Tíminn - 02.09.1989, Qupperneq 4
4 Tíminn
Laugardagur 2. september 1989
Frá framkvæmdum við Byggðasafnið á Skógum. Tímamynd: Sigurgeir
Byggðasafnið á
Skógum stækkað
Frá fréttaritara Tímans undir Fyjafjöllum, Sig-
urgeiri Ingólfssyni:
Vinna við stækkun Byggðasafns-
ins á Skógum undir Eyjafjöllum
hófst þann 29. ágúst sl. Að sögn
Þórðar Tómassonar safnvarðar er
ætlunin að byggja grunninn á þessu
ári og steypa upp húsið á því næsta.
Nýbyggingin, sem er 300 fermetra
jarðhæð og 343 fermetra kjallari,
mun stækka sýningarplássið um
rúman helming. Segir Þórður að það
sé ánægjulegt að verkið sé hafið
einmitt núna, því í ár eru liðin 40 ár
frá því að fyrst var stillt upp munum
í byggðasafninu. „Gamla húsið var
orðið allt of lítið fyrir löngu síðan og
sýningarhlutir eru til staðar til að
fylla nýbygginguna nú þegar,“ sagði
Pórður.
Stefán Örn Stefánsson og Grétar
Markússon arkitektar hönnuðu
húsið, Jón og Tryggvi hf. á Hvols-
velii sjá um jarðvinnu, en áætlað er
að fjarlægja þurfi um 13 til 1500
rúmmetra af jarðvegi. Ás hf. mun
sjá um uppslátt.
Byggðasafnið á Skógum er í eigu
Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga.
TOSHIBA
28" sjónvarpstækið
með FST myndlampanum gefur þér
meira fyrir peningana.
Kr. 78.900,-
• FSTflaturmyndlampi
• Euro-scarttengi
• SuperVHStengi
• Kapaltengi
• Fjarstillt
• 2hátalarar
• Skipanirfráfjarstýringu
birtastáskjá
• Íslenskurleiöarvísir
Toshiba - tæki sem þú getur treyst.
Einar Farestveit&Co.hf.
BORQARTIÍN 2B, SÍMAR: (91) 16995 OQ 622900 - NffiQ BÍLASTÆÐI
Hugsanlegt að Patreksfjörður verði ekki eina kvótalausa sveitarfélagið:
Glatar Hofsós
aflakvótanum?
Hofsóshreppur hefur leitað til
Byggðastofnunar og Hlutafjársjóðs
vegna þess að hreppurinn getur ekki
lagt fram tilskilið hlutafé í Útgerðar-
félagið Skagfirðing og er því hætta á
að hreppurinn missi kvótann af
staðnum komi ekki til aðstoð fyrr-
nefndra aðila.
Hofsóshreppur á Hraðfrystihúsið
á Hofsósi ásamt sveitarfélögunum í
kring. Nú liggur fyrir sú staða að
þörf er á að auka hlutafé í Útgerðar-
félagi Skagfirðinga sem er ætlunin
að eigi tvö skip í framtíðinni. Þeir á
Hofsósi þurfa að leggja fram hlutafé
upp á 30 milljónir króna á móti
Sauðárkróki til að halda sínum
helmingi í útgerðarfélaginu og
tryggja þar með að fiskur berist til
vinnslu í frystihúsinu. Hefur Hofsós
sent beiðni til Byggðastofnunar um
aðstoð og hafa mál hreppsins verið
rædd í stjórn Hlutafjársjóðs.
Félagsmálaráðuneytið svipti
Hofsóshrepp fjárforræði í desember
síðastliðnum og jafnframt var skipuð
fjárhaldsstjóm. Á þeim tíma námu
skuldir sveitarsjóðsins um 54 millj-
ónum króna, eða þreföldum til fjór-
földum árstekjum hreppsins. Petta
jafngilti nærri 200 þúsund króna
skuld á hvern íbúa hreppsins sem
voru um 270 á árinu 1986. Hefur
svipting fjárforræðisins verið fram-
lengd þrisvar síðan þá, nú síðast
vegna viðræðna um sameiningu
Hofsóshrepps, Hofshrepps og
Fellshrepps. SSH
Hið nýja Borgarleikhús verður afhent á sunnudaginn. Undirbúningur er í fullum gangi en eins og sjá má hefur
áhorfendasætunum verið komið fyrir. Til að svala forvitni væntanlegra leikhúsgesta má geta þess að þau eru fagurblá.
Tímamynd: Árni Bjama
Borgarleikhús afhent
Næstkomandi sunnudag fær Leik-
félag Reykjavíkur Borgarleikhúsið
afhent til afnota. Formleg vfgsla
leikhússins og fyrstu frumsýningar
eru fyrirhugaðar helgina 20. og 22.
október.
Davíð Oddsson mun afhenda leik-
félaginu hið nýja leikhús á stóra
sviði leikhússins klukkan 17:00 á
sunnudaginn. í tilefni afhendingar-
innar munu aðstandendur Leikfé-
lags Reykjavíkur fara í skrúðgöngu
frá Iðnó klukkan 16:00 að Borgar-
leikhúsinu. Leikfélagið leigði Iðnó í
92 ár og kvaddi húsnæðið formlega
í lok síðasta leikárs.
Nýja leikárið hófst með æfingum
á Ljósi heimsins og Höll sumarlands-
ins sem eru leikgerðir Kjartans
Ragnarssonar á Heimsljósi Halldórs
Laxness. Frá og með mánudeginum
4. september mun Leikfélagið starfa
í Borgarleikhúsinu við Listabraut en
að undanförnu hafa æfingar farið
fram á tveimur stöðum í borginni.
SSH
Framkvæmda-
stjórn LFK
Núverandi framkvæmdastjórn
Landssambands framsóknar-
kvenna hélt nýlega sinn síðasta
fund. Framkvæmdastjórn LFK er
kosin til tveggja ára í senn á
landsþingi og verður ný fram-
kvæmdastjórn kjörin á landsþingi
landssambandsins sem verður
haldið að Hvanneyri dagana 9. og
10. september.
Talið frá vinstri eru Helga
Helgadóttir, Sigrún Sturludóttir,
Ásta R. Jóhannesdóttir, Inga Þyrí
Kjartansdóttir, Þrúður Helgadóttir
og Unnur Stefánsdóttir, sem jafn-
framt er formaður Landssambands
FRAMSOKNARFLOKKURINN
framsóknarkvenna. Þess má geta ekki gefa kost á sér við kosningu
að Ásta, Inga og Þrúður munu nýrrar framkvæmdastjórnar. SSH