Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.09.1989, Blaðsíða 10
10 Tínninn, Fimmtudagur 7. september 1989 Fimmtudagur'7: septémber 1989 Tíminn 11 Búist við 300-400 titlum í jólabóka- flóðinu Unnið er á fullu að íslenskum söguatlas en þar er um mjög viðamikið verkefni að ræða. Væntanlega mun fyrsta bindi þess verks koma út fyrir jólin. Almenna bókafélagið gefur út hljóð- snældu í samvinnu við Blindrafélagið. Þar er um að ræða lestur Stefáns Karls- sonar á Egilssögu. Einnig er verið að vinna að því að fá útgáfurétt á lestri Viðars Eggertssonar á smásögum eftir Edgar Allan Poe. Allnokkrar barnabækur koma út m.a. bók eftir Sigrúnu Davíðsdóttur. Nonni og Manni eftir Jón Sveinsson verður endurútgefin en bókin Nonni kom út á síðasta ári. Iðunn Steinsdóttir hefur skrif- að bók um dreka sem Búi Kristjánsson hefur myndskreytt. Einnig Frændi töfra- mannsins eftir C.S. Lewis en þetta er sjötta bókin í þeim flokki. Auk alls þessa hefur verið unnið að útgáfu á verkum Gunnars Gunnarssonar og Tómasar Guðmundssonar. Reykjavík, sögustaður við sund og Islandshandbókin merkastar frá Emi og Órlygi Örn og Örlygur gefa út nokkur stór og viðamikil verk. Einna hæst ber fjórða bindi Reykjavíkur, sögustaðar við sund. Höfundur meginmáls er Einar S. Arnalds. í þessari bók er rakinn annáll borgarinnar allt frá landnámi Ingólfs og til ársins 1986. Mikið er af myndum og teikningum í bókinni. Auk þess eru 35 örnefnakort í bókinni sem hafa að geyma öll helstu örnefni í borginni. Stórt yfirlitsverk kemur út hjá Erni og Örlygi en það er íslandshandbókin. Bók- in er byggð á bókunum Landið þitt ísland og hefur að geyma efni sem kemur fólki ■ ■ ■■ að góðum notum á ferðalögum. Bókinni er skipt niður eftir sýslum. Kort er af hverri sýslu og öllum helstu stöðum hennar lýst í stafrófsröð. í bókinni verða um 1200-1400 litmyndir en engin bók hefur enn verið gefin út á íslandi með svo mörgum litmyndum. Ritstjóri er Tómas Einarsson. Heimsmetabók Guinnes kemur út í 4. sinn. Mikið er lagt upp úr íslensku efni. Ritstjóri íslensks efnis er séra Kristján Björnsson. Lögbókin þín eftir Björn Þ. Guðmundsson prófessor verður endurút- gefin, aukin og endurbætt. Stefán Már Stefánsson prófessor hefur aukið bókina ásamt Birni. íslensk-ensk viðskiptaorðabók eftir Þóri Einarsson prófessor og Terry Lacy lektor kemur út. Þegar hefur komið út ensk-íslensk viðskiptaorðabók við eftir þau. Atli Magnússon hefur skráð ævisögu Þorgeirs í Gufunesi. Einnig kemur út Ævars saga Kvaran sem Baldur Her- mannsson hefur skráð. Þá má nefna Flugsögu íslands til stríðsloka en hana hefur ritað Eggert Norðdahl. Að lokum er svo gefin út matreiðsluhandbók eftir Kristínu Gestsdóttur. Bókin er sérstak- lega ætluð þeim sem vilja léttast en á sama tíma njóta góðs matar. Guðmundur Jaki segir sögu sína í bók frá Vöku-Helgafelli Einar Heimisson sagnfræðingur verður með skáldsögu sem heitir Götuvísa gyð- ingsins. Sagan fjallar um örlög gyðinga- fjölskyldu sem flýr undan nasistum frá Þýskalandi og til íslands. Sagan byggir á staðreyndum sem áttu sér stað á stríðsár- unum. Fleiri skáldsögur eru í athugun hjá Vöku-Helgafelli en óvíst er hvort þær koma út fyrir jólin. Bókaútgefendur eru sem óðast að taka ákvörðun um hvaða bækur þeir munu gefa út í haust. Allar líkur eru á að svipað verði gefið út af bókum fyrir næstu jól og gefið var út um þau síðustu. Bókaút- gefendur eru sammála um að fólk muni halda áfram að kaupa bækur þrátt fyrir að talað sé um samdrátt í þjóðfélaginu. Of snemmt er að spá í metsölubækurnar en líklegt er að Thor, Guðmundur Jaki, Hrafn Jökulsson, Bjarni Guðmarsson o.fl. blandi sér í toppbaráttuna. Byr jað er að prenta jólabækurnar Prentun á jólabókunum er löngu hafin. Þar er einkum um að ræða þýddar skáldsögur og reyfara. Knútur Signarsson hjá prentsmiðjunni Odda treysti sér ekki að segja til um hvort svipað yrði prentað af bókum hjá þeim og á síðasta ári. Svipaða sögu var að segja í prentsmiðj- unni Eddu, en þar var eiginleg jóla- bókaprentun ekki enn komin í fullan gang. Bækur koma almennt miklu seinna til prentunar en áður sem stafar af því að prentun tekur nú miklu skemmri tíma. Höfundar eða forlögin koma núna oftast með handritin á tölvudiskum eða leiser- prentuð og prófarkalesin. Þessi nýja tækni gerir það að verkum að bækur verða ódýrari í prentun. Ástarsögur seljast verr en áður Ólafur Ragnarsson formaður félags íslenskra bókaútgefenda sagði í samtali viö Tímann að bókaútgefendur áætluðu að það yrði mjög svipaður fjöldi titla sem kæmi út í haust og í fyrra eða um 300-400 ‘titlar. Þetta liggur ekki fyrir enn því 1 forlögin eru ekki búin að kynna útgáfu- Iista sína. Bókaútgáfa fer nokkuð eftir árferði og nú er nokkur óvissa í efnahags- málum þannig að búast má við því að útgefendur haldi að sér höndunum. Flest- ir bókaútgefendur hyggjast haida í horf- inu en mjög ólíklegt er að þeir fjölgi titlum. í fyrra varð minnkun í bóksölu. Samdrátturinn kom fyrst og fremst niður á afþreyingarbókmenntum s.s. ástarsög- um og spennusögum. Margir munu sjálf- sagt gráta það þurrum tárum. Flestir telja að ástæðan fyrir þessu sé aukið framboð á afþreyingarefni eins og t.d. myndbönd- um. Þetta er þróun sem hefur orðið í öllum grannlöndum okkar. Afþreyingar- bækur eru nú gefnar út á öllum tímum ársins og þá einkum í kiljuformi en ekki innbundnar. Tíminn hafði samband við flest öll bókaforlögin og spurðist fyrir um hvaða bækur kæmu út hjá þeim nú í haust. Sum forlög gátu eða vildu ekki segja frá bókunum á þessu stigi. Upptalningin hér á eftir erþví alls ekki tæmandi. Hún gefur þó smá innsýn inn í væntanlegt jólabóka- flóð. Nýjar bækur eftir Thor, Sjón, Einar Kárason og fleiri frá Máli og menningu Hjá Máli og menningu verða gefnar út álíka margar bækur og undanfarin ár eða um 30 bækur fyrir fullorðna, skáldsögur, ljóð og þýðingar. Álíka margir titlar verða gefnir út fyrir börn. „Það skiptir miklu máli að reyna að hafa fram- leiðsluna hagkvæma og reyna að koma í veg fyrir miklar verðhækkanir. Ég á von á að bækur hækki minna en verðbólga milli ára,“ sagði Halldór Gunnarsson ----------i------ útgáfustjóri hjá Máli og menningu. Ný skáldsaga kemur út eftir Einar Kárason. Bókin er sjálfstætt framhald af eyja-bókunum svokölluðu. Þessi saga gerist allmiklu seinna og verður síðasta bókin í þessum flokki. Thor Vilhjálmsson verður með nýja skáldsögu eða „spennu- sögu úr undirheimum Reykjavíkur með sakamála ívafi.“ Sjón verður einnig með nýja sögu og Kristín Ómarsdóttir sendir frá sér smásögur. Ný ljóðabók kemur út eftir Stefán Hörð Grímsson. Gefin verð- ur út heildarútgáfa á ljóðum Dags Sigurð- arsonar. Björn Th. Björnsson sendir frá sér bók sem hefur að geyma bernsku- minningar hans. Stór bók kemur út eftir Lúðvík Jósefsson um landhelgismálið og það sem gerðist á bak við tjöldin. Stærsta menningarverkið sem Mál og menning sendir frá sér er upprunaorða- bók, íslensk orðsifja bók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon. Bókin er 1250 blað- síður í stóru broti þar sem hægt verður að fræðast um alla íslenska málsögu. Segja má að í bókinni liggi allt ævistarf Ásgeirs. Þorbjörn Magnússon og Unnur Jökuls- dóttir gefa út athyglisverða bók sem fjallar um ferðalag þeirra á skútu sem þau sigldu á í mörg ár um öll heimsins höf m.a. niður með strönd Afríku, yfir At- lantshafið og með strönd Suður-Ameríku og alla leið til Ástralíu. Meðal þýðinga má nefna stóra rúss- neska skáldsögu sem heitir Börn Arbas og er eftir Rybakov. Þetta er áhrifamikil saga um ungt fólk á tíma Stalíns. Bókin kom út í Sovétríkjunum í fyrra eftir að hafa verið bönnuð þar í 25 ár. Bókin hefur verið þýdd víða um heim. Rybakov var nýlega kosinn formaður sovésku Pen-samtakanna. Hann kemur væntan- lega hingað til lands í nóvember. Hestabækur koma frá | bókaforlagi Odds Björnssonar Hjá Prentverki Odds Bjömssonar á Akureyri verða gefnir út 5 titlar sem er svipað og undanf^rin ár. Út kemur annað bindi af bókinni Jódynur, hestar og mannlíf í Austur-Skaftafellssýslu. Guð- mundur Birkir Þorkelsson bjó til prent- unar. Þetta eru frásagnir af hestum, ferðalögum ogsvaðilförum. Egill Jónsson á Seljavöllum, Þorkell Bjarnason og fleiri skrifa í bókina. Önnur hestabók kemur út hjá sama forlagi en það er fimmta bindið af ættbók og sögu íslenska hestsins eftir Gunnar Bjarnason. Gunnar birtir einnig í bókinni lok starfssögu sinnar en hann hefur birt kafla úr henni í þessum bókaflokki. Guðjón Sveinsson sendir frá sér smá- sagnasafn sem heitir Grallarar, spóar og gott fólk. Ein þýdd skáldsaga kemur út en það er Sandkorn tímans eftir Sidney Sheldon. Bók um ástandsárin frá Tákni Bókaforlagið Tákn sendir frá sér bæk- urnar, Islensku ástandsárin eftir þá Hrafn Jökulsson og Bjarna Guðmarsson. í bók- inni er fjallað um hemámsárin og sam- skipti íslendinga við herliðið. Tákn gefur einnig út bókina Lífið um borð í Gullfossi en þar er um að ræða frásagnir nokkurra valinkunnra íslendinga af lífinu um borð í því fræga skipi. Þorsteinn Antonsson sendir frá sér örlagasögu Hafnarstúdents- ins Gísla Guðmundssonar en hann var fæddur laust eftir miðja 19. öld. Bókin er heimildaskáldsaga. Gefin verður út bók sem hefur að geyma nærmynd af Davíð Oddssyni en það er Eiríkur Jónsson sem tók hana saman. Jón Örn Marinósson sendir frá sér bók sem hefur að geyma greinar og útvarpserindi hans frá liðnum árum. Ein bamabók kemur út hjá Tákni en það er Diogenes í tunnunni. Síðan kemur út bókin Aulabandalagið eftir Pulitzer-verðlaunahafann John Kennedy Toole. Ásgeir Hannes, Hrafn Gunnlaugs- son, Elín Pálmadóttir o.fl. gefa út bækur Hjá Almenna bókafélaginu Nýr höfundur Kristján Kristjánsson sendir frá sér skáldsögu sem ekki hefur enn fengið nafn. Kristján hefur áður sent frá sér 3 ljóðabækur. Nýtt smásagnasafn, Stórir brúnir vængir, kemur út eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson. Hrafn Gunn- laugsson verður einnig með smásagna- safn sem nefnist Þégar það gerist. Þrjár ljóðabækur koma út. Þær eru Stundir úr lífi stafrófsins eftir Sigmund Erni Rúnars- son og ljóðabækur eftir Birgittu Jónsdótt- ur og Steinunni Ásmundsdóttur. Ein athyglisverðasta bókin sem Al- menna bókafélagið gefur út er bók sem heitir, Snorri á Húsafelli, saga frá 18. öld eftir Þórunni Valdimarsdóttur sagnfræð- ing. Þórunn hefur unnið að bókinni í 3 ár. Elín Pálmadóttir sendir frá sér bókina Frans í Biscay en hún fjallar um frönsku íslandssjómennina. Elín hefur lagt mikla vinnu í bókina og meðal annars ferðast til Frakklands til að afla sér heimilda. Illugi Jökulsson hefur tekið saman bók um alla íslensku stórmeistarana. Tveir íslenskir kennarar hafa tekið saman bók um brandara í skólum sem heitir Brand- arar í skólastofunni. Ásgeir Hannes Eir- íksson hefur skrifað handbók um megrun sem kemur út nú í haust. Hannes fór sjálfur í megrun til Bandaríkjanna. Eftir Egil Ólafsson Unnið við prentun jólabóka hjá prentsmiðjunni Odda. Tímamynd: Árni Bjarna Af þýddum skáldsögum má nefna The Russia house eftir John le Carré. Sagan kom út í Englandi í vor. Hún segir frá þeirri kreppu sem verður í njósnaheimin- um þegar þíða verður í samskiptum risaveldanna. Einnig kemur út.ástarsaga eftir Viktoríu Holt. Af barnabókum má nefna Víkingaferð til Surtseyjar eftir Ármann Kr. Einars- son. Kristín Steinsdóttir verður með bók sem heitir Stjörnur og strákapör. Merkasta endurminningabókin er bók Ómars Valdimarssonar um Guðmund J. Guðmundsson. Bókin á án efa eftir að vekja mikla athygli. Þrjár aðrar samtals- bækur munu að öllum líkindum koma út en nöfnum þeirra verður haldið leyndum enn um sinn. Jóhanna Kristjónsdóttir verður með framhald af ferðaþáttum sínum. Jóhanna segir frá kynnum sínum af flökkurum og forsætisráðherrum í fjarlægum löndum. Fyrir næstu jól koma út tvær bækur í flokknum Heimur í hnotskurn. Önnur heitir Mannkyn í mótun og er þýdd af Haraldi Ólafssyni mannfræðingi. Hin heitir Tónlistarhljóðfærin og fjallar um hvernig hljóðfæri eru notuð í tónlistinni. Guðmundur Emilsson og Árni Böðvars- son hafa haft yfirumsjón með þýðingunni en í henni eru þýdd ýmis orð og hugtök sem aldrei hafa verið þýdd á íslensku áður. Eftir Halldór Laxness kemur greina- safn frá 3. áratugnum. Eftir Gunnar Gunnarsson kemur Sonettu sveigur. Bókin hefur að geyma ástarljóð Gunnars til Fransisku konu sinnar. Gunnar skrif- aði ljóðin upp og Gunnar sonur hans myndskreytti þau í tilefni af gullbrúð- kaupi þeirra hjóna. Bókin er nú gefin út ljósprentuð með þýðingu á ljóðunum sem Helgi Hálfdanarson hefur gert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.