Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 18
18 Tíminn Fimmtudagur 7. september 1989 ÍÞRÓTTIR „Innkaupadós“ Ævars Hjartarsonar og Ara Arnórssonar á hundrað og fimmtíu við Gunnarsholt. Ævar og Ari urðu í öðru sæti í rallinu og sigruðu með yfirburðum í flokki óbreyttra bíla. Timamynd; stefán Hjartanon. Alþjóðlega Bílanaustsrallið: Bróðurlegursigur - Ævar og Ari í 2.sæti á innkaupadósinni Sigurvegarar í Bflanaustsrallinu 1989, tiunda alþjóðlega rallinu á íslandi urðu bræðumir Ólafur og Halldór Sigurjónssynir úr Njarðvík og kepptu þeir á Talbot bfl. í öðra sæti urðu Ævar Hjartarson og Ari Amórsson en þeir kepptu á Suzuki Swift en þeirra bfll er óbreyttur ijölskyldubfll að flestu leyti. Railið var haldið um síðustu helgi og lauk á sunnudagskvöldinu þar sem það hófst, í Borgartúni í Reykjavík, framan við Bílanaust en tuttugu bílar hófu keppni á föstudag- inn var en í mark komust ellefu bílar. Rallkeppni skiptist í sérleiðir og ferjuleiðir. Ekinn var fjöldi sérleiða sem voru misjafnlega erfiðar bílum og ökumönnum en á sérleiðum aka menn eins og druslurnar draga og leiðirnar eru lokaðar allri annarri umferð meðan á keppninni stendur. Ralibflunum er síðan ekið eftir ferjuleiðum milli sérleiða og þar sem ferjuleiðimar eru venjulegir vegir, opnir allri annarri umferð, er ekið á þeim að öllu leyti innan ramma almennra umferðarlaga og -reglna. Ævar Hjartarson ökumaður Suz- uki bílsins sem varð í öðru sæti sagði að bíll hans og Ara Arnórssonar væri nefndur innkaupadósin meðal ralláhugamanna. Bíllinn er algerlega óbreyttur sem er afar óvenjulegt nú orðið í íþróttinni þar sem bílamir væm meira eða minna sérhannaðir og -smíðaðir og ættu orðið fátt sameiginlegt með venjulegum bílum af sömu tegundum. „Innkaupadósin“ væri hins vegar með óbreytta vél, drifbúnað og hjóla- og fjaðrabúnað. Það einasta sem væri breytt frá venjulegum fjöl- skyldubíl af gerðinni Suzuki Swift væri að sett hefði verið veltigrind inn í bílinn og yfirbyggingin hefði verið soðin samfellt saman í stað þess að punktsjóða hana. -sá Njarðvíkurbræðurnir Ólafur og Halldór Sigurjónssynir, sigurvegarar Bflanaustsrallsins svífa yfir rollurörahlið á Talbot bíl SÍnum við ísólfsskála. Timamynd; Gert Wahlslriim. Handknattleikur: Þunglamalegt Frá Jóhanncsi Bjaraasyni íþróttafréttaritara Tímans á Akureyri: Það er greinilegt að íslenska hand- knattleikslandsliðið er ekki í góðri leikæfingu um þessar mundir. Sókn- arleikur liðsins A-Þjóðverjum í gær- kvöldi var mjög þunglamalegur, en vamarleikurinn var á hinn bóginn oft ágætur. Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik, en Þjóðverjamir sigu fram úr á síðustu mín. og höfðu þriggja marka forskot 12 gegn 9 í hálfleik. Þjóðverjar bættu síðan við for- skotið í fyrri hluta síðari hálfleiks og gekk íslendingum afleitlega að koma knettinum framhjá Gunnari Schim- rock markverði gestanna. Mestnáðu Þjóðverjamir 5 marka forskoti 22- 17, en íslenska liðið gerði heiðarlega tilraun til að jafna í lokin og tókst tvívegis að minnka muninn í 1 mark. A-Þýska liðið hélt þó haus og tryggði sér tveggja mark sigur 24-22. íslenska liðið verður varla dæmt af þessum leik, marga lykilmenn vantaði svo sem Alfreð Gíslason, Sigurð Gunnarsson, Sigurð Sveins- son og Einar Þorvarðarson. En hinu verður þó ekki á móti mælt að margir okkar snjöllustu leikmanna áttu afleitan leik í gærkvöldi. Homaparið Bjarki og Guðmund- ur vom ótrúlega slakir og skomðu samtals 1 mark. Atli Hilmarsson var og langt frá sínu besta. Óskar Ár- mannsson. Þorgils Óttar og Kristján Arason léku best íslendinganna og Guðmundur Hrafnkelsson varði ágætlega. Breiddin var aðall A-Þjóðverj- anna og ómögulegt að taka einn leikmann fram yfir aðra, nema ef vera skildi Gunnar Schimrock mark- vörður. Mörkin ísland: Óskar Ármannsson 8/3, Þorgils Óttar 5, Kristján Arason 4, Atli Hilmarsson 2, Gunnar Gunnarsson 1, Bjarki Sigurðsson 1 og Geir Sveinsson 1. Guðmundur markvörður varði 12 skot. A-Þýskaland: Hauck 4, Tripel 4, Whal 3, Winselman 3, Handschke 3, Quereng- aesser 3, Schneider 2, Fuhrig 1 og Baruth 1. Gunnar Schimrock varði 17 skot. BL Frjálsar íþróttir: Hefur aldrei æft skipulega Jon Arnar Magnússon frjálsíþróttamaður úr HSK æfir í Bandaríkjunum í vetur í nýjasta hefti íþróttablaðsins, sem nú er nýkomið út, er ýtarlegt viðtal við frjálsíþróttamanninn Jón Araar Magnússon úr HSK. Þar kemur meðai annars fram að þetta „undra- bam“ frjálsíþróttanna hefur aldrei æft frjálsar íþróttir skipulega, en í vetur ætlar hann að breyta til og æfa af kappi í Bandaríkjunum. Þar mun Jón Arnar verða í vetur við nám í háskólanum í Monroe í Louisiana og hefur hann fullan skólastyrk vegna hæfileika sinna í íþróttum. Um síðustu helgi keppti Jón Am- ar með íslenska landsliðinu í tug- þraut í þriggja landa keppni í Eng- landi. Þar náði hann þriðja besta árangri keppenda sem voru 4 frá hverri þjóð. Auk Islendinga kepptu Bretar og Frakkar á mótinu. Jón setti unglingamet er hann náði 7351 stigi úr tugþrautinni, sem var besti árangur íslendinganna í keppninni. Island hafnaði í 3. sæti með 20.486 stig. BL Frjálsar íþróttir: Sigurðurvalinn í Evrópuúrvalið Sigurður Einarsson spjótkastari hefur verið valinn í úrvalslið Evrópn í frjálsum íþróttum, sem keppa mun á heimsbikarmótinu í Barcelona um næstu helgi. Upphaflega átti heimsmethafinn Jan Zeleznys frá Tékkóslóvakíu að keppa fyrir Evrópu hönd í spjótkast- inu, en vegna meiðsla getur hann ekki keppt. Sigurði er mikill heiður sýndur með þessu vali, en hann hefur verið í mikilli sókn í íþrótt sinni að undan- förau. Skemmst er að minnast fræki- Iegs árangurs Sigurðar í úrslita- keppni stigamóta alþjóðafrjáls- íþróttasambandsins sem fram fór í Mónakó á föstudaginn. Þar hafnaði Sigurður í 3. sæti, kastaði 82,82 m. Sigurður varð einnig 3. í heildar- stigakeppni mótanna. Einar Vil- hjálmsson keppti einnig í Mónakó og varð í 5. sæti. Einar varð einnig I 5. sæti í stigakeppni mótanna. BL Islenskar getraunir: Tveir með 12 - Fá á fjóröa hundrað þúsund kr. í sinn hlut Þrátt fyrir óvenjuiega skiptingu merkja á getraunaseðlinum um síð- ustu helgi, náðu tveir 12 leikjum réttum. Annar seðillinn með 12 réttum var keyptur í Söluturninum Sogavegi 3 í Reykjavík laust fyrir hádegi á laugardag. Þar var á ferðinni opinn seðill að verðmæti 5.760 kr. en þýðir að tipparinn var með tvær þrítrygg- ingar og sex tvítryggingar. Auk 12 réttra nær eigandinn 10 röðum með 11 réttum. Hann fær því alls í sinn hlut 354.488 kr. Hinn seðillinn var keyptur í Fitja- borg í Njarðvík um kl. 13 á laugar- dag. Þar var á ferðinni einfaldur seðill fyrir aðeins 60 kr. Því hafði eigandinn ekki 11 rétta, en fær í sinn hlut 309.748 kr. fyrir tólfuna. Hvor- ugur þessara tippara studdi ákveðið íþróttafélag. Alls komu 34 raðir fram með 11 réttum. Vinningurinn fyrir hverja röð er 4.470 kr. Úrslitaröðin var þessi: 111, lxl, xxx, xlx. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.