Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Laugardagur 22. júlí 1989
FRÉTTAYFIRLIT
Moskva - Mikhail Gorbat-
sjov, leiötogi Sovétríkjanna,
hefur nú tekio af allan vafa um
það að hann vill hreinsa burt úr
áhrifastöðum á öllum skipu-
lagsstigum flokksins harðllnu-
menn af gamla skólanum, og
undanskilur hann ekki sjálfa
stjórnarnefnina I flokknum,
„pólitburoið". Hann kunngerði
þessa afstöðu slna f ræðu
sem hann hélt á fundi foryst-
umanna I flokknum í tilefni af
verkföllum kolanámumanna,
en það verkfall ógnar eins og
kunnugt er efnahagskerfi So-
vétríkjanna.
Rangoon - Tveir helstu
stjórnarandstöðuleiðtogarnir í
Myanmar (sem áður hét
Burma) hafa verið hnepptir í
stofufangelsi og gefið að sök
að vera hættulegir ríkinu, að
sögn talsmanns stjórnarinnar.
Samkvæmt þeim lögum sem í
gildi eru í ríkinu gæti þetta þýtt
allt að tveggja ára fangelsi.
Kabul - Afganska rlkis-
stjórnin hefur látið lausan
bandaríska blaðamannin Tony
O'Brien eftir að hafa haldio
honum I fangelsi I sex vikur.
Hann var á sinum tíma tekinn
fastur af öryggislögreglunni
fyrir að hafa komið ólöglega
inní landið I fylgd skærulioa
sem berjast gegn Kabulstjórn-
inni. Fyrir skömmu höfðu
stjórnvöld lýst því yfir að hann
yrði náðaður.
Bamako - Muammar Gadd-
afi, leiðtogi Líbýu og Hissene
Habre, forsetinn I Chad, leidd-
ust brosandi út af fyrsta fundi
sínum I tilraunum þeirra tii að
leysa deilu landanna. Deilan
sem hefur verið þrálát hefur
verið vopnuð á köflum og snú-
ist um yfirráð yfir úraníum auð-
ugum héruðum á landamær-
um ríkjanna.
Manila - Flugvél frá flugfé-
lagi Filippseyja rann út af flug-
brautinni á flugvellinum I Man-
ila og út á fjölfarna hraðbraut f
óveðri í gær. Sjö manns létust
og 82 meiddust að sögn lög-
reglu.
Pekínq - Kínversk stjórn-
völd hafa varað löggjafann I
Hong Kong við áfleiðingum
þess sem Klnverjarnir kalla
„tilraunir til að steypa stjórninni
í Peking" og einnig hafa Kín-
verjarnir mótmælt aðstoð sem
kínverskir námsmenn hafa
fengið frá Hong Kong við að
flýja land.
Genf - Fjöldi AIDS-tilfella í
Evrópu sem tilkynnt hafa verið,
hefur vaxið um næstum 80% á
einu ári. Alþjóða heilbrigðis-
málastofnunin, WHO, greindi
frá þessu í gær. Frá mars 1988
til mars 1989 var tilkynnt um
9.636 ný tilfelli þessarar mann-
skæðu sóttar f 31 landi í Evr-
ópu. Heildarfjöldi AIDS sjúk-
linga ( Evrópu er þá kominn f
21.857 einstaklinga.
Pólland:
Samstaða hafnar
þátttöku í stjórn
Jaruzelski hershöfðingi hvatti Samstöðu til þátttöku í
ríkisstjórn undir forrystu kommúnista í fyrsta viðtali sínu við
fjölmiðla eftir að hann var kjörinn forseti Póllands síðastlið-
inn miðvikudag. Samstaða hefur hafnað þessum tilmælum
forsetans og kom leiðtogi samtakanna á þinginu, Bronislaw
Geremek, með þá gagntiUögu að Samstaða myndaði ríkis-
stjórn.
í viðtalinu, sem birtist í Trybuna
Ludu málgagni kommúnistaflokks-
ins, hvatti Jaruzelski Samstöðu til
þátttöku í ríkisstjórn undir forystu
kommúnista og samtökin styddu þar
með ráðstafanir til að bæta efnahags-
ástandið og lýðræðislegar umbætur.
„Við höfum áhuga á að fá stjómar-
andstöðuna til þátttöku í samvinnu
um stjóm landsins og samábyrgð,“
sagði hershöfðinginn sem náði for-
setakjöri með mjög naumum meiri-
hluta.
Geremek, þingleiðtogi Samstöðu,
svaraði umleitan Jamzelski í sama
blaði og sagði að samtökin hefðu
enga möguleika á að ganga til sam-
starfs í stjórn undir forystu kommún-
ista. „En ég er sannfærður um að
ríkisstjórn skipuð fulltrúum Sam-
stöðu getur skapað einingu með
þjóðinni... Þetta er aftur á móti allt
annað tilboð og allt önnur ríkis-
stjórn," sagði Geremek um málaleit-
an Jaruzelski.
Fréttaskýrendur segja að komm-
únistar og fylgismenn þeirra hafi enn
ekki tekið afstöðu til þess hvort
næsta ríkisstjóm eigi að vera undir
forystu Samstöðu eða kommúnista-
flokksins.
Á fimmtudaginn komst þingflokk-
ur Samstöðu ekki að sameiginlegri
niðurstöðu varðandi tillögu nokk-
urra af leiðtogum samtakanna um
að Samstaða væri tilbúin að taka
forsæti í ríkisstjóm. Var ákvörðun
varðandi tillöguna frestað þar til í
næstu viku. Reuter/SSH
Jaruzelski hershöfðingi.
Sovéskt beitiskip á hraðri sighngu.
Flotastöðin í Norfolk:
Sovésk herskip í
kurteisisheimsókn
Þrjú skip úr flota Sovétríkjanna
sigldu í gær inn í flotastöðina í
Norfolk í Bandaríkjunum. Skipin
eru í fjögurra daga kurteisisheim-
sókn og er hún táknræn fyrir bætt
samskipti stórveldanna tveggja.
Beitiskipið Ustinov sigldi undir
bandaríska og sovéska fánanum inn
í flotastöðina og í kjölfarið fylgdi
tundurspillirinn Otlichny og
olíuskipið Genrikh GasAwio.
Hljómsveit um borð í Ustinov lék
„Stars and Stripes“ meðan beitiskip-
ið lagðist að bryggju við hlið banda-
rfska beitiskipsins Yarnell.
Sovéski sendiherrann í Washing-
ton, Yuri Dubinin, bauð áhafnirnar
velkomnar ásamt yfirmönnum í
bandaríska flotanum og yfir hundrað
bandarískum fréttamönnum og
ljósmyndumm.
„Fyrir nokkmm ámm hefði eng-
um komið til hugar að eitthvað
þessu líkt myndi gerast í náinni
framtíð. En hugmyndin að baki
heimsókninni er góð, nú þegar sam-
skipti stórveldanna hafa batnað svo
mjög,“ sagði Grigoriy Yakovleyev
hershöfðingi, og einn helst sendifull-
trúi Sovétríkjanna í Bandaríkjun-
um.
Áhafnir sovésku skipanna telja
um 1100 sjóliða og mun verða farið
með þá í sérstaka kynnisferð þar
sem m.a. verður farið með þá á
dæmigerðan bandarískan hamborg-
arastað, verslunarmiðstöðvar og
skemmtigarða. Reuter/SSH
Malasía:
Breti tek-
inn af lífi
fyrir eitur-
lyfjasmygl
Derrick Gregory, breskur
ríkisborgari, var tekinn af lífi í
Malasíu snemma í gærmorgun.
Gregory var dæmdur til dauða
fyrir tveimur árum fyrir að hafa
fíkniefni í fórum sínum. Yfirvöld
í Bretlandi lýstu yfir vonbrigðum
sínum strax og fréttist um aftök-
una, en þau höfðu farið fram á að
dómurinp yrði mildaður. Aftak-
an fór fram í dögun og var
Gregory hengdur.
Dómstóll í Malasíu dæmdi
Gregory til dauða í marsmánuði
1987. Honum var gefið að sök að
hafa reynt að yfirgefa landið með
576 grömm af heróíni í fórum
sínum. Eiturlyfið faldi hann í
stígvélum sínum og undirfatnaði.
Gregory var 42 ára gamall, frá
Middlesex í suðurhluta
Bretlands. Hann var handtekinn
fyrir sjö árum á eyjunni Penang.
Við yfirheyrslur sagði Gregory
að hann hefði verið neyddur til
að reyna að smygla heróíninu
eftir að hann hafði fengið dauða-
hótanir frá tveimur mönnum sem
hann hitti á eyjunni.
Við réttarhöldin úrskurðaði
geðlæknir að Gregory ætti við
alvarleg geðræn vandamál að
stríða.
Eiturlyfjalöggjöfinni var breytt
í Malasíu árið 1975. Þá var
dauðadómur lögboðinn gagnvart
þeim sem fundnir voru sekir um
að hafa í fórum sínum meira en
15 grömm af heróíni eða 200
grömm af marijúana. Frá þeim
tíma hafa rúmlega 70 einstakling-
ar verið teknir af lífi fyrir eitur-
lyfjasmygl, flestir þeirra voru As-
íubúar en þrír voru af vestrænum
uppruna. Reuter/SSH