Tíminn - 02.09.1989, Síða 6
6 Tíminn
Laugardagur 2. september 1989
Timinn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
____Framsóknarfélögin i Reykjavík
Framkvaemdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGIslason
Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson
Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson
Eggert Skúlason
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. ágúst hækkar:
Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu (90,- kr. og 110,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Málefni bændastéttar
Aðalfundur Stéttarsambands bænda stendur nú
yfir og er haldinn á Hvanneyri í Borgarfirði.
Stéttarsambandsfundurinn er að þessu sinni
haldinn við erfiðar aðstæður á miðjum umþóttun-
artíma bændastéttarinnar að nýjum framleiðslu-
háttum. Þegar nýju búvörulögin voru samþykkt
fyrir fjórum árum var sú stefna tekin að aðlaga
búvöruframleiðslu að innlendum markaði og taka
upp nýjar búgreinar sem lytu markaðslögmálum.
Það er hin nýja landbúnaðarstefna.
Liður í félagslega réttlátri framkvæmd þessarar
meginstefnu var gerð búvörusamningsins í mars
1987. Án slíks samnings hefði framkvæmd búvöru-
laganna m.a. orðið alltof harðneskjuleg gagnvart
hundruðum fjölskyldna og einstaklinga í sveitum
landsins og síst dregið úr félagslegum vandamálum
þjóðfélagsins í heild. Hvað sem segja má um
nauðsyn skipulagsbreytinga í landbúnaði, sem
ekki er deilumál, þá verða menn að átta sig á, að
hin nýja landbúnaðarstefna leiðir til félagslegrar
röskunar í svo ríkum mæli að henni verður að
mæta með félagslega réttlátum ráðstöfunum. Bú-
vörusamningi Jóns Helgasonar var m.a. ætlað að
milda afleiðingar hinnar félagslegu umbyltingar
sem fyrirsjáanleg var í sveitum landsins.
Formaður Stéttarsambands bænda, Haukur
Halldórsson, segir að framkvæmd búvörusamn-
ingsins frá 1987 hafi tekist vel að öðru leyti en því
að markaðsáætlanir fyrir sauðfjárræktina hefðu
ekki staðist. Hér bendir formaðurinn á þá stað-
reynd sem almenningi er vel kunnug af fréttum að
neysla kindakjöts hefur verið að dragast saman í
landinu síðustu ár langt umfram það sem kunnug-
ustu menn töldu líklegt að gæti orðið. Hvaða
ástæður það eru sem valda minnkandi eftirspurn
eftir lambakjöti er ekki ljóst, en vafalaust eru þær
margar. Ein ástæðan er sú að lambakjötið er of
dýrt út úr búð. Það hlýtur að vera sameiginlegt
hagsmunamál bænda og neytenda að vinna að
lækkun á kindakjötsverði.
Þrátt fyrir það að áætlanir búvörusamningsins
frá 1987 um markað fyrir kindakjöt hafi brugðist,
þá hafa bændur fyllilega staðið við skyldur sínar í
því að fækka sauðfé í landinu. í sauðfjárrækt á sér
stað gífurlegur samdráttur, sem heiðarlegum gagn-
rýnendum landbúnaðarmála má ekki sjást yfir.
Eitt aðalmál aðalfundar Stéttarsambands bænda
er að móta viðhorfin til áframhaldandi samninga
við ríkisvaldið um aðlögun búvöruframleiðslu að
markaðsmálum næstu ár. Forystumenn bænda
hafa þegar birt hugmyndir sínar um efnisatriði nýs
búvörusamnings. Hér skal ekki fullyrt að allt sem
í þeim drögum stendur sé ófrávíkjanlegt, enda
mun svo ekki vera, en hins vegar ber ríkisvaldinu
að stofna til markvissrar viðræðu við bændastéttina
um nýjan búvörusamning og eiga ekki síður
frumkvæði að slíkum viðræðum og samningum en
bændur fyrir sitt leyti. Landbúnaðarráðherra er
treyst til að hafa forgöngu um farsæla lausn þessa
máls.
s
W-Jtaða ríkisstjórnar Stein-
gríms Hermannssonar hefur
mjög verið til umræðu að undan-
förnu og er enn. Það er ekki
einasta að skoðanakannanir
bendi til þess að ríkisstjórnin
eigi andbyr að mæta, heldur er
það staðreynd að hún er þing-
ræðislega veik ríkisstjórn, sem
er svo augljós annmarki á stjórn
í þingræðislandi að varla þarf að
útskýra hvers vegna.
Hvað þingstyrkinn varðar þá
hefur hann í sjálfu sér ekki
breyst síðan á síðasta þingi.
Ríkisstjórnin er studd af sömu
þingflokkum og áður og hefur
meirihluta í sameinuðu þingi.
Hún verður því varin vantrausti,
að óbreyttu. Nú dugir slíkt að
vísu ekki eitt saman til þess að
ríkisstjórn hafi starfhæfan meiri-
hluta á Alþingi. Svo vill til að
löggjafarstarf fer að mestu leyti
fram í þingdeildum, efri og neðri
deild, en ekki í sameinuðu þingi.
Þess vegna er ekki hægt að tala
um starfhæfan meirihluta á þingi
nema ríkisstjóm hafi meirihluta
í báðum þingdeildum. Núver-
andi ríkisstjórn hefur skort
meirihluta í neðri deild og hefur
því átt undir fleiri að sækja um
framgang þingmála en formlega
stuðningsmenn sína.
Áhættuleiðin
Ef horft er til síðasta Alþingis
og hvernig mál gengu fram á því
þingi, þá er þess að minnast að
þingstörf gengu stóráfallalaust
og ekki verr en oft áður. Þá er
fyrst og fremst átt við það að
ríkisstjórninni tókst að koma
þeim málum, sem hún bar fyrir
brjósti hindrunarlítið í gegn.
Þetta gerðist að sjálfstöðu með
því að beita samningum og ná
samkomulagi eða hreinlega með
því að láta á reyna hvaða fylgi
þingmál ríkisstjórnarinnar
hefðu. Hvort heldur er um að
ræða samkomulagsleiðina eða
áhættuleiðina, þá má segja að
hvor tveggja leiðin og báðar í
senn feli í sér þá möguleika sem
ríkisstjórnin hefur, miðað við
óbreyttan þingstyrk. Að
óbreyttum formlegum þingstyrk
blasir því sama myndin við ríkis-
stjóminni á komandi þingi eins
og var í fyrra að hún þyrfti að
semja sig áfram með mál sín eða
eiga framgang þeirra undir
óvissum atkvæðagreiðslum.
Þær raddir hafa heyrst að
ríkisstjórninni sé ekki vandara
að treysta framvegis á samnings-
og áhættuleiðina en var á síðasta
þingi. Því skal engan veginn
andmælt að þetta gæti staðist.
Gallinn er bara sá að slík niður-
staða verður aldrei sönnuð með
rökum. Þar er um að ræða
niðurstöðu af sérviskulegum
vangaveltum og yfirlegum yfir
alls kyns pólitískum þráteflis-
möguleikum sem ýmsum er un-
aður að leika sér að og halda að
sé hluti stjórnmálasnilldar að sjá
í gegnum.
Þótt þeim möguleika verði
ekki hafnað að ríkisstjórnin gæti
haft fullt vald á framgangi þing-
mála á næsta þingi eins og var á
hinu síðasta, þá er það óefað
rétt stefna, sem stjórnarflokk-
arnir hafa haft, að ekki skuli láta
neins ófreistað að auka beinan
þingstyrk ríkisstjórnarinnar.
Forsætisráðherra hefur verið
þessa mjög hvetjandi og stutt
það mál þeim rökum sem hér
hafa verið nefnd og ekki verða
véfengd, að ríkisstjórn í þing-
ræðislandi tryggir ekki völd sín
nema með nægum meirihluta í
öllum starfsdeildum þingsins.
Viðræðurnar við Borgaraflokk-
inn er kjarni þeirrar viðleitni að
auka þingstyrk ríkisstjórnarinn-
ar, þótt óneitanlega hafi þessar
viðræður verið langdregnar án
þess að hér verði óyggjandi
dómur á það lagður hvers vegna
svo hefur þurft að vera. Á
ritunartíma þessara orða hefur
nokkuð miðað í átt til þess að
Borgaraflokkurinn gangi til liðs
við ríkisstjórnina, þótt ekki sjá-
ist fyrir endann á því máli. Ætla
verður að málalokin séu nærri
og dragist ekki marga daga.
Skoðanakannanir
Tvennar skoðanakannanir
hafa gefið í skyn að Sjálfstæðis-
flokkurinn sé í örum vexti og
það svo, að hann myndi fá
hreinan meirihluta á Alþingi, ef
kosið yrði til þings nú eða á
næstunni. Varla þarf að taka
það fram að þessar skoðana-
kannanir leiða ekki í ljós sér-
stakar vinsældir ríkisstjórnar-
innar eins og stendur.
Nú mun ýmsum þykja að
niðurstaða þessara skoðana-
kannana sé alveg skýr og ekki
þurfi að setja sig í stellingar til
að túlka hana. Slíkt er þó af
ýmsum ástæðum misskilningur.
Skoðanakannanir um pólitísk
mál gefa oft gagnlegar vísbend-
ingar og leiða vafalaust í ljós
ákveðnar tilhneigingar um hug
kjósenda gagnvart ríkisstjórn-
um og stjórnmálaflokkum. Það
væri því rangt, ef forysta og
stuðningslið núverandi ríkis-
stjórnar léti eins og hún hefði
allt í hendi sér, en það væri jafn
fráleitt að fara að líta á slíkar
skoðanakannanir sem einhvers
konar örlagadóm yfir framtíð
stjórnarinnar.
Viðbrögð varaformanns Sjálf-
stæðisflokksins, Friðriks Soph-
ussonar alþingismanns, við
niðurstöðu síðustu skoðana-
kannana eru athyglisverð að því
leyti að hann vill ekki að sjálf-
stæðismenn fari að hreykja sér
hugsunarlaust af þeim góða ár-
angri sem skoðanakannanir
benda til, heldur reyni þeir að
meta stöðu flokksins á öðrum
forsendum en þeim einum að
Sjálfstæðisflokkurinn kann í
augnablikinu að vera í meira
áliti en var fyrir nokkrum mán-
uðum. Friðrik gerir sér það ljóst
að Sjálfstæðisflokkurinn verður
að efla sig með sínum eigin
verkum en ekki þvx að ríkis-
stjórnin hefur orðið að gjalda
þess í vinsældum í bili að bera
ábyrgð á óhjákvæmilegum að-
gerðum í efnahags- og fjármál-
um sem fráfarandi ríkisstjórn
Þorsteins Pálssonar (fjórtán
mánaða stjórnin) lét undir höfuð
leggjast að takast á við.
fræðu sinni á þingi Sambands
ungra sjálfstæðismanna fyrir
u.þ.b. 10 dögum lýsti Friðrik
Sophusson því býsna skorinort,
að Sjálfstæðisflokknum hefði
„ekki tekist að marka nægilega
skýra stefnu í mikilvægum mála-
flokkum.“ Auk þess taldi hann
að flokknum hefði „ekki tekist
að leysa ágreining innan
flokksins" um mikilvæga mála-
flokka, s.s. landbúnaðarmál og
fiskveiðistjórnun. Varaformað-
urinn hefur þannig áhyggjur af
því að „innri styrkur Sjálfstæðis-
flokksins sé ekki nægilega
mikill“, eins og hann orðar það.
Fyrir sanngirnissakir er sjálf-
sagt að geta þess að Friðrik
Sophusson er ekki í neinum
uppgjafarhug út af þessu nei-
kvæða innanflokks ástandi Sjálf-
stæðisflokksins og stefnuleysi
hans í brýnustu þjóðmálum.
Varaformaðurinn trúir því að
Eyjólfur muni hressast, að Sjálf-
stæðisflokkurinn eigi eftir að
gefa sér tíma til að marka sér
frambærilega stefnu.
Hér verður ekki vísað öllu
frekar í orð Friðriks Sophusson-
ar, en af þeim og ýmsu öðru sem
fram hefur komið af hálfu for-
ystu sjálfstæðismanna má ljóst
vera að Sjálfstæðisflokkurinn er
varla við því að búinn að ganga
til alþingiskosninga, þótt skoð-
anakannanir spái honum sigri.
Sú skýring hefur heyrst að ýmsir
sjálfstæðismenn vilji bíða með
kosningar til þess að auka sigur-
líkur sínar enn frekar. Þessi
skýring er afar ósennileg. Sigur-
líkur flokksins í alþingiskosning-
um verða varla meiri en þær eru
samkvæmt skoðanakönnunum.
Líklegast er að ýmsir í sjálf-
stæðisforystunni trúi ekki á
áreiðanleika skoðanakannan-
anna og óttist að skyndilegar
alþingiskosningar muni leiða í
ljós, þegar til alvöru kemur í
kosningabaráttu, þar sem allir
eiga að standa jafnt að vígi, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur eng-
in úrræði í þeim málum, sem
ríkisstjórnin kann að vera gagn-
rýnd fyrir.
Stjórnarforysta
Porsteins Pálssonar
Þess vegna er það skynsam-
legt að forystumenn ríkisstjórn-
arinnar og stjórnarflokkanna
fari ekki að túlka úrslit skoðana-
kannana sem tómt svartnætti
fyrir sig og sínar aðgerðir frekar
en Friðrik Sophusson lætur það
henda sig að telj a úrslitin sönnun
fyrir stefnufestu og forystuhæfi-
leikum Sjálfstæðisflokksins. Ef
til kosningabaráttu kæmi myndu
ríkisstjórnarflokkarnir fá gott
tækifæri til þess að greina kjós-
endum frá verkum sínum og
hvernig úr mörgu hefur greiðst
þann stutta tíma sem ríkisstjóm
Steingríms Hermannssonar hef-
ur setið að völdum. Þá mun
gefast tilefni til þess að rifja upp
hver aðdragandinn var að mynd-
un núverandi ríkisstjórnar. Þá
verður ekki sparað að rekja feril
Þorsteins Pálssonar sem forsæt-
isráðherra í ríkisstjórn sem hafði
2/3 þingsins á bak við sig, en var
þó ekki maður til þess að halda
lífi í henni nema 14 mánuði af 48
mánaða kjörtímabili.
Friðriki Sophussyni þykja það
firn mikil að menn skuli leyfa sér
að nefna nafn Þorsteins Pálsson-
ar án lofsvrða um þann fyrir
stjórnarforystuna í fjórtán mán-
aða stjórninni 1987-1988. Vara-
formaður Sjálfstæðisflokksins