Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 9 08 0 0 0 1 686300 L SAMVINNUBANKt ISLANDS HF. ÁTTHAGAFÉLÖG, ÉúO|0ILAs^oö FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGAR RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagölu. S 28822 GlsBsilegur ealur til leigu fyrir lamkvæmi og fundarhöld á daginn som á kvöldin. CP--D x zx x a :. ... ÞRfiSTUR 685060 VANIR MENN FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1989 mm Skipt um stjórn á sunnudag milli klukkan ellefu og eitt. Málefnasamningur frágenginn en eftir að ganga frá verkefnaflutningi milli stjórnarflokkanna: Ný stjórn mynduð kl. eitt á sunnudaginn Tveir ríkisráðsfundir hafa verið boðaðir næstkomandí sunnudag. Sá fyrri mun verða klukkan ellefu og þá mun Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra biðjast lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína. Seinni fundurinn hefst klukkan eitt eftir hádegi og þá mun formlega mynduð ný ríkisstjórn undir forsæti Steingríms, með þátttöku Framsóknarflokks, Borgaraflokks, Alþýðuflokks og Alþýöubandalags. Málefnasamningur er frágeng- inn, en eftir er að ræða verkefna- tilflutning milli stjórnarflokkanna. f þeim tilfellum þarf lagabreytingar til og t.d. hefur verið nefnt að á döfinni sé að færa yfirstjórn út- flutnigi á ferskum fiski frá utanrík- isráðuneytinu til sjávarútvegsráðu- neytis. „Ég tel að ekki hafi verið komist hjá því að mynda nýtt ráðuneyti af því að nýr flokkur kemur inn í ríkisstjórnina. Þó málefnasamn- ingurinn sé í grundvallaratriðum sá sami, kemur við hann viðbót og þetta er nýr málefnasamningur", sagði forsætisráðherra í samtali við Tímann í gærkveldi. Steingrímur kvaðst telja það eðlilegt að þar sem á sunnudaginn gengi í gildi nýr málefnasamningur, að stofnað yrði nýtt ráðuneyti í stað þess að til- búinn að skila tillögum um mótun atvinnustefnu. Framsóknarflokkurinn gefur áberandi mest eftir af embættum kynnt yrði breyting á því ráðuneyti sem hann væri í forsvari fyrir núna. Borgaraflokkurinn fær sam- kvæmt nýja málefnasamninginum tvö ráðuneyti. Annars vegar dóms- málaráðuneytið sem Óli Þ. Guð- bjartsson mun fara með og hins vegar ráðuneyti Hagstofu íslands, sem Júlíus Sólnes kemur til með að stýra. Auk þess kemur í hlut Júlíus- ar, embætti samstarfsráðherra Norðurlandanna, umsjón með frágangi frumvarps um breytingar á Stjórnarráði Islands, er m.a. tekur til við mótun umhverfismála og að gera tillögur um mótun atvinnustefnu í tengslum við nefnd atvinnurekenda og launþega. Við stofnun ráðuneytis umhverfismála mun Júlíus taka við því en Hagstof- an mun aftur ganga til baka undir forsætisráðuneytið. Þá á formaður Borgaraflokksins jafnframt að vera Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra. til borgara, en af hverju? „Það er beinlínis gert vegna þess að ég vildi höggva á hnútinn. Málefnalega bar ekkert á milli og það voru allir stjórarflokkarnir sammála um að æskilegt væri að Borgaraflokkur- inn kæmi inn. Því miður náðist ekki samstaða um skipan ráðu- neyta og því taldi ég myndarlegast af okkur að höggva á hnútinn, við höfum forystu í ríkisstjórninni og ég er ábyrgur fyrir henni. Það er ekki nokkur vafi á því að eftir að Borgaraflokkurinn kemur inn í ríkisstjómina, kemur hún mikið sterkari inn á þing en hún hefði gert ella og ég lít á mig sem ábyrgastan fyrir því að svo verði.“ Sagði Steingrímur. Hann bætti við að þessi skipan væri einungis til bráðabirgða, eða þar til lög um breytingar á Stjórnarráðinu tækju gildi. -ÁG ■ Stálskip hafa hætt við kaup a togaranum Sigurey. Stálskip hætta við að kaupa Sigurey Stálskip hf. í Hafnarfirði hefur hætt við að kaupa Sigurey BA 25, togara Hraðfrystihús Patreksfjarð- ar, sem fyrirtækinu var slegið á uppboði í jíðasta mánuði. f kvöld- fréttum Ríkisútvarpsins í gær var greint frá því að Stefáni Skarphéð- inssyni sýslumanni Barðstrendinga hafi borist skeyti þessa efnis frá forsvarsmönnum Stálskips hf. í gær. Sem kunnugt er keyptu Stálskip Sigurey á 257 milljónir króna, en helstu keppinautar Stálskips á upp- boðinu var nýstofnað hlutafélag heimamanna á Patreksfirði, Stapar. Ekki náðist í forsvarsmenn Stál- skips í gærkvöldi, né forsvarsmenn hins nýja fyrirtækjs á Patreksfirði. Þrotabú Hraðfrystihúss Patreks- fjarðar getur krafist skaðabóta fyrir það að fallið sé frá tilboðinu. Á mánudag verður haldinn fundur með veðhöfum, þar sem ákveðið verður hvort krafist verði skaðabóta. Ástæða þess að fallið er frá kaup- unum er talin sú að forsvarsmenn Stálskips treystu sér ekki til að standa við tilboðið eftir viðræður við stærstu kröfuhafa. -ABÓ Lundúnaháskóli: Staða kennd við Laxness Stofnuð hefur verið kennarastaða í íslenskum fræðum við norrænu- deild Lundúnaháskóla. Er staðan kennd við Halldór Laxness rithöf- und í virðingarskyni við hann og nefnist á ensku: „The Halldór Lax- ness lectureship in Icelandic lang- uage an literature." Samningur varðandi stofnun kennarastöðunnar var undirritaður milli íslenskra stjórnvalda og Lund-. únaháskóla (University College London) hinn 30. ágúst síðastliðinn. Launakostnaður skiptist milli þess- ara tveggja aðila. Ráðið verður í stöðuna til þriggja ára í senn, t' fyrsta skipti frá 1. september 1990. Gert er ráð fyrir að staðan verði auglýst laus til umsóknar og leitað umsagnar heimspekideildar Háskóla íslands um umsækjendur áður en starfið verður veitt. Sá sem stöðunni gegnir mun einnig vinna að nánari samskiptum milli (slands og Bret- lands á sviðum er tengjast íslenskum bókmenntum og tungu. Samningsgerðin var undirbúin af sendiráði íslands í Lundúnum í samráði við menntamálaráðuneytið og undirritaði Ólafur Egilsson, sendiherra samninginn fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. SSH Halldór Laxness.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.