Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300 L ©** 0,BILAS,0 RÉOSSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAP SAMVIMÍ4WBAWKI j ÞRðSTUR 685060 Hatnarhúsinu v/Tryggvogölu, S 28822 VANIR MENN PÓSTFAX TÍMANS 687691 ríniinn LAUGARDAGUR 22. JÚLI 1989 Eru fjölmiðlar kappsamari í að koma kvóta á svínakjötið en bændurnir sjálfir? ÚTSALA Á LAMBAKJÖTI BITNAR Á SVÍNAKJÖTI „Tilefni þessarar fréttatilkynningar er sú ásókn sem við höfum orðið fyrir af fjölmiðlum undanfarna daga, sem við eiginlega skiljum ekki alveg. Þeir hafa mikið rætt við okkur, en hreinlega ekki viljað hlusta á það sem við höfum að segja, heldur viljað fá okkur til að staðfesta það sem þeir vilja segja. Raunar er það alveg Ijóst að sumir þeirra hafa verið að búa til sögur sem eiga ekki fyllilega við rök að styðjast. Þeir verða sjálfsagt fyrir vonbrigðum með þetta plagg því þar segir ekki „kvóti, kvóti“ - sem er það sem sumir virðast helst vilja heyra núna/4 sagði Valur Þorvaldsson starfsmaður Svínaræktarfé- lags Islands. Svínaræktarfélagið sendi í gær frá sér fréttatilkynningu þar sem Valur sagði koma fram þau áhersluatriði sem forsvarsmenn félagsins ræddu um á fundi sínum með Jóni Sigurðs- syni, viðskiptaráðherra s.l. miðviku- dag. í mörgu er þar um gömul baráttumál að ræða, m.a.: Endur- greiðslu kjarnfóðurgjalda, endur- greiðslu á hluta söluskatts, of há sjóðagjöld, leyfi fyrir innflutningi erfðaefnis til að bæta svínastofninn og svo framvegis. Það er ekki kvað síst „lambakjöt á lágmarksverði" sem svínabændum finnst bitna hvað harðast á sér nú að undanförnu. „Við teljum að stjórnvöld þrengi heldur mikið að greininni og viljum reyna að losa þar um. Við teljum að greinin sjálf sé í raun samkeppnisfær ef hún fær að sýna hvað í henni býr,“ sagði Valur. Eru fréttir af „kvótahugmyndum" svínabænda þá úr lausu lofti gripnar? Valur sagði ljóst að í félagin hafi alltaf verið menn sem hafi viljað kvóta og vilji enn - og aðrir sem aldrei hafi mátt heyra minnst á kvóta og heldur ekki núna. „Hvað svínabændur síðar gera veit ég vitanlega ekki. En ég held að það sé alveg ljóst að menn vilja ekki fórna því, sem er í núverandi stöðu, að verðlagningin er í höndum fram- leiðenda sjálfra. Þannig að ef menn fara í einhverskonar framleiðslustýr- ingu þá er það nánast víst að það er ekki sú verðstýring sem er í öðrum greinum núna og núverandi búvöru- lög bjóða sem menn vilja. Ég held að menn vilji helst markaðsstýringu, þ.e.a.s. ef markaðurinn er látinn það mikið í friði að hann gangi eðlilega," sagði Valur. Hann sagði svínabændur sætta sig við og alltaf reikna með því að svínaræktin sé sveiflubúgrein. Árið 1987 og fram á árið 1988 var t.d. uppsveifla, þá var góð afkoma og það þýðir að menn hafi aukið fram- leiðsluna og nýir aðilar komið inn. Nú sé aftur á móti niðursveifla - en hún sé líka dýpri og lengri heldur en menn eru vanir. Það sem m.a. kemur þar inn í eru truflanir sem orðið hafa á markaðnum. „1 fyrsta lagi varð mikil fram- leiðsluaukning í fyrra, í öðru lagi var verkfall dýralækna í vor sem olli töluverðri truflun og svo núna bætist við þessi lambakjötsútsala sem vissu- lega hefur áhrif á sölu svínakjöts og annarra kjöttegunda," sagði Valur. Er kannski ekki höfuðmálið að menn hafa stækkað stofninn of mikið og sitja nú með offramleiðslu, þrátt fyrir verulega söluaukningu á síð- ustu árum? Samkvæmt tölum Hag- stofunnar fjölgaði fullorðnum svín- um um 7-9% árlega 1984, ’85 og ’86, en síðan allt í einu um 22% í „góðærinu" 1987. „Það er rétt að það varð mjög aukin framleiðsla á síðasta ári, jafn- vel óþægilega mikil eða hröð, sem hefur áhrif núna. En okkar staðhæf- ing er sú, að ef svínaræktin hérna byggi við sambærileg ytri skilyrði og í nágrannalöndum þá gætu svína- bændur hér keppt við þau. Og mismunurinn er í hendi stjórnvalda. - Útsalan á lambakjötinu er þar kannski aðalmálið. Þessi eini frjálsi kjötmarkaður, svínakjötið, er mjög viðkvæmur gegn sveiflum. Það er líka ljóst að það hefur ekki verið hægt að koma eðlilegum kostnaðar- hækkunum út í verðlagið, sem þýðir það að afkoman hefur verið versn- andi og er í lægð. Verð svínakjöts hefur nánast staðið í stað og með útsölunni er lambakjötið nú komið niður að því í verði. - Það er ljóst að afkoman er bág í greininni í heild og því auðvitað afleit hjá þeim sem verst eru settir,“ sagði Valur. FJÖLDI SVÍNA FRÁ 1970: 1970 667 1975 1.030 1980 1.550 1983 2.200 1984 2.360 1985 2.580 1986 2.740 1987 3.350 1988 3.450 Af þessum tölum má Ijóst vera að framleiðsla svínakjöts hefur marg- faldast á tiltölulega stuttu árabili. Benda má á til samanburðar að frá 1977-1988 fækkaði sauðfé um 308 þúsund, eða um rúmlega 34% á sama tíma og svínastofninn þrefald- ast. -HEI Púðursykur og króna. Efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra segir að Þorsteini hafi verið mikið mál að láta Ólaf Ragnar pissa í skóna: Lítil hrifning í stjórnarandstöðu Stjórnarandstaðan, að Burgaraflokki undanskild- um, gefur lítið fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í ríkis- fjármálum sem kynntar voru í fyrradag. Sami tónn er í gagnrýni þeirra allra, þó áherslurnar séu mismun- andi. Þannig hafa kvennalistakonur talað um óskhyggju fjármálaráð- herra þegar innlenda lánsfjáröflun ber á góma, frjálslyndir hægri menn hafa dregið í efa að raunhæft sé að fórna öllu fyrir hallalausan ríkisrekstur, einkum með þeim ætti sem hér er gert, og formaður Sjálfstæðisflokksins telur þessar aðgerðir hvorki fugl né fisk, hrein- ar gerviákvarðanir. Þorstcinn Páls- son segir þessar ákvarðanir sýna að verulegur munur sé milli orðs og æðis hjá stjórnarherrunum, langur vegur sé milli yfirlýsinga forsætis- og fjármálaráðherra um góða stöðu ríkissjóðs og svo fálm- kcnndra aðgerða nú. Már Guðmundsson efnahags- ráðgjafi fjármálaráðherra vildi lítið um þessa gagnrýni segja annað en það að sér þætti einkennilegt að formaður Sjálfstæðisflokksins oe fyrrum forsætis- og fjármálaráð- herra tali um það í Morgunblaðinu að fjármálaráðherra væri að pissa í skóinn með því að flýta innheimtu á tveimur sköttum, þar sem slíkt gerði ekki annað en rýra tekjur ríkissjóðs á næsta ári. Sagði Már að þó gjalddögum fjölgaði um einn í ár yrðu þeir þó eftir sem áður 12 á næsta ári og árin þar á eftir. Það að flýta gjalddaga skatts eins og hér væri gert yki tekjurnar í ár en hefði ekki áhrif á tekjurnar næstu árin eða aldirnar, ekki fyrr en íslandi væri lokað og landið gert upp. -BG HAUSTFERÐ í hvíld og hressingu á Fyrsta brottför 5. september Vikudvöl í sól, sandi og sumaryl á sumardvalarstaðnum Elenite, sem stendur við ómengaða og tandurhreina strönd Svarta hafsins. Hægt er að fara stutta ferð til Istanbúl. Síðan er dvalið í eina eða tvær vikur á Sandanski heilsuhótelinu við landamæri Grikklands, sem hefur ýmislegt upp á að bjóða til að auka vellíðan t.d. nudd, heita bakstra, vatnsnudd og meðferð við: öndunarfærasjúkdómum t.d. asma og húðsjúkdómum t.d. psoriasis og exemi. Nálarstungur við ýmsum kvillum og fl. - að ógleymdum tannviðgerðum. Farnar verða sér ferðir til Grikklands og ýmissa staða í Búlgaríu. Farið verður í gegnum Lux- emborg á útleiðinni en Kaupmannahöfn í lok ferðar. Gefst farþegum kostur á að dvelja á báðum stöðunum ef þeir óska. Leitið upplýsinga og fáið bækling FERÐA($BVAL hf Hafnarstræti 18 - Símar 14480 • 12534 ELENITE & SANDANSKI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.