Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 17

Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 7. september 1989 Tíminn 17 ! GLETTUR - Meöalið, sem ég fékk hjá þér í gærfyrirkonunamína, vararsenik en ekki svefnlyf, svo ég held ég skuldi þér eitthvaö í viðbót - Komum okkur út af listasafninu. Magasárið er farið að angra mig enn á ný - Ég ætla að segja hjóna- bandsráðgjafanum það, að þegar ég kvartaði við manninn minn um að mig vantaði meiri ástúð, - þá gaf hann mér hund Klassapíurnar vilja verða dramatískar Betty White (t.v.) leikur hina Ijúfu og góðu Rose, sem ekki stigur í vitið, en hún reynir samt eftir megni að hughreysta vinkonu sina í veikindum hennar Bea Arthur leikur Dorothy. Hún veikist og vinkonurnar hafa miklar áhyggjur af henni Vinkonurnar þrjár (f.v.): Blanche, Dorothy og Rose og fyrir framan er Sophia, móðir Dorothy Klassapíur, sem í heima- landi sínu nefnast „Golden Girls“ hafa orðið vinsælt sjónvarpsefni hér á landi sem annars staðar. Þættirnir hafa verið léttir og byggst mest upp á skoplegum atburðum og fyndni sambýliskvenn- anna þriggja, Dorothy (sem er leikin af Bea Arthur), Rose (sem Betty White Ieik- ur), Blanche (Rue McClanahan) og Estelle Getty sem leikur Sophiu, móður Bea Arthurs. Nú hafa leikkonurnar allar beðið stjórnendur að breyta þáttunum þannig að þær fái að sýna betur sína leikrænu hæfileika, og það hefur verið tekið tillit til óska þeirra. Þegar byrjað verður í haust á nýjum árgangi af sjónvarpsþáttunum hefjast þeir með mjög dramatískum þætti, sem skipt er í tvennt. Þar verður Dorothy (leikin af Bea Arthur) fyrir því að veikjast og allir eru hræddir um að þetta sé eitthvað al- varlegt. Það er svo sagt frá hvernig vinkonurnar og móðir Dorothy bregðast við tíðindunum, en við segjum ekki frá því hvernig þetta fer, því að líkast til koma „Klassapíurnar" til okkar aftur og þá fáum við að sjá þessa spennandi þætti. Rue McClanahan leikur Blanche, sem alltaf er á eftir karlmönnum. Hún meira að segja tekur lækni vinkonu sinnar á löpp, þegar hún kemur á spítalann í heimsóknl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.