Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 5
'j'j j r • i • 11 v. v r i! ■ rjlj'J ‘ ' Láugardagur 22. juíí 1989 ■ I ” i í' Tírhirin 5 Roger Abrantes, atferlisfræðingur og sérfræðingur í hundaþjálfun: Heragi dugar ekki á hunda Undanfarna daga hefur verið staddur hér á landi Roger Abrantes, atferlisfræðingur og sérfræðingur í þjálfun hunda. Hann hélt í vikunni fjóra fyrirlestra á vegum Hundaræktarfé- lags íslands um hundaþjálfun og ýmis vandamál sem kunna að koma upp í sambandi við hundahald. Abrantes stundaði aðallega nám í heimspeki en einnig lærði hann tals- vert í sálfræði og kennslufræðum. Abrantes byggir þjálfun hunda mjög mikið á þeim þáttum. Hann segist hafa verið mjög vonsvikinn þegar hann sá þær aðferðir sem voru beittar við hundaþjálfun þegar hann byrjaði að vinna við hana. „Hér áður fyrr voru hundar þjálf- aðir eins og hermenn. Hermenn skilja náttúrulega það sem við þá er sagt og maður getur skipað þeim að ganga áfram og beygja til vinstri eða hægri. En svona aðferð virkar ekki á hunda. Það dugar ekki að öskra á þá, af því að þeir skilj a ekki við hvað er átt og hlýða þar af leiðandi ekki,“ segir Abrantes. „Mig langaði strax að breyta þessu, ef til vill vegna þess hve mikið ég hef lært um sálfræði og kennslu og ég hugsaði með mér að ég hlyti að geta notast við þá menntun.“ Abrantes vann til að byrja með undir stjóm sænsks sálfræðings, sem vann við hundaþjálfun og notaði til þess aðferð sem byggð var á sálfræði frekar en ofbeldi og valdbeitingu. „Ég hef síðan haldið áfram að vinna við hunda og hef verið að þróa þessa aðferð," segir Abrantes. „Ég reyni að láta hunda finnast gaman að vinna með mér. Tökum sem dæmi þegar hundi er kennt að setjast. Sumir slá hann á hrygginn og neyða hann til að þess, ef maður slær hann fast mun hann setjast. En þetta er ekki rétta aðferðin. Hugmyndin er að láta hundinn hlýða og líða vel um leið, því þá mun hann verða miklu samvinnuþýðari. Ég læt hundinn þefa af einhverju góðgæti og læt hann síðan setjast. Þá gef ég honum góðgætið og hrósa honum. Eftir smá tíma þarf ég ekki að gera þetta lengur, þá finnst honum gaman að setjast því hann veit að hann er að gera eitthvað gott.“ - Er þessi aðferð ekki orðin mun algengari en „harða“ aðferðin? „Ég held að sú aðferð að þjálfa hunda með valdi sé að líða undir lok. Fólk er að gera sér grein fyrir því að það þarf að fara með hundana betur, því þeir eru góðir félagar. Einnig er það að koma í ljós að „harða“ aðferðin skilar ekki góðum árangri," segir Abrantes. Abrantes segir það oft vilja gleym- ast að það er mjög gott að leggja fyrir hunda ýmsar þrautir og þjálfa með því t.d. þefskyn. Það reyni jafn mikið á hundinn eins og að láta hann hlaupa á víðavangi. Abrantes er búsettur í Danmörku og rekur þar hundaþjálfunarstöð. „Þar reynum við að hjálpa hundaeig- endum til að lifa góðu lífi með hundunum sínum. Við reynum að venja hundana á daglegt líf og það þjóðfélag sem þeir lifa í og reynum að leysa ýmis vandamál. T.d. eru sumir hundar frekir eða árasargjam- ir,“ segir Abrantes. Abrantes hefur einnig haldið námskeið fyrir ýmsa sérhópa. T.d. hefur hann kennt bréfbemm hvemig þeir ættu að bregðast við grimmum hundum. Þá hefur hann þjálfað lögregluhunda og hunda fyrir herinn í tvö og hálft ár. Hér á íslandi hefur Abrantes fjall- að um ýmis atriði. Á fyrsta nám- skeiðinu talaði hann um tjáningar- máta hundsins, svo tók hann fyrir afbrigðilegt atferli hunda, síðan Roger Abrantes ásamt hundinum Stassa. Tímamynd: Ámi Bjama sýndi hann hvernig hann beitir sál- fræðinni og á því síðasta ræddi hann um vandamálaþjálfun og fyrirbyggj- andi aðgerðir. Abrantes segir hunda mjög góða fyrir samfélagið. Hann sé afbragðs vinur og einnig verði þeir oft til þess að fólk, t.d. það sem býr aleitt, fari út í göngutúra, fái sér hreint loft og tali við aðra, því hundar em kjörið umræðuefni. Abrantes hefur skýringar á því hvers vegna hundurinn er jafn góður vinur mannsins og raun ber vitni. „1 okkar augum em dýrin þrenns konar. Ef við getum borðað þau em þau mjög æskileg. Ef við getum ekki borðað þau, en þau em sjaldgæf, getum við sett þau í búr, kallað staðinn safn eða dýragarð og selt inn. Svo em það dýrin sem ekki er hægt að borða og em ekki nógu sj aldgæf. Hundar eru á meðal þeirra, enginn vill borga til að skoða hund. Svoleiðis dýr hefur maðurinn tekið að sér og gert að góðum félaga," segir Abrantes. GS. Bandaríska lyfjaeftirlitið bannar vörur seldar undir þeim merkjum að þær örvi hárvöxt eða komi í veg fyrir hárlos og skalla: Ekkert getur læknað skalla Margir þeir sem eiga við hárlos að striða þekkja örvæntinguna sem grípur um sig þegar fyrirbærið „skalli“ tekur að myndast. Óprúttnir aðilar hafa löngum gert sér mat úr þessari örvæntingu og selt fólki alls kyns sull sem þeir kalla „skallameðal" og á að búa yfir eiginleikum sem fá hár til að vaxa þar sem auðn er fyrir. Hvergi hafa þessir aðilar verið jafn áberandi og í Bandaríkjunum, þar sem útlitið er tignað og hár- prúðar fegurðardísir í auglýsingun- um segja að skalli sé lítið vandamál sem auðvelt sé að leysa með ein- hverju undralyfinu. Bandaríska matvæla- og lyfjaeft- irlitið bannaði í síðustu viku öll smyrsl og vökva sem sagt er að fái hár tii að vaxa eða komi í veg fyrir hárlos og skalla. Framleiðendum „hármeðalanna“ var gefinn kostur á að sýna fram á niðurstöður rannsókna sem gæfu skýrt til kynna að þau bæru einhvem árangur, en enginn gat sýnt fram á tilætluð áhrif. Því var ákveðið að banna að slíkar vörur væru seldar undir fölskum merkjum. Samkvæmt rannsóknum lyfj aeft- irlits Bandaríkjanna er ekki til það efni, sem borið er á útvortis, sem hefur örvandi áhrif á hárvöxtinn. Einnig em menn þar efins um að vítamín og önnur efni sem tekin em inn beri nokkum árangur og verður næsta skrefið að banna inntökulyf sem seld em undir þeim merkjum. Eyða íslenskir skallar stórfé í skallalyf og -meðferðir? Tímanum lék forvitni á að vita hvemig „skallamenningin" á ís- landi væri, hvort menn tryðu á undralyf og skallameðferðir og hversu miklum fjármunum menn eyddu í baráttuna við skallann. Lyfjaeftirlit ríkisins vildi ekkert tjá sig um málið þegar Tíminn bar undir það hvort skoðaður hefði verið árangur ýmissa efna sem auglýst em hér sem skallameðul. Það hefur gefið samþykki sitt fyrir einu efni, Regaine, sem ekki er hægt að fá nema gegn framvísun lyfseðils. Það á að bera í hárið tvisvar á dag það sem eftir er, því ef meðferð er hætt dettur hárið af eftir þrjá til fjóra mánuði. Mánað- arskammtur kostar fjögurþúsund krónur, en það gerir 48.000 krónur á ári til að halda hárinu. í apótekum fengust þær upplýs- ingar, að nokkur efni væm seld gegn hárlosi og væru sum þeirra svo vinsæl að þau seldust iðulega upp. Verðið á þeim var um fjögur til fimm þúsund krónur skammtur- inn (flaskan), en þó var hægt að fá efni niður í um fjögurhundmð krónur. Það var hollenski hárvökv- inn Actigener. Tíminn ræddi við mann sem notaði það efni og sagðist hann láta það liggj a í hárinu í fimm til fimmtán mínútur, þá roðnaði og þrútnaði hársvörður- inn, en það væri merki þess að blóðið væri komið á hreyfingu og blóðstreymi, og þar með næringar- streymi, ykist að hárslíðrinu. Mað- urinn sagðist hafa verið með mikið hárlos og hafa verið kominn með skallablett í hvirfilinn, en nú væm sprottin þar nokkur hár og hárlos væri lítið. Maðurinn vildi ekki viðurkenna að hárlosið hefði vald- ið honum áhyggjum, þrátt fyrir að hann hefði gert tilraunir með ýmis efni vegna þess. Sumir eru andlega illa farnir af skalla Villi rakari hefur leiðbeint fólki með kollur og hártoppa í fjölda ára. Haiin sagði í samtali við Tímann að til hans hefðu verið sendir menn frá sálfræðingum og geðlæknum. „Sumir menn geta einfaldlega ekki sætt sig við þá staðreynd að þeir em að verða sköllóttir, og þjást virkilega mikið vegna þessa. Ég veit dæmi um mann sem gjörbreyttist í viðmóti eftir að hann fékk sér topp hjá mér, áður var hann lokaður, áhugalaus og bitur maður en rekur núna fyrirtæki með fjölda manns í vinnu, ánægður með lífið og tilver- una“, sagði Villi. Hann sagðist aldrei hafa selt skallameðul á sinni stofu, einfaldlega vegna þess að hann tryði ekki á þau. Um Re- gaine-efnið sagði hann að það væri grandvallað á blóðþrýstingslyfi sem hefði verið prófað á sínum tíma og haft þær aukaverkanir að skegg óx á konum og þær fengu dimma bassarödd og hár hér og þar um líkamann. Einhverjum datt í hug að þetta efni væri tilvalið í skallalyf, en Regaine er 97% spíri en 3% umrætt lyf. Villi sagðist vera vantrúa á að svo lítill styrkur efnisins, borið útvortis, hefði eitthvað að segja. Nokkuð hefur borið á auglýsing- um um hárrækt með leysergeislum hjá heilsustofum í Reykjavík. Tím- inn fór á stúfana og kannaði verð og áhrif og fékk þær upplýsingar að eitt skipti kostaði tólfhundmð krónur, en sex til tíu skipti þyrfti til að stöðva hárlos og fá hár til að vaxa aftur ef skalli væri að myndast. Hægt var að kaupa tólf tíma kort á 10.800 krónur. Aðili sem hafði farið í leysermeðferð sagði blaðamanni Tfmans að hann hefði fengið nokkurs konar bama- hár eða dún á hausinn sem hefði svo dottið af eftir nokkra þvotta. Eitt efni sem virkaði vel Villi rakari sagðist muna eftir einu efni sem hefði haft áhrif, en það vom þurrkaðir og muldir græn- blöðungar sem refum var gefið svo að þeir fengju fallegan feld. Mönn- um datt það snjallræði í hug að selja það sem skallameðal og var það gert undir nafninu Alfa alfa. „Þetta er eina skallameðalið sem gerði eitthvað gagn, því með því að éta grænblöðungana, þá eyddu þeir andremmu. En skallinn var samur á eftir,“ sagði Villi. Eitt efni virðist hafa náð nok- kurri viðurkenningu hér á landi, og er það ManeX prótínvökvinn. Hann virðist henta vel gegn hvers konar hárvandamálum, en flestum ber saman um að vökvinn dygði ekki gegn skalla, frekar en önnur efni, þrátt fyrir að umboðsaðilar á íslandi auglýstu að „erlendir vís- indamenn hafa sannað að í 73% tilvika fær ManeX hárvökvinn hár til að vaxa aftur (árangurinn fer að koma í ljós á 3-6 mánuðum). Hér á landi hefur þessi árangur verið sambærilegur". Þess má geta að mánaðarskammturinn kostar 4.500 krónur. Algengasta tegundin af skalla hjá karlmönnum er erfðabundinn og myndast á töluverðum tíma. Bandarískir skallar hafa hingað til eytt um tvöhundmð milljónum dala árlega í vörur sem þeir trúa að muni bæta úr ástandinu. Svo virðist sem þeim peningum hafi verið kastað á glæ, því eins og fyrr sagði gátu framleiðendur ekki sýnt fram á neinn varanlegan árangur efna sinna. -LDH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.