Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 7. september 1989 í Þýskalandi hafa stjórnvöld nú tekið við sér og hafa veitt skatta- ívilnanir til að greiða fyrir sölu smábíla með hreinsibúnað. Og bifreiðaframleiðendum hóta þeir að frá og með október 1991 verði slíkur búnaður skyldaður í þýska bíla. Frá þessari baráttu greinir nokkuð í Der Spiegel nýlega. Umhverfisvemdarsjónarmið eiga ekki upp á pallborðið hjá framleiðendum Volkswagen og Ford, Fiat, Peugeot og því sem næst allir japanskir bílaframleiðendur selja ■ enn bíla sem óhreinka andrúms- loftið með útblæstri meira en nauð- syn krefur. Þessi bílafyrirtæki láta ekki innbyggðan hreinsibúnað fylgja með fjöldaframleiddum bíl- um og eru þar með sjálfum sér fullkomlega samkvæm: Umhverf- isvemdun er aðeins tekin til greina þegar viðkomandi ríki krefst þess. Þegar æðstu yfirmenn Volks- wagen-verksmiðjunnar hittast í Wolfsburg til fundarhalda í svo- kallaðri „framleiðslu og áætlunar- nefnd“ eru umræðuefnin oftast af mikilvægasta tagi. Fundarmenn taka ákvarðanir um nýjar vélar og bílategundir, útlit þeirra og hvenær þær verði settar á markað. Nú er skammt um liðið síðan slíkur fundur átti sér stað. Þar ræddu yfirmenn VW um hvernig fyrirtækið ætti að kynna sig á alþjóðlegri bílasýningu í septem- ber svo að það líti út fyrir að vera vinveitt umhverfinu. Og þeir kom- ust að niðurstöðu, hjá VW verður minnsti Polo smábíllinn (1,1 lítra mótorstærð) sem til þessa hefur verið fáanlegur ýmist með eða án ásetts hreinsibúnaðar (katalysa- tors, hvata), nú líka seldur með innbyggðum hreinsibúnaði. Á mælikvarða mannanna í Wolfsburg kann þessi ákvörðun að tákna tímamót. En í sannleika sagt er hún hreinlega vandræðaleg. Keppinauturinn Opel hefur nú allt frá því í apríl útbúið alla sína fólksbíla með innbyggðum hreinsi- búnaði. Og síðan um miðjan júlí auglýsa Renault verksmiðjurnar að þessi búnaður sé orðinn fastur í öllum þeim bílum sem þeir selja í Vestur-Þýskalandi. En Wolkswagen, stærsti einka- bílaframleiðandi Þýskalands, ætlar að halda áfram að selja bíla sem gefa frá sér margfalt meiri eiturefni en þarf að vera tæknilega séð, rétt eins og flestir japanskir bílar, Ford, Peugeot og Fiat. í auglýsingabækl- ingum VW og hjá söluumboðum þeirra verða líka áfram seldir bílar án hreinsibúnaðar. Saga hreinsibúnaðarins í Evr- ópu, sem til þessa einkennist af vandræðagangi formælenda iðnað- arins og stjórnmálamanna, heldur sínu striki hér eftir sem hingað til. Hún er lýsandi dæmi um það sem allir vita, að margir iðnjöfrar líta enn sem fyrr á umhverfisvernd sem hvimleiðan kostnaðarauka. Reglur um takmarkanir á útbiástursgasi taka gildi 1993 En nú hefur verið ákveðið að frá og með 1993 skuli gilda í Evrópu sömu ströngu takmarkanirnar á eitruðu útblástursgasi og þegar gilda í Bandaríkjunum. Og því takmarki ná aðeins þeir bílar sem hafa innbyggðan hreinsibúnað, það hafa mælingar sannað. Samt sem áður halda margir bílafram- leiðendur staðfast við sömu af- stöðu og hingað til, þeir rugla og draga úr, þeir blekkja og beita brögðum. Það eina sem þeir hugsa um er útlitið á næsta ársreikningi fyrirtækisins. Þegar umræðan um eiturgufurn- ar í bílaútblæstrinum og hreinsi- búnað hófst í Vestur-Þýskalandi 1984 fóru áróðursmenn bílaverk- smiðjanna á stúfana og breiddu fyrst út nokkrar hryllingssögur um hreinsibúnaðinn. Viðskiptaforstjóri Sambands bílaiðnaðarins, Áchim Diekmann, spáði því að bíll með hreinsibúnaði myndi kosta „í kringum 5000 mörkum meira“ þar sem bíllinn notaði meira bensín og eftir 5 ár <4=0^ Þýskir bílaframleiðendur tregir til að setja hreinsi- búnað á útblásturinn Æ meir eru augu manna að opnast fyrir því hvað þeir umgangast náttúruna af miklu miskunnarleysi og níðast á henni og verða þær raddir sífellt háværari sem krefjast þess að spyrnt verði við fótum og það strax. Sem dæmi má nefna að andrúmsloftið hefur orðið að þola sívaxandi mengun vegna geysilegs bílafjölda sem spýr eitri sínu út í það. I Bandaríkjunum hafa þegar verið settar strangar reglur um innbyggðan hreinsibúnað í bifreiðar en í Evrópu eru menn skemmra á veg komnir og enn sem komið er þráast bflaframleiðendur við og setja á markað bfla án slíks búnaðar. Þeir segja það hag kaupendanna þar sem bflamir séu ódýrari fyrir vikið. yrði að skipta um hreinsibúnaðinn. Og einn sérfræðingur í bílaiðnaðin- um kom þeirri hugmynd á framfæri að hreinsibúnaðurinn gæti verið „gagnslaus á miklum hraða“. Stjómmálamennirnir í Evrópu- bandalaginu beygðu sig 1985 fyrir þrýstingi frá talsmönnum bílaiðn- aðarins og féllust á máttlausar og einskis nýtar reglur. Það voru fyrst og fremst framleiðendur í Stóra- Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu sem beittu sér fyrir þessari útkomu. Ómerkilegur hreinsibúnaður auglýstur ranglega Þýskir bílaframleiðendur, sem ekki höfðu sérstaklega beitt sér í þetta sinn, vom hæstánægðir. Á nokkrum tegundum fiktuðu þeir við eina og eina skrúfu, í aðrar settu þeir aukahreinsibúnað og seldu síðan bílana sem útblásturs- hreina. Forstjórar bílaverksmiðjanna vissu auðvitað að aðeins innbyggð- ur hreinsibúnaður hreinsar útblást- urinn að gagni eða allt að 90%. En þó að þeir séu að öðm leyti stoltir af fyrirmyndargæðum bílanna sinna var árangur þeirra varðandi umhverfisvemdina þriðja flokks. Róksemdir bílaframleiðenda léttvægar Forstjórarnir vörðu sig með þeirri röksemd að innbyggður hreinsibúnaður myndi hækka verð Bílaumferð á þjóðvegum Þýska- lands er gífurleg og útblásturinn eftir því. Það eru fáir bflar búnir fullnægjandi hreinsibúnaði. farartækjanna verulega. En það er lítt sannfærandi afsökun. Nú í lengri tíma hefur hver ný árgerð verið nokkrum hundruðum eða þúsundum mörkum dýrari en sú næsta á undan. Vélin býr yfir nokkuð fleiri hestöflum og ventlum. Auglýsingaáróðurinn snýst um óþarfa rafmagnsknúinn hégóma en hins vegar alls ekki smáviðleitni til að sýna umhverfinu vinsemd. Fyrirtækin reiknuðu út að við- skiptavinirnir séu reiðubúnir að borga meira fyrir að ná meiri hraða út úr bílnum sínum, en hins vegar alls ekki til að borga eitthvað til vemdar náttúmnni. Og framleið- endumir gerðu ekki minnstu til- raun til að breyta þessari afstöðu viðskiptavinanna með hinum gífur- lega dým auglýsingum. í stað þess tóku þeir til við þann leik að mgla almenning í ríminu með tölum. Áróðursmenn bílaiðn- aðarins hafði þann háttinn á að leita uppi þær tölur í hagtölum bifreiðaeftirlitsins í Flensborg um kaup á nýjum bílum sem áttu að varða veg „umhverfisbílsins". Yfir 90% allra nýrra bíla á skrá vom skv. tölunum 1988 „útblásturs- hreinir". En það var alltof auðvelt að sjá í gegnum þennan áróður. Tölumar frá Flensborg sýna nefnilega líka að jafnvel á árinu 1989 er ekki einu sinni helmingur nýrra bíla með fullnægjandi hreinsibúnað á út- blæstrinum. Fjöldi bíla með hreinsibúnað sem myndi uppfylla bandarísk skilyrði af þeim bílum sem í umferð em er nú í nánd við 10%. Stjórnmálamennimir bregðast við Það er því ekki að undra að vonir ríkisstjómarinnar um að kol- efnistvísýringsútblásturinn í bíla- umferðinni minnkaði úr einni milljón tonna í 750.000 tonn á Þýskir bflaframleiðendur gera sér hugmyndir um að hreinsibúnaður á útblástur veki litla eftirtekt kaup- endanna. Hins vegar séu þeir ginn- keyptir fyrir alls kyns rafknúnum hégóma. ámnum 1985 til 1988 hafa langt frá því ræst. f rauninni hélt loftmeng- unin vegna bílaumferðar áfram að aukast. Alltaf komu fleiri og fleiri bílar í umferðina og alltaf urðu ferðimar lengri og lengri. Sýnishornin sem tekin vom úr andrúmsloftinu leiddu loks í ljós að mengunin var orðin 1,1 milljón tonna af koltví- sýringi. Stjómmálamennimir tóku aftur við sér þegar þessi vesæli árangur kom í ljós af tilraunum þeirra til að vemda náttúmna. í Baden-Wúrt- emberg krafðist Lothar Spáth for- sætisráðherra þess að sett yrðu hraðamörk fyrir bíla án hreinsi- búnaðar. í Bonn hótaði Klaus Töpfer umhverfisráðherra bílaiðn- aðinum því að Þjóðverjar tækju sérstöðu í Efnahagsbandalaginu og að ríkið skyldaði btlaiðnaðinn til að hafa innbyggðan hreinsibúnað í bílum frá október 1991. í höfuðstöðvum Efnahags- bandalagsins höfðu aftur á móti víglínurnar riðlast. Nú settu Bretar og ftalir sig ekki lengur á móti því að bandarísku reglumar skuli gilda í Evrópu um alla bíla. Forstöðumenn þýska bílaiðnað- arins gátu séð það í hendi sér eftir niðurstöðuna í Brússel að þeim yrði erfitt um vik að selja bíla án hreinsibúnaðar til ársloka 1993. Viðskiptavinir gera sér grein fyrir því að verð bíla í endursölu muni þá hrynja séu þeir ekki búnir þessum búnaði. Opel tók þá ákveðið við sér og nú er hreinsibúnaður fastur hluti af bílunum frá þeim. Fyrst Iétu keppi- nautarnir þetta „bragð“ fara í taug- arnar á sér en vom svo fljótir að snúa sér aftur að auðfengnari gróða. Þeir reikhuðu með því að hreinsibúnaðurinn hækkaði verð bíla frá Opel og þar með yrði erfiðara að selja þá. Ódýrasta tegundin af Opel, Corsa, með 1,3 lítra mótor og hreinsibúnaði, kostar nú 14.990 mörk í Þýskalandi, u.þ.b. 500 mörkum meira en hagstæðasti smábíllinn áður. Hjá VW og Ford setja sölusér- fræðingamir allt sitt traust á að selja á hagstæðara verði litlu meng- unarvaldana sína, 45 hestafla Polo bílinn fyrir 14.185 mörk og Fiesta C, sem er 55 hestöfl, fyrir 14.760 mörk. Þeir em báðir án innbyggðs hreinsibúnaðar. Forstjóri VW segir: „Ég sel frekar bíl án hreinsi- búnaðar en einum bíl færra“. Skattaívilnanir við kaup á smábílum með innbyggðum hreinsibúnaði En nú hafa yfirvöld í Bonn sett bílaframleiðendum stólinn fyrir dymar í þeim siðlausu áformum að græða á því að óhreinka náttúmna. Þau ákváðu að hvetja til kaupa á litlum bílum með innbyggðum hreinsibúnaði, sem tii þessa hafa ekki verið hagstæð frá skattalegu sjónarmiði, með sérlegum skatta- ívilnunum. Nú getur kaupandi smábíls með innbyggðum hreinsi- búnaði sparað sér 1100 mörk. Þar með verður Opel Corsa, sem hlífir umhverfinu, jafnvel ódýrari en bílar keppinautanna VW og Ford sem spúa eitrinu miskunnarlaust út í andrúmsloftið. Þessi er trúlega ástæðan til þess að VW ætlar að kynna á næstu alþjóð- legu bílasýningunni minnsta Polo- bílinn þar sem gefinn er kostur á ísettum hreinsibúnaði. Sinnaskipti yfírvalda í Bonn varðandi hreinsibúnaðinn geta reyndar reynst fyrirtækjum eins og VW og Ford dýr viðskiptalega séð. Ef smábílar með innbyggðum hreinsibúnaði fara nú að seljast í meiri mæli en aðrir lenda hinir framleiðendumir fljótlega í vand- ræðum með að uppfylla þá eftir- spurn sem skapast fyrir slíka bíla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.