Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. september 1989 Tíminn 5 27áraReykvíkingursemstunginnvarmeðhnífiáveitingahúsinu „Gullið“ viðAusturvöll, kominn heim og er að ná heilsu: „Ég vorkenni stúlkunni Sigurjón Þór Friðþjófsson, 27 ára gamall háskólanemi í Reykjavík er nú að ná heilsu eftir að hafa verið stunginn með hnífí og særður lífshættulega á skemmtistað í Reykjavík aðfaranótt 26. ágúst. Sigurjón var í lífshættu eftir stunguna og var fluttur með sjúkrabfl í hendingskasti á Borgarspítalann. Þar tóku læknar við honum og gerðu að sárum hans. Fjarlægja varð miltað úr Sigurjóni. Þrátt fyrir að rétt vika sé frá því að hann var útskrifaður af Borgarspítalanum tekur hann verkjatöflur dag hvern. t>að var kona sem stakk Sigurjón, með níu sentimetra löngu hnífsblaði í síðuna. Enn þann dag í dag veit hann ekki hver hún er. „Ég sá hana aldrei," segir Sigurjón. Við skulum gefa honum orðið og fræðast um það hvemig hlutirnir gengu fyrir sig þetta örlagaríka föstudagskvöld í lífi Sigurjóns. „Héltéghefði verið kýldur“ „Við fórum tveir vinirnir saman út að skemmta okkur á föstudagskvöldi þann 25. ágúst síðastliðinn. Tilefni var í raun ekkert. Þetta var hugdetta og við fórum fyrst á ölkrá og síðar um kvöldið lá leið okkar á veitinga- húsið Gullið við Austurvöll, sem áður hét Óðal. Ég hafði ekki komið áður inn á þennan stað og það var fyrst og fremst forvitni sem rak okkur þangað inn. Þegar við komum inn keyptum við okkur í glas. Við vorum alls ekki fullir. Við röngluð- um um húsið og skoðuðum það sem fyrir augu bar. Eftir dágóða stund settumst við niður í sófasett sem eru á annarri hæðinni. Þar spjölluðum við saman nokkra stund. Allt í einu tók ég eftir því að ryskingar vom í uppsiglingu skammt frá okkar. Ég er maður friðarins og algerlega mótfallinn ofbeldi, sama í hvaða mynd það birtist. Því stóð ég upp og hugðist stilla til friðar. Þegar ég var staðinn upp úr sófan- um, og hafði tekið tvö þrjú skref, fannst mér sem ég hefði verið kýldur í síðuna. Ég hneig strax í gólfið. Það hafa sjálfsagt verið ósjálfráð viðbrögð, en ég hélt með hendinni þar sem mér fannst ég hafa verið kýldur. Var þetta mitt síðasta? Það blæddi mikið og fljótlega rann upp ljós fyrir mér. Eitthvað meira hafði gerst, en að ég væri kýldur. Fjölda fólks dreif að og stumraði yfir mér. Sérstaklega er mér minnisstæð bláókunnug stúlka sem veitti mér aðhlynningu þar sem ég lá í gólfinu. Hún sagði mér að hafa engar áhyggjur, þeir myndu ná stúlkunni sem stakk mig. Ég get nú ekki sagt að ég hafi beinlínis haft áhyggj ur af því þá, hvort hún næðist. Dyraverðir á staðnum brugðu skjótt við og eiga þakkir skildar fyrir þeirra þátt. Ég var borinn út í sjúkrabíl, sem brunaði af stað með mig upp á Borgarspítala. Ég var mjög rólegur. Sársaukinn var ekki mikill og ég var með meðvitund allan tímann. Þó man ég að mér flaug í hug sú spurning hvort þetta væri mitt síð- asta. Sú hugsun skaut upp kollinum þegar áhyggjufullur læknir í sjúkra- bílnum spurði mig hvort ég finndi fyrir sársauka í ■vinstri öxlinni. Þar fann ég einna mest til. Mér skilst að verkur í öxl geti gefið til kynna innvortis blæðingar. Ég neita því ekki að ég var örlítið hræddur, en ég tel mig hafa tekið þessu með ró og beið þess sem verða vildi.“ „Vorkenni stúlkunni" Hafandi sagt sögu sína stendur Sigurjón upp. Það er greinilegt að hann er kvalinn. Hann reynir að halda aftur af sársaukastunu, en stirðlegar hreyfingar segja allt um ástand hans. Þekktir þú stúlkuna sem stakk Þig? ^ „Nei. Ég hef aldrei séð hana. Eg hafði ekki hugmynd um að það hefði verið stúlka sem stakk mig. Rann- sóknarlögregla ríkisins bauð mér að skoða myndir af henni. Ég vildi það ekki. Til að byrja með ákvað ég að komast hjá allri vitneskju um þessa manneskju. Eftir á séð veit ég ekki hvort það er rétt afstaða. Kannski hefði ég átt að gera eins og páfinn. Hann fór og hitti tilræðismann sinn. Fyrst og fremst vorkenni ég þessari stúlku." Tíminn hefur aflað sér upplýsinga um stúlkuna sem stakk Sigurjón. Hún hefur oft áður komist í kast við lögin og sama dag og hún stakk Sigurjón hafði hún losnað úr gæslu- varðhaldsvist. Hún öðlaðist frelsi sitt klukkan 10 um morguninn um- ræddan föstudag. Ekki var það löng útivist, því rúmum sextán tímum eftir að hún gekk út úr Síðumúla- fangelsinu veitti hún Sigurjóni lífs- hættulega hnífsstungu, algerlega að tilefnislausu, að því er virðist. Fljót- lega náðist hún og situr þessa stund- ina í Síðumúlafangelsinu, í gæslu- varðhaldi vegna hnífsstungunnar. Ofbeldi þrífst á afskiptaleysi Hnífurinn sem Sigurjón var stung- inn með er með níu sentimetra löngu og tveggja og hálfs sentimetra breiðu blaði. Hnífur eins og þeir sem skátar bera gjaman við einkenn- isbúning sinn. Það er óhætt að segja að Sigurjón hafi sloppið vel. Hann bendir á að miltað sé sennilega það líffæri sem maðurinn getur einna helst verið án. Hann mun hinsvegar alla ævi bera ör á sál og líkama eftir þessa hnífs- stungu. Eins og myndin af Sigurjóni sýnir þurfti að skera hann stóran skurð til að lagfæra þær skemmdir sem hnífurinn olli á líffærum hans. En hvað segir Sigurjón um fram- tíðina. Mun hann hér eftir láta það afskiptalaust ef hann verður vitni að ofbeldi? Sigurjón þurfti ekki að hugsa sig um lengi. Hann segir ákveðinn; „Nei. Ofbeldi þrífst best á afskipta- leysi og að menn líti undan og láti slíka verknaði óátalda. Maður er hræddur við ofbeldi, en okkur ber að vera enn hræddari við að líta undan. Sennilega er ekki hægt að koma í veg fyrir ofbeldi, þessi kostur er alltaf fyrir hendi og verður það alltaf.“ Sigurjón, sem leggur stund á heimspeki við Háskóla íslands segist hafa velt þessum hlutum mikið fyrir sér upp á síðkastið. Hann getur þó ekki komið fram með töfralausn á hvernig draga megi úr síauknu of- beldi á íslandi. „Lausnina hlýtur að vera að finna í uppeldi. Þessi atburður breytir því ekki að ég mun áfram fara út að skemmta mér og á allan hátt halda mínu striki eftir sem áður.“ Sigurjón vitnaði í Stóuspekinginn Epiktet. Sú tilvitnun segir allt um hugarfar hans til þessa máls. Tilvitn- unin er tekin úr bókinni: Hver er sinnar gæfu smiður. „Ekki eru það atburðir sem áhyggjum valda, heldur horf manna við þeim. Dauðinn er t.d. ekki skelfilegur. Skelfileg er einungis sú skoðun að dauðinn sé skelfilegur. Ef eitthvað hamlar oss, r^skar hugarró vorri eða hryggir oss, þá skyldum við engan annan sakfella en oss sjálf þ.e. viðhorf sjálfra vor. Vanþroska maður þekkist af því að hann sakar aðra um ef hann famast miður. Sá sem áfellist sjálfan sig er kominn nokkuð áleiðis, en sannmenntaður maður ber hvorki sjálfan sig né aðra sökum." Að lokum vildi Sigurjón koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Borgarspítalans sem annaðist hann eftir hnífsstunguna. -ES Sigurjón Þór Friðþjófsson á heimili sínu. Stóri skurðurinn er eftir aðgerðina er miltað var fjarlægt, en minni skurðurinn er eftir hnífinn. Tímamynd Pjeiur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.