Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 22. júlí 1989
Tíminn 23
Búnaðarfélag Gaulverja-
bæjarhrepps 100 ára
Alþjóðanefnd um stórar stíflur (ICOLD):
170mannsskoða
stórar stíflur
Á þessu ári eru liðin 100 ár frá því
Búnaðarfélag Gaulverjabæjar-
hrepps var stofnað. Var aldarafmæl-
isins minnst með samkomu í Félags-
lundi 1. júlí s.l.
í afmælishófinu var m.a. saga
félagsins rakin í stórum dráttum.
Sýndar voru litmyndir af bændabýl-
um og störfum í sveitinni. Bænda-
kvartett söng undir stjóm Pálmars
Þ. Eyjólfssonar, m.a. lag eftir söng-
stjórann, í tilefni dagsins. Ámaðar-
óskir og veglegur silfurbikar bámst
„afmælisbarninu" frá Búnaðarsam-
bandi Suðurlands. Fjöldi góðra gesta
og brottfluttir sveitungar þáðu boð
félagsstjómar og blönduðu geði
saman á góðra vina fundi, yfir góð-
um veitingum og dunandi dansi
lengi nætur.
Búnaðarfélag Gaulverjabæjar-
hrepps var stofnað 17. febrúar 1889.
Aðal hvatamaður að stofnun félags-
ins og fyrsti formaður þess var séra
Jón Steingrímsson, prestur í Gaul-
verjabæ. Stofnendur Búnaðarfélags-
ins vom 21 og árgjald 25 aurar fyrst
í stað, hækkaði þó fljótlega og
félagsmönnum fjölgaði. Aðalverk-
efni félagsins hafa lengst af verið að
bæta og auka ræktun og bæta aðra
búskaparaðstöðu á félagssvæðinu.
Um 170 manns frá Alþjóðanefnd
um stórar stíflur (ICOLD) dvöldust
hér á landi í boði íslensku lands-
nefndarinnar í síðustu viku. í hópn-
um vom menn af 22 þjóðernum, þar
á meðal margir af reyndustu og
virtustu sérfræðingum heims á sviði
virkjunarmála og stíflubygginga.
Hópurinn ferðaðist vítt um landið
og skoðaði stíflur og virkjunarmann-
virki. Farið var í virkjanir Lands-
virkjunar í Þjórsár- og Tungnaár-
svæði, Nesjavallavirkjun var skoðuð
sem og Svartsengi. Síðan var ekið
yfir Kjöl og Blönduvirkjun, sem nú
er í byggingu, skoðuð og þaðan ekið
í Mývatnssveit með viðkomu í Lax-
árvirkjun og Kröflu. í þessari ferð
vom íslenskir sögustaðir einnig
heimsóttir og íslensk náttúra
skoðuð.
Þessi hópur kom hingað frá Kaup-
mannahöfn, þar sem 57. fram-
kvæmdastjórnarfundur samtakanna
var haldinn í boði íslensku og
dönsku landsnefndanna. í tengslum
við fundinn var haldin eins dags
ráðstefna í Kaupmannahöfn um ör-
yggi stíflna og ráðstafanir til að
tryggja það. íslenska landsnefndin
hafði veg og vanda af undirbúningi
og framkvæmd þeirrar ráðstefnu.
Hér á landi hafa verið haldnir
tveir tæknilegir fundir þar sem ís-
lenskir sérfræðingar gerðu grein fyrir
stöðu íslendinga á þessum vettvangi.
í fréttatilkynningu frá íslensku
sendinefndinni segir að þær umræð-
ur hafi verið gagnlegar og fróðlegar
og það hafi verið ávinningur fyrir
íslendinga að fá sjónarmið þessara
virtu sérfræðinga varðandi stíflur og
virkjanir hér á landi. GS.
Matreiðsla að hætti mongóla.
Kokkur Gjengis Kahn
kominn til Islands
Kokkur Gjengis Kahn er kominn
til íslands 800 árum eftir að þessi
herskái mongólski stríðskonungur
þeysti yfir sléttur Rússíá og Evrópu
AB tekur að sér
útgáfu Tenings
Altnenna bókafélagið hefur tekið að sér að gefa úr tímaritið
Tening. Þetta tímarit hefur komið út í nokkur ár, gefið út af
hópi ungra áhugamanna um listir og bókmenntir. Hefur þar
birst margs konar efni, einna mest um bókmenntir, en líka
hefur þar frá upphafi verið fjallað töluvert um myndlist, og í
seinni tíð einnig um tónlist.
Sjöunda hefti Tenings er nýkomið
út, og hefur AB tekið að sér útgáf-
una frá og með því hefti. í þessu
hefti er haldið áfram þeirri stefnu,
sem mörkuð var í 5. hefti, að kynna
rækilega einhvern erlendan höfund
eða höfunda sem ritstjórn þykir eiga
erindi við íslenska lesendur. Að
þessu sinni varð argentíska skáldið
Jorge Luis Borges fyrir valinu, en
verk hans eru rækilega kynnt í
heftinu. Er sú kynning unnin að
frumkvæði ritstjórnar, og markmið-
ið að veita innsýn í viðfangsefni,
hugmyndir og efnistök skáldsins.
Pá eru birt í þessu hefti ljóð eftir
innlenda höfunda, þekkta sem
óþekkta, innan ritstjórnar og utan,
en einnig fá erlendir rithöfundar
sinn skammt. Stefnt er að því að
hafa í hverju hefti umfjöllun um
ýmsar hliðar fíásagnarlistarinnar, og
að þessu sinni er þeiih þætti sinnt
með grein um kímni í Gamla testa-
mentinu eftir Póri Kr. Þórðarson.
Ritstjórn Tenings skipa nú þeir
Eggert Pétursson myndlistarmaður,
Einar Már Guðmundsson rithöfund-
ur, Gunnar Harðarson heimspeking-
ur og rithöfundur, Hallgrímur
Helgason myndlistarmaður, Páll
Valsson bókmenntafræðingur Sigfús
Bjartmarsson rithöfundur og Sigurð-
ur G. Valgeirsson útgáfustjóri AB.
Ætlunin er að framvegis komi út af
Teningi tvö til þrjú hefti á ári hverju.
-esig
með morðum og eyðileggingu.
Reyndar er kokkurinn ekki 800 ára
gamall þó hann sé austrænn, heldur
byggir hann matseld sfna á matar-
hefðum mongóla sem lítið hafa
breyst frá því á tímum Gjengis
Kahn.
Kokkinn má finna á nýium veit-
ingastað er ber nafnið „Mongölian
Barbecue" og er hann staðsettur á
Grensásveginum. Nafnið kann að
stinga í augu þar sem lítil finnst í því
íslenskan, en það ku vera vegna þess
að veitingastaður þessi er tengdur
lítilli veitingahúsakeðju sem vakið
hefur mikla lukku á Norðurlöndum.
Blaðamanni Tímans gafst kostur
á að smakka á árangri matarlistar
kokksins á „Mongolian Barbecue"
og verður að segjast að staðurinn og
maturinn kom skemmtilega á óvart.
Eftir að hafa bragðað á stórgóðri
mongólskri súpu sem líktist nokkuð
súpum af kínverskum uppruna, þá
var Iagt til atlögu við aðalréttinn.
Kjöt og allskyns grænmeti var valið
á diskinn og tók þjónninn þá við.
Hann hellti ýmiskonar lystasósum
yfir diskinn, en það eru einmitt
kryddsósurnar sem gera matinn svo
sérstakan. Með þeim er hægt að
spila á bragðlaukana með ýmsum
blæbrigðum eða öllu heldur bragð-
brigðum.
Eftir að sósumar höfðu kryddað
matinn var öllu saman skellt á
pönnuna þar sem veitingahúsgestur-
inn fylgist með handbragði kokksins
er hann steikir grænmetið og kjötið.
Skemmtileg stemmning sem varð
ennþá skemmtilegri þegar maturinn
var kominn á nýjan disk, heitur og
einstakiega bragðgóður. Og svo
sannarlega öðruvísi en önnur mat-
argerðarlist, þar með talin kínversk.
Fyrir mathákana ætti þessi nýi
staður að verða sannkölluð paradís,
því menn geta etið eins og þá lystír
fyrir 1280 krónur, en það er verðið
á kræsingunum sem hver og einn
velur sjálfur. Með matnum er hægt
að fá sér ágætis borðvín ef vill, eða
þá bara vatn eða mjólk.
Fyrir barnafjölskyldur er staður-
inn tilvalinn, því fyrir börn 6 til 12
ára er aðeins greitt hálft verð og fyrir
böm yngri en 6 ára er einungis
greiddur fjórðungur af fullu verði.
Pá er matargerðin hin besta
skemmtun, en veitingahúsgesturinn
tekur þátt í henni að vissu marki.
Þá er gott rými á Grensásveginum
svo einnig er tilvalið fyrir hópa að
líta inn á „Mongolian Barbecue".
Petta er svo sannarlega ekki skyndi-
bitastaður eins og sumir hafa haldið,
þó það geti verið mjög fljótlegt að fá
matinn sinn. Þetta er úrvals veitinga-
staður sem hægt er að mæla með
með góðri samvisku. -HM
Afmælistertan og hlaðborðið.
Við sem nú lifum og höfum starfað
í sveitinni á liðnum ámm og kynnst
og fylgst með framþróuninni, minn-
umst með virðingu og þökk fmm-
herjanna sem mddu brautina fyrir
eitt hundrað ámm. Á þeim tíma sat
hnípin þjóð í vanda, hér á norður-
hjaranum. Fárra kosta var völ til
bjargar sér og sínum. Langvarandi
Ljósm. Margrét Stetánsd.
Stjóm Búnaðarfélags Gaulverjabæjarhrepps. F.v. Óskar Þorgrímsson,
Þormóður Sturiuson, Geir Ágústsson.
harðindi, jafnvel hungur og bjargar-
leysi hrakti margar fjölskyldur af
landi brott. Það skipti því sköpum á
þessum ámm að í flestum sveitum
sáu framsýnir fomstumenn að lítils
megnug er „höndin ein og ein“.
Pessir menn sögðu við fólkið sem
beið og barðist hinni vonlitlu bar-
áttu: „Allirleggi saman.“ Þess vegna
urðu hreppabúnaðarfélögin til í
flestum sveitum á ofanverðri öldinni
sem leið og fagna um þessar mundir
farsælum störfum í 100 ár.
í stjórn Búnaðarfélags Gaulverja-
bæjarhrepps em nú: Þormóður
Sturluson, Fljótshólum, formaður;
Geir Ágústsson, Gerðum; og Óskar
Þorgrímsson, Efri-Gegnishólum.
Stefán Jasonarson.