Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur 22. júlí 1989
Timinn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
___Framsóknarfélögin i Reykjavik
Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson
EggertSkúlason
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. mars hækkar:
Mánaðaráskrift kr. 900.-, verð í lausasölu 80,- kr. og 100,- kr. um
helgar. Áskrift 900.- Grunnverð auglýsinga kr. 595,- pr. dálksentimeter
Póstfax: 68-76-91
Ríkisstjórnin og
Borgaraflokkurinn
Þingflokkur Framsóknarflokksins samþykkti á
fundi sínum á fimmtudaginn að fela formanni
flokksins, Steingrími Hermannssyni forsætisráð-
herra, að vinna að því að Borgaraflokkurinn undir
stjóm Júlíusar Sólnes gerðist aðili að ríkisstjóminni.
Þessi samþykkt þarf út af fyrir sig ekki að koma
á óvart. Hún er ítrekun á fyrri afstöðu Framsóknar-
flokksins um stjórnarþátttöku Borgaraflokksins.
Það var frá upphafi vilji framsóknarmanna að Borg-
araflokkurinn yrði aðili að ríkisstjórn þeirri sem
Steingrímur Hermannsson myndaði í september sl.
Ekki fer heldur milli mála að innan Borgara-
flokksins var mikill vilji til þess frá upphafi að vera
þátttakandi í ríkisstjórninni, þótt sérkennileg
innanflokksátök yrðu þess að lokum valdandi að
svo varð ekki. Hér verður því haldið fram að það
hafi verið skaði að Borgaraflokkurinn skyldi verða
utanveltu í stjórnarsamstarfinu í haust. Þótt eftir-
tektarvert sé, hversu ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar hefur tekist vel samstarfið við Alþingi,
þrátt fyrir veika meirihlutastöðu sína, þá ber eigi að
síður að gera allt sem unnt er til þess að treysta
þingstyrk stjórnarinnar með beinum og formlegum
hætti.
Þess er ekki að dyljast að þátttaka Borgaraflokks-
ins í ríkisstjórninni krefst breytinga á skipan
ráðuneyta. Stjórnarflokkarnir verða að sýna fram-
tak og sveigjanleika í því sambandi, enda óhjá-
kvæmilegt að ætla Borgaraflokknum eðlilega hlut-
deild í skiptingu ráðuneyta.
Tímanum er kunnugt um að beinar og óbeinar
viðræður hafa staðið milli forsvarsmanna stjórnar-
flokkanna og Borgaraflokksins um þátttöku hans í
ríkisstjórninni. Þessar viðræður hafa leitt í Ijós að
samstarfsgrundvöllur er síður en svo útilokaður.
Að mati þingflokks Framsóknarflokksins er tíma-
bært að vinna af einbeitni að því að fá Borgaraflokk-
inn til stjórnarsamstarfs og skorað á samstarfs-
flokkana, Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkinn að
stuðla að því að það megi takast sem fyrst.
Undirbúningur þingmála fyrir næsta Alþingi er
þegar hafinn og eykst með hverri vikunni sem líður.
Engum dettur annað í hug en að fram undan sé
erfiður tími í íslenskum stjórnmálum. Það þarf að
taka af festu á ýmsum málum, þegar Alþingi kemur
saman, og ekki síður að undirbúa þingmál af
kostgæfni. Það er pólitísk og þingræðisleg nauðsyn
að ríkisstjórnin láti einskis ófreistað að styrkja
stöðu sína á Alþingi.
Samþykkt þingflokks Framsóknarflokksins um
hvatningu til þess að semja við Borgaraflokkinn um
stjórnaraðild er í fyllsta máta tímabær. Öll rök,
pólitísk og þingræðisleg, mæla með því að ríkis-
stjórnin stigi þetta skref. Hvað það atriði snertir, að
geta aukið formlegan þingstyrk sinn, stendur ríkis-
stjórnin á tímamótum. Hún á ekki að láta sér úr
greipum ganga það tækifæri sem nú býðst í því efni.
T EÐRIÐ er hið sígilda um-
ræðuefni á íslandi.
Árið 1989 verður sennilega
ekki í minnum haft fyrir góð-
viðri, þótt bjartsýnum mönnum
þyki reyndar of snemmt að gefa
því lokaeinkunn, því árið er þó
ekki nema vel hálfnað, og enn er
talsvert eftir af sumrinu. Fer
þó síst milli mála að síðastliðinn
vetur var langur og snjóþungur
og hefur sett mark sitt á gras-
sprettu og annan gróður. Víða á
landinu er því heyskapartíðin
seinna á ferð en gerist í bestu
árum, þótt óþurrkar að undan-
förnu hafi einnig sitt að segja.
Ekki þarf að minna á að
ísland er stórt land að flatarmáli.
Hins vegar er eins og sífellt sé
ástæða til að rifja það upp að
veðurfar og gróðurskilyrði,
landslag og landkostir er allt
mismunandi eftir landshlutum
og héruðum. Þó ekki sé annað
en sú góða veðurþjónusta sem
hér er og greinargóðar veður-
fréttir þá ætti flestum að vera
ljóst að veðurfar á landinu er
afar breytilegt eftir stöðum. Það
er t.d. sjaldnast sama veður
norðanlands og sunnan. Sunn-
lendingar fagna yfirleitt norðan-
átt, því að henni getur fylgt
sólskin og kærkomið þurrviðri.
Norðanáttin er hins vegar nöpur
á Norðurlandi, en suðvestanátt-
in (sem Sunnlendingar kalla „ús-
sinning“) breytir Norðurlandi og
Austfjörðum í suðræn sólar-
lönd, oft með þess háttar rjóma-
lognum, sem gera þögnina helst
til hávaðasama. Þá rignir á Suð-
ur- og Suðvesturlandi og fólk
verður leitt á veðurfarinu og
kvíðið um framtíðina. Þetta er
ofur eðlilegt, og lítið við því að
segja þótt íslensku misviðrin
leggist alla vega í menn.
Veðurfar og uppeldi
Hins vegar benda ýmsir raun-
sæir veðurfarsheimspekingar á,
að það sé nauðsynlegt uppeldis-
og menntunaratriði að aðlaga
sig veðurfari heimalanda sinna
eða þar sem þeir hafa búsett sig.
Ekkert land er byggilegt mönn-
um lengur en þeir vilja sjálfir
hagnýta sér það og þó umfram
allt að þeir kunni að hagnýta sér
landið og kosti þess. En ef það
er uppeldis- og menntunaratriði
að una glaður í landinu, þá er
nauðsynlegt að átta sig á, hvern-
ig á að standa að slíku uppeldi
eða hvernig hægt er að
„mennta“ fólk til þess að geta
lagað sig farsællega að sínu eigin
landi.
Ef umræður um uppeldi og
menntun yrðu teknar upp á
þessum nótum, þá er eigi að
síður hætt við að sjónarmiðin
yrðu sundurleit um hvemig slíkt
mætti verða án þeirra öfga, sem
ófrávíkjanlegar forskriftir hafa í
för með sér. Það er síður en svo
vandalaust að uppfræða æsku-
fólkið um sitt eigið land svo að
það komi af sjálfu sér að uppvax-
andi kynslóð meðtaki þá skyn-
semi sem það er að kunna að
aðlaga sig landi sínu. Eigi að
síður hvílir þessi skylda á uppal-
endum, á uppeldis- og mennta-
kerfinu. Þeir sem ráða upp-
fræðslu og menntun í landinu,
móta og framkvæma mennta-
stefnu í víðum skilningi, komast
ekki hjá því að takast á við þetta
verkefni.
Margt bendir til þess að fátt sé
nauðsynlegra í umræðum um
fræðslumál en að þroska aðlög-
unarhæfni æskunnar að þeim
kjörum og aðstæðum sem landið
hefur að bjóða. Alrangt er að
slíkt þurfi að gerast með gróf-
gerðri innrætingu eða upphaf-
inni dýrðarrollu um landið og
kosti þess. Þrátt fyrir það hlýtur
það að vera inntak uppfræðsl-
unnar um sitt eigið land að
þekkja kosti þess umfram
ókosti, að fólk sé fært um að
bera sitt eigið land saman við
önnur lönd án þess að mikla
fyrir sér ágæti annarra landa og
annarra þjóðfélaga, en þekkja
naumast hvað þess eigið land
hefur fram yfir önnur.
Einkaréttur
á alþjóðahyggju
Því miður er eins og mótendur
uppeldis- og fræðslustefnu hliðri
sér hjá því að takast á við
þennan grundvallarþátt í
menntamálum. Það farg virðist
hvíla á þeim, að þeim verði
brugðið um þröngsýna þjóðern-
ishyggju, sem ekki gangi í takt
við þá alþjóðahyggju, sem menn
segja að heimsástandið geri
kröfu til. Hitt sýnast ungir
menntamenn ekki óttast að nýja
alþjóðahyggjan kunni að fela í
sér eitthvað annað en oftast er
látið í veðri vaka. A.m.k. hafa
áköfustu talsmenn alþjóða-
hyggjunnar ekki skilgreint efni
hennar svo vel, að ljóst sé að
hverju hún stefnir umfram það
sem sagt er almennum orðum.
Verst er að verða þess var að
sífellt fjölgar þeim röddum, sem
vekja grun um að þessir alþjóða-
hyggjupostular telji sig hafa
einkarétt á skoðunum sem varða
þróun alþjóðamála og innihald
alþjóðlegra samskipta. Slíkan
einkarétt eiga þeir ekki. Enn
hefur ekki verið fundin upp nein
algild alþjóðastefna, viðhorfin
til alþjóðasamvinnu og hvemig
hún skuli framkvæmd er að
sjálfsögðu óútkljáð mál og á því
mótunarstigi að of snemmt er að
kveða upp úr um hvernig því
lyktar.
Undir það skal tekið að ís-
lendingar eiga ekki að bregðast
við áreitni og áskorunum Evr-
ópuhreyfingarinnar með ein-
angrunarstefnu og láta eins og
ekkert sé að gerast. íslendingar
geta nánast engin áhrif haft á þá
þróun sem á sér stað um eflingu
Evrópubandalagsins. Þess
vegna er gagnslaust að íslend-
ingar fari að skipta sér í önd-
verðar fylkingar um það, hvort
þeir séu með eða móti Evrópu-
bandalaginu, ekki frekar en þeir
fara að skipta sér af tilveru
annarra ríkjabandalaga.
Þess vegna ættu íslendingar
ekki að fara að trúa því áð
einhver skylda hvíli á þeim að
taka fullan þátt í þessu nána
Evrópusamstarfi. Þess háttar
skyldukvöð er ekki til. Og það
er óþarfi að fara að búa hana til
upp úr þurru. í því er ekki fólgin
einangrunarstefna eða andstaða
gegn alþjóðahyggju að hafna
þátttöku í samtökum, sem aðrir
standa fyrir og kunna að henta
hagsmunum þeirra. Ekkert hef-
ur enn komið fram sem bendir
til þess að íslendingar hafi hag
af því að tengjast Evrópubanda-
laginu stjórnskipunarlega. Hins
vegar liggur ljóst fyrir að slík
tengsl myndu veikja efnahags-
grundvöll landsins og skerða
sjálfstæði í ákvörðunum. Allar
reikningslíkur, sem birtar hafa
verið um óhagræðið af því að
standa utan hins svokallaða lok-
aða Evrópumarkaðar, eru svo
einhæfar að á þeim er ekkert
mark takandi. Borðliggjandi er
að stjórnskipunarlegt réttinda-
afsal fylgir aðild að Evrópu-
bandalaginu auk afsals yfirráða
yfir auðlindum landsins. Þeir
sem ímynda sér að hægt sé að
semja sig undan slíkum grund-
vallarþáttum í stjómskipun Evr-
ópubandalagsins vita ekki um
hvað þeir em að tala. Ef menn
em orðnir svo alþjóðlega sinn-
aðir að þeir hafa engan áhuga á
fullveldi og sjálfstæði, þá ættu
þeir a.m.k. að hafa smekk fyrir
hvað vinnst og hvað tapast í
viðskiptum og bjargræðismögu-
leikum, þegar búið er að afsala
yfirráðum yfir auðlindum lands-
ins fjölþjóðahagsmunum Evr-
ópubandalagsins.
Stjómmálamenn þegja
íslendingum er í bráð og lengd
mikilvægast að halda yfirráðum
yfir auðlindum landsins. Sam-
skipti við Evrópubandalagið og
önnur ríkjabandalög og við-
skiptasvæði verða því að grund-
vallast á þeirri meginforsendu
að þau yfirráð haldist óskomð.
Þá kröfu verður að gera að
ráðamenn þjóðarinnar haldi fast
við þessa meginreglu. Það er
með öllu óþarft að víkja í
nokkm frá henni. Afstaðan til
Evrópubandalagsins verður að
byggjast á viðskiptasamningum
eins og verið hefur alla tíð og
gefist vel. Það dreifir kröftunum
að hugsa sér aðrar leiðir, enda
brýnt að þjóðin geti staðið sam-
an í svo afdrifaríku máli. Þess
vegna verður það ekki of oft
endurtekið að umræður um sam-
skipti íslands við Evrópubanda-
lagið þurfa að verða víðtækari
og ekki svo einhliða sem verið
hefur. Einhæfni umræðnanna
felst í því að miða alla rök-
semdafærslu og upplýsingar við
það hvaða fjárhagslegan ávinn-
ing íslendingar eigi að hafa af
því að verða aðilar að Evrópu-
bandalaginu og hverju þeir tapa
fjárhagslega af því að standa þar
utan við. Öllu er þessu stillt upp
í einföld dæmi sem miðuð eru
við eina útkomu, eins og tíðkast
í reikningskennslu bama. Þetta
er röksemdafærsla í þágu við-
skiptahagsmuna milliliðanna í
þrengsta skilningi. Pólitísk atriði
og stjórnskipunarmál fást naum-
ast rædd. Auðlindayfirráðin,
sem falla þar undir, em varla
talin umræðu verð. Almenning-
ur þarf að fara að taka við sér og