Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 7. september 1989 Tíminn 9 FRÉTTAYFIRLIT — ÚTLÖND IIIIIHHHHIIIIIIIIIIIIIIHIi...................................................... .. .................................................... ........................................................................ ............................................................. ...................... Evrópskir jafnaðarmenn: Madrid - Einn er látinn og þriggja er saknað í flóðum af völdum ausurigninga á SA- Spáni og Baleares-eyjunum. í Valencia hrundi gömul íbúða- blokk og ökuþór beið bana er er flóðalda hreif bíl hans með sér. Þá flæddi inn í hótelbygg- ingu á Palma di Mallorca með þeim afleiðingum að konu og tveggja barna er saknað. Þá eru mannvirki og akurlendi illa útleikin eftir vatnsflauminn. Belgrad - Þúsundir fulitrúa á þingi Samtaka óháðra ríkja, er lýkur f Belgrad í dag, sækja heim land hrjáð af 900% verð- bólgu og verstu lífsskilyrðum er yfir hafa dunið í 20 ár. Júgóslavía var lengi fyrirmynd hinna 102 aðildarríkja að sam- tökunum, en búa landsmenn við 16 % atvinnuleysi og 20 milljarða dala skuld erlendis. Er fundur ríkjanna hófst stóð Bandaríkjadalur f 29.000 dín- örum, en 30.000 viku síðar. Við sjálft liggur að hjólbörur þurfi undir peningabúnkana er hafa þarf meðferðis f verslanir til að kaupa nauðsynjar. Jóhannesarborg - Tvær til þrjár milljónir blökkumanna héldu sig heima í mótmæla- skyni við þingkosningar hvfta minnihlutans er fram fóru í gær. Hugsanlegt er talið að kosningar þessar verði hinar sfðustu þar sem svarta meiri- hlutanum f S-Afrfku er meinuð aðild. Um tvær milljónir hvítra kjósenda eru á kjörskrá og var búist við að Þjóðarflokkur de Klerks forsætisráðherra hlyti meirihluta atkvæða í ellefta sinn. Til rósturs kom f nágrenni Höfðaborgar, milli lögreglu og mótmælenda, en meTðslí urðu ekki. Belgrad - Yasser Arafat, leiðtogi PLO, ávarpaði þing hinna hlutlausu rfkja í Belgrad í gær og lýsti þvf þá yfir aö svo kynni að fara að Palestínu- menn gripu til vopnavalds gegn Israel. Þjóðin væri á móti þvi að láta sverfa til stáls, en þolinmæði hennar væru tak- mörk sett. Einnig kvað Arafat uppreisnina mundu halda áfram uns Israelsmenn hefðu skilað aftur herteknu svæðun- um. Hann sagðist mundu halda áfram viðræðum við USA og fsraelsmenn en kosn- ingar á hemumdu svæðunum kæmu þvf aðeins til greina að þær yrðu undir eftirliti SÞ og hersveitir ísraelsmana drægju sig fyrst til baka. Stokkhólmur - Enskir ribbaldar úr flokki knattspyrnu- áhorfenda fóru hamförum í miðborg Stokkhólms, aðeins hálfri klukkustund áður en leik- ur Svía og Englendinga í undankeppni heimsmeistara- mótsins var háður í gær. Sænska lögreglan króaði óróa- seggina af f nágrenni járn- brautarstöðvarinnar í miðborg- inni og tók vænan skara í sína vörslu. Hóta að hefta mótun hins innri markaðar Sósialistar, er eiga um þessar mundir 180 af alls 518 fulltrúum á þingi Evrópubandalagsins, hóta nú að standa í vegi fyrir lagalegri skipan þeirra tæplega 300 málaflokka er afgreiða þarf á þingi bandalagsins til að hinn sameiginlegi markaður 1992 geti orðið að veruleika. Fulltingi þeirra til framgangs hins sameigin- lega markaðar fáist því aðeins að aðildarlöndin 12 hraði mótun félags- legrar umbótastefnu fyrir bandalags- ríkin. Glyn Ford, forsvarsmaður fulltrúa jafnaðarmanna á þinginu í Strasbourg, sagði í gær, að flokks- bræður sínir hygðust auka þrýsting á þjóðatylftina að gefa meiri gaum að félagslegum þætti hins innri markað- ar. Markmið þeirra sé að færa félags- málalöggjöf bandalagsins til hins besta er þekkist. „Við erum stað- ráðnir í að fá fram niðurstöður sem allra fyrst,“ sagði Ford. „Skipuleg mótstaða innan þingsins gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar á við- gang hins innri markaðar." Sitthvað fleira vegur þó að bræðrabandi hinna evrópsku ríkja. í nýútkominni skýrslu frá fram- kvæmdaráði EBE segir, að aðeins 7 af þeim 68 skrefum er þing banda- lagsins hefur þegar tekið í átt til Höfuðstöðvar EBE í Bruxelles. sameiginlegs markaðar, hafí verið lögfest í öllum aðildarríkjunum. Einnig hefur það torveldað einingu bandalagsins hversu tamt einstökum ríkjum er að túlka lög, er þing EBE hefur samþykkt, eftir höfði eigin skriffinnaveldis. Lög bandalagsins eiga að heita æðri landslögum, svo sem kunnugt er. Einkum gengur Spáni og Portúgal, sem enn eru á umþóttunartíma, erfiðlega dansa í takt við hin lönd bandalagsins. Svarti sauðurinn er þó ftalía, sem meðtók 107 vamaðar- og áminningarbréf frá Bmxelles, um helmingi fleiri en nokkurt hinna landanna. Aftur á móti þykja Bretland og Danmörk, er hvað daufust hafa þótt f undirtekt- um við málefni bandalagsins, staðið sig best í að framfylgja reglum þess og lagasetningum. Líbanon: Bandaríkjamenn kveðja Bandaríkjastjóm lokaði sendiráði sínu í hinni stríðshrjáðu Beirút í gær og flutti 30 bandaríska borgara brott með þyrlum, áleiðis til Kýpur. Lok- unin kom f kjölfar ákafra deilna sendiherrans við leiðtoga kristinna manna í Líbanon, Michel Aoun og vaxandi andúðar í garð Bandaríkja- manna meðal kristinna manna í borginni. Óttuðust bandarísk yfir- völd að sendiráðið, er umkringt hefur verið háværum mótmælendum undanfarið, kynni að verða tekið herskildi og starfsfólk þess hreppt í gíslingu, svo sem gerðist í fran fýrir áratug. Bandaríkjamenn, er til þessa hafa haft náin tengsl við kristna menn í Líbanon og þjálfuðu m.a. hersveitir Aouns fyrir 7 ámm, hafa margsinnis hvatt hina stríðandi aðila til að semja vopnahlé. Aoun kvaðst vera vonsvikinn yfir lokun sendi- ráðsins, en hún kæmi sér ekki á óvart. „Svo gerræðisleg hegðan sýnir best hug bandaríska utanríkisráðu- neytisins til þess hluta Líbanons er ekki lýtur sýrlenskum yfirráðum,“ sagði Aoun. Sfðasta hálfa árið hafa tæplega 800 manns fallið og um 3300 særst í átökum í Líbanon. Chile: Verðandi Walesa? Nýir tímar: Gorbatsjov lengir í ólinni Sovésk yfirvöld hafa ákveðið að rýmka fararleyfi sovétborgara til útlanda í viðskiptaerindum. Samkvæmt hinum nýju og ein- földuðu reglum er háttsettum embættismönnum, forsvars- mönnum fyrirtækja og stofnana í opinberri eigu heimilt að reka erindi sín ótímabundið í öðrum kommúnistaríkjum. Þeir einir eru undanþegnir þessu frjálsræði sem aðgang hafa að ríkisleyndar- málum. Sömu aðilum er einnig heimilað senda erindreka og nefndir á sínum vegum erlendis, án sérstakra heimilda frá opin- berum aðilum. Einnig eiga þeir, er þurfa að gera sér tíðförult út fyrir landamærin, nú kost á lang- tímaáritunum er gilda í fimm ár. Andi perestrojkunnar nær þó enn ekki til orlofsferða, né heimsókna til vestrænna ríkja. Einn helsti verkalýðsleiðtogi í Chile, Manuel Bustos, má láta sér lynda að dúsa í pólitískri innlegð, í orðsins fyllstu merkingu. Á sextán ára ferli herforingjastjómarinnar í Chile hefur Bustos setið í varðahaldi á þriðja ár og dvalið árlangt í útlegð, en núverandi afplánun hans er af sérkennilegri toga: Hann má ekki stíga út fyrir bæjarmörk smábæjarins Parral, a.m.k. ekki fram til 16. febrúar á næsta ári. Einnig verður hann að tilkynna sig á lögreglustöð- inni einu sinni á dag. Hin sérkenni- lega innlegð, er um þessar mundir hefur staðið eitt ár, er til komin sökum andstöðu Bustos við her- stjóm Pinochets ofursta. Bustos, sem er leiðtogi verkalýðssamtak- anna Central Unica de Trabajador- es, hefur á liðnum árum tekist að virkja þorra hinna vinnandi stétta í Chile í verkföll til að mótmæla stjómmálaástandi í landinu, og er löngu orðinn að þjóðsagnapersónu. Verkalýðsleiðtogar, m.a. frá Norðurlöndum, hafa heimsótt Bust- os í innlegðinni, og - að hans sögn - boðist til að beita sér fyrir hafnbanni á vörur frá Chile, í því skyni að þrýsta á yfirvöld um frelsun hans. Bustos kveðst þó hafa hafnað slíkum kostaboðum, enda hilli nú undir bjartari tíma í stjórn landsins. For- setakosningar verða í Chile í byrjun næsta árs og er aldavini Bustos, Patricio Aylwin,sem er formaður kristilegra demókrata og helsti leið- togi stjórnarandstöðu í landinu, spáð miklu gengi. Grafreitir á Krímskaga: Úrkirkjugörðum í kartöflugarða Krímstríðið, um miðja síðustu öld, var síðari heimsstyrjöld hinnar 19. aldar og var lengi í minnum höfð. Mannfall var gíf- urlegt á þeirra tíma mælikvarða og er stríðinu lauk, 1854, lágu 26.000 Bretar, 2300 ítalir og 90.000 Frakkar í úkrafnskri foldu, auk þeirra þúsunda heima- manna er hnigu í valinn. Þrjátíu ámm eftir styrjöldina tóku svo þjóðimar fjórar, er hlut höfðu átt að væringunum, höndum saman og reistu veglega legstaði yfir hina föllnu, hver þjóð sinn graf- reit, og var mikið lagt í fram- kvæmdir. Viðhald mannvirkja þessara var í höndum heima- manna, en Bretar, Frakkar og ítalir stóðu straum af viðhaldi og vinnu. Heldur seig á ógæfuhliðina fyr- ir hinum hinstu hvílum hinna löngu látnu hermanna í síðari heimsstyrjöld, er grafreitimir urðu að nýju vetvangur blóðugra átaka og mannvirki þar skemmd- ust að hluta. 10 ámm eftir stríðið var svo kapella f ítalska kirkju- garðinum sprengd í loft upp, girðingar rifnar upp og legsteinar fjarlægðir. Skömmu síðar hlaut breski grafreiturinn sömu örlög. Loks vom svo jarðýtur sendar á franska kirkjugarðinn árið 1982 og hann útmáður með öllu. Breski reiturinn var afhentur jarðræktarsamyrkjufélagi en hinn franski fyrst gerður að msla- haug, en síðar var svæðinu gert hærra undir höfði og þar komið fyrir flóamarkaði. Ráðstafanir þessar vöktu mikið umtal og blaðaskrif, uns svo fór að borgarráð Sevastopol ákvað á síðasta ári að endurreisa grafreit- ina. Er nú auglýst um allar jarðir eftir uppdráttum, myndum og fjármagni til að koma svæðinu í fyrra horf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.