Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 7. september 1989 Tíminn 19 ÍÞRÓTTIR Sævar Jónsson fyrirliði íslenska landsliðsins í leiknum I gaer í skallabardaga við Matthias Sammer framheria A-Pjóðverja. Sammer skoraði fyrsta mark liðs síns í leiknum. J Tímamynd Pjeiur Undankeppni HM í knattspyrnu: »Si iegfri ed l-lín; an“ brast illa igegi L-Þji Dðverjum - A-þjóðverjar með tak á íslendingum sem sváfu á verðinum í vörninni Gífurleg barátta hefur lengi ein- kennt íslensk íþróttalið og með hana í fararbroddi hafa íslensk lið oft lagt sér sterkari andstæðinga að velli. Þetta einkenni íslenskra íþrótta- manna var aldrei þessu vant ekki til staðar í gærkvöld þegar íslenska landsliðið í knattspymu tapaði 0-3 fyrir A-Þjóðverjum á Laugardals- velli í undankeppni HM í knatt- spyrnu. Það fór því eins og f síðari heims- styrjöldinni. „Sigfried-línan“ brast og Þjóðverjarnir ruddust innfyrir vamargarðana og unnu orustuna. F.n eins og forðum birtir upp um síðir og nýr herforingi mun taka við íslenska liðinu, áður en haldið verð- ur í næstu stórorustu. Að margra áliti em þau umskipti löngu tíma- bær, en ekki má gleyma góðum árangri liðsins í síðustu leikjum undir stjóm Helds, þótt illa færi í gær. fslenska liðið virkaði áhugalaust í leiknum í gær og allan neista vantaði í menn. Það eina sem leikmennimir sýndu var grófur leikur, óþarfa brot og pústrar vom of áberandi og velski dómarinn sýndi þremur fslenskum leikmönnum gula spjaldið. íslenska liðið var óþekkjanlegt í gær, ef litið er á leikina gegn Austurríkismönn- um og Sovétmönnum, ef frá er skilinn grófur leikur liðsins. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill. A-Þjóðverjar réðu lögum og lofum á vellinum, án þess þó að skapa sér veruleg marktækifæri og samleikur íslenska liðsins var í molum. Eina færi íslands í leiknum leit dagsins ljós þegar 5 mín. voru liðnar af síðari hálfleik. Sigurður Grétars- son vann knöttinn af A- Þjóðverjum á hægri kanti, Iék áfram upp kantinn og gaf fyrir markið. Þar var Amór Guðjónsen til staðar, en skot hans lenti í einum varnarmanna A-Þýska- lands, fór þaðan í stöngina og aftur fyrir endamörk. Fyrsta mark A-Þjóðverja kom á 55. mín. Thomas Doll átti skot í vamarmann íslands og þaðan barst knötturinn til Matthias Sammer sem skoraði auðveldlega af stuttu færi. Á 63. mín. lauk stórsókn A-Þjóð- verja með því að Rainer Ernst skoraði með bogaskoti yfir Friðrik Friðriksson í markinu. Friðrik hafði hætt sér og framarlega og var refsað fyrir það. Tveimur mín. síðar brast íslenska vörnin enn einu sinni. Thomas Doll tætti vörnina í sig og þmmaði knett- inum í þaknetið hjá Friðriki. Aðeins mínútu síðar sluppu ís- lendingar heldur betur með skrekkinn. Rainer Ernst skaut þá yfir eftir úr upplögðu færi eftir skyndisókn Þjóðverja. Síðasta mínúta leiksins var sögu- leg. Gunnar Gíslason braut á A- Þjóðverja í vítateignum og dómar- inn dæmdi réttilega vítaspyrnu. Doll tók spyrnuna, en knötturinn hafnaði í markstöng íslenska marksins. Það var lán í óláni að tapið skildi ekki verða stærra, því 5-0 hefðu ekki verið ósanngjörn úrslit, í þessum síðasta leik íslenska landsliðsins undir stjórn V-Þjóðverjans Sigfried Held. BL Sagt eftir landsleikinn Sigfried Held landsliðsþjálf- ari íslands: „Þetta var barátta um hvort liðið skoraði á undan. Eftir að við fengum á okkur mark var róðurinn þungur, þeir voru snöggir til baka og vörðust vel upphlaupum okkar. Þetta a-þýska lið er mun betra en staða þess í riðlinum segir til um. Ég tel að við höfum teflt fram sterkast mögulega landsliði okkar miðað við aðstæður.“ Ómar Torfason: „Það var reiðarslag að fá á sig mark svona snemma í síðari hálf- leik og eftir það misstu menn móðinn. Vörnin var ekki nógu sterk í síðari hálfleiknum og það varð okkur að falli í þessum leik. Ég tel að við höfum ekki gert okkur of miklar vonir um sigur fyrir fram.“ Ásgeir Sigurvinsson: „Það voru mikil vonbrigði að tapa þessum leik. Fyrri hálfleikur- inn var jafn án þess þó að vera skemmtilegur. Fyrsta markið var heppnismark og við hefðum átt að verjast enn betur eftir það. Það var sem baráttu vantaði í menn og það var ekki sama stemmning í leiknum og t.d. gegn Austurríkismönnum hér heima.“ „Við áttum að verjast fram áfr- am þrátt fyrir mörkin, en vömin var léleg og við vorum heppnir að fá ekki á okkur fleiri mörk.“ BL Knattspyma: Markalaust í Vín Austurríkismenn og Sovét- menn gerðu markalaust jafn- tefli í 3. riðli í Vínarborg í gærkvöld. Staðan í riðlinum er þá þessi: Sovétríkin 9, Austurríki 7, Tyrkland 5, A-Þýskaland 5 og Island 4. Önnur úrslit í undankeppni HM í gærkvöldi vora þessi: Finnland-Wales...........1-0 Belgía-Portúgal..........3-0 Svíþjóð-England..........0-0 N-Irland-Ungverjaland . . 1-2 Júgóslavía-Skotland .... 3-1 Skotar gerðu 2 sjálfsmörk í leiknum. I fyrrakvöld: Noregur-Frakkland .... 1-1 Vináttuiandsleikur: frland-V-Þýskaland .... 1-1 BL l^&Esjsslssjs^L ! LiSTUNARÁfETLUN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell.........25/9 Gloucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga Lestunarhafnir innanlands: Reykjavík: Alla miðvikudaga Vestmannaeyjar: Alla föstudaga Húsavík: Alla sunnudaga Akureyri: Alla mánudaga ísafjörður: Alla þriðjudaga SKIRADE/LD SAMBANDSJNS Sambandshúsinu, Kirkjusandi 105, Reykjavík, sími 698300 . 1 Á A A Á A A A IÁKN TRAlJSrRÁ H.UININGA/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.