum slökkviliðsins hvað varðar ráðningar sem gerðar eru á grundvelli brota á gerðum samþykktum. Brunavarðafélag Reykjavíkur fundaði um mál þetta á fimmtudag og sendi frá sér ályktun þar sem ráðning afieysingastarfsmannsins umdeilda er hörmuð og segir að sú ákvörðun virðist tilkomin að hluta til vegna umsagna og afstöðu yfir- manna slökkvistöðvarinnar og með með fullri vitund og vilja þeirra. { ákyktuninni segir orðrétt: „I samtölum yfirmanna við trúnaðar- menn starfsmanna hefur komið fram að Borgarráð muni reka hvem þann bmnavörð sem neiti að gegna skrán- ingu með þeim bmnaverði sem hér um ræðir.“ Ljóst sé að með slíkum framgangsmáta sé verið að ógna öryggi og hagsmunum borgarbúa þ.m.t. bmnavarða sjálfra. Bmnaverðir em uggandi um að ráðning þessi er gerð var framhjá samþykkt Borgarráðs og slökkvi- stöðvarinnar kunni að hafa fordæm- isgildi. Þeir hafa þess vegna neitað að fara með manninum í útköll og var hann því settur í símavörslu fyrst um sinn. ÁG Tillögur nefndar um fjölmiðlakennslu: Fjölmiðlafræðsla frá barnsaldri Nefnd um fjölmiðlakennslu á ÖU- um skólastigum hefur nú skUað tU- lögum sínum tU menntamálaráðu- neytisins. Leikskólinn fellur utan erindisb- réfs nefndarinnar, sem engu að síður fjallar stuttlega um hann. Nefndin vekur athygli á reynslu sem fengist hefur með markvissri beitingu myndupptökutækja í leikskólaupp- eldi, meðal annars við þjálfun mynd- skynjunar og til að auka sjálfsþekk- ingu barnanna. í tillögum nefndarinnar varðandi grunnskóla er gert ráð fyrir að sett verði á stofn embætti námsstjóra í fjölmiðlafræðslu. Lagt er til að út- gáfustarfsemi fræðsluvarps verði efld og fjölmiðlafræðsla fái fastan sess sem þáttur í almennri kennara- menntun. Að kennsluefni og verk- efni um fjölmiðla verði með kerfis- bundnum hætti sett inn í skyldu- námsefni í efri bekkjum grunnskóla í móðurmálsfræðslu og samfélags- greinum. Jafnframt er lagt til að endur- menntunarnámskeiðum fyrir kennara verði fjölgað, að fræðslu- skrifstofur efni til þróunarverkefna um fjölmiðla og að nýstofnsettur þróunarsjóður verði nýttur til að efla fjölmiðlakennslu. Varðandi framhaldsskóla gerir nefndin ráð fyrir að einnig verði sett á stofn embætti námsstjóra í fjöl- miðlafræðslu og útgáfustarfsemi fræðsluvarps efld. Sömuleiðis að fjölmiðlafræðslu verði með skipu- lögðum hætti komið inn í tungu- mála-, móðurmáls- og félagsvísinda- greinakennslu. Þar fyrir utan er lagt til að þriggja þrepa námsáfangar um fjölmiðla standi til boða nemendum á öllum brautum skólans og gefi allt að fimmtán einingar, endurmenntun- arnámskeið um fjölmiðlafræðslu verði haldin fyrir starfandi fram- haldsskólakennara og tengsl fram- haldsskólans og fjölmiðlanna styrkt með skipulegum hætti. Fjallað er um háskólastig fjöl- miðlafræðslu eins og áður hefur verið greint frá. Nefndin gerir í tillögum sínum ráð fyrir að í haust verði stofnað til eins árs náms í fjölmiðlun sem metið verði til 45 eininga að vettvangsþjálfun meðtal- inni. Námsbrautin standi þeim til boða er lokið hafa BS eða BA gráðu og auk þess félagsmönnum í Blaða- mannafélagi íslands, Félagi frétta- manna og öðrum félögum starfandi blaða- og fréttamanna. Gerð hefur verið gróf kostnaðar- áætlun varðandi myndver í HÍ og myndi kostnaður við það vera tæp- lega 5,2 milljónir, fyrir utan ýmsan tengibúnað sem er sagður mjög dýr, ljósabúnað og húsbúnað í stjórnher- bergi. Nefndin leggur einnig fram lista yfir minnsta mögulegan útbún- að og segir hugsanlegt að öðrum hlutum verði safnað á nokkurra ára tímabili. jkb ísflug Landhelgisgæslunnar: Hafísinn er óvenjumikill £ gær kannaði flugvél Landhelgis- gæslunnar, TF-SÝN, hafísinn út af Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi. f ljós kom að miðað við árstíma er hafísinn óvenjumikill og nær einnig óvenju langt í austur- átt eða allt að 20 sjómílur véstur af Kolbeinssey. Þór Jakobsson sagði í samtali við Tímann að miðað við meðaltal margra ára þá væri hafísinn óvenju- mikill. „Hinsvegar ef vindáttir eru eins og þær hafa verið undanfamar vikur, þ.e.a.s. ríkjandi vestanátt, þá fylgir þvt gjarnan hafís fyrir norðan landið. Þetta veldur því að t'sinn úr Grænlandsstraumnum hrekst austur á bóginn.“ Siglingaleiðir væm þó opnar en Dhorn banki er lokaður, þar var þéttleiki íssins 4-6/10. Á Strandagrunni, í Reykjafjarð- arál, Húnaflóaál og vestan við Kol- beinsey var talsvert um ísrastir og staka jaka til suðurs og austurs frá megin ísnum. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.