Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 13
Laugardagur 22. júlí 1989
Tíminn 25
þeir mættust í Bótinni eða á Ráð-
hústorgi. Kennararnir þéruðu okkur
og við voguðum okkur varla að
ávarpa þá að fyrra bragði og fengum,
okkur sumir höfuðfat til að geta líka
tekið ofan þegar við mættum þeim á
götu. f sjálfu sér vorum við miklu
nær Hólaskóla en fjölbraut nútím-
ans. En samt - þetta voru dagar
mikiis vors óg vona og kom þar ekki
síst til að ófriðurinn mikli var að
baki.
En á þessum tímamótum í ævi
séra Baldurs vil ég fyrst og fremst
þakka honum forn kynni og góðan
vinskap, þar sem aldrei hefur borið
skugga á. Kynni okkar urðu vinátta
um það bil, sem okkur snjóaði inn í
Guðfræðideild Háskóla íslands, þar
sem við áttum samleið, en jafnframt
vorum við samstúdentar.
Þessi ár eru fyrir flestra hluta sakir
ógleymanleg - og fáir voru dagarnir,
að við bærum ekki saman bækur
okkar. Stundum spenntum við okk-
ur upp á morgnana til að heyra
prófessorana með áhugaverðum
deildarfélögum, sem flestir urðu
prestar eins og við. Aðrir dagar voru
líka skjótt liðnir við spjall og um-
ræðu um klukkuverk þessa heims og
annars, þegar leiftrandi athuga-
semdir séra Baldurs lyftu umræðu-
efninu yfir lágkúruna og gáfu því
frumleik og ferskt inntak, en hann
varð snemma fundvís á að orða
hugsun sína á annan hátt en við
hinir. Og stundum náði nóttin degi,
þegar lögð voru á ráð hvemig bjarga
skyldi heimi, sem ógnað var af
atómsprengju og köldu stríði.
En örfá háskólaár „eru skjótt
riðin hjá“ - og í maí 1956 gengum
við út í vorið nýbakaðir kandidatar.
Nokkrum dögum seinna vígðist séra
Baldur til Vatnsfjaðarprestakalls,
þar sem hann hefur setið síðan.
Þótt vík yrði nú milli vina héldum
við áfram að rækja fom kynni og
ekki leið á löngu að við heimsæktum
hann vestur. Hann ók með okkur
um prestakallið, kynnti okkur fyrir
grónum stórbændum og sýndi okkur
Kaldalón. Þá var enn hótel á Arn-
gerðareyri og brottflutningur fólks
við fsafjarðardjúp ekki hafinn í
þeirri mynd sem síðar varð. Og
næstu árin ferðuðumst við jafnan
saman, nokkrir gamlir félagar og
vinir. Stundum mæltum við okkur
mót við séra Baldur og heimsóttum
byggðir landsins. Vestfirðir urðu
drjúgir, einnig Norðurland með
Skaga sínum og Skagafirði þar sem
séra Baldur var í heiminn borinn, á
Hofsósi, hinum foma verslunarstað.
f einni slíkri ferð um Skagafjörð
opnaði hann okkur svið Sturlungu af
slíkri snilld, að ætíð síðan get ég
lokað augum og horft á þá Gissur
Þorvaldsson þeysa yfir Héraðsvötn
til Örlygsstaða, þar sem lið þeirra
Sighvats og Sturlu náði vart vopnum
sínum.
Stundum heimsóttum við aldna
presta, hlaðheita og lífsreynda, sem
sumir hverjir borðuðu enn þá þrí-
mælt á sumrin. Minnisstæðust slíkra
heimsókna er koma okkar til séra
Sigurðar heitins Norlands í Hind-
isvík, hins sérstæða gáfumanns, sem
las okkur þýðingar sínar á íslenskum
ljóðum á ensku og vakti síðan athygli
okkar á hinni „eilífu sýn til Stranda“,
eins og skagfirskt skáld komst að
orði í túni hans.
Já, þannig em margar myndir
liðinna ára ofnar samvem með séra
Baldri og öðmm góðum vinum okk-
ar - og mætti slíkar lengi skoða, en
nú er mál að linni.
Lifðu heill, séra Baldur, góði
vinur. Við væntum þess, félagar
þínir að mega enn hitta þig í Vatns-
firði - við Djúpið - þótt ekki væri til
annars en standa með þér á bryggj-
unni þar, þegar morgunlognið spegl-
ar fjöllin.
Hamingjuóskir og kveðjur frá
okkur hjónum til ykkar í Vatnsfirði.
Sigurjón Einarsson
Vatnsfjörður við ísafjarðardjúp
hefur um aldaraðir verið höfðingja-
setur, - kirkjustaður og prestssetur.
Þar hafa prestar tíðum haft langa
viðdvöl, sjaldan horfið þaðan burt
vegna óvenjulegra kosta, sem brauð
þetta hafði fyrir hlunninda sakir.
Það ætlar að sannast á núverandi
presti, að hann fetar í fótspor þeirra,
sem kunnað hafa að meta þetta góða
brauð þar vestra og gerzt þaulsætnir,
því að þar hefur hann átt setu nú um
þriðjung aldar. Þetta er sr. Baldur
Vilhelmsson, sem þjónað hefur
Vatnsfjaðarprestakalli frá því um
miðja öldina eða frá árinu 1956, en
hann á merkisafmæli nú um þessar
mundir, verður sextugur hinn 22.
júlí. Af því tilefni vil ég leyfa mér að
minnast prests, míns gamla, góða
vinar á þessum tímamótum í lífi
hans og færa honum þakkir fyrir allt
gamalt og gott á liðnum dögum.
Sr. Baldur Vilhelmsson í Vatns-
firði er Skagfirðingur að uppruna,
fæddur á Hofsósi 22. júlí 1929, sonur
þeirra merkishjóna Vilhelms kaup-
manns og símstöðvarstjóra Erlends-
sonar verzlunarstjóra á Grafarósi,
Pálssonar, og konu hans, Hallfríður
Pálmadóttur, prests á Hofsósi, Þór-
oddssonar. Þau hjón fluttust að
Blönduósi 1947, þar sem Vilhelm
var póst- og símstöðvarstjóri um tíu
ára skeið. Móðurafi sr. Baldurs, sr.
Pálmi Þóroddsson, sem raunar var
Suðurnesjamaður að ætt, þjónaði
brauðum í Skagafirði 1885-1934.
Hann var kvæntur Önnu Hólmfríði,
Iaundóttur sr. Jóns Hallssonar, hins
alkunna myndarklerks í Skagafirði á
síðari hluta 19. aldar, síðast í
Glaumbæ (d. 1894). Þannig hefur sr.
Baldur ósvikið prestablóð í æðum
sínum, svo að ekki var óeðlilegt, að
honum kippti í kynið og hann gengi
þessa sömu embættisbraut. En hann
hefur sem sagt einnig mikið og gott
skagfirzkt blóð í æðum, fæddur og
uppalinn þar í héraði og dvaldist
m.a. sem unglingur iðulega á Reyni-
stað hjá mórðursystur sinni, Sigrúnu
Pálmadóttur, og manni hennar, Jóni
Sigurðssyni, alþingismanni og óðals-
bónda, sem þar gerðu garðinn fræg-
an um langt skeið. Þetta skagfirzka
uppeldi hefur sr. Baldur talið sér til
tekna, enda er honum einlægt
Skagafjörður kær og lofsyngur hann
jafnan sem eitt af meginhéruðum
landsins.
Sr. Baldur varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri 1950
og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla
íslands 30. maí 1956. Hann fór beint
frá prófborði í prestsskap, var settur
prestur í Vatnsfjarðarprestakalli í
Norður-ísafjarðarsýslu 2. júní 1956
og vígður í dómkirkjunni í Reykja-
vík af biskupnum, sr. Ásmundi Guð-
mundssyni, daginn eftir. Hann hlaut
veitingu fyrir Vatnsfirði 4. júní 1958
að undangenginni kosningu. hann
hefur því verið prestur þar í 33 ár.
Jafnframt hefur hann þjónað Ögur-
sókn alla tíð frá árinu 1965, en
sóknin var formlega sameinuð
Vatnsfjaðarprestakalli árið 1970.
Hefur sr. Baldur þjónað 5 sóknar-
kirkjum: Vatnsfirði, Nauteyri, Mel-
graseyri, Unaðsdal og Ögri. Þetta er
áreiðanlega eitt víðlendasta presta-
kall landsins, strandlengjan frá Ögri,
sunnan Djúps, að Unaðsdal, norðan
Djúps, er á annað hundrað km.
Eins og að líkum lætur er ekkert
sældarbrauð að komast á milli staða
á þessum slóðum, er vetur sækir að,
enda sr. Baldur þurft að ferðast með
margvíslegum hætti: ýmist aka hina
löngu strandlengju með fjörðum sín-
um eða róa á báti yfir djúpið í
skammdegisrökkri, ellegar nota
hesta postulanna á vegleysum.
Minnisstæð er mér frásögn hans, þá
er hann fór eina slíka för í tunglsljósi
yfir Kaldalón. Þetta er það líf, sem
prestamir hafa Iifað um aldir á
Islandi, og sr. Baldur hefur kunnað
þvf vel.
Sr. Baldur hefur einnig lagt drjúg-
an skerf að mörkum við uppfræðslu
barna og unglinga, því þegar fyrsta
veturinn þar vestra gerðist hann
kennari við héraðsskólann á Reykja-
nesi, kenndi þar um tfu ára skeið og
oft í forföllum síðan. Hafa nemend-
ur lokið lofsörði á kennslu hans og
uppeldisáhrif, enda hefur hann ríka
hæfileika á þessu sviði.
Með störfum sínum vestra hefur
hann tengzt héraðinu og fólki þess
traustum böndum, gerþekkir þar
mannlíf til sjávar og sveita, og hafa
verið falin ýmis trúnaðarstörf, setið
í hreppsnefnd, sýslunefnd og skóla-
nefnd m.m. Þess má geta, að sr.
Baldur húsaði staðinn að nýju upp á
eigin spýtur árið 1967. Þá hefur hann
einnig rekið nokkurn fjárbúskap frá
upphafi. Það má segja um sr.
Baldur, að hann hafi orðið „upp-
byggilegur í sinni embættisstöðu",
eins og Benedikt prófastur Vigfús-
son á Hólum komst að orði um
forföður hans, sr. Jón Hallsson,
forðum tíð. Nú síðast hafa umsvif sr.
Baldurs aukizt að því leyti, að á s.I.
ári var honum falið embætti prófasts
í ísafjarðarprófastsdæmi.
Á þessum langa tíma, sem sr.
Baldur hefur þjónað vestra, hefur
hann lifað mikla röskun byggðar.
Kann hann frá mörgu að segja um
mannlíf á stöðum, þar sem nú er
ekkert nema „eyðingin hljóða". Er
vonandi, að hann festi á blað eitt-
hvað af kynnum sfnum við horfið
mannlíf, svo glöggur skoðandi þess
sem hann hefur jafnan verið, með
rfka tilfinningu fyrir sögu þjóðarinn-
ar. Um ritleikni hans þarf ekki að
efast, því að þar eru afmælis- og
minningargreinar hans um sóknar-
böm óbrigðult vitni, - ég minnist
frábærrar greinar hans um Aðalstein
á Skjaldfönn fyrir skömmu.
Sr. Baldur lét sér ekki nægja að
boða mannskepnunni paradís á
himnum fyrir tilstilli trúarbragða,
heldur dugði ekki minna að hans
dómi en að sú sama skepna öðlaðist
paradís á jörðu á undan! Hann
gerðist nefnilega á námsárum sínum
sósíalisti af eldmóði og hefur í lífi og
starfi reynt að sameina þá hugsjón
trúarlegi vissu sinni. Þó að við sumir
félagar hans höfum stundum átt
erfitt með að koma þar öllu heim og
saman, er ekki annað að sjá en
þessir þættir lifi í góðu samkomulagi
hjá vini vorum. Og þrátt fyrir mikil
vonbrigði með framvindu mála á
ýmsum sviðum pólitíkur utanlands
og innan, hefur hann hvorki látið
deigan síga né svikið þær hugsjónir,
sem hann að hylltist ungur, minnug-
ur þess, að baráttan gegn óréttlæti
og stórgölluðu þjóðfélagskerfi held-
ur áfram, þótt einhverjir kauðar hafi
slett á hugsjónina auri. „Fólkið er
veikt!“ eru líka fleyg orð sr. Baldurs,
þegar hann er að tjá veikleika
mannsins í hörðum heimi.
Sr. Baldur er félagslyndur maður
og vinsæll, enda á mannamótum
hrókur alls fagnaðar, óvenjulega
hnyttinn í orðum og lætur margt
fjúka, uppfullur af húmor, oftast í
græskulausu gamni, þótt broddur
geti verið í falinn á stundum. Af
honum eru sagðar sögur, kannski
stundum ekki allar gullsannar, en
maðurinn er orðinn þjóðsaga í lif-
anda lífi, ef svo má segja. Hann er
fjölfróður og víðlesinn, bæði í forn-
um og nýjum bókmenntum. Ungur
heillaðist hann af Sturlungu, gjör-
þekkir þar menn og atburði og ræðir
um eins og þátttakandi í leiknum. Þá
ber hann gott skyn á rit erlendra
höfunda, og er mér minnisstætt í
þeim efnum tilvitnanir hans í Thom-
as Mann og Knut Hamsun, sem
hann hefur löngum dáð og kennt
öðrum að meta.
Hinn 6. október 1957 kvæntist sr.
Baldur Ólafíu Salvarsdóttur, bónda
Ólafssonar í Reykjafirði við ísa-
fjarðardjúp, og konu hans, Ragn-
heiðar Hákonardóttur frá Reykhól-
um. Ólafía hefur staðið við hlið hans
í blíðu og stríðu, annast börn og bú
af dugnaði og kostgæfni og haldið
uppi rausn Vatnsfjarðarheimilisins
með presti. Þau hafa átt saman fimm
mannvænleg börn, tvær dætur, Hall-
fríði og Ragnheiði, og þrjá syni,
Þorvald, Stefán og Guðbrand, öll
uppkomin og flutt að heiman.
Á þessum tímamótum sendi ég
Baldri og fjölskyldu hans innilegar
afmæliskveðjur frá mér og mínum,
um leið og ég þakka afmælisbaminu
dýrmæta vináttu á liðnum árum, og
vona jafnframt, að þar verði ekki lát
á fyrr en í fulla hnefana. Lifðu heill!
Einar Laxness
Dvalar- og hjúkrunarheimili,
Kirkjubæjarklaustri
Tilboð óskast í að steypa upp og ganga að fullu frá að utan ofangreindu húsi. Húsið er kjallari
og ein hæð alls um 750m2. Heildarrúmmál um 2400 m3.
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. september 1990.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, til og með 4, ágúst 1989
gegn 10.000.- skilatryggingu.
Tilboö verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 15. ágúst 1989 kl. 11.30.
IIMNKAUPASTOFIMUIM RIKISIIMS
BOnr.ARTUNI 7 10S RFVKJAVIK
Auglýsing
um verkleg próf í endurskoðun
Samkvæmt reglugerð nr. 208/1979, sbr. reglugerð
nr. 1 /1980, verður haldið verklegt próf til löggilding-
ar til endurskoðunarstarfa í nóvember 1989.
Þeir sem hyggjast þreyta prófraun sendi prófnefnd
löggiltra endurskoðenda, fjármálaráðuneytinu, til-
kynningu þar að lútandi fyrir 1. september n.k.
Tilkynningunni skulu fylgja skilríki um að fullnægt
sé skilyrðum til að þreyta prófraun sbr. lög nr.
67/1976.
Prófnefndin mun boða til fundar með prófmönnum
í september n.k.
Reykjavík, 21. júlí 1989
Prófnefnd löggiltra endurskoðenda
LAUS STAÐA
Staða deildarstjóra í fjármáladeild félagsmála-
ráðuneytisins er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun
og fyrri störf sendist félagsmálaráðuneytinu fyrir
11. ágúst n.k.
Félagsmálaráðuneytið, 21. júlí 1989
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Lausar stöður
við framhaldsskóla
Framlengdur umsóknarfrestur:
Við Menntaskólann á ísafirði eru lausartil umsóknar kennarastöður
í íslensku og þýsku.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík fyrir 4. ágúst
n.k.
MENNT AMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Til sölu notaðar vélar
Súgþurrkunarmótor frá Jötni 1. fasa, 18 hö. 440
volt. Rafstöð, Marcon 1. fasa 15 kv. 440/220 volt.
Heyblásari Wild GB-55.
Upplýsingar í síma 98-21026.
Innilegt, hjartans þakklæti til allra sem glöddu mig á
afmælimínu 12. júlí s.l. meö gjöfum, blómum, skeytum
og heimsóknum og ég þakka innilega ógleymanlega
daga á Edduhótelinu á Varmalandi.
Guö blessi ykkur öll
Þórhalla Oddsdóttir
frá Kvígindisfelli