Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 7
Tíminn 7 Laugardagur 22. júlí 1989 ganga á stjórnmálamennina um svör við pólitískum spurningum sem snerta Evrópubandalagið. Margt bendir til þess að ýmsir stjómmálamenn séu að digna í afstöðunni til Evrópubandalags- ins. Stjómmálamenn virðast gera hvort tveggja: Að aðhyllast í vaxandi mæli hina nýju al- þjóðahyggju og trúa gagnrýn- islaust á málflutning milliliða og markaðshyggjupostula. Það er einnig athyglisvert að sárafáir alþingismenn láta í sér heyra um Evrópubandalagsmálið. Þá sem það gera má telja á fíngmm annarrar handar. „Siguráríð“ gleymt Þegar talað er um auðlindir íslands kemur auðvitað margt til greina. Hér skal einkum minnst á fiskislóðirnar, sem enn em þær auðlindir sem mestu skipta fyrir afkomu íslensks þjóðarbús. Ekki þarf að efa að margar þjóðir líta íslensku fiski- miðin öfundaraugum, enda ekki óeðlilegt, því að öldum saman vora íslandsmið eftirsótt af fisk- veiðiþjóðum Evrópu og þeim heimil samkvæmt alþjóðalög- um. Það tók íslendinga þrjátíu ár að fá viðurkenningu á yfir- ráðarétti sínum yfir núverandi efnahagslögsögu. Landhelgis- baráttunni lauk árið 1976, fyrir 13 áram. Sigurinn sem þá vannst var réttilega talinn marka slík tímamót í þjóðarsögunni að jafna mætti við mikilvægustu áfanga í sjálfstæðisbaráttunni. Víst er að viðurkenningin á óskoraðum yfirráðum yfir fiski- miðunum á landgranninu er mesta afrek lýðveldistímabils- ins. Kristján Eldjám, þáverandi forseti íslands, kunni manna best skil á sögu þjóðarinnar og var manna færastur að bera saman mikilvægi einstakra at- burða hennar. Hann var ekki í neinum vafa um að lok landhelg- isbaráttunnar mætti setja á bekk með mestu viðburðum íslands- sögunnar. í nýjársávarpi sínu til þjóðarinnar um áramótin 1976- 77 tók hann svo til orða að árið 1976 væri sigurár, nýtt ártal handa íslenskri skólaæsku að leggja á minnið með öðram ártöíum, sem svo miklu varða til þess að þekkja sína eigin þjóðar- sögu. Forsetinn rakti í greinar- góðu máli hvernig þjóðin öll hefði staðið saman að því að landhelgissigurinn vannst, hvernig vísindamenn, fræði- menn og stjórnmálamenn lögðu sitt af mörkum í baráttunni að ógleymdri Iandhelgisgæslunni og varðskipsmönnunum sem mikið mæddi á, þegar stríðs- ástand ríkti á íslandsmiðum. Samt er engu líkara en að þetta mikilvæga ártal, sem Kristján Eldjárn kallaði sigurár, sé horfið úr minni þjóðarinnar. Þjóðin er í óðaönn að gleyma sögunni sem liggur á bak við ártalið 1976. Það er eins og enginn viti lengur, hvað um var að vera í landhelgisbaráttunni. Nú man helst enginn þau orð, sem þá bar hæst, að íslendingar væra að berjast fyrir lífi sínu með því að reyna að ná yfirráð- um yfir landgranninu og fiski- slóðunum við landið. Eða hvað á að segja, þegar maður gengur undir manns hönd og gerir lítið úr því, þótt íslendingar afsöluðu sér þeim einkarétti á auðlindum hafsins sem þeir vora að berjst fyrir í 30 ár. Áhrifamiklir emb- ættismenn og fræðimenn ganga þama fram fyrir skjöldu. Stjóm- málamenn til hægri og vinstri ganga þessum kenningum á hönd. Fréttaþjónustan í landinu bergmálar þá afstöðu margra ráðamanna að sjálfstæðishug- takið sé úrelt og framtíðin krefj- ist þess að þjóðríkjum fækki, ekki síst í Evrópu, þar sem skynsamlegast sé að núverandi þjóðríki gerist fylki í hinu Sam- einaða Ríkjabandalagi Evr- ópu. Þar verður þess krafist að auðlindir séu sameign banda- lagsins og afnot þeirra heimil öllum sem aðild eiga að því. Þar með hefði landhelgisbaráttan snúist heilan hring. Bretar myndu þá geta siglt inn í íslenska landhelgi í stað þess að þeir játuðust undir að sigla út úr henni í lok landhelgisstríðsins. Zahlen und Figuren í vikunni sem leið beittist utanríkisráðuneytið fyrir því að kalla saman fréttamenn til þess að kynna þeim þróun markaðs- mála og hugmyndir um aukna samvinnu Evrópuþjóða og hvernig að slíkum málum skuli vinna. Kynningarstarfsemi af þessu tagi er tímabær og síst ástæða til að finna að henni út af fyrir sig. Þegar þess er gætt að utanríkisráðherra íslands gegnir um sinn mikilvægri stöði í EFTA og stýrir undirbúningi viðræðna við Evrópubandalagið á vegum Fríverslunarsamtakanna, þá er það virðingarvert af honum að koma sem bestum upplýsingum um þau mál til íslensks almenn- ings fyrir tilstuðlan fjölmiðla. Hins vegar er ástæða til að vanda sem mest til slíkrar kynn- ingarstarfsemi og varast að hún fái á sig þann svip einhæfninnar, sem umræður um Evrópuhreyf- inguna hafa haft á sér hingað til. Þess þarf sérstaklega að gæta að upplýsingar fáist um fleira en viðskiptamál og fjármál. Það er ekki heldur nóg að geta rakið staðreyndir um það hvernig hátta skal félagslegum réttind- um og aðgangi að háskólum og öðrum menntastofnunum í því Evrópuríkjaskipulagi sem menn sjá fyrir sér. „Zahlen und Figur- en sind nicht Schlússel aller Kreaturen“, svo að seilst sé til orða þýsks skálds frá rómant- ísku öldinni. Jafnvel þótt róm- antíkin sé liðin undir lok, þá þarf varla að ganga svo hart fram í nafni hinnar nýju raunsæ- isstefnu, að láta eins og tölur og táknmyndir sé upphaf alls sköpunarverksins. Miklu fremur er ástæða til að vara við þessum sífellda barnaskólareikningi, sem beitt er í einföldunarskyni í rökræðum um pólitísk málefni þar sem betur hæfir að horfa á málin frá sjónarmiði sagnfræði og lögfræði og þeirrar kröfu um heildarsýn sem er aðal þeirra greina. íslenskir ráðamenn ættu að snúa sér að þvf að tala um Evrópuhreyfinguna á manna- máli. Núverandi utanríkisráð- herra kann t.d. betur mannamál en merkjamál og ætti að haga kynningarstarfi um Evrópu- hreyfinguna í samræmi við það. Ef alþjóðahyggjan nýja er far- in að krefjst þess að það eigi að vera aðalkostur manns í sæti utanríkisráðherra að „kunna“ að stilla upp flóknum pólitískum álitaefnum í talnadálka í stað þess að tala til fólks á mæltu máli, þá ætti auðvitað að velja utanríkisráðherra úr hópi bók- haldara, ekki mann sem talar mál ömmu sinnar á Strandselj- um, eða hvaðan þær eru allar ömmurnar, sem kennt hafa ráð- herrum (og nóbelsskáldum) mælt mál fram að þessu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.