Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. september 1989 Tíminn 3 Grunnteikning af „Þjóðhátíðarhöllinni.“ Samstarfshópur á vegum HSÍ hefur unnið tillögur að fjölnota höll: Þjóðhátíðargjöf í til- efni 50 ára afmælisins Starfshópur á vegum Handknattleikssambands íslands, sem vinnur að skipulagningu á A-heimsmeistarakeppni karla í handknattleik árið 1995 hefur unnið tillögur að starfsemi sem fram gæti farið í fjölnota höO af þeirri stærð sem fyrirhugað er að byggja. Þetta kemur fram í inngangsorðum Jóns Hjaltalíns Magnússonar formanns HSf að bæklingi sem gerður hefur verið og greint er frá tiUögum starfshópsins. möguleikar til að laða að fjölþjóða- samtök sýningaraðila og íþróttahópa og efla þannig atvinnulífið á íslandi og skapa nýja möguleika á mikilvæg- um gjaldeyristekjum," segir í bækl- ing starfshópsins. Fram kemur að áætla megi að gjaldeyristekjur af heimsmeistarakeppninni einni sam- an nemi um 300 milljónum króna. -ABÓ Vöruskipti hagstæð um 4 milljarða Sú aðhaldssemi sem landsmenn hafa sýnt í innflutningi á þessu ári hélt áfram í júnímánuði, samkvæmt inn/útflutnings- tölum Hagstofunnar. Á fyrra helmingi þessa árs var vöru- skiptajöfnuður landsmanna fob/fob hagstæður um 4 miUjarða kr. (þrátt fyrir 3ja mUljarða kr. flugvélakaup) og jafnframt nær 5,2 miUjörðum kr. hagstæðari heldur en á fyrra árshelmingi 1988. Ef aðeins er litið á almennan vöruinnflutning án olíu var hann nú aðeins 3% meiri í krónum talið heldur en á miðju ári í fyrra. Meðal- verð gjaldeyris hefur á þessum tíma hækkað um nær 25%, sem þýðir að verðmæti almenns innflutnings er í raun nær 6 milljörðum króna (17,7%) minna þegar reiknað er á föstu gengi. í júní voru fluttar inn vörur fyrir tæplega 6,3 milljarða kr. fob, sem er um 1,4 milljörðum kr. minna (18,3%) heldur en í júní í fyrra, á föstu gengi. Verðmæti heildarút- flutnings var rúmlega 7,5 milljarðar, eða yfir 1,2 milljörðum kr. meira heldur en innflutningur fob. Við- skiptajöfnuðurinn fob/fob var um 1,8 milljörðum kr. hagstæðari í júní s.l. heldur en í sama mánuði 1988. Staðan 5,2 milljörðum betri Á fyrra helmingi ársins voru flutt- ar inn vörur fyrir 33,9 milljarða króna fob. Fyrir útflutninginn feng- ust hins vegar um 37,4 milljarðar. Vöruskiptajöfnuðurinn var því hag- stæður um 4 milljarða og sömuleiðis 5,2 milljörðum hagstæðari en í fyrra þegar 1,2 milljarða kr. halli hafði myndast á miðju ári. Reiknað á föstu gengi hefur út- flutningsverðmætið aukist um 10% á milli ára. Þar af hefur verðmæti sjávarafurða aukist um 5%, en áls um 25% og kísiljáms um 53% miðað við sama tíma í fyrra. 100.000 kr. sparnaður á fjölskyldu Innflutningur á föstu gengi er á hinn bóginn 5% minni en á sama tímabili í fyrra, þrátt fyrir að olía væri flutt inn fyrir fjórðungi hærri upphæð og 75% aukningu (2,7 millj- arða) á svonefndum sérstökum liðum. Lang mestu munar þar um flugvélakaup fyrir nær 3,1 milljarð kr., sem voru nær engin á miðju ári í fyrra og tíföldun á innflutningi Landsvirkjunar (490 m.kr.). Inn- flutningur á skipum er hins vegar hátt í helmingi minni, eða tæplega einn milljarður króna. Aðrar vörur voru fluttar inn fyrir um 27,7 milljarða cif þessa sex mánuði, samanborið við 33,7 millj- arða á sama tíma í fyrra miðað við fast gengi. Mismunurinn, um 6 millj- arðar króna, svarar til hátt í 100.000 kr. sparnaðar á erlendum gjaldeyri á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. - HEI í þessum tillögum er gert ráð fyrir að höllin verði byggð á sem hag- kvæmastan hátt með færanlegum áhorfendabekkjum og staðsett við Laugardalshöllina. Þar eru fyrir hendi bílastæði og aðstaða til upphit- unar fyrir kappleiki, sem sparar fjárfestingar að upphæð 100 milljón- ir króna. Þá er lögð áhersla á að þessi íþrótta-, sýningar- og menning- arhöll verði reist fyrir 50 ára afmæli Lýðveldis íslands og verði tilbúin til notkunar 17. júní 1994, að því er segir í inngangsorðum Jóns Hjalta- lín. Með hliðsjón af framangreindu, setur hann fram þá tillögu að gefa henni nafnið „Þjóðhátíðarhöllin" Togveiðibann á Héraðsflóa Sjávarútvegsráðuneytið hefur sett reglugerð um bann við tog- veiðum á Héraðsflóa. Frá og með 5. september 1989 til og með 28. febrúar 1990, eru allar togveiðar bannaðar innan línu, sem dregin er í tólf sjómílna fjarlægð frá viðmiðunarlínu, á svæði, sem að norðan markast af línu, sem dregin er réttvísandi austnorðaustur frá Ósfles og að sunnan af línu, sem dregin er réttvísandi austur frá Glettingan- esi. Brot á ákvæðum reglugerðar- innar varðar viðurlögum sam- kvæmt ákvæðum laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Islands. eða „Þjóðarhöllin". En af hverju að byggja stóra fjölnota höll? Þessa spumingu legg- ur starfshópurinn fram í bæklingnum og svarar henni jafnframt. Laugar- dalshöllin er eina húsið sem byggt hefur verið gagngert til sýningar- halda fyrir atvinnuvegina, jafnframt því að nýtast fyrir fjölmennar sam- komur og sem íþróttahús. Sú höll er fyrir löngu orðin of lítil og þurft hefur að byggja bráðabirgðaskála til að vörusýningar kæmust fyrir. Al- þjóðlegir sýningaraðilar treysta sér ekki lengur til að standa í byggingu slíkra skála og því getur farið svo að alþjóðlegar vörusýningar leggist af, verði ekki úr bætt. Stór fjölnota höll eins og fyrirhugað er að byggja, myndi efla verulega möguleika á að halda aðþjóðlegar vörusýningar hér á landi. Þá gefur ný höll möguleika á að halda ráðstefnur af þeirri stærð- argráðu sem ekki hafa áður þekkst hér á landi, eða fyrir 8000 manns. Auk heimsmeistarakeppninnar f handknattleik sem fyrirhugað er að halda hér á landi 1995 þá mun höllin skapa tækifæri til að halda aðþjóðleg stórmót innanhúss í mörgum íþróttagreinum sem áður voru ekki í augsýn, s.s. stórmót í frjálsum íþróttum, Ólympíuleika smáþjóða sem fyrirhugaðir eru hér á landi 1999 og 1000 til 1200 keppendur taka þátt í. Þá má nefna Ólympíuskákmót, en til þessa hefur staðið á hæfu húsnæði. Húsnæðið skapar betri aðstöðu til æfinga og keppni fyrir almenning og íþróttafélög, og aðstaða fyrir lista- og menningarhátíðir stórbatnar, auk þess sem möguleikar á fjölbreyttri nýtingu hallarinnar felast ekki síst í notkun hússins fyrir fj ölmennar sam- komur. „Meðtilkomu „Þjóðhátíðar- hallarinnar" skapast áður óþekktir VERSLUNARSKÓLIÍSLANDS KVÖLDSKÓLI Endurmenntun Símenntun Viljirðu læra eitthvað nýtt eða bæta við þig hefur Verslunarskóli íslands upp á margt að bjóða í kvöldnómi, bæði innan öldungadeildarinnar og á stuttum námskelðum. Á haustönn verða kenndar eftirfarandi námsgreinar: Bókfærsla Danska Efna- og eðlisfræði Enska Farseðlaútgáfa Ferðaþjónusta Franska (slenska Rekstrarhagfræði Ritvinnsla Saga Stærðfræði Tölvubókhald Tölvunotkun Tölvufræði Vélritun Verslunarréttur Þýska öldungadeild skólans býður nám í áföngum sem hægt er að safna saman og mynda eftirtaldin prófstig: Próf af bókhaldsbraut (25 einingar) Próf af ferðamálabraut (35 einingar) Próf af skrifstofubraut (23 einingar) Verslunarpróf (71 eining) Stúdentspróf (140 einingar). Nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans að Ofanleiti 1.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.