Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 4
4- Tíminn.- LaugarqJagur 22. júlí 1989 7 Oryggi i fóðurverkun Einfaldar og öruggar. Þvermál bagga 90 cm (R34) og 120 cm (R46). Sjálfsmurðar drif- keðjur á vöisum. Rafstýrð binding. Rúllubindivélar! MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laust embætti er forseti íslands veitir Við Kennaraháskóla íslands er laust til umsóknar embætti prófess- ors í uppeldis- og sálarfræði. Auk fullgilds háskólaprófs skal umsækjandi hafa viðurkennd kennslu- rettindi eða hafa að öðru leyti nægilegan kennslufræðilegan undirbúning. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. janúar 1990. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. september n.k. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknarskýrslur svo og upplýsingar um námsferil og störf. Þau verk sem umsækjandi óskar að dómnefnd fjalli um skulu einnig fylgja. Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fósturskóla íslands er laus til umsóknar heil staða í sálarfræði næsta skólaár í afleysingum. Þá er laust hálft starf félagsfræði- kennara. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma: 612320. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 3. ágúst n.k. Forval Hafnarfjarðarvegur - Kópavogur - Arnarneslækur wr Vegagerð ríkisins efnir hér með til forvals á f verktökum vegna ofangreinds verkefnis. 1 verkinu felst gerð brúa og undirgangs og vegarlagning á Hafnarfjarðarvegi frá Kópavogi suður fyrir Arnarneshæð. Forvalsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5,105 Reykjavík, frá og með 24. þ.m. Útfylltum og undirrituðum forvalsgögnum skal skila á sama stað eigi síðar en mánudaginn 14. ágúst 1989. Vegamálastjóri Sauðárkrókur: Ný flugstöð vígð við Alexandersflugvöll S.l. sunnudag, 17. júlí, var vígð ný flugstöð við Alexandersflugvöll á Sauðárkróki. Flugstöðin er mjög gott og myndarlegt hús og öll að- staða hin besta til að taka á móti og afgreiða flugvallargesti. Húsið er 240 ferm. og byggingarkostnaður um 18 milljónir. Viðstaddir athöfnina voru margir yfirmenn flugmála ríkisins. Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóri flug- vallaþjónustunnar, setti samkomuna og stjórnaði henni. Ávörp fluttu Steingrímur Sigfús- son samgönguráðherra og Pétur Ein- arsson flugmálastjóri. Sr. Hjálmar Jónsson flutti blessunarorð og bæn, Jóhann Már Jóhannsson, bóndi og söngvari, söng einsöng við undirleik Önnu Jónsdóttur við góðar undir- tektir áheyrenda. Þá hafði Sigurður Blöndal í fórum sínum málverk af doktor Alexander Jóhannessyni sem Steinunn Guð- laugsdóttir, Reykjavík, hefur gefið Alexandersflugvelli og skal myndin prýða einn vegginn í nýju flugstöð- inni. Doktor Alexander var sem kunn- ugt er Skagfirðingur og einn af fyrstu baráttumönnum fyrir íslenskum flugmálum og eftir honum heitir Alexandersflugvöllur við Sauðár- krók. Guttormur Frú Skærn í heimsókn Danska leikkonan Gitte Nörby, sem lék frú Skærn í dönsku fram- haldsþáttunum Matador, og eigin- maður hennar, Svend Skipper pí- anóleikari, koma til íslands næst- komandi laugardag. Koma þau hing- að í boði Eldhesta sf. í Hveragerði. Þau hjónin eiga íslenska hesta í Danmörku og vilja kynnast uppruna og umhverfi íslenska hestsins með því að fara í ferðin „Perlur Suður- lands“ með Eldhestum, sem stendur í þrjá til sex daga. Gitte og Svend munu skemmta í Norræna húsinu að kvöldi miðviku- dags 26. júlí og er öllum heimill aðgangur. Dagskráin nefnist: „Lidt om os - lidt om os allesammen". Svend Skipper leikur píanótónlist og Gitte Nörby les sögur eftir H.C. Andersen og fleiri. Þau hafa hugsað sér að hafa þetta: „En hyggeiig aften, hvor alle har det rart“. Líkneski í Hellnahrauni Sunnudaginn, 23. júlí verður vígð stytta af Maríu mey við Lífslind Hellnamanna. Lindin sprettur upp undan Hellnahrauni vestanverðu við Laugabrekku sem er fornt grasbýli. Lindin var vígð árið 1230 af Guð- mundi góða biskupi á Hólum í Hjaltadal og verður sagan um vígsl- una skráð við lindina. í þessa lind var sótt vatn handa sjúkum og reyndist það vel og er hún því nefnd Lífslind Hellnamanna. Séra Rögnvaldur Finnbogason á Staðastað vígir styttuna að beiðni ábúenda og eigenda Hellnapláss sem gefa styttuna og standa að vígslunni. Öllum er velkomið að vera við- staddir vígsluna. Skálholtshátíð á sunnudaginn Hin árlega Skálholtshátíð verður á sunnudaginn kemur, 23. júlí. Há- tíðahöldin verða með veglegri hætti en venjulega, þar sem herra Ólafur Skúlason vígir séra Jónas Gíslason, prófessor, biskupsvígslu, en séra Jónas var nýlega kjörinn vígslu- biskup í Skálholtsstifti. Hátíðarsamkoma verður kl. 16:30 og mun krikjumálaráðherra, Hall- dór Ásgrímsson, flytja ræðu, Bar- okksveit sumartónleika í Skálholti leikur, Margrét Bóasdóttir syngur auk kirkjukórs Hafnarfjarðarkirkju og séra Halldóra Þorvarðardóttir flytur ritningarlestur og bæn. Ávarp í upphafi samkomunnar flytur stað- arráðsmaðurinn Sveinbjörn Finnsson, en hann lætur nú af störf- um fyrir Skálholtsstað. Allir eru velkomnir til að sækja guðsþjónustu og samkomu og kaffi- veitingar verða eftir messuna í Skál- holtsskóla. Messan hefst kl. 14:00 og áætlun- arferð verður frá Umferðarmiðstöð- inni kl. 12:00. Athugasemd vegna skrifa Tímans Mánudaginn 17. júlí hringdi Árni, blaðamaður Tímans, til Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra og innti hana eftir því hvort satt væri að á þingflokksfundi Alþýðuflokks- ins í vikunni á undan hefði hún hótað að hætta í ríkisstjórn. Jóhanna sagði blaðamanninum sem var, að það væri tilhæfulaust með öllu. Blaðamaður lauk símtalinu og kvaddi. Daginn eftir birtist eftirfarandi í Tímanum, undirritað ÁG: „Það á að hafa gerst á þingflokksfundi krata fyrir helgina að félagsmálaráðherr- ann, Jóhanna Sigurðardóttir, struns- aði út með þeim orðum að hún segði sig úr flokknum og færi í sérfram- boð.“ Þetta skrifar sami maður og tveim- ur dögum áður ræddi við Jóhönnu. Nú vill svo til að undirritaður stýrði þessum þingflokksfundi, sem hófst á hádegi fimmtudaginn 13. júlí og lauk um klukkan 14.30. Allmörg mál voru á dagskrá fundarins, fyrsta mál á dagskrá var hugsanlegt sam- starf við Borgaraflokk. Einnig var rætt um vanda loðdýraræktar, ríkis- fjármál og EB-EFTA málefni. Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra sat fundinn til enda og var raunar enn í fundarherberginu þegar formaður þingflokks yfirgaf staðinn að fundi loknum. Frásögn Tímans er uppspuni frá rótum og fyrir henni er ekki flugufót- ur. Ekki aðeins er frásögnin ósönn, heldur vissi sá sem skrifaði að hún var ósönn. Það gerir hans hlut og Tímans hálfu verri. Miðvikudaginn 19. júlí ræddi ég þetta mál við aðstoðarritstjóra Tímans, Odd Ólafsson, greindi hon- um frá málavöxtum og óskaði leið- réttingar. Hann tók máli mínu vel og kvaðst mundu ræða við umræddan blaðamann. Ekkert hefur hinsvegar orðið úr því að leiðrétting birtist og því er ég knúinn til að skrifa þetta bréf. Lesendur Tímans eiga betra skilið en að logið sé að þeim með þessum hætti. Eiður Guðnason, formaður þingflokks Alþýðuflokksins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.