Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. september 1989 Tíminn 7 Alexander Stefánsson: L Brú eða vegur yf ir Gilsfjörð forsenda eflingar byggðar í Austur-Barðastrandar- og Dalasýslu í viðtali við Dagblaðið 31. ágúst sl. er haft eftir samgönguráðherra, Steingrími J. Sigfússyni, að „brúun Gilsfjarðar sé ekki inni á áætlun allra næstu ára“. Þessu vil ég mótmæla. Við af- greiðslu vegaáætlunarsl. vor, 1989- ’92, er að tillögu ríkisstjórnar gerð sú breyting að tekin var upp ný skipting til nýrra þjóðbrauta að því er varðar stofnbrautir. Myndaður var nýr verkefnaflokkur, - Stór- verkefni - sem skiptist til fjár- mögnunar framkvæmda í jarð- göngum, stórbrúm, fjarðaþverun- um og umferðarmannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Fjárveiting- ar til ó-vega og til vega á höfuð- borgarsvæðinu falla niður. Almenn verkefni og bundið slitlag var sam- einað í einn flokk og sérstök verk- efni óbreytt. f yfirlitsáætlun um stórbrýr í stórverkefni er Gilsfjörð- ur talinn verkefni upp á 520 millj- ónir. Við umfjöllun fjárveitinga- nefndar kom fram að þingmenn Vestfjarða voru ekki tilbúnir að tímasetja framkvæmdir um Gilsfjörð. Hins vegar var fjármagn til að flýta rannsóknum vegna næstu stórverkefna, sem þarf að taka ákvörðun um í lok næsta árs, hækkað í meðferð nefndarinnar og er lokarannsókn um brúar- eða vegastæði um Gilsfjörð inni í þeirri ákvörðun. Þess vegna getur samgönguráð- herra ekki sagt að brúun Gilsfjarð- ar sé ekki á áætlun næstu ára. Það hefur hann ekki vald til að ákveða. Það er Alþingi sem hefur það vald í lok næsta árs. Ástæða er til að rifja upp þá staðreynd að þegar sameining sveitarfélaga í Austur-Barða- strandarsýslu var á lokastigi var það eitt aðalmál sveitarfélaganna í Austur-Barðastrandarsýslu og einnig í Dalasýslu að brú eða vegi yfir Gilsfjörð yrði flýtt. Sterk rök eru fyrir þessari kröfu, á sviði félagsmála, viðskipta og atvinnu- mála er þetta augljóst mál, - afger- andi byggðamál. Þess vegna getur samgönguráðherra ekki sagt að brúun Gilsfjarðar sé ekki á áætlun næstu ára. Það hefur hann ekki vald til að ákveða. Það er Al- þingi sem hefur það vald í lok næsta árs. Þáverandi ríkisstjórn var jákvæð gagnvart þessu sjónarmiði og þing- menn Vestfjarða og Vesturlands gáfu yfirlýsingar um að standa sameiginlega að því að hraða rann- sóknum og framkvæmdum þessa verkefnis. Af hvalahúmor Tímans (Bæði með hv og kv) Fyndni og hvalahúmor Tímans virðast lítil takmörk sett. I laugar- dagsblaðinu var á bls. 5 húmor, eða drög að húmor undir fyrirsögn- inni: „Lengi skal Magnús reyna“ um undirritaðan væntanlega, er við landnemar í Fellsmörk í Mýr- dalshreppi vorum á ferð eitt sinn sem oftar í Víkurskála að snæða málsverð. En þar sem svo mörg aðalatriði eru röng í þessum Tímabrandara í Tímahúmornum þá sjáum við fé- lagarnir sem þar vorum í mat okkur tilneydda til að leiðrétta nú í annarri vikunni í röð helstu rangfærslur blaðsins um tilraunir okkar tómthúsmannanna til trjá- ræktar og annarra landgræðslu- starfa þarna fyrir austan. Helstu leiðréttingarnar eru þessar: • 1. Þegar við keyptum okkur hádegisverð umrætt skipti í Víkur- skálanum tók ég mér ekki matseð- ilinn í hönd, né til lestrar eins og Tíminn greinir frá. • 2. Þaðanaf síður dvaldist mér eitthvað við lestur matseðilsins eins og blaðið segir. Einfaldlega vegna þess að matseðilinn þurfti ég aldrei. • 3. í þriðja lagi gat afgreiðslu- stúlkan ekki hafa orðið óþolinmóð yfir matseðilslestri mínum af ástæðum 1 og 2, né heldur af nokkurri ástæðu annarri því um leið og ég kom inn í veitingaskál- ann bað ég um hina klassísku grænmetisrétti sem Víkurskáli matreiðir svo mjög vel að mínu mati. - Þess skal getið fyrir forvitna að ég pantaði kartöflur og sósujafning (uppstú) með baunum, sultu og öðru mjög góðu grænmeti - og líkaði mjög vel eins og mér hefur ávallt líkað við matinn í Víkur- skála. • 4. f fjórða lagi þá spurði af- greiðslustúlkan mig aldrei hvort ég vildi hval í mat. Og þó svo hún hefði gert það þá hefði ég hvorki orðið blár né eld-rauður og þaðan- af sfður hvort tveggja til skiptis eins og Tíminn greinir frá. Því ef svö hefði verið þá væri ég lítið annað en blár og rauður mestallan sólarhringinn og hefði verið það undanfarin misseri samfellt skv. kenningum Tímans. Svo er Tíma- húmor þj óðarinnar fyrir að þakka. - Til fróðleiks fyrir forvitna þá reiknast mér að skv. lauslegri áætl- un hafi ég heyrt þennan Tíma- brandara ca. 3.000 sinnum frá því að þjóðin tapaði glórunni í þessu undarlega hvalafári sínu fyrir um 3 árum (að meðaltali þrisvar á dag sl. 1.000 daga, lausl. áætlað). • 5. f fimmta lagi þá voru það blásaklausir krakkar sem staddir voru í skálanum þetta hádegi sem voru að flissa með þennan um- rædda Tímabrandara og spurði ein stúlkan mig að þessari klassísku Tímaspurningu á afar sakleysisleg- an hátt. Ekkert var fjarri mér en að fara að æsa mig yfir þessu þó hressir krakkar sjái broslegar hlið- ar á tilverunni stundum. Þaðanaf síður að ég hafi „orðið fyrst blár síðan eld-rauður og loksins sprung- ið og ausið svívirðingum yfir stúlk- una“ eins og lesa mátti í Iaugar- dagsblaði Tímans. Fáar skýringar kann ég á þessum rangfærslum blaðsins æ ofan í æ varðandi mig og störf mín við trjárækt eða önnur þjóðþrifanátt- úruverndarstörf, - nema ef vera skyldi hversu óhemju tapsár Tím- inn virðist vera orðinn í hvalamál- inu ljóta fyrir hönd hins skamm- sýna hluta okkar íslendinga. En eins og kunnugt er þá flækist ég Síðan hefur fjármagni verið veitt til rannsókna í Gilsfirði á hverju ári, en ljóst að auka þarf rannsókn- ir til að endanleg ákvörðun um brú eða veg geti legið fyrir. Þingmenn Vesturlands eru ein- huga f þessu máli og tilbúnir til að fylgja eftir þessu stórvirki að því er varðar Vesturland. Því verður ekki trúað að þingmenn Vestfjarða láti sitt eftir liggja og sameinaðir getum við knúið fram að framkvæmdir við þetta mannvirki, brú eða veg yfír Gilsfjörð, verði í vegaáætlun eftir 1991. Ég vil ekki trúa því að núverandi samgönguráðherra láti tefja rann- sóknir sem þarf að flýta, svo niður- stöður liggi fyrir í lok næsta árs eða byrjun árs 1991. Þessi framkvæmd er forsenda fyrir öryggi byggðar í Austur-Barðastrandarsýslu og Dalasýslu, sem er eðlilegt að sé sameiginlegt framleiðslu-, þjón- ustu- og atvinnusvæði. Alexander Stefánsson nokkuð inn í það mál og hafði á því aðrar skoðanir en Tíminn og þjóð- arremban í því galdrafári öllu sam- an sem tröllreið allri umræðunni um efnisatriði málsins. Hvað sem segja má annars um „merkilegar niðurstöður" (???) vísindaveiðiáætlunarinnar al- ræmdu, sem reyndar ekki nokkur íslendingur trúir á að hafi verið annað en yfirvarp til að halda áfram ólöglegum hvalveiðum okk- ar mörlandans hvað sem tautaði með loforð okkar íslendinga og alþjóðasamninga, þá verður ekki vikist undan þeirri staðreynd að við hvalavinir höfðum sigur í deil- unni eins og flestir góðir málstaðir gera að lokum. Því engar hvalveið- ar verið leyfðar hér á næsta ári og allsendis óvíst um nokkrar hval- veiðar árin þar á eftir. Þökk sé þjóðarrembunni. Því svo vel eru íslenski sjávarút- vegsherrann og málgagn hans Tím- inn búnir að spila þetta mál fyrir hvali heimsins og vini þeirra ofan- sjávar, þ.e. með því að mála ís- lensku rányrkjustefnuna út í horn (og gera okkur hvalavinum hér heima og erlendis þarmeð ómetan- legan greiða) að útilokað er að reyna hvalveiðar aftur án þess að fá mestalla heimsbyggðina á bakið á sér aftur á þreföldum styrk með tilheyrandi suður-afrískri einangr- un landsins á alþjóðavettvangi í kaupbæti. En það er svo aftur annað mál sem sumir ekki víla fyrir sér og telja þjóðina ekki muna mikið um. Með kærum kveðjum Magnús H. Skarphéðinsson hlvalavinur og trjávinur með meiru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.