Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 7. september 1989 Titnirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfólögin í Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:1 Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Jákvæð málsmeðferð Lausn á vanda Patreksfjarðar vegna stöðvunar á rekstri aðalatvinnutækja staðarins er í sjónmáli. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir því að Hlutafjársjóði verði veitt fé til þess að standa að stofnun fyrirtækis með heimamönnum á Patreksfirði til skipakaupa. Ríkisstjórnin hefur slíkt fé að sjálfsögðu ekki handbært, heldur er hún háð því að Alþingi samþykki fjárveitingu í þessu skyni. í tillögu sjávarútvegsráðherra er gert ráð fyrir því að Álþingi leggi Hlutafjársjóði til 200 milljónir króna á tveimur árum til þess að gera sjóðnum kleift að sinna Patreksfjarðarverkefninu og e.t.v. fleiri verkefnum af svipuðu tagi. Það leiðir af reglum Hlutafjársjóðs og er í samræmi við eðli máls að sjóðurinn getur ekki lagt fram allt það fé sem þarf til stofnunar nýs útgerðarfyrirtækis eða til skipakaupa, Að sjálf- sögðu verður þessi lausn að vera samstarfsverkefni Hlutafjársjóðs og heimamanna. Ríkisstjórnin mun gera sitt til þess að tryggja meirihluta á Alþingi fyrir framlögum hins opinbera til Hlutafjársjóðs samkvæmt tillögu sjávarútvegsráðherra, en frum- kvæði og aðild heimamanna um framkvæmd þess- arar lausnar er undirstöðuatriði. Ganga verður út frá því sem vísu, að Alþingi samþykki fjárveitingarhugmyndir sjávarútvegsráð- herra vegna endurreisnar Patreksfjarðar. Ekki er við öðru að búast en að Patreksfirðingar standi sem einn maður að því að þessi jákvæða lausn á vanda þeirra í skipakaupamálum nái fram að ganga. Sú lausn sem hér um ræðir varðar skipakaup Patreksfirðinga, en ekki endurreisn hraðfrystihús- rekstrarins á staðnum, þótt þar sé einnig um afarbrýnt mál að ræða. Ekki sýnist ástæða til að leita til fjárveitingavaldsins um fjárhagsaðstoð í því sambandi. Hins vegar má fullyrða að til lausnar hraðfrystihúsvandanum væri jákvætt framtak al- þingismanna úr Vestfjarðakjördæmi og sveitar- stjórnarmanna á Patreksfirði mikils virði. Pessir aðilar hafa rétt og skyldu og vafalaust fullan vilja til þess að beita áhrifum sínum í málinu. Ekki er síður ástæða til að beina tilmælum til stjórnar Fiskveiðasjóðs sérstaklega að ganga já- kvætt til verks vegna erfiðleika hraðfrystihússins. Fiskveiðasjóður er aðalveðhafi í fyrirtækinu og hefur líf þess í hendi sér. Hér er um velbúið hraðfrystihús að ræða á útgerðarstað sem liggur vel við fiskimiðunum. Pótt e.t.v. megi finna fleiri en eina ástæðu til rekstrarstöðvunar Hraðfrystihúss Patreksfjarðar, þá má ljóst vera að hin almenna rekstrarstaða fiskvinnslunnar Síðustu tvö ár er aðalástæðan. Viljaleysi Sjálfstæðisflokksins undir forystu Þorsteins Pálssonar og annarra markaðs- hyggjupostula 1987-1988, meðan þessir menn réðu miklu í ríkisstjórn, kom í veg fyrir að öllum sjávarútvegsfyrirtækjum væri sómasamlega bjargað meðan tími var til. Sú saga er geymd en ekki gleymd. ■■■ GARRI llllllllllllllllllllllllllilllllllllllilllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllM Hvað dylst undir jöklinum? Einar Már Jónsson, háskóla- kennari í París, ritar hugleiðingu í Þjóðviljann í gær, þar sem hann veltir vöngum um lærdóma þá sem draga beri af frönsku stjórnarbylt- ingunni á tvö hundruð ára afmæli hennar og ber þá lærdóma saman við þær vonir sem svo margir gerðu sér um bolshevikabyltinguna í Rússlandi. Einar segir: „Eftir rússnesku byltinguna 1917 var það lenska meðal þeirra, sem Iitu svo á að hún hefði verið sams konar skref fram á við í sögunni og franska byltingin á sínum tíma og reyndar verið framhald af henni, að boða þá kenningu að hugsjón- irnar frá 1789 um lýðræði, jafnrétti og önnur mannréttindi hefðu ein- ungis verið „borgaralegt fyrir- bæri“. Giltu þær ekki nema á valdatíma borgarastéttarinnar og síðan myndu aðrar hugsjónir leysa þær af hólmi. Var þá bent á ýmsa þætti stjómarfarsins austantjaids sem dæmi um það sem koma skyldi. Frá því er skemmst að segja að þau umskipti sem verða í Austur Evrópu afsanna þessa kenningu eins rækilega og auðið er: enginn getur haldið því fram lengur að hugsjónir frönsku byltingarinnar hafi verið eitthvert stéttarfyrirbæri - eða „formlegt lýðræði“, eins og einu sinni var sagt til að kasta rýrð á þær - og ekkert hefur komið fram sem dragi úr gildi þeirra. Á þessu tveggja alda afmæli hefur það hins vegar komið skýrt i Ijós að mannréttindahugsjón byltingar- innar hefur almennt gildi og þar sem hún hefúr ekki verið fram- kvæmd er fyrsta lausnin á vandan- um að leita til hennar“. Vandinn „frystur“ Einar Már ræðir í grein sinni nánast ótrúleg umskipti í ríkjum Austur - Evrópu þessi misserin, og álítur hugsanlegt að þau verði talin halda til jafns við frönsku bylting- una í sagnritun komandi alda. Hvort sem þetta reynist rétt eða ekki er tímabær sú ábending hans að fráleitt sé að ætla að leiðin til lýðræðis og mannréttinda verði einhverjum rósum stráð. Dæmi um það eru árekstrar gyðingasam- taka og kaþólskra ■ Póllandi og vísbendingar um að leiðir Sam- stöðu og kaþólsku kirkjunnar þurfi engan veginn að liggja saman þegar frá líður. í Austur - Evrópu ríkjun- um spretta nú upp ótal vandamál og Einar Már tekur skáldlega lík- ingu: „Þegar menn horfa á slétta og hvelfda jökulbungu dettur þeim gjama í hug að undir henni sé kannske tígulegt fjall eða þá jöfn háslétta. En slíkar hugmyndir eru oft alrangar: undir jöklinum getur verið fjölskrúðugt landslag með alls kyns fjöllum, dölum og sléttum, sem öllum er hulið meðan íshellan þekur það. Á sama hátt hafa margir haldið að ekki þurfi annað en koma á lýðræði, prent- frelsi og öðrum slíkum mannrétt- indum í löndum Austur - Evrópu, létta þar af „ísöldinni“ - til að þar komist á svipað þjóðskipulag og er við lýði um norðanverða Evrópu. En glöggskyggnir fréttaskýrendur hafa bent á að stjórnarfarið austan- tjalds hafi til þessa breitt yfir eða jafnvel „fryst“ fjölmörg vandamál, sem Vesturlandabúar hafa litlar spurnir af - enda ekki á dagskrá í löndum þeirra - en mundu blossa upp um leið og linað væri á tökun- um“. Einar áréttar þessi orð með því að taka dæmi um árekstra, sem enn er lítt sem ekkert fjallað um vor á meðal, en enginn veit til hvaða óskapa kunna að leiða. „Það er t. d. ógemingur að draga nokkur ótvíræð landamæri milli Rúmena og Ungverja: byggð- ir Rúmena mynda n.k. hring ■ Karpatafjöllum, en Transsylvania, sem er í miðjunni, er að mildu leyti byggð Ungverjum, sem em mjög stór „þjóðernisminnihluti“ í Rúm- eníu, eins og hún er nú. Meðan bæði ríkin vora undir járnaga í Varsjárbandalaginu var öllum deU- um haldið niðri. Nú ganga hins vegar klögumálin á víxl, og hvernig halda menn að Ungverjum í Rúm- eníu muni líða undir stjóra Ceaus- escus, hins guðumlíka snUlings Karpatafjalla, sem komið hefur landi sínu í kaldakol, ef sú þróun sem nú er hafin í Ungverjalandi heldur áfram, og hvernig væru Ungverjar báðum megin landa- mæranna líklegir tU að bregðast við?“... Fleiri bUkur getur Einar um, sem fuU ástæða er til að líta á sem mögulega forboða um ofviðri í aðsigi í Austur - Evrópu. En hér er látið staðar numið að fjaUa um hugleiðingu hans, þar sem margt þarft er mælt, og ástæða til að gefa gaum. Garri 1111111111 VÍTT OG BREITT lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHlllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllM^ Skattglaður forréttindaaðall Nokkrar persónur sem eiga það sameiginlegt að tilheyra háaðli líf- eyrisréttinda, það er að þiggja laun hjá því opinbera eða bönkum, hafa lagt til að vaxtatekjur lífeyris- sjóða verði skattlagðar. Þeir sem fundið hafa þetta þjóðráð er ríkis- skipuð nefnd sem gegnir því lipra heiti, fjármagnsskattanefnd. Þeir einstaklingar sem skipa nefndina njóta allir annarra og betri lífeyriskjara hjá ríki eða bönkum, nema hvorutveggja sé, en þeir launþegar sem berjast um á hinum frjálsa og sæla vinnumark- aði, sem nú á að fara að leggja ríkinu til skatttekjur upp á nokkra milljarða árlega, þótt lögbundinn sparnaður í almennum lífeyrissjóð- um dugi hvergi nærri til að greiða þann lffeyri sem verið er að Ijúga að fólki að það fái í ellinni. Að minnsta kosti er það að heyra á forystumönnum sjóðanna að þeir muni ekki hafa bolmagn til að standa undir sómasamlegum lífeyr- isgreiðslum í framtíðinni, og það óhugnanlega náinni. Rassvasagreiðslur í fréttum af tillögum fjármagns- skattanefndar er ekki getið um að ríki og bankar eigi að vera undan- þegnir skattgreiðslum af vaxtatekj- um lífeyrissjóða. Ef meiningin er að t.d. ríki og sveitarfélög greiði samsvarandi skatta af vaxtatekjum sinna lífeyr- issjóða og einstaklingar er farið að færa til peninga úr einum rassvas- anum í hinn og fer þá að verða vafasamt hvað eru gjöld og hvað tekjur, en það kemur kannski út á eitt í augum forréttindaaðals lífeyr- iskerfanna, sem fer einhliða með alla löggjöf varðandi lífeyrissjóði og kemur aldrei við það hrikalega misrétti sem þegnamir eru beittir hvað varðar lífevri. Skyldi fjármagnsskattanefnd hafa gert sér grein fyrir hvemig ríki og bankar ávaxta sín framlög til forréttindastéttanna sem hjá þeim vinna? Almennu lífeyrissjóðimir safna í sjóði og reyna að ávaxta þá eftir bestu getu og þar verða vaxtatekjur ekki undan dregnar. En ríki, sveit- arfélög og bankar hafa nokkum annan hátt þar á og geyma hvergi nærri eins digra sjóði á vöxtum eins og veslingar þeir á frjálsa vinnu- markaðinum verða að gera. Skyldi forréttindafólkið í fjár- magnsskattanefnd hafa fundið ein- ' hverjar leiðir til að allt opiobera báknið greiði sjálfu sér samsvar- andi upphæðir í vaxtaskatta og almennir lífeyrissjóðir eiga að gera • samkvæmt tillögunum? Eða á að undanskilja banka, ríki og sveitar- félög frá rassvasaflutningum vaxta- skatta og leggja í stórfelldari rán á lífeyrisspamaði almennra laun- þega en hingað til hafa þekkst? Ellipuð Lífeyrisaðallinn í fjármagns- skattanefnd hefur ekki fremur en aðrir sem njóta forréttinda gert tilraun til að kynna sér þann vanda sem almennir lífeyrissjóðir standa frammi fyrir. Miklar hrakspár.em uppi um að þeirgeti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Til þess em framlög launþega og atvinnurek- enda of lág og um aðrar viðbótar- tekjur er ekki að ræða en vaxta- tekjur, sem hvergi duga til að mæta síaukinni fjárþörf sjóðanna. Allt það fólk sem tekur laun annars staðar en hjá opinbemm aðilum, þar með töldum bönkum, sem að langmestu leyti em eign ríkisins, erbeðið í guðanna bænum að vinna að minnsta kosti til sjötugs, og taka engan lífeyri fyrr en á áttræðisaldri og helst aldrei. Þeir sem vilja hætta púlinu á vinnumarkaði, t.d. 67 ára, verða að sætta sig við vemlega skertan lífeyri og lífvænlegur verður hann ekki fyrr en komið er á áttræðisald- urinn. Hvemig væri nú, að þeir sem þjóðin kýs til að setja henni lög, embættismenn og bankamenn fari að kynna sér hvemig þessum mál- um er háttað? Það er ekki nóg, og reyndar vanvirða að, að sérstaklega þing- mennirnir skuli hvorki sjá, heyra eða skilja, hvílíkt misrétti á sér stað hvað lífeyrisréttindi varðar. Ef forréttindaaðallinn sem þigg- ur sinn lífeyri að miklu leyti frá skattborgumnum, hefði hugmynd um hvað aðrir þegnar þjóðfélagsins verða að láta sér nægja hvað varðar lífeyrisgreiðslur mundu tillögur eins og þær sem fjármagnsskatta- nefnd leggur fram aldrei sjá dagsins ljós og ríkisstjóm mundi ekki eyða dýrmætum tíma sínum í að ræða þær. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.