Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 17
Laugardagur 22. júlí 1989
GLETTUR
- Nei, góöi minn, ég var aldrei táningur!
- Þegar þú leigðir mig til aö fylgjast meö feröum
eiginmanns þíns, þá sagðir þú mér aldrei aö hann
væri langferðabílstjóri.
-mn
- Stundum finnst mér eins og þér þyki næstum
vænna um hundinn en mig ...
- Hann sveiflaði sér á króknum upp á svalirnar til
hennar meö konfektkassa, en þá var hún meö
einhverjum kranagæja sem haföi gefið henni
demantshring ...
Debbie Reynolds leikur í
nýrri Perry Mason-mynd
Debbie Reynolds var hér
áður fyrr „dæmigerða góða
og fallega stúlkan í næsta
húsi“ í rómantísku kvik-
myndunum á sjöunda ára-
tugnum.
Nú hefur Debbie lítið sem
ekkert sést á hvíta tjaldinu í
tvo áratugi, en hún er orðin
57 ára gömul. Hún vann sér
inn einn Oscar fyrir leik sinn
í „The Unsinkable Molly
Brown“, - en nú ætlar Debbie
Reynolds að taka að sér hlut-
verk leikkonu, sem farin er
að eldast og reynir að fá
„comeback“ í söngleik á
Broadway, þ.e.a.s. að byrja
upp á nýtt eftir langt hlé.
„ Alveg eins og ég sjálf,“ sagði
Debbie Reynolds nýlega í
viðtali.
Það er sjónvarpsmynd á
vegum NBC sem Debbie ætl-
ar að koma fram í. Myndin er
um hinn óviðjafnanlega Perry
Mason.
Raymond Burr, sem um
árabil lék Perry Mason eins
og margir muna, hefur elst
nokkuð mikið, en spennan í
myndum hans hefur þó
haldist. Þessi nýja mynd heit-
ir „The Case of the Final
Curtain". Hún snýst að mestu
Þau Raymond Burr (eða Perry Mason) og Debbie Reynolds koma nú bæði fram í kvikmynd
eftir langt hlé
leyti um leikstjóra við söng-
leik á Broadway, sem er
myrtur og svo kemur Perry
Mason auðvitað upp um
morðingjann svo hann fær
makleg málagjöld.
Dýrkeyptir hjónabands-
samningar Spielberg
Steven Spielberg kvik-
myndastjórnandi og fram-
leiðandi hefur grætt óhemju
fé á myndum sínum, svo sem
eins og á „E.T.“-myndinni,
„Hver skellti skuldinni á
Kalla kanínu?“ og „Aftur til
framtíðar", „Indiana Jones“
o.fl. sem allar hafa verið
sýndar hér við miklar vin-
sældir eins og alls staðar ann-
ars staðar í heiminum.
Spielberg er nú nýskilinn
við leikkonuna Amy Irving
sem hann hefur verið kvæntur
í nokkur ár og þau eiga
saman einn son. Skilnaðurinn
varð honum dýrt spaug, því
að þau Amy höfðu fyrirfram
gert hjónabandssamning, þar
sem henni var tryggð geysileg
fjárupphæð ef til skilnaðar
kæmi, - og nú er svo komið
að Steven verður að standa
við þennan samning.
Gömulvinkonakomin
aftur til skjalanna
Þau Steven Spielberg og
Kate Capshaw, núverandi
kærastan hans, urðu fyrst
hrifin hvort af öðru 1983,
þegar hún lék í seinni „Indi-
ana Jones“-myndinni, en
ekkert varð úr sambandi
þeirra þá, þar sem Steven fór
að vera með Amy og þau
gengu í hjónaband. Þó er nú
komið á daginn, að samband
þeirra Stevens og Kate hafði
aldrei alveg slitnað, heldur
hittust þau á laun, og það
varð til þess að þau Amy og
Steven skildu. Sagt er að
Amy Irving hafi gert kaup-
mála við hjónavígsluna, og
eftir honum fái hún útborgað
við skilnaðinn 100 millj. doll-
ara!
Kate vill líka
„tryggingarsamning"
Þegar Steve fór að ræða
V
Steven Spielberg er rausnarlegur við konurnar sínar, - bæði þá fyrrverandi (neðst
t.h. f horninu) og þá tilvonandi (uppi á seðlabunkanum!)
giftingu við Kate, kærustuna
sína, bauð hann henni ein-
hvers konar fjárhagslega
tryggingu sem hún fengi
greidda, ef hjónabandið færi
í vaskinn.
Kate ráðfærði sig við lög-
fræðing sinn og kom svo með
uppkast að samningi til unn-
ustans.
Hann samþykkti allt, en varð
víst ansi langleitur þegar
hann las alla skilmálana.
Þar stóð m.a., að ef hjóna-
bandið færi út um þúfur innan
5 ára, þá ætti Kate að fá
greiddar 20 milljónir dollara,
og reiknaðist þeim þá til, -að
ef hjónabandið stæði aðeins í
eitt ár fengi Kate 55.000 doll-
ara fyrir hvem dag sem hún
væri gift Steven.
Spielberg sagði já og amen
við öllu saman og bætti við:
„Þú ert svo sannarlega þess
virði, elskan!"