Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.07.1989, Blaðsíða 12
 24 Tíminn BASAMOTTUR FRÁ ALFA-LAVAL Sterkar og einangra mjög vel. Stærð: 1400x1100 mm. 35355033333 — 7 1 i i * 7 _ i k I 8 Jr- i I i t-' JBb£ ÁRMULA3 REYKJAVIK SÍMI 38900 Auglýsing um legu 220 kv. háspennulínu frá Búrfellsvirkjun að Hamranesi við Hafnarfjörð Samkvæmt 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er hér meö lýst eftir athugasemdum viö tillögu að legu 220 kv. háspennulinu frá Búrfellsvirkjun aö Hamranesi viö Hafnarfjörð. Tillagan liggur frammi á skipulagsdeild Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, Hafnarfiröi frá 19. júlí til 30. ágúst 1989. Athugasemdum viö tillöguna skal skila til bæjarstjórans í Hafnarfirði fyrir 14. september 1989. Þeir sem ekki gera athugasemdir viö tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni. Hafnarfiröi 14. júlí 1989 Bæjarstjórinn í Hafnarfirði DAGVIST BARNA Dagvist barna tilkynnir Leyfisveitingar til daggæslu barna á einkaheimilum hefjast að nýju 1. ágúst og standa til 30. september 1989. Einkum er skortur á dagmæðrum í eldri hverfum borgarinnar. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofum dagvistar barna í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Vakin er athygli á því að samkvæmt lögum um vernd barna og ungmenna nr. 53/1966 er óheimilt að taka börn í daggæslu á einkaheimili án leyfis barnaverndarnefndarviðkomandi sveitarfélags. Allar nánari upplýsingar veita umsjónarfóstrur í síma 27277 daglega frá kl. 8.30-9.30 og kl. 13.00-14.00 eða á skrifstofu dagvistar í Hafnarhúsinu. Útboð Innkaupastofnun Reykjavikurborgar, f.h. Vatnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboöum í framkvæmdir við efnisskipti i lagerplani á lóð Vatnsveitu Reykjavíkur. Uppgröftur og brottflutt efni er áætlað 12.000 m3 og fylling (böggla- berg) er áætlað 5.000 m3. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 1. ágúst 1989, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 sser iíúj ss íupsbiBQusJ Laugardagur 22. júlí 1989 ÁRNAÐ HEILLA Sextugur: Séra Baldur Vilhelmsson prófastur í Vatnsfirði Ég á skemmtilegan og gáfum prýddan vin við ísafjarðardjúp, séra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði, sem nú fer með prófastsvöld vestur þar. Á þessum degi hefur hann lifað sex áratugi fulla í stundarheimi vor mannanna. Mig langar því til að færa honum beztu hamingjuóskir og jafnframt þakkir fyrir góð kynni allt síðan í æsku, kynni sem ég þykist vita að orðið hefðu óslitnari, ef annar hefði ekki gengið mennta- skólaveg á Akureyri, hinn í Reykja- vík, annar setið um áratugi í brauði vestur á Fj örðum, hinn baukað löng- um og löngum við skriftir - sem, svo eru kallaðar - á Innnesjunum syðra. En svo er Drottni fyrir að þakka, að við gömlu strákamir úr Skagafirði höfum nú um sinn hitzt oftar en lengi var áður, skemmt okkur líka í sendi- bréfum og símtölum. Og það segi ég með sanni, að gaman þykir mér að fá póst frá séra Baldri ellegar að rabba við hann símleiðis um allt og ekkert. Varmahlíð heitir staður í miðju Skagafjarðarhéraði. Par var stór sundlaug vígð til notkunar sumarið 1939 og svo hófust þar sundnám- skeið vorið eftir. Á þeim missirum dunaði styrjöld í heiminum, en morgunglampi hvíldi samt yfir Varmahlíð í hugum sumra, því stað- urinn átti að verða eitthvað mikið og fallégt. Og nú var okkur krökkunum úr hérðinu (broti „lýðveldiskynslóð- arinnar“), krökkunum úr þorpum og sveitahreppum stefnt þangað eftir vorpróf í skóium til þess að læra að bjarga okkur í vatni. Fyrir því nefni ég þetta hér, að í Varmahlíð sá ég víst í fyrsta skipti Hofsósstrákinn Baldur Vilhelmsson, kaupmanns Er- lendssonar. Hann var þá í sveit á Reynisstað, hjá frændfólki sínu þar, bjartleitur piltur og hæverskur. Ekki veit ég hvaða sundpróf hann tók í Varmahlíð, en hitt grunar mig að fáir menn muni oftar synda sér til heilsubótar við innanvert Djúp en Vatnsfjarðarklerkur, enda á hann því láni að fagna að stutt er heiman frá honum að Reykjanesi. Og þar í lauginni höfum við svamlað saman á björtum sumardegi, Varmahlíðar- guttar komnir á sextugsaldurinn, lítt sárir eftir ævibrasið, en dálítið móðir ef til vill. Þetta var í skemmtiferð sem ég fór til fundar við séra Baldur með vini okkar beggja, Einari Laxness, ferð vestur í hásumarfeg- urðina; mikið sólfar, jarðarilmur, fjarðarblámi; mikil bílferð eins langt og vegur nær á Snæfjallaströnd, lystisigling út í Vigur, svo ég stikli á fáu einu. Mér varð öll ferðin unaðs- söm og fróðleg, bráðókunnugum manni í víðlendu prestakalli séra Baldurs. Ef einhverjar ferðir eru þess eðlis að þær fylgi manni allt til loka, þá er þessi ein þeirra. Séra Baldur Vilhelmsson er mað- ur frjálslegur í fasi og máli; skaprík- ur eins og fleiri niðjar Jóns prófasts Hallssonar í Glaumbæ og lætur ekki vaða ofan í sig, ef hann lendir í útistöðum. Vænn drengur, en þó enginn súkkulaðiprestur. Hann er orðheppinn (sum tilsvör hans land- fleyg) og getur verið mjög fyndinn og forkostulegur í samræðum, svo maður tárast af hlátri. Talar kjarn- góða íslenzku, hefur lesið margt og er sagnamaður, segir skýrt og hressi- lega frá, oft af snjallri myndvísi. Hann er þjóðlegur í bezta skilningi og honum þykir vænt um hinn forna hefðargarð er hann situr. - Vinstri- sinni töluverður í stjórnmálum, eig- inlega gamall bolsi, en í fari hans, að baki stjórnmálaviðhorfum, hef ég þó ávallt skynjað allborgaralegan mann á ýmsa lund. Þrátt fyrir slíkar andstæður hefur mörgum vina minna öðrum en Vatnsfjarðarklerki tekizt að búa til pólitískt innrím í sálina, misjafnlega traust, og eru þeir síður en svo einir um það. Ég lýk þessum fáu orðum á því að óska séra Baldri aftur til hamingju á sextugsafmæli og bið þess að hann megi enn um mörg ár lífsins njóta. Hannes Pétursson Vatnsfjarðarstaður við Djúp var fram til okkar daga - talinn eitt af þremur bestu brauðum landsins. Þar var búsæld mikil bæði til lands og sjávar. Borgarey liggur fyrir landi með sitt eyjagagn. Gjöful fiskimið voru þar í grennd og á hraunin við Borgareyjarklakka var gjarnan farið með haukalóð og mörg væn lúða þaðan dregin. Merkisklerkar munu alltaf hafa setið Vatnsfjörð, þó fáir kæmu þar ungir að árum, fyrr en á þessari öld er séra Þorsteinn Jóhannesson kom þangað þrítugur að aldri. Yngstur hefur komið þar til starfa séra Baldur Vilhelmsson fæddur 22. júlí 1929. Hann hefur setið staðinn í 33 ár og ólíklegt að margir hafi verið þar lengur, þó á hann eftir að bæta þar við mörgum árum, ef honum endist líf og heilsa. Séra Baldur er talinn eini prestur- inn sem hefur verið vígður til Vatnsfjarðarprestakalls. Prestar þeir sem þar hafa þjónað á þessari öld hafa allir gegnt prófastsstörfum og svo er enn þó prófastsdæmið nái nú til ísafjarðarsýslu allrar. Eins og áður sagði kom séra Baldur í Vatnsfjörð ungur að árum, og hefur ekki sótt frá okkur þrátt fyrir erfiðar aðstæður. f Vatnsfjarð- arprestakalli eru fjórar kirkjur. Vegalengdir eru miklar og oft tor- sóttar. Leið milli ystu bæja í presta- kallinu eru 175 km og ökumælir í bíl séra Baldurs færist um 200 km við eina messuferð til Unaðsdals, þ.e.a.s þegar hægt er að aka alla leiðina, sem er ekki nema hluta úr árinu. Marga ferðina mun hann hafa gengið á ís yfir Kaldalón og harðfenni í Lónseyrarleiti. Þó skemmra sé til annarra kirkna er þar um langvegu að fara og vegir misjafnlega illir yfirferðar. Víða er þar langt milli bæja, t.d. fyrir ísafjörð þar sem hættulegir svellbólstrar voru oft á leið prestsins. Ekki hefur séra Bald- ur sett þetta fyrir sig, en aldur hefur ekki orðið bílum hans að meini. Fyrr á árum notaði hann oft lítinn bát í embættisferðum og var þá jafnan einn á ferð. Sem betur fer, vona ég, að hann sé hættur slíkum bátsferð- um, nema út í Borgarey. Landleiðin er hættuminni, þó minnist ég þess að seint á hausti, er séra Baldur var á ferð daginn áður en hann átti að tala yfir moldum gamals frænda míns, að hríð var svo dimm á hluta leiðarinnar að ekki var hægt að sjá niðurgrafinn vegarslóðann og lenti bíllinn útaf. Ók séra Baldur þá hring á flatlend- inu þar til hann kom á veginn aftur og gat fylgt honum eftir það. Fleiri slíkar ferðir mun hann hafa farið þó ekki verði þær taidar hér. Séra Baldur er skagfirskur að ætt og í Skagafirði ólst hann upp á því gamla góða kjarnmeti sem gaf hon- um þrek sem óneitanlega hefur kom- ið sér vel í ferðum hans bæði á landi og sjó. Þó vitum við að séra Baldur á ætt sína í Skagafirði, teljum við hann Djúpmann og Vestfirðing - og ég held hann telji sig það sjálfur svo vel hefur honum tekist að festa hér rætur og aðlaga sig landi og fólki. Hann hefur lengi staðið í fremstu röð stuðningsmanna Reykjanesskól- ans og þar með Djúpsins alls. Um langt árabil gegndi hann kennslu- störfum við skólann og fórst það vel. Fátt lýsir innri manni betur en álit barna og unglinga er við þá skipta. Þau börn sem séra Baldur hefur kennt bera til hans hlýjan hug, segir það sfna sögu. Eins og að líkum lætur hefur séra Baldur gegnt mörgum trúnaðarstörf- um í sínu héraði. Þau störf hefur hann vel af hendi leyst. Er mér það ofarlega í huga, er hann var formað- ur skólanefndar barnaskólans í mörg ár. Kirkjusókn er sögð misjöfn í landinu. Ekki þyrftu prestar að kvarta undan henni ef hún væri hlutfallslega eins og hjá séra Baldri þegar hann messar á Melgraseyri. Þar er venja að mæti hvert einasta sóknarbarn sem á heimangengt. Það færi vel ef margir prestar gætu sagt sömu sögu. Erfitt hefði séra Baldri reynst að gegna sínu stóra prestakalli, ef hann væri ekki vel kvæntur. Kona hans er Ólafía Salvarsdóttir frá Reykjar- firði. Það kom í hennar hlut að búa hann til ferða og gæta ein bús þeirra og barna meðan bóndinn var fjarver- andi við embættisstörf. Að lokum flyt ég Baldri prófasti í Vatnsfirði, Lóu frænku minni og þeirri fjölskyldu árnaðaróskir frá mér og minni fjölskyldu og vinum þeirra á Laugadalsbæjunum. Við þökkum vináttu og samstarf að mörgum málum, bæði kirkjulegum og öðrum er varða heill Djúpsins. Halldór Þórðarson Laugardaginn 22. júlí verður séra Baldur Vilhelmsson prófastur í Vatnsfirði sextugur. í 33 ár hefur hann setið Vatnsfjörð við ísafjarðar- djúp, sem um aldir var eitt af eftirsóttustu prestaköllum á íslandi enda að jafnaði ekki veitt öðrum en þeim, sem nokkuð áttu undir sér. Og þarna hefur séra Baldur unað með fjallið á aðra hönd en Snæfjalla- ströndina á hina og stórbrotna sög- una til allra átta. Séra Baldur er líka þeirrar gerðar, að honum hæfir slík- ur staður, þar sem stundum hefur þurft að etja kappi við harðskeytta náttúru og óhæga bændur, en í Vatnsfirði hafa prestar jafnan haft í mörg horn að líta, enda eru viðfangs- efni slíkra byggða jafn óskyld færi- bandavinnunni í prestaköllunum við Faxaflöa eins og nóttin er óskyld degi. Auk prestsskaparins í Vatnsfirði hafa hlunnindi staðarins, svo sem dúntekja og seliátur, gefið drjúgt í bú, sér í lagi á meðan mannafli var nægur til að sinna slíku og nýta. Og skammt undan landi er Borgarey með töðugresi sitt og kjammikið fóður. Vatnsfjarðarprestakall er mjög víðlent og víða torsótt yfirferðar enda löng strandlengjan frá Ögri að Unaðsdal, þar sem byggðin endar og auðnin ein tekur við. Jafnframt prests- og prófastsstörf- um tvö s.l. ár hefur séra Baldur gegnt margþættum félagsstörfum í sóknum sínum eins og lengi hefur tfðkast um landsbyggðarpresta. Um árabil kenndi hann við Hérðasskól- ann í Reykjanesi við góðan orðstír, var skólanefndarformaður, hrepps- nefndarmaður og sýslunefndarmað- ur, svo að nokkuð sé nefnt. Kona hans er Ólafía Salvarsdóttir frá Reykjafirði við ísafjarðardjúp. Hún er afsprengi hinnar kunnu Reyk- hólaættar, greind kona, glaðbeitt og gestrisin heim að sækja. Börn þeirra eru fimm. Kynni okkar séra Baldurs og vin- átta hefur staðið allt frá því, að við sáumst fyrst á túninu fyrir ofan Menntaskólann á Akureyri eitt kvöld vorið sem þjóðir Evrópu Iögðu niður vopnin eftir sex ára hildarleik. Þetta var í maí 1945. Ég var þá að basla við utanskólapróf upp í annan bekk menntaskólans, nýkominn vestan af fjörðum, en séra Baldur hafði setið í skólanum vetrarlangt og þegar tamið sér nokkurt brot þess persónuleika, er síðan fylgdi honum í aðrar sóknir. Hann var þá þegar heimamaður í Sturlungu, að ekki sé talað um ljóð ungu skáldanna, Steins Steinars og annarra slíkra, sem þá voru vaxtarbroddar nýs ljóðstíls. Stundum síðar undi hann náttlangt við lestur þessara ljóða og hafði á hraðbergi. Þessi árin var Sigurður Guðmundsson enn skólameistari á Akureyri og betri borgarar þar í bæ tóku ofan svörtu hattana sína þegar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.