Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 18
30 Tíminn Laugardagur 22. júlí 1989 HHHIIIIIIIIII Iþróttir llllllllllllim^^^^ .......... .......................... ............. ........ ........... ........... ...........Hlllllll.......III......Hllllll....lllllll............... Frjálsar íþróttir: Sigrar Carl Lewis enn einu sinni í langstökki? Carl Lewis. Knattspyrna: íþróttir og áfengi Það er löngu vitað að neysla áfengis spillir fyrir árangri í íþrótt- um. Áfengi skerðir færni, þol, þrek og nákvæmni sem er forsenda góðs árangurs í íþróttum. Það er einnig vel þekkt að íþróttamaður sem neyt- ir áfengis síðustu daga fyrir keppni stendur ver að vígi en hann gerði annars. Áhrif áfengis á líkamann ^ara mun lengur en vímuáhrifin. Áfeng- isneysla er álag á líkamann og það tekur hann langan tíma að jafna sig. íþróttamaður sem ætlar að nýta að fullu möguleika sína til árangurs verður því að hafna áfengi. Herferð í áfengisvörnum KSÍ og Nefnd um átak í áfeng- isvörnum hafa ákveðið að hafa með sér samstarf um áfengisvarnir á yfir- standandi ári. Er þess farið á leit við forystumenn aðildarfélaga KSÍ að þeir ásamt þjálfurum og leiðbein- endum í knattspyrnu í öllum flokk- um fjalli um þessi mál og geri knattspyrnuiðkendum grein fyrir þvf að neysla áfengis og iðkun knatt- spyrnu fara ekki saman. Þess eru dæmi að áfengisneysla leikmanna í keppnisferðum setji ljótan svip á íþróttina. Mikilvægt er að slíkt komi ekki fyrir og forráða- menn félaga og þjálfarar eru hvattir til að koma algerlega í veg fyrir slíkt. Með tilkomu bjórsins kann að aukast hætta á að áhorfendur komi með áfengi með sér á leiki. Því er því beint til umsjónarmanna knatt- spyrnuleikja að koma þeim skila- boðum tryggilega til áhorfenda að áfengisneysla sé óheimil á áhorf- endasvæðum, þar með talin neysla bjórs, og fylgi því eftir að þau tilmæli séu virt. Öllum ráðum verður að beita til að hér skapist ekki sá vandi sem áfengisneysla veldur á knatt- spyrnuleikjum víða annars staðar í Evrópu. Gerir tilraun til 61. sigurs síns í röð Olympíumethafinn Carl Lewis hefur ekki tapað í langstökkskeppni í átta ár. Og núna í dag reynir hann að vinna sinn 61. langstökkssigur á New York leikunum. En þetta eru fyrstu stórleikarnir í Bandaríkjunum í einstaklingsgreinum frjálsra íþrótta í um 20 ár. ♦ Fimm aðrir Olympíumethafar frá Sól 1988 verða meðal keppenda á mótinu og fjórir núverandi heims- methafar. Gullhafarnir frá Sól eru ásamt Lewis þau Steve Lewis, Roger Kingdom, Ándre Pillhips, Jackie Joyner-Kersee og Louise Ritter. Carl Lewis beið síðast ósigur í langstökki árið 1981 á innanhúss- móti í New York, en á þessu móti mætir hann tveimur mjög sterkum langstökkvurum. Þeir eru: silfurhaf- inn frá Sól, Mike Powell og heims- meistarinn í þrístökki innanhúss, Mike Conley. Steve Lewis hleypur í 400 metra hlaupi á móti bronshafanum frá Sól, Danny Everett, en einnig hlaupa í hlaupinu þeir: Roberto Hernandez frá Kúbu, Innocent Egbunike frá Nigeríu og Andrew Valmin frá Bandaríkjunum. Roger Kingdom sem hefur tvisvar orðið Olympíumeistari hleypur á móti heimsmethafanum Renaldo Nehemiah í 110 metra grindahlaupi. Joyner-Kersee hefur einbeitt sér að 400 metra grindahlaupi í ár og hún keppir í þeirri grein á mótinu, helsti keppinautur hennar í 400 metra grindahlaupinu mynda þá verða Sandra Farmer-Patrick en hún á einmitt bandaríska metið í þessari grein. KHG. Handbolti: Heimsmetstilraun í maraþonhandbolta í Hafnarfirði Handknattleikslið Hauka úr Hafnarfirði ætlar að gera tilraun til að setja heimsmet í maraþonhand- bolta í Strandgötuhúsinu nú um helgina. Núverandi heimsmet er ná- kvæmlega 45,50 klukkustundir og ætla Haukarnir því að spila í 46-48 klukkustundir. Reyndar byrjuðu þeir að spila um kvöldmatarleytið í gær eða klukkan sex. Áætlað er ljúka svo maraþoninu eitthvað um fjögur leytið á sunnudeginum. Það verða 14 leikmenn úr meist- araflokki Hauka sem ætla sér að spila allan tímánn. Skipt verður í tvö lið og verða engar skiptingar. Þeir ætla sér þó að taka fimm mínútna pásu á klukkutíma fresti. Einnig verður læknir sem fylgist með þess- um vösku drengjum og ætlar hann að fylgjast með blóðþrýstingi drengj- anna og tíðarfari þeirra yfirleitt meðan á leik þeirra stendur. Opið hús verður í Strandgötunni alla helgina og nú er um að gera að mæta og hvetja Haukastrákana til dáða. Eins og áður sagði er áætlað að hætta um fjögur leytið á sunn- udaginn og er búist við að fjölmenni verði þá í Strandgötuhúsinu til að fagna nýju heimsmeti í maraþon- handbolta. KHG. Knattspyrna: Færeyjar ÍUEFA Færeyjar hafa verið teknar inn í Evrópska fótboltasambandið (UEFA). Ákvörðun um þetta var tekin í gær, Færeyjar eru því 36. þjóðin sem tekin er inn í UEFA. Staðfesting á þessari ákvörðun verður síðan gerð á Möltu eftir eitt ár. KHG. Knattspyrna: ÚRSLIT í íslandsmóti 3. fl. kvenna Úrslitakeppni 3. flokka kvenna fer fram dagana 22. og 23. júlí á Kópavogsvelli. Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur umsjón með keppninni og má búast við hörku- keppni. Niðurröðun leikja er sem her segir. Laugardagur 22. júlí kl. 13.00 Valur-Tindastóll kl. 13.45 UBK-Sindri kl. 16.00 Tindastóll-UBK kl. 16.45 Sindri-Valur Sunnudagur 23.jú|í kl. 10.00 Tindastóll-Sindri kl. 10.45 Valur-UBK kl. 11.30 Verðlaunaafhending

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.