Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.11.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 2. nóvember 1989 Héraðsnefnd Húnvetninga: Skuldir sýslu- sjóðs greiddar Héraðsnefnd Húnvetninga sam- þykkti á fundi á þriðjudag að gera ráðstafanir til að skuídir sýslusjóðs við ríkið yrðu borgaðar. Skuldimar, 22 milljónir að mati fjármálaráðu- neytis, eru til komnar vegna þess að Jón fsberg sýslumaður Húnvetninga ráðstafaði hluta þeirra ríkistekna sem hann innheimti án heimildar til byggingar dvalarheimilis aldraðra. Jón Isberg segir að sýslusjóðurinn skuldi 16 milljónir þessa fjár, af- gangurinn séu skuldir sveitarsjóða sem hafi að mestu verið gerðar upp á sfðustu vikum. Segir hann jafn- framt að fénu hafi verið varið til dvalarheimilisins því framlög úr byggingarsjóði aldraðra hafi brugðist. Hefur einnig komið fram í máli hans að hann hafi farið full frjálslega með peningana en það hafi ekki verið gert með neinni leynd. SSH Mynd af Auði Auðuns Aíhjúpuð hefur verið brjóstmynd af frú Auði Auðuns fyrrverandi borgarstjóra og forseta borgarstjómar. Myndina, sem steypt er í brons, gerði listakonan Ragnhildur Stefánsdóttir. Frú Auður sat í Borgarstjóm Reykjavíkur í 24 ár eða frá 1946 til 1970. Frú Auður var forseti borgarstjóraar frá 1954 til 1959 og frá 1960 til 1970. Hún var auk þess borgarstjóri í Reykjavík í eitt ár árið 1960. Það var dótturdóttir Auðar, Auður Ýr Þorláksdóttir, sem afhjúpaði brjóstmyndina. Verkamenn við Sundahöfn mótmæla: Arfi kominn í atorkuakurinn Hafnarverkamenn við Sundahöfn lögðu niður vinnu í fyrradag og funduðu um kjör sín og laun og vinnuaðstæður. Hafnarverkamenn eru óánægðir með að undanfarið hefur mönnum verið sagt upp störfum. í kjölfar uppsagnanna segja verkamenn að vinnuálag á þá sem eftir eru hafi aukist. Jafnframt sé markvisst unnið að því af hálfu Eimskipafélagsins að fækka fast- ráðnum verkamönnum en fela störf þeirra eða einstaka verkþætti verk- tökum. Þá telja hafnarverkamenn sig nokkuð afskipta innan verkalýðs- hrevfingarinnar. Á fundinum var samþykkt svo- hljóðandi ályktun: „Hafnarverkamenn mótmæla harðlega síendurteknum árásum ríkisvaldsins á lífsafkomu heimila almúgafólks. Nú þegar hefur fjölda fólks verið steypt í glötun og ýtt fram á barm gjaldþrota. Lífsgleði og fram- kvæmdasemi er frá því tekin í skjóli vaxtaokurs og vísitölubindingar. Peningar, verðbætur og alls konar verðbréf eru meira virði en brosandi böm. Við krefjumst þess að stjórnmála- menn og ráðvilltir alþýðuleiðtogar stígi niður úr fílabeinstumum sínum og gangi um meðal almúgans í þeim örvæntingarinnar forarpytt, sem þeir hafa skvett yfir lýðinn og reyti burt þann arfa sem þeir hafa sáð í akra íslensks dugnaðar og atorku.“ Samgönguráðuneytið og Vegagerðin athuga með veg undir Hvalfjörð: Berggöng eða botnstokkur? „Hér er um viðamikið mál að ræða sem getur falið í sér ýmis nýmæli í gerð samgöngumannvirkja. Því er ekki óeðlilegt að nokkurn tíma taki að skoða það og meta,“ segir í frétt frá samgönguráðuneyt- inu um samgöngur um, yfir eða undir Hvalfjörð. í ágúst s.l. skipaði samgönguráð- herra í starfshóp en í honum eru I NÓVEMBERMÁNUÐI verða danssýningar í Iðnó. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sérstök danssýning er sett upp þar. Það er danshópur sem kallar sig „PARS PRO TOTO“ (hluti íyrir heild) sem setur upp sýninguna „Fjögur dansverk“. Að danshópnum standa félagar úr íslenska dansflokknum og fleiri. Höfundar sýningarinnar era fjórir. Markmið sýningarinnar er að fanga ólíka strauma nútímadansins í sjálfstæð verk sem mynda heild. Frumsýnt verður í Iðnó 3. nóvember. Sýningar verða tíu talsins og lýkur 25. nóvember. -EÓ fulltrúar Sementsverksmiðju ríkisins og (slenska jámblendifélagsins, Akranesskaupstaðar, forsætis-, iðn- aðar- og samgönguráðherra. Starfs- hópnum var og er ætlað að kanna einkum hugsanlegar leiðir til að fjármagna veg undir Hvalfjörð og áhrif hans á byggðaþróun. Starfs- hópnum er ætlað að ljúka störfum um næstu áramót. Vegagerð ríkisins hefur á sama tíma unnið að jarðfræðirannsóknum á þeim stöðum þar sem vegarstæði eru hugsanleg yfir fjörðinn og er frumathugunum lokið. Vegagerðin mun í vetur fara yfir ýmsar lausnir sem til greina koma, vega þær og meta og bera saman og gera kostnað- aráætlanir. Jafnframt hefur Vega- gerðin kannað umferðina um Hval- fjörð enda sker hún úr um arðsemi framkvæmdarinnar. Síðustu ár hafa ýmsir athugað lauslega göng undir Hvalfjörð. Þar er fyrst að nefna nefnd um jarð- gangaáætlun 1987 sem Matthías Bjarnason þáverandi samgönguráð- herra skipaði. Þá skal nefndur starfs- hópur íslenska járnblendifélagsins og Sementsverksmiðju ríkisins og Krafttaks h.f. í október í fyrra. Báðir þessir hópar beindu sjónum sínum einkum að jarðgöngum í bergi. í júní s.l. athugaði síðan verktaka- fyrirtækið ístak hugsanleg göng á botni fjarðarins; einskonar steyptan stokk. Áætlaður kostnaður við báð- ar þessar lausnir virtist svipaður, eða um 3 milljarðar króna að núvirði. ( báðum tilfellum er um bráða- birgðaathuganir að ræða og báðar byggja á takmarkaðri vitneskju um aðstæður við gerð mannvirkjanna. Þær benda þó báðar til að um verulega dýrar framkvæmdir er verið að tala. -sá Um 80% allra fráskilinna íslendinga búa í Reykjavík og á Reykjanesi: Eru hjónabönd í meiri hættu í höfuðborginni? Eru hjónabönd í helmingi meiri „slithættu“ í Reykjavík heldur en annarsstaðar á landinu? Eða flykkist fráskilið fólk til höfuðborgarinnar eftir að „frelsið“ er fengið á ný? Eða giftast fráskildir síður aftur í Reykjavík en annarsstað- ar á landinu? Þótt uppkomnir Reykvíkingar séu litlu fleiri heldur en þeir sem búa utan Reykjaness sýna skýrslur að fráskilið fólk en nær þrefalt fleira í Reykjavík (5.910) heldur en á landsbyggðinni (2.130). í Reykjavík búa t.d. um 41% allra kvenna í landinu. Þar búa þó 61% allra fráskilinna kvenna í landinu, en aðeins um 19% á landsbyggðinni (þ.e. þeirra sem ekki hafa gifst aftur), samkvæmt tölum Hagstofunnar. Fráskildir í landinu eru alls rúm- helmingi fleira en hlutfall borgar- lega 10 þúsund (álíka margir og innar af mannfjölda. Á lands- ekkjur ogekklar), konur í talsverð- byggðinni snýst dæmið víða við. Á um meirihluta. Norður- og Austurlandi búa t.d. Reykjavík sker sig mjög úr öðr- um 19% af öllum uppkomnum um landshlutum í skýrslum þar konum í landinu, en hins vegar sem uppkomnu fólki er skipt eftir aðeins innan við 10% allra fráskil- hjúskaparstétt. Fráskilið fólk er inna kvenna. þar, sem áður segir, hlutfallslega Um 8,5% allra kvenna 15 ára og eldri í Reykjavík eru fráskildar og um 7,3% allra karla. Á Reykjanesi eru þessi hlutföll um 4% en annars- staðar á landinu aðeins 2,5 til 3,2%. Hlutfall bæði gifts fólks og einnig þeirra sem aldrei hafa gengið í hjónaband er víðast hvar töluvert hærra á landsbyggðinni heldur en í Reykjavík. En auk þess sem hlut- fall fráskilinna er svo hátt í höfuð- borginni býr þar og um helmingur af öllum ekkjum landsins. Ekkjur og ekklar virðist er einnig hlutfaíls- lega nokkur fleiri í höfuðstað Norðurlands (Norðurl. vestra) heldur en íbúafjöldi gefur tilefni til. Gift fólk er hlutfallslega hvergi fleira heldur en í „nágrannaborg- um“ Reykjavíkur og ekkjur og ekklar hins vegar hvergi færri. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.