Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 7. september 1989 Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra segir að stjórnarfarslegar ákvarðanir á árinu í tengslum við kjarasamninga hafi einar valdið fjárlagahallanum: Framkvæmd fjárlaga hefur gengið eftir „Það hefur verið um það mikil umræða hjá einstökum aðiíum í þjóðfélaginu um að framkvæmd ríkisfjármála á þessu ári hafi farið úr böndunum. Þetta er airangt. Frám- kvæmd fjárlaganna á þessu ári hefur í reynd staðist mjög vel þær áætlanir sem settar voru fram í fjárlögunum og reyndar mun betur en á undanfömum árum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímson fjármálaráðherra í gær. Fjármálaráðherra sagði að fyrir- sjáanlegar breytingar á afkomu ríkissjóðs á árinu stöfuðu allar af pólitískum ákvörðunum sem teknar hefðu verið, meðal annars í tengsl- um við kjarasamninga, svo sem auknar niðurgreiðslur á landbúnað- arafurðum og auknar tryggingabæt- ur. Þá hefði gengið breyst meir en áætlað var. Fjármálaráðherra gagnrýndi efna- hagsumræðuna í landinu og sagði að því væri mjög áfátt að menn gerðu sér grein fyrir þeim mun sem væri á framkvæmd fjárlaganna annars veg- ar og hins vegar nýjum ákvörðunum sem teknar hefðu verið undanfarna mánuði. Hann sagði það sérlega brýnt að menn áttuðu sig á þessu nú, því að niðurstaða fyrstu sjö mánuða þessa árs sýndi ótvírætt að fram- kvæmd fjárlaga hefði tekist mun betur en undanfarin ár. „Ég nefni þetta hér vegna þess að ég hef orðið var við að menn gera ekki nægilegan greinarmun á rekstr- argjöldum rfkisins og útgreiðslum úr ríkissjóði, útgreiðslum eins og trygg- ingabótum, endurgreiðslu á sölu- skatti, niðurgreiðslum á landbúnað- arafurðum og öðrum slíkum út- greiðslum sem hafa ekkert með rekstur ríkisins sjálfs að gera, svo sem launakostnað rekstrarkostnað og annað, heldur eru einungis til- færslur á peningum sem koma inn í ríkissjóð og fara út úr honum aftur án þess að koma nokkuð við rekstur- inn sjálfan,“ sagði ráðherrann. Þessu til staðfestingar sagði fjár- málaráðherra að greiðsluafkoma A- hluta ríkissjóðs væri nú 3,3 milljörð- um betri en áætlað var. Þetta væri svo vegna þess að lánsfjáröflun innanlands hefði farið fram úr björtustu vonum og rekstrarafkoma sjóðsins væri 1,1 milljarði betri en áætlað hafði verið. „í upphafi árs voru uppi hrakspár um að áætlanir um innlenda lánsfjár- áætlun myndu á engan hátt standast. Nú, eftir sjö mánuði liggur fyrir að þær hafa staðist og farið með afger- andi hætti fram úr áætlunum á jákvæðan hátt,“ sagði ráðherrann. Þá gat hann þess að staða ríkis- sjóðs gagnvart Seðlabanka og út- löndum væri um 3,5 milljörðum króna betri en áætlað var vegna þess hve vel gekk að afla lánsfjár innan- lands og væri hún mun betri en undanfarin ár. „Vegna þess að við höfum sett okkur það markmið að draga úr erlendum lántökum og styrkja þann- ig stöðu íslands gagnvart útlöndum og ennfremur að skapa jafnvægi á peningamarkaði innanlands, þá er þessi niðurstaða auðvitað mjög mikilvæg," sagði ráðherrann. Ólafur Ragnar sagði að mikil misskilningur væri að rekstur ríkisins hefði farið úr böndum á árinu. Rekstrargjöld ríkisfyrirtækja og stofnana hefðu lækkað um 3% að raungildi miðað við í fyrra. Þetta væru veruleg þáttaskil þar sem um raunaukningu hefði verið að ræða undanfarin ár í þessu tilliti. Þá hefði yfirvinna hjá ríkinu dregist saman um 6,5% og tekist hefði að hægja mjög á fjölgun ríkisstarfsmanna. „Áætlanir um rekstrargjöld ríkis- ins á árinu í heild nema um 36 milljörðum sem er innan við helm- ingur af fjárlögunum öllum. Á sama tíma eru greiðslur tryggingabótanna einna um 17 milljarðar og þær breyt- ingar sem verða í ár og skapa þann fyrirsjáanlega halla sem rætt hefur verið um að kunni að nema fjórum til fimm milljörðum króna, eru ekki vegna halla í rekstri ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja heldur vegna þess að útgreiðslumar hafa hækkað," sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra. - sá Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra kynnti í gær ásamt embættis- mönnum fjármálaráðuneytisins góða rekstrarafkomu ríkissjóðs það sem af 0l> árinu. Tlmamynd: Áml ÐJarna. Söfnun Sjálfsbjargar gengur vel: Rok og rigning hjá hjólastóla- Sigurbjörn Bárðarson býður fram fundarlaun þeim sem upplýst getur um gæðing sem týndur hefur verið í heilt ár: Hundrað þúsund kall fyrir að finna Óðin köppum nyrðra „Ég heiti hverjum þeim sem getur gefið upplýsingar um hvar Óðin gæti verið að finna, eitt hundrað þúsund krónum í verðlaun,“ sagði hinn kunni hestamaður Sigurbjörn Bárðarson í gær en kostagripur- inn, stóðhesturinn Óðinn sem er í eigu Sigurbjörns, hvarf sporlaust fyrir um ári síðan og hefur ekkert til hans spurst síðan. Ferð fjórmenninganna frá Sjálfs- björgu sem aka um á hjólastólum frá Akureyri til Reykjavíkur, gengur vel. t gærkvöldi komu þeir að vega- mótunum hjá Varmalandi í Borgar- firði. Söfnunin gengur sömuleiðis vel en þó mættu landsmenn taka enn betur á með fötluðum sem eru að berjast fyrir betri framtíð. Tíminn hafði tal af Valdimar Pét- urssyni en hann er einn af hjólastóla- köppunum. Hann var þá á leið framhjá Hreðavatnsskála. Valdimar sagði að ferðin hefði gengið vel til þessa. Veður hefði að vísu verðið nokkuð leiðinlegt en það væri látið vel við þá félaga í mat og drykk svo að ekkert amaði að þeim. Þeir væru auk þess mjög vel klæddir. Valdimar sagði eiga von á að ferðin myndi ganga vel í bæinn því framundan væri nær samfelldur malbikaður vegur. í dag fóru þeir gegnum erfið- an kafla í Norðurárdal en þar hafa einmitt orðið mörg siæm umferðar- óhöpp á undanfömum árum. Margir bera menjar þessara slysa í dag. En hvernig skyldu vegfarendur taka ferðalöngum sem keyra milli landshluta á svo sjaldséðum farar- tækjum. „Fólk tekur okkur vel en það em margir sem líta okkur forvitnum augum. í Skagafirðinum keyrði ég t.d. framhjá hestum sem voru inn í girðingu við veginn og þeir virtust hafa mikinn áhuga á okkur því þeir hlupu fram og aftur. Þeir höfðu greinilega áhuga á að vita hvað var um að vera. í Langadal ók ég í gegn um kúahóp og þær voru mjög undr- andi og Iétu það berlega í Ijós,“ sagði Valdimar og var hinn hressasti þrátt fyrir rigningu og rok. í dag verður farið að Laxá í Kjós og áætlað er að koma á Lækjartorg milli 2 og 3 á föstudaginn. Áheita- sfmi Sjálfsbjargar er 985 22626. - EÓ „Það hefur ekki sést tangur eða tetur af hestinum síðan hann hvarf. Það er búið að leita dauðaleit að honum, lfta í alla skurði og á alla hugsanlega staði og halda uppi spumum um hann um allt land en án minnsta árangurs," sagði Sigur- björn. Sigurbjöm sagði að ýmsar getgát- ur væm uppi um hvað hefði valdið hestshvarfinu. Hesturinn gæti hafa Síldveiðar má almennt hefja 8. október nk. samkvæmt ákvörðun sjávarútvegráðuneytisins. Þeir að- ilar sem tryggt hafa sér móttöku á síld til vinnslu fyrir þann tíma geta orðið sjálfdauður einhversstaðar úti á víðavangi, hugsanlegt væri að hann hefði strokið og væri á þvælingi ennþá eða að honum hefði hreinlega verið stolið og síðan verið aflífaður þegar leit hófst. Hver sem ástæða hvarfs hans væri þá sagði Sigurbjöm það ljóst að kæmi hesturinn ekki fram þá væri um verulegt tjón að ræða þar sem Óðinn væri mikill merkishestur og þó hafið veiðar 20. september, en þurfa áður að sækja um undanþágu til ráðuneytisins. Heildarkvótinn á vertíðinni er 90 þúsund lestir. kostagripur. Hann sagði að margir hefðu kom- ið við sögu við að leita að hestinum og grafast fyrir um afdrif hans. Meðal annars hefðu borist boð hand- an yfir gröf og dauða gegn um sjáendur og miðla og hefði hann meðal annars látið sig hafa það í fyrravetur að fara langa leið á snjó- sleða að tilvísun slíkra yfirskilvit- legra vísbendinga, en án árangurs. „Því miður hefur engin haldbær vísbending borist sem hægt hefur verið að fara eftir,“ sagði hann. Sigurbjörn sagði að flestir hesta- menn landsins væm nú búnir að kíkja í stóðið hjá sér og því virtust líkur hverfandi á að Óðinn væri enn á lífi. Óðinn hefur verið talinn einn af merkari stóðhestum landsins og það er því ljóst að finnist hesturinn ekki er tjón Sigurbjamar gríðarlegt. Þess skaí getið að nýlega var stóðhestur seldur úr landi fyrir 3,7 milljónir og á Evrópumóti íslenskra hesta í Dan- mörku nýverið bárust tvö tilboð í stóðhest. Annað var upp á 6 milljón- ir, hitt upp á 6,6 miljónir króna. Þeim var báðum hafnað. - sá Síldveiðar má hefja 8. október: Kvótinn 90 þús. lestir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.